Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 37 Gunnar Guðbjörnsson syngur einsöng með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld. Óskalisti Gunnars Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Hljómsveitarstjóri er Keri Lynn Wilson og einsöngvari er Gunnar Guðbjömsson. Efnis- skrá tónleikanna er sett saman samkvæmt óskum Gunnars en hann sendi lista með lögum og óp- eruarium sem hann vildi gjaman syngja á þessum tónleikum en síð- an var það hljómsveitarstjórans Keri-Lynn Wilson að fylla upp í með vinsælum forleikjum og millispilum. Það er skammt stórra högga á milli hjá Gunnari Guðbjörnssyni. 7. maí söng hann með Sinfóníunni --------------áminningar- Tónleikar tónle7ikuTm.f _______________um Jon Leifs og í síðustu viku kom hann í fyrsta sinn fram á tónleikum með filharmóníuhljómsveit Berlínar og nú kemur hann aftur til liðs við Sinfóníuhljómsveit íslands. Gunnar býr í Berlín þar sem hann hefur gert þriggja ára samning við Staatsoper. Meðal þess sem fram undan er hjá Guxmari eru tónleik- ar í Berlín og Chicago þar sem stjórnandi verður Daniel Baren- boim. Keri-Lynn Wilson, sem á ættir sínar að rekja til íslands, er að koma í þriðja sinn til að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni. Héðan fer hún til Verona á Ítalíu þar sem hún mun stjórna uppfærslu á óp- erunni Tosca eftir Puccini. Fjórði áfangi Póstgöngunnar Fjórði áfangi Póstgöngunnar 1999, raðgöngu íslandspósts hf. á milli pósthúsa, verður genginn í kvöld, fimmtudag, frá pósthúsinu í Vogum kl. 20. Gengið verður að pósthúsinu í Keflavík. Gangan tekur tvær og hálfa til þrjár klukkustundir. Boðið verður upp á rútuferðir frá BSÍ klukkan 19, frá pósthúsinu í Kópa- vogi kl. 19.15, pósthúsinu í Garðabæ kl. 19.30 og pósthúsinu í Hafharfirði kl. 19.45 og til baka að göngu lokinni. Silent Surprise Kynningarkvöld verður haldið í Lífssýnarsalnum Bolholti 4, fjórðu hæð, í kvöld kl. 20. Þar kynnir Paul Welch námskeið sitt, Silent sur- prise, sem fram fer dagana 4.-11. júní í Skálholti. Námskeiðið er sjö _________________daga innri Samkomur SfSttSt -----------------endur læra að fella vinnuna með sjálfan sig inn í daglega lífið, kyrra hugann og tengjast æðri vitund. Kynningin er öllum opin. Mismundandi hug- myndir um námskrár Barry Franklin, aðstoðardeildar- forseti við Háskólann í Michigan, heldur fyrirlestur í dag kl. 16.15 í stofú M-201 i aðalbyggingu Kennara- háskólans við Stakkahlíð. Fyrirlest- urinn nefnist: Mismunandi hug- myndir um námskrár - Hvað má lesa út úr rannsóknum um námskrár og námskrárfræði? og er hann fluttur á ensku. Kynningamámskeið í einbeitingu og hugleiðslu í kvöld byrjar röð kynningamám- skeiða í einbeitingu og hugleiðslu á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinn- ar. Á námskeiðunum eru undir- stöðuatriði einbeitingar og hug- leiðslu útskýrð og lýst hver áhrif hugleiðslunnar eru. í framhaldi er svo boðið upp á ókeypis framhalds- námskeið. Námskeiðin eru haldin í Sri Chinmoy miðstöðinni, Skúla- götu 61b. Kringlukráin: Menn segja sögur Ómar Diöriksson og Siguröur Guöfinnsson skemmta á Kringlukránni i kvöld. Þeir félagar og vísnasöngvarar Ómar Diðriksson og Sigurður Guð- finnsson halda tónleika á Kringlu- kránni í kvöld. Yfirskrift tónleik- anna er Menn segja sögur og er það einnig nafn á nýrri geislaplötu sem þeir félagar senda frá sér í sumar. Munu þeir leika lög af plötunni sem öll eru eftir þá. Textar eru eftir _____________________Ómar og þeir hafa leitað i smiðju þekktra skálda. Ómar og Sigurður hafa báðir gefið út plötur undir eigin nafni áður, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir senda frá sér plötu þar sem þeir eru sam- an. Tónleikarnir hefjast um tíuleyt- ið í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gus Gus-lög á Rex í kvöld mun plötusnúðurinn Herb Legowitz úr GusGus koma fram á Groov improve kvöldinu á Rex. Herb mun leika tónlist úr smiðju GusGus sem ekki hefur heyrst áður á íslandi. Um er að ræða endurhljóðblandanir af lögum sem þeir GusGus-meðlimir hafa gert fyrir erlenda listamenn á und- anfomum árum. Einnig mun Herb leika tónlist þar sem útlendir snill- ingar fara höndum um tónlist GusGus. Stærstur hluti þessara endurhljóðblandana nær aldrei eyr- um almennings á íslandi þar sem þær eru unnar fyrir einstaka mark- aði erlendis. Meðal efnis sem fólk getur vonast eftir að heyra er út- gáfa virtustu listamanna Ameríku í danstónlistargeiranum, Masters at Work, af GusGus smellinum VIP. Leikurinn hefst kl 22.30 og er að- gangur ókeypis. Skúrir sunnanlands Um 500 km austnorðaustur af Langanesi er 1003 mb lægð sem þok- ast norður og grynnist. Á sunnan- verðu Grænlandshafi er heldur vax- andi hæðarhryggur sem hreyfist norðaustur á bóginn. Veðrið í dag í dag verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skúrir sunnan- lands, skýjað en úrkomulítið norð- an- og austanlands, en léttir víða til vestanlands. Hiti 4 til 12 stig yfir daginn, mildast suðvestanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt og síðan norðan- gola eða kaldi. Skýjað með köflum, en léttir til síðdegis. Hæg vestlæg átt í nótt. Hiti 3 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.15 Sólarupprás á morgun: 13.25 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.12 Árdegisflóð á morgun: 05.22 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó 4 Bergsstaöir alskýjaö 4 Bolungarvík skúr á síö. kls. 3 Egilsstaóir 4 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 2 Keflavíkurflv. Raufarhöfn léttskýjaö 5 Reykjavíic hálfskýjaö 4 Stórhöföi skúr á síð. kls. 5 Bergen skúr 8 Helsinki skýjaö 12 Kaupmhöfn skýjaö 14 Ósló skýjaö 11 Stokkhólmur 14 Þórshöfn skýjaö 7 Þrándheimur skúr 9 Algarve hálfskýjaö 17 Amsterdam heiöskírt 14 Barcelona skýjaó 18 Berlín léttskýjaö 14 Chicago heiöskírt 8 Dublin þokumóöa 12 Halifax léttskýjaó 10 Frankfurt Glasgow heiöskírt 14 Hamborg léttskýjaó 12 Jan Mayen þoka í grennd 4 London léttskýjaö 14 Lúxemborg léttskýjaö 16 Mallorca skýjaö 23 Montreal alskýjað 11 Narssarssuaq skýjaó 4 New York skýjaö 16 Orlando heiöskírt 22 París léttskýjaö 16 Róm þokumóöa 18 Vín léttskýjaö 16 Washington Winnipeg hálfskýjaö 13 Góð færð á helstu leiðum Yfirleitt er góð færð á öllum aðalleiðum á land- inu. Vegir á hálendi íslands eru lokaðir vegna aur- bleytu. Aurbleyta hefur einnig gert það að verkum að öxulþungi er takmarkaður víða og er það til- Færð á vegum kynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Vega- vinnuflokkar eru að störfum á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars á Snæfellsnesi og á suðvest- urhorninu. b’ Skafrenningur 0 Steinkast E3 Háika Q) Ófært 13 Vegavinna-aðgát 0 öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Ástand vega María Sól Litla stúlkan, sem situr á milli syskina sinna, heitir María Sól Jakobsdóttir. Hún fæddist 23. janúar síð- astliðinn á fæðingar- Barn dagsins deild Sjúkrahúss Suð- urnesja. Við fæðingu var hún 3750 grömm og 53 sentímetrar. For- eldrar hennar eru Þórey íris Halldórsdótt- ir og Jakob Már Harð- arson. Systkini Maríu Sólar heita Margrét og Marteinn. * daga^tpX^ Edward Fulong leikur yngri bróö- urinn í American History X. Óskráða sagan American History X, sem Há- skólabíó sýnir, greinir frá ungum manni og hvemig fjölskylda hans sundrast þegar hann fremur morð. Myndin er sögð frá sjónarhorni Dannys Vinyard (Edward Fur- long). Hann lýsir bróður sínum, Derek (Edward Norton), sem hefur verið í einu allsherjar reiðikasti eftir að faðir hans var myrtur við skyldustörf sfn með slökkviliöinu. Við fylgjumst með hvernig af- burðagáfaður og duglegur drengur fyllist svo miklu hatri og reiði að það endar með fangelsisvist. Þegar Derek kemur úr fangelsinu virö- '///////// Kvikmyndir | ist allt vera óbreytt. Kærasta hans vill hann enn þá, móðir hans einnig og Danny, litli bróöir hans, er alls hugar feginn að átrúnaðargoð hans er aftur komið heim til sín. En Derek er breyttur maður og vill ekkert hafa lengur með sína gömlu félaga að gera og hefur því skiljanlega miklar áhyggjur þegar hann sér að litli bróðir hans stefn- ir í alveg sama farið. Nýtt í kvikmyndahúsum: Bióhöllin: She's All That Saga-Bíó: Varsity Blues Bíóborgin: Rushmore Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: True Crime Laugarásbíó: At First Sight Regnboginn: Taktu lagiö, Lóa * Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Lárétt: 1 eirðarlaus, 6 gelti, 7 ham- ingja, 8 óð, 10 fugl, 11 tregaði, 12 kærleikurinn, 14 ónefhdur, 15 iðka, 17 kerra, 18 væti. Lóðrétt: 1 beiðni, 2 heitmær, 3 hlýja, 4 umgerðin, 5 skáldsaga, 6 gleikkar, 9 áleit, 11 rámur, 13 tölu, 16 fen. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 svefn, 6 sa, 8 læða, 9 ólu, 10 árangur,12 tangur, 14 róa, 16 asks, 18 akur, 19 ást, 21 kutar, 22 ái. < Lóðrétt: 1 slátra, 2 væra, 3 eða, 4 fangar, 5 nóga, 6 slurk, 7 au, 11 rosti, 13 naut, 15 óku, 17 sár, 20 sá. Gengið Almennt gengi LÍ 27. 05. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 74,550 74,930 73,460 Pund 118,540 119,150 118,960 Kan. dollar 50,760 51,070 49,800 Dönsk kr. 10,4550 10,5120 10,5380 Norsk kr 9,4350 9,4870 9,4420 Sænsk kr. 8,6660 8,7140 8,8000 Fi. mark 13,0710 13,1496 13,1780 - Fra. franki 11,8479 11,9191 11,9448 Belg. franki 1,9266 1,9381 1,9423 Sviss. franki 48,7300 48,9900 48,7200 Holl. gyllini 35,2664 35,4783 35,5548 Þýskt mark 39,7360 39,9748 40,0610 it. líra 0,040140 0,04038 0,040470 Aust. sch. 5,6479 5,6818 5,6941 Port. escudo 0,3877 0,3900 0,3908 Spá. peseti 0,4671 0,4699 0,4710 Jap. yen 0,608400 0,61210 0,615700 írskt pund 98,680 99,273 99,487 SDR 99,710000 100,31000 99,580000 ECU 77,7200 78,1800 78,3500 * Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.