Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 13 Getur minna verið betra? Ef þú kýst mig mun sólin skína á þig . í palladómum um nýafstaðna kosninga- baráttu er oft sagt: Davíð var klókur, hann fór ekki út í loforða- kapphlaup við Fram- sókn og Samfylking- una. Klókur var hann að vísu: batt ekki lof- orð við einstaka samfé- lagshópa eða mála- flokka. En eins og hann sagði sjálfur þá lofaði hann samt meiru en nokkur annar: hann lofaði áframhaldandi góðæri með hagvexti: við erum númer flmm í heiminum og erum rétt að byrja, við erum og verðum á uppleið. Þetta er mikið loforð sem ekki er hægt að standa við. Við þurfum ekki mikinn samdrátt í sjávarafla, ekki mikið verðfall á afurðum á heimsmarkaði, ekki mikla hækk- un olíuverðs og ekki heldur mjög mikið verðfall í kauphöllum Vest- urlanda til að hér komi afturkipp- ur. Og þýðir ekki að kenna ríkis- stjórn um hann - ekki frekar en það var óþarft að þakka ríkis- stjórn góðæri sem stafar mest af því að aldrei hefur fiskur verið dýrari í heiminum en nú, um leið og margt af því sem við kaupum hefur verið í lágu verði. Mannsæmandi líf Þar fyrir utan er margt vafasamt og skuggalegt við að trúa fyrirvaralaust á hinn sæla hagvöxt sem á að tryggja að allir fái meira af öllu sem þá lystir. Hag- vöxtur hefur óra- lengi byggt á því að enginn spurði hvernig hann væri fenginn, hvað hann kostaði til lang- frama i illri meðferð á auðlindum og um- hverfi, á því að hann var víxill sem neyslufiknin tekur og vísar greiðslu til komandi kynslóða. Þetta hefur að sönnu breyst: menn eru farnir að spyrja, menn þykjast flestir setja sér þá hugsjón að þró- un - og þá hagvöxtur - skuli vera „sjálfbær“: það er að segja ekki ganga á land- kosti, jarðarkosti. En flestir bara spjnja og masa, fáir gera það sem þarf, þegar til kastanna kemur hafa skammtíma- sjónarmið hag- vaxtartrúar bet- ur. Menn og þjóð- ir standa fost í því hugsana- mynstri að meira hljóti að vera betra. Bæði þeir sem sátu til hægri og vinstri boðuðu lengst af allsnægtaþjóðfélag: ef okkar hug- myndir fá að ráða skulu allir fá nóg (og margir meira til). Það var allt of sjaldgæft að menn spyrðu: hvað er nóg? Þeir hafa alltaf verið til sem sögðu: mestu skiptir að menn geti fullnægt brýnum þörf- um sínum. En þeir gleymdu því að þarfir breytast, þær eru framleidd- ar eins og bílar og súkkulaðikex. Steinn Steinarr sagði í kvæði: „Eilíft líf er ekki til, því miður“. Nærtækara væri að segja: Mann- sæmandi líf er ekki til, því miður. Það neyslustig sem var mannsæm- andi árið 1960 er ekki talið mönn- um bjóðandi árið 1990. Og svo framvegis. Erfitt og spennandi Því er mest að okkur haldið, að nýfrjálshyggja og alþjóðavæðing muni tryggja geypilega velmegun sem allir njóta einhvers góðs af. Það er í fyrsta lagi lygi að allir njóti góðs af: veigamikill þáttur í samtímaþróun heimsins er sá að fátækir verða fátækari. í öðru lagi: hagvöxtur getur ekki staðist til lengdar nema kröfur um sjáifbæra þróun séu virtar í verki á æ fleiri sviðum. Það þýðir að menn þurfa í rauninni að sætta sig við minna en áður - og ekki aðeins þeir sem minnst höfðu fyrir, heldur og með- alneyslujónar og meira að segja þeir efnuðustu ( þeir sleppa alltaf best). Og þá kemur að því verkefni í stjórnmálum sem erfiðast er á okkar tíð og um leið mest spenn- andi: Hvemig er hægt að fara bet- ur með, draga saman, vera ófeimn- ari við að ræða um óþarfa og þrengja að honum - og um leið viðhalda siðuðu samfélagi, meira að segja bæta það í veigamiklum greinum? Gera minna betra! En ekki láta aðvífandi og áleitna þörf fyrir „sjálfbæra þróun“ koma svo flatt upp á neyslugleðina að samfé- lagið leysist upp í hópa grimmra hunda sem standa gjammandi hver á sínu roði: Enginn tekur neitt af mér! Ámi Bergmann Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „Og þá kemur að því verkefni í stjórnmálum sem erfiðast er á okkar tíð og um leið mest spenn- andi: Hvernig er hægt að fara bet- ur með, draga saman, vera ófeimnari við að ræða um óþarfa og þrengja að honum - og um leið viðhalda siðuðu samfélagi Gott áttu, íslenska móðir Gott áttu, íslenska móðir, að þurfa ekki að senda börnin þín í strið, hugsa ég hér suður á Krít og horfi á herflugvélamar þjóta yfir himininn og rjúfa kyrrðina og um leið fegurðina. Ég bý í litlu fjalla- þorpi, ekki langt frá Súdaflóa, á svæði þar sem náttúrufegurðin er mest á Krít. Það er sorglegt til þess að hugsa að við þennan flóa, rhitt í fegurðinni, er Nató-flugvöllur og það er þaðan sem þessar flugvélar koma, rífa sig á loft og þjóta yfir fjöllunum á ofsahraða svo allt nötrar og skelfur hér á jörðu niðri. Eru þetta venjulegar heræfingar? Hvers vegna í Nató? Grikkir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki vera með í að varpa sprengjum á Júgóslavíu. En Grikkland er í Nató og herinn þeirra er því Nató-her og verða þeir hvort sem þeim líkar betur eða verr að vera á einhvem hátt með. Ég spyr heimamenn. Þeir hrista höfuðið og segjast aldrei muna eftir öðrum eins látum frá þvi flugvöllurinn var lagður. Hér eru allir á móti loftárásunum. Héma í fjallaþorpinu hanga uppi mótmælaspjöld á hverjum einasta rafmagns- eða Ijósastaur og enginn fiarlægir þau. Grikkir vita af langri reynslu hvað stríð er. Hver einasta móöir sem á son í herþjón- ustu er kvíðafull. Breiðist þetta strið út? Dettur kannski bráðum bréf inn um bréfalúguna þess efn- is að nú verði drengurinn sendur á vígstöðvarnar? Að nú sé ekki lengur hægt að standa til hlés og að grísku strák- amir verði að fara og berjast með „Banda- mönnum". Gott átt þú, íslenska móðir, að þufa aldrei að ala börnin þín upp í þeim ótta að þau verði einhvern tímann send í stríð. Aldrei, ertu nú svo viss um það? En það er engin herskylda á íslandi. Ekki enn. íslenskir ráðamenn hafa lýst yfir stuðningi íslands við loftárás- irnar eins og við vitum svo vel. Við erum jú í Nató og verðum því að taka ábyrgð, segja þeir. Alveg eins og Grikkland og þó er öll gríska þjóðin á móti. Grikkirnir skilja ekki íslendinga. Hvemig geta íslendingar, sem ekki hafa eigin her og vita ekki af eigin raun hvað strið er, stutt það að annarra þjóða hermenn séu sendir á vígstöðvarn- ar til þess að drepa og verða drepnir? Eða er það vegna þess? Ég þyl upp rök- semdir íslensku ráða- mannanna: ísland er í Nató og íslensk stjómvöld geta ekki annað en lýst yfir stuðningi við ódæðis- verkin, alveg eins og þau grísku. En ísland hefur sérstöðu vegna þess að það er eina aðildarþjóðin sem ekki hefur eigin her, segja þeir. Og hvað eruð þið eiginlega að vilja í Nató? Já, það er spurningin Já, það er stóra spurningin. Það getur vel verið að á sínum tíma, fyrir 50 árum þegar ísland gerðist aðili að Nató að þjóðinni for- spurðri, hafi margir trúað því að i því fælist vörn fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. En nú era aðrir tím- ar og hvað er stutt í það að þeir verði orðnir allt aðrir? Megum við íslenskar mæður - og feður, eiga von á því, að bréf detti inn um lúg- una hjá okkur og tilkynni að son- urinn eða dóttirin sem komin(n) séu á herskyldualdur verði nú að fara að tygja sig suður í Evr- ópu, í einhverjar her- búðir þar á vegum Natós og taka þátt í herþjálfun ásamt öðr- um bræðraþjóðum? Hvernig færi um okk- ur þá? Ég efa ekki að stór meirihluti ís- lensku þjóðarinnar myndi rísa upp á aft- urlappirnar og mót- mæla. Ha, við? Eigum við að fara að senda bömin okkar í strið? Aldrei! Við þessi frið- sama þjóð? Jú, greyin min, nú er kominn tími til að þið skríðið undan verndar- vængnum og sýnið það í verki að þið erað þjóð með þjóðum. Þetta yrði einhver mesta breyting á högum okkar frá þvi við settumst að á þessu skeri fyrir meir en þúsund árum. Væri ekki vit í því, áður en þess háttar bréf dettur inn um lúguna, að fara fram á það við stjómvöld að þjóð- in verði spurð í eitt skipti fyrir öll hvort hún vilji vera í Nató? Ég efa ekki hver niðurstaðan verður, því eitt hefur þó leitt af þessu skelfi- lega stríði - það hefur opnað augu fólks fyrir því hversu skakkt og fá- ránlegt það er af landi á borð við ísland að vera í hemaðarbanda- lagi. Ingibjörg Hjartardóttir „Megum við íslenskar mæður - og feður, eiga von á því, að bréfdetti inn um lúguna hjá okkur og til- kynni að sonurinn eða dóttirin sem komin(n) séu á herskylduald- ur verði nú að fara að tygja sig suður í Evrópu, í einhverjar her- búðir þar á vegum Natós...?“ Kjallarinn Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur og íslensk móðir, hinum megin víg- stöðvanna Með og á móti íslenskur handbolti lagður undir í leikjunum gegn Svissí vikunni? íslenska landsliðlð heyr tvo landsleiki gegn Sviss í þessari viku í forkeppni Evrópumóts landsliða. Þetta eru gríð- arlega mikilvægir leikir en þjóðirnir berjast um sæti í riðlakeppni mótsins í haust. Sú þjóð sem situr eftir stend- ur utan við stórmót á næstu misser- um. Það eru því gríðarlegir hagsmunir f húfi fyrir báða aðila. Lífsspursmál að vinna Sviss „Það liggur alveg ljóst fyrir að leikimir gegn Sviss verða að vinnast. Við megum ekki gleyma því að ef við gerum það ekki þá erum við í verulega vondum mál- um. Ef það verður niður- staðan erum við settir á byrjunarreit í þó-nokkum fáum þetta Guömundsson, tækifæri til aö Íþróttafréttama&ur reyna að hífa oStöð2- okkur upp á við. Takist það ekki þá verða menn að hugsa sinn gang veru- lega i handboltamálum hér á Is- landi. Einfaldlega vegna þess að við höfum hægt og bítandi verið að dragast aftur úr, að mínu mati. Menn hafa ekki spymt við fótum en HSÍ hefur þó á síðustu misserum verið að vakna varð- andi unglingastarfiö, Spuming- in er hvort ekki sé of seint í rassinn gripið. Leikirnir við Sviss era lífsspurmál fyrir ís- lenskan handbolta en við höfum aldrei komist létt frá þeim til þessa. Kaimski er komið að því núna og vonandi segi ég bara. ís- lenska liðið er gott ef það nær sér á strik.“ Orðnir vanir þessari pressu „Svona ástand hefur oft áður komið upp og alltaf höldum við samt inn í framtíðina. Undanfar- in ár hafa allir leikir liðsins ver- ið ofsalega mikilvægir. Þá hefúr mik- ið verið rætt um að framtíð- in liggi undir hinum og þessum leikn- um. Við erum orðnir vanir þessari pressu. Lífið heldur áfram sinn vanagang þó komi eitthvað upp á. Við stefnum bara alls ekki á það heldur aö viuna báða leikina sem fram undan eru gegn Sviss. Við í sjálfum sér hugsum ekkert út í þetta frekar en áður og ég sjálfur horfi ekki svona á þetta. Þetta verður erfitt verkefni og það skiptir allt máli i leikjunum, bæði þau mörk sem við skorum og þau sem við fáum á okkur. Við verðum fyrst og fremst að komast vel frá leiknum Sviss því ég er álveg sannfærður um það að við vinnum þá alltaf heima.“ -JKS Þorbjörn Jcnsson, landsliðsþjálfari karlaí handknattleik. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekiö við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.