Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 27 0 Sviðsljós Svíaprinsessa í sjónvarpsviðtali: Mikilvægt að eigin- maðurinn hafi húmor Viktoría Svíaprinsessa telur að mikilvægustu eiginleikar væntan- legs eiginmanns hennar, hver svo sem hann verður, séu húmor. Þetta segir prinsessan í viðtali sem sjón- varpað verður í Sviþjóð í vikunni. Viktoría neitar að tjá sig um hvort hún eigi kærasta og tekur fram að hún vilji hafa einkalíf sitt í friði. íviðtalinu viðurkennur Viktoría að tíminn þegar hún þjáðist af lyst- arstoli hafi verið mjög erfiður. „Þessi sjúkdómur er ekki bara erf- iður fyrir einstaklinginn heldur einnig sérstaklega fyrir umhverfið. Nú líður mér vel,“ segir prinsessan. Meirihluti viðtalsins, sem er tek- ið I skólanum Calhoun College á milli New York og Yale í Bandaríkj- unum, fjallar mn veikindi Viktoríu. „Ég hef mikið hugsað um það hvemig hægt sé að hjálpa öðrum í þessari stöðu. Fyrir mig er það mik- ilvægt að geta tjáð mig opinskátt um þetta. Þetta er vaxandi vanda- mál í nútímaþjóðfélagi sem ef til vill er ekki tekið alvarlega," bendir Viktoría Svíaprinsessa vill geta hjálpað þeim sem þjást af lystarstoli eins og Viktoría á. hún geiðL Símamynd Reuter Þegar hún veiktist fyrir einu og hálfu ári var hún send til náms til Bandaríkjanna. Viktoría segir að fjöldi duglegra lækna sé á Karol- inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. „En í Bandaríkjunum fékk ég ró og næði. Ég er þakklát fjölmiðlum fyr- ir að hafa látið mig í friði. Það hjálp- aði mér mikið.“ Prinsessan vill ekki tjá sig um or- sök þess að hún fékk lystarstol. Hún segir þó að erfltt sé að fullyrða að athygli almennings hafi orðið henni ofviða. Viktoría segir það hafa verið mjög athyglisvert að geta verið óþekkt. Henni þyki mjög gaman að kynnast fólki. Hún hafl til dæmis getað farið inn á kafflhús og rætt við ræstingadömuna eða stelpuna á kassanum án þess að þær þekktu hana. Það hafl verið eins og lítils háttar ferðalag. „Það er mikilvægt að kynnast því hvemig lifl venju- legs fólks er háttað,“ segir Viktoría. Hún er væntanleg til Svíþjóðar. í haust snýr hún aftur til Bandaríkj- anna til að ljúka námi sínu þar. Sonur Michaels ekki dauðvona Eiginkona poppgoðsins ^ Michaels Jacksons hefur vísað á bug fregnum frá Ítalíu um að Prince, tveggja ára sonur þeirra, sé dauðvona. í sjónvarps- viðtali í Los Angeles sagði frúin að drengurinn væri með veiru- sýkingu. Það var stórtenórinn Luciano Pasvarotti sem sagði heims- v byggðinni frá því að sonur Michaels væri alvarlega veikur og kynni að deyja. Michael átti að syngja með Pavarotti og vin- um hans í Modena á Ítalíu á þriðjudagskvöld en aflýsti söng sínum vegna veikinda þess stutta. Litli drengurinn fékk mjög há- an hita um helgina og fékk krampaflog af þeim völdum á laugardagsmorgun. Að sögn var það þriðja flogið sem drengurinn hefur fengið á liðnu ári. Fyrir alla! Heilsa, megrun, fitun, útlit, fjárhagslegt oryggi. lfeiti ráðgjöf og stuðning. Anna Toher, s. 897 7575 eða e-mail: 588 7575 annatoher@fardi.com Leikararnir LivTyler og Ralph Fiennes létu fara vel um sig á Astoria hótelinu í Pétursborg í Rússlandi á dögunum. Liv og Ralph voru þangað komin til að vera viðstödd frumsýningu breskrar kvikmyndar sem byggð er á Ijóði Púskíns um Jevgení Ónegín, í tilefni 200 ára afmælis skáldsins. Nýir Kia Clarus GLX, 2,0 I ► ► ► ► > > V > Sjálfskiptir ABS-bremsur Topplúga Rafdrifnar rúður Þjófavörn Rafdrifnar læsingar 2 líknarbelgir Rafdrifnir speglar Sími 567 0333 Verð 1.290.000 STAÐGREITT Bílasalan Bíldshöfða 3. Robbie Williams kynþokkafyllstur allra karlmanna Söngvarinn Robbie Williams, sem var í hljómsveitinni Take That, er kynþokkafyllstur allra karla á öllum tímum. Þetta er niðurstaða kosninga á vegum breska tíma- ritsins FHM. Þar með hefur kappinn, sem nú er sólósöngvari, slegið út ekki minni menn en James Dean, sem þótti allra manna flottastur, og þann sem hingað til hefur þótt í meira lagi glæsilegur, sjálfan Sean Connery. Bílaleiga Smiðjuvegi 1 Kópavogi Helgartilboð frá föstudegi sunnudags 2ja daga tilboð: Pick-up bílar m/Camper-húsi, fýrir 4 Kr. 22.000 7 manna Caravanbílar Kr. 18.000 Suzuki-jeppar Kr. 16.000 Einnig fólksbílar frá kr. 3.888 á dag. Sími 564 6000 Fax 654 6001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.