Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 22
22 satomá/ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 DV Við sveitaveg í miðju Þýskalandi stendur kona í sorgarklæðum. Hún heldur á vendi af rauðum rósum. Þær eru til minningar um dóttur hennar, Yvonne, sem varð aðeins sextán ára. Það var kærastinn henn- ar, Kúrdi sem fengiö hafði tímabund- ið atvinnuleyfi, sem stakk hana til bana. Hann heitir Ercan Utanc. Yvonne fannst nær dauða en lífl við tréð sem móðir hennar er í þann veg- inn að leggja blómvöndinn við. Það var ökumaður sem kom að Yvonne eftir að Ercan hafði skilið hana þama eftir til að deyja. Þá var unga stúlkan orðin nær meövitund- arlaus, en tókst þó að hvísla því að ökumanninum hver hafði stungið hana. Ásakar lögregluna Móðirin heitir Monika Pautz og er þrjátiu og níu ára. Lögreglan hefur sagt henni það sem hún veit, en engu að síður hefur Monika mikla andúð á henni því hún segir hana bera óbeina ábyrgð á því hvemig fór. „Ég fór til lögreglunnar af því ég Yvonne vissi að eitthvað skelfilegt myndi koma fyrir dóttur mína eftir að hún hafði kynnst þessum manni. Mæður fmna margt á sér. En það var sama til hvers ég sneri mér, alls staðar var mér vísað frá, rétt eins og ég væri móðursjúk og óttaðist um velferð dóttur minnar að ástæðulausu. Á einum stað var ég meira að segja spurð að því hvort ég hefði foreldra- réttinn yfir Yvonne’" Monika hefur grátið örlög dóttur sinnar en í viðtalinu sem þessi frá- sögn er að hluta til byggð á var hún róleg og yfírveguö, en hélt fast við ásakanir sínar á hendur yfirvöldun- um. á hana og hún fór að slá slöku við námið. Hún fór að umgangast glæpa- menn í Dortmund, en í þá sótti þessi Kúrdi. Ég hafði miklar áhyggjur af því hvað yrði um hana.“ í nóvember í fyrra fékk Monika að vita að dómari hefði kveðið upp úr- skurð um að Ercan Utanc skyldi vís- að úr landi vegna glæpsamlegrar for- tíðar. Hann vildi ekki sætta sig við það. Þegar tveir lögregluþjónar komu í húsið sem hann bjó í til þess að fara með hann á flugvöllinn réðst þessi tvítugi maður á þá með hníf. Honum tókst að flýja og lét sig hverfa í und- irheima stórborgarinnar. Útlendingaeftirlitið hafði þá sam- band við Moniku Pautz og hún brást við með því að skipa dóttur sinni að halda sig heima og fara ekki í skól- ann fyrr en Ercan heföi náðst. „Hann er með hníf,“ sagði ég við Yvonne. „Hann hefur beitt honum gegn tveimur lögregluþjónum og hann gæti stungið þig þegar þú ert á leiðinni í skólann." En það var eins ekki til neins fyrir Moniku að tala við hana. Á unglingaheimili Yvonne reyndi að sannfæra móður sína um að hún þyrfti að hitta Ercan því hún gæti fengið hann til að gefa sig fram við lögregluna. „Hún vildi einfaldlega ekki trúa þvi að það gæti verið lífshættulegt að hitta hann,“ sagði Monika. En dóttirin féllst þó á eins konar málamiðlun. Hún sagðist skyldi fara á unglingaheimilið „Heidehaus“, þar sem Ercan vissi ekki af henni. „En ég varð að lofa henni því að þar yrði hún aðeins þar til þessi kúrdíski vinur hennar hefði verið handtekinn og sendur úr landi," sagði Monika. „Hún tók því aðeins með sér náttkjól, tannbursta og bangsann sinn.“ Móðirin fór sjálf með dóttur sína á unglingaheimilið. Þar átti hún langt samtal við stjómanda þess og var sagt að haft yrði auga með Yvonne. Tveimur dögum síðar var hins vegar hringt frá heimilinu og sagt að Yvonne hefði horfið. Moniku væri hins vegar velkomið að koma og skoða herbergi dóttur sinnar. Það gerði hún og komst þá að því að Erc- an hafði fengið að koma í heimsókn- ir þegar honum hentaði. 1 rairn hafði það verið hann sem fór með Yvonne þaðan. Vísað frá Leidd afvega „Yvonne var fyrirmyndamem- andi,“ sagði Monika, „hún fékk háar einkunnir þar til hún kynntist Erc- an. Hann hafði hins vegar slæm áhrif í herberginu fann Monika stafla af ástarbréfum frá Ercan, ásamt síma- númemm aðila sem hann hélt sig hjá. Með þau fór hún til lögreglunn- ar. „Við erum ekki rannsóknarlög- reglan," svaraði sá sem Monika Eftirmáli Ercan Utans. hafi margstungið hana meö hnífn- um sem hann ætlaði að beita gegn lögregluþjónunum sem hugðust handtaka hann. Er ökumaðurinn kom að Yvonne á sveitaveginum var hún afar illa á sig komin. Hún var í skyndi flutt á sjúkrahús og það var ekki fyrr en hún var komin á skurðarborðið að læknum varð ljóst hve lífhættulega særð hún var. Á annarri hlið líkam- ans var röð stungusára, en að auki hafði hnífurinn gengið í bæði lung- Morð Yvonne varð fréttaefni um- fram sum hliðstæð atvik, því það þótti dæmi um hvernig farið getur þegar ungar stúlkur sem hafa ekki kynnst heiminum hrífast af mönn- um sem virðast lífsreyndir og villa á sér heimildir. En annað réð líka nokkru um umfjöll- unina. Ercan Utanc ________og Yvonne Pautz komu úr gerólíku umhverfi. Mörg- um aðkomumönnum i Þýskalandi hefur reynst erfitt að fóta sig í þjóð- félagi sem er i mörgu ólíkt því sem þeir komu frá. Sumir kenna kyn- þáttamismun um, aðrir ólíkum menningarsamfélögum. En hvað sem slíkum Vangaveltum líður hef- ur verið bent á að þótt ungar stúlk- ur telji mæður sínar stundum gam- aldags og ekki skilja unga fólkið þá hafi mæðumar oftar rétt fyrir sér en dæturnar vilja viðurkenna. Morðið á Yvonne var enn ein sönn- un þess. Allt reynt Moniku var gert aðvart um árás- ina á dóttur hennar um leið og vit- að var um hana. Henni var jafn- framt sagt á hvaða sjúkrahús hún yrði flutt og því hraðaði hún sér þangað. Hún var komin á spítalann á undan sjúkrabílnum og fer hluti lýsingar hennar hér á eftir. „Ég stóð á ganginum þegar kom- ið var með börur sem dóttir mín lá á. Þá var verið að fara með hana beint á skurðstofuna. Það var hræðileg sjón. Ég sá aðeins í hluta andlits hennar. Það var blóðugt. Hún var með slöngur í nösum og munni. Sjúkraliði hljóp við hlið hennár og hélt á plastpoka með blóðvökva í. Augnabliki síðar kom einn starfsmanna sjúkrahússins með fangið fullt af plastpokum með blóði í. „Getur allt þetta blóð verið ætlað dóttur minni?“, spurði ég sjálfa mig. Þá vissi ég ekki enn hve illa leikin hún var. Svo heyrði ég tal sjúkraliðanna og varð ljóst að dóttir mín hafði margsinnis verið stungin með hnífl.“ ræddi við á lögreglustööinni. „Þeir eru famir heim í dag“. Monika fór nú sjálf að leita dóttur sinnar. Klukkustundum saman fór hún milli veitingahúsa sem hún taldi líklegt að glæpamenn héldu sig á. Hún hafði meðferðis mynd af Yvonne, en enginn kannaðist við að hafa séð hana. Þegar Monika kom á aðaljámbrautastöðina í Dortmund rakst hún hins vegar á dóttur sína í annarlegu ástandi. Hún reyndist vera undir áhrifum flkniefna. Eftir að hafa þráttað við hana um hríð fékk hún Yvonne til að koma með sér á unglingaheimilið. Er hún hafði komið dóttur sinni fyrir hélt Monika á ný til lögreglunn- ar. Þar skýrði hún frá fíkniefna- neyslu dóttur sinnar og bað um hjálp því hún óttaðist að hún yrði háð slík- um efhum ef ekki yrði bundinn end- ir á samband hennar við Ercan. „Ég er búin að láta ykkur fá síma- númer og heimilisfong," sagði Mon- ika. En það gerðist ekkert. Strauk á ný Hálfum mánuði áður en Yvonne hefði orðið sautján ára var hringt til Moniku og henni sagt að dóttir hennar hefði strokið á ný. Hún hafði sagst ætla að kaupa vind- linga, en haföi ekki komið aftur. Fjórtán ára vin- kona Yvonne, Hanna, sagðist hafa séð Ercan bíða hennar viö verslun- ina og hafði hún strax sest upp í bíl sem hann ók. Frásögnin af því sem næst gerð- ist er byggð á því sem rannsókn málsins leiddi í ljós. Flest virðist benda til þess að þau Yvonne og Ercan hafi farið að rífast í bílnum og því hafi lokið með því að hann Hún dó Læknarnir reyndu aUt sem þeir gátu til að bjarga Yvonne en tókst það ekki. Hún dó á skurð- borðinu. Þegar lögreglan heyrði um andlátið var ljóst að fyrir dyrum stóð leit að morðingja. Var nú farið að svipast um eftir Ercan Utanc. „Já, sjáið viðbrögðin þá,“ sagði Monika. „Skyndilega gat lögreglan nýtt sér símanúmerin og heimilis- föngin sem ég hafði látið hana fá mörgum vikum áður.“ Ercan var handtekinn fimm dög- um eftir morðið á Yvonne Pautz og situr í gæsluvarðhaldi meðan hann bíður eftir að mál hans verið tekið fyrir í rétti. Áður en hann framdi glæpinn hafði hann sótt um dvalar- leyfl í Þýskalandi og borið því við að hann væri flóttamaður. Slíkt leyfi fær hann tæpast nokkru sinni, en talið er víst að hann fái langan fangelsisdóm. Monika Pautz hefur lagt fram kæru á unglingaheimiliö og lögregl- una fyrir vanrækslu sem hafi átt sinn þátt í að dóttir hennar var myrt. „Ég mun ekki hætta baráttu minni fyrr en einhverjum þeirra sem með þetta mál höfðu að gera verður sagt upp starfi," segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.