Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 50
 ’ss myndbönd LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 Skyggen Danskir netherjar ★★ Stoiss (Jorgen Kiil) á netið í dönsku framtíðar- myndinni Skuggen. Hakkaranum JB (Lars Bom) tekst að brjóta sér leið að leyndum skimaskotum þess. Hann telur sig eiga dauðann vísan þegar Stoiss heimsækir hann en fær óvænt starf sem netvörður. Þegar peningar fara að streyma frá Stoiss til JB í gegnum netið fær hann 35 klukkustundir til að sanna sakleysi sitt og finna sökudólginn. Stoð hans og stytta í barátt- unni er hörkukvendið Miauv (Puk Scharbau) en hin slóttuga Barbie (Karin Rorbech) freistar JB með kyntöfrum sínum. Því fer víðs fjarri að Skuggen jafnist á við besti vísindatrylla Hollywood en hún er engu að síður ágæt afþreying með nokkrum vel heppnuðum atriðum. Hún flakkar reyndar á milli þess að vera skemmti- lega framúrstefnuleg og næsta hallærislega „töff‘. Þótt ekki sé um meistarastykki að ræða undirstrikar myndin gróskuna í dönsku kvik- myndalífi. Það eitt að lagt skuli til atlögu við kvikmyndagrein sem Hollywood á „einkarétt" á segir nokkuð margt og tekur myndin reynd- ar virkan þátt í net-hugleiðingum þeim sem verða nú sífellt meira áber- andi í vísindamyndum. Segir mér svo hugur um að það sé einungis lognið á undan storminum. Útgefandi Myndform. Leikstjóri Thomas Borch Nielsen. Aðalhlutverk: Lars Bom, Jorgen Kiil, Puk Scharbau og Karin Rorbech. Danmörk, 1998. Lengd 98 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Johnny er ljósmyndari sem tekur aðaliega myndir af dauðu fólki. Hann vinnur fyrir tryggingafyrirtæki og lögregluyfirvöld við að taka myndir á vettvangi slysa og morða og þess háttar. í hjáverkum vinnur hann fyrir fjárkúgara sem útvega mönnum vændiskonu og ryðjast svo inn þegar leikurinn stendur sem hæst og láta Johnny taka myndir. Johnny er sæmilega sáttur með sitt hlutskipti þangað til einhver fer að kála öllum þeim sem að fjárkúgununum standa. Það er eiginlega ekki mikið um þessa mynd að segja. Þetta er bara ósköp hefðbundin meðalmennskuspennumynd, ein af þessum sem fara beint á myndbandamarkaðinn án þess að vekja mikla athygli. Myndin er nokkuð hæggeng, sem virkar alveg þar sem persónusköpunin er sæmilega áhugaverð þótt hún heilli mann ekki upp úr skónum. Sögufléttan er allt of augljós til að einhver spenna myndist. Það eru ágætir leikarar í helstu hlutverkum en Jack Black stelur þó senunni í litlu hlutverki. Þetta er skítsæmileg afþreying en á engan hátt merkilegt verk. Útgefandi Skífan. Leikstjóri John Raffo. Aðalhlutverk: Peter Gallagher, John Lithgow og Frances McDormand. Bandarísk,1997. Lengd 95 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Misheppnað diskó Shane O’Shea (Ryan Phillippe) er „sveitalúöi" sem sker hár sitt og slær í gegn sem barþjónn á vin- sælasta diskóteki í heimi. Eigandi þess er Steve Rubell (Mike Myers) sem stjórnar því með harðri hendi hverjir fá aðgang. (Örugglega næsta skrefið í vaxandi snobb-menningu íslensks skemmtanalífs). Shane kynnist í starfinu hjónakornunum Greg (Breckin Meyer) og Anitu (Salma Hayek) sem dreymir um glæsta frama. Ekkert lát virðist vera á diskó-myndum þessa mánuðina. 54 hlýtur þó að vera sú lélegasta enn sem komið er. Frásögn hennar af sveitafolan- um Shane, sem uppgötvar freistingar og spillingar í stórborginni, er hefðbundin og lítið spennandi. Þá á leikaraliðið með eindæmum slæm- an dag. Salma Hayek ætti að halda sig við kroppasýningar en spara dramatísk tilþrif. Verstur af öllum er þó Ryan Phillippe í hlutverki kyn- tröllsins Shane en sérhver svipbrigði hans gera manni gramt í geði. Áhugasömum diskó-boltum er bent á hina ágætu The Last Days of Disco sem gaumgæfir þetta tímabil á öllu áhugaverðri máta. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Mark Christopher. Aðalhlutverk: Ryan Phillippe, Salma Hayek, Neve Campbell og Mike Myers. Bandarísk, 1998. Lengd 96 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Steven Spielberg: Ofmetnasti leikstjóri seinni tíma? Geimverurnar koma! Rétt er að taka það strax fram, svo að fyrirsögnin valdi engum mis- skilningi, að Steven Spielberg er maður margra ólíkra hæfileika. Hann er mikill fagmaður sem gert hefur margar af vinsælustu kvik- myndum seinni tíma. Hann er enn fremur lævís viðskiptamaður og líklega er engu logið um völd hans innan Hollywood. Þá má ekki gleyma óbeinum áhrifum hans en myndir hans „innbyrðir" fólk á öll- um aldri um heim allan. En að hvaða leyti er hann þá of- metinn? Jú, Spielberg hefur ekki sætt sig við það að vera vinsælast- ur, og mögulega hæfastur, leik- stjóra „afþreyingarmynda“. Hann hefur gert kröfu um að vera talinn til „alvöru" leikstjóra með gerð „listrænna" mynda. Athugið að ég er ekki að gera því skóna að „list- rænar“ myndir séu merkilegri en „afþreyingarmyndir". Stigskipting- in er miklu frekar sótt til Spielbergs og auðvitað þeirra sem hampað hafa „listamanninum“ Spielberg, sbr. hugmyndina um að hann hafi sannað sig sem leikstjóri með Schindlerís List. Gríðarlegar vinsældir Óhætt er að segja að Spielberg hafi slegið í gegn fyrir alvöru með hákarlatryllinum Jaws (1975) sem átti stóran þátt í að bylta markaðs- kerfí Hollywood. Myndin sem þá var tekjuhæsta mynd allra tíma var fyrsti „blokkbösterinn“, en aðstand- endur hennar eyddu gríðarlegum fjármunum í mikla auglýsingaher- ferð. Síðan fylgdi hver vinsælda-af- þreyingin annarri: Close Encounters of the Third Kind (1977), 1941 (1979), Raiders of the Lost Ark (1981), E.T. (1982) og Indi- ana Jones and the Temple of Doom (1984). Fyrir þrjár þessara mynda hlaut hann óskarstilnefningar en það var ljóst að akademían var ekki á því að veita „afþreyingarmynd- um“ óskarinn. Ráðist til atlögu við listina Um miðjan níunda áratuginn sneri Spielberg sér að „listrænni" myndum, hvort sem það var af þrá eftir viðurkenningu eða köllun listamanns. Margir ráku upp stór augu er hann gerði myndina The Color Purple (1985), en gagnrýnend- ur voru jafnan á því að leikstjórinn hefði stigið með henni alvöruþrung- ið skref. Það hlýtur þó að hafa vald- ið honum vonbrigðum að fá ekki neina af 10 óskarstilnefningum myndarinnar, og að engin skyldi hún hljóta á endanum líkt og frægt Steven Spielberg ungur, lengst til vinstri, ásamt Francis Ford Coppoia og George Lucas. Klassísk myndbönd Close Encounters of the Third Kind (1977) ★★★ Roy Neary (Richard Dreyfuss) sér ásamt nokkrum öðrum einstakling- um furðuleg teikn á himni. Þegar þau nálgast hann frekar verður honum ljóst að ókunn farartæki eru á ferð yfir jörðu. Hann segir fjöl- skyldu sinni frá upplifuninni en hún tekur hann ekki trúanlegan. Roy er breyttur maður og getur ekki samlagast íjölskyldunni. Tor- ræð sýn á hug hans allan og hann rambar á barmi brjálæðis. Þegar hann sér fréttir i sjónvarpinu af þvi þegar verið er að rýma landsvæði umhverfis skringilega lagað fjall gerir hann sér grein fyrir því hver sýnin er. Herinn er þó ekki á því að hleypa Roy inn á svæðið þótt vís- indamaðurinn Claude Lacombe (Frangois Truffaut) telji hann geta komið að gagni. Ekki einu sinni Roy gat þó séð fyrir hlutverk sitt í því sjónarspili sem í vændum er. Hér er Spielberg aldeilis í essinu sínu. Úthugsuð spennuatriði, aðdá- unarverð tækniútfærsla og heill- andi fantasía. Richard Dreyfuss er sem sniðinn i hlutverk Roys, auk þess sem það var útsmogið bragð hjá Spielberg að næla í Frangois Truffaut í hlutverk Claudes. Geim- förin er afskaplega vel úr garði gerð og sjálfar geimverurnar eru nokk- urs konar forverar E.T. Myndin er aftur á móti nokkuð flóknari að Steven Snielberg, lengst til hægri, við tökur á Close Encounters of the Third Kind. Richard Dreyfuss er lengst til vinstri og á myndinni er einnig franski leikstjórinn Frangois Truffaut sem lék í myndinni. uppbyggingu en flestar myndir leik- stjórans og lætur mörgum spurn- ingum ósvarað. Close Encounters of the Third Kind hefur goldið þess að vera gerð sama ár og Star Wars. Ósanngjart væri að bera þær saman enda alls ólíkar. Mynd Spielbergs er alvöru- þrungnari og einlægari. Hún vinn- ur af umhyggju með mögulegt sam- band okkar og annars heims, og fáir aðrir en Spielberg gætu gert aðra eins fantasíu af slíku „raunsæi". Fæsti í Videohöllinni. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Frangois Truffaut, Teri Garr og Melinda Dúlon. Bandarísk, 1977. Lengd: 132 mín. -Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.