Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 ’áfmæli 55 lil hamingju með afmæliJ 20. júní 90 ára Elín Böðvarsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Magda Agnethe Jensen, Mararbraut 11, Húsavík. Margrét Guðmundsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. María Sigurvinsdóttir, Heiðargerði 5, Akranesi. 85 ára Irma Jóhanna Pálsdóttir, Boðahlein 11, Garðabæ. 75 ára Anna Elín Ringsted, Goðatúni 32, Garðabæ. Jóhann Helgason, Leirhöfn 1, Öxarfjarðarhreppi. Jóhann Rósinkrans Björnsson, Ugluhólum 12, Reykjavík. Ólafur A. Egilsson, Hátúni 8, Reykjavík. Sigrún Magnúsdótdr, Hringbraut 50, Reykjavík. 70 ára Alda Guðbj ömsdóttir bréfberi, Heimatúni 2, Bessastaðahreppi. Hún tekur á móti gestum í íþróttaheimih Bessastaða- hrepps á afmælisdaginn eftir kl. 16.00. 60 ára Guðjón Oddsson, Birkihæð 10, Garöabæ. Eiginkona hans er Gíslína S. Kristjánsdóttir. Guðjón er í útlöndum. Sveinbjöm Hafliðason, Eiðistorgi 5, Seltjamarnesi. 50 ára Drífa Vermundsdóttir, Kirkjulundi 4, Garðabæ. Erla Halldórsdóttir, Hjallaseli 11, Reykjavík. Friðrik Sigurgeirsson, Giljalandi 9, Reykjavík. Guðlinnur G. Johnsen, Breiðvangi 22, Hafnarfirði. Guðmundur Björnsson, Óðinsvöllum 14, Keflavík. Kristín H. Þórarinsdóttir, Kirkjuvegi 82, Vestmannaeyjum. MjöU Vermundsdóttir, Breiðuvík 39, Reykjavík. Rannveig Jónsdóttir, Borgarhlíð 2 H, Akureyri. Sólveig Kristmannsdóttir, Hlíðarendavegi 7, Eskiflrði. Þórður Sigurgeirsson, Engjaseli 76, Reykjavík. 40 ára Benedikt H. Þorbjömsson, Álakvísl 42, Reykjavík. Bergljót Grímsdóttir, Heiðarbraut 7 E, Keflavík. Hilmar Hansson, Alfholti 30, Hafnarfirði. Már Sigurbjömsson, Ástúni 8, Kópavogi. Rósa Knútsdóttir, Borgarsíðu 16, Akureyri. Valgerður Birna Lýðsdóttir, Safamýri 31, Reykjavík. Þorbergur Hjalti Jónsson, Melabraut 20, Seltjarnamesi. Örn Sigurbjömsson, Ekrusmára 17, Kópavogi. Ásgeir Þorkelsson, verkstjóri hjá Ný-Fiski ehf, Hólagötu 13, Sand- gerði, er fertugur í dag. Starfsferill Asgeir fæddist í Keflavík en ólst upp í Sandgerði. Hann stundaði nám við Grunnskólann í Sandgerði. Að loknu grunnskólanámi fór Ás- geir að starfa við fiskvinnslu og stunda sjómennsku. Auk þess hefur hann stundað ýmis iðnaðarstörf. Hann er nú verkstjóri hjá Ný-Fiski ehf/ Ásgeir hefur gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, þar á meðal fyrir Sandgerðisbæ Knattspyrnufélagið Reyni. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 9.12. 1978 Ólínu Margréti Ólafsdóttur, f. 8.1. 1961, starfsmanni við íþrótta- húsið í Sandgerði. Hún er dóttir Ólafs H. Torfa- sonar, vegaeftirlits- manns, búsettur í Reykjavík, og Margrétar Sæmundsdóttur, sauma- konu og húsmóður. Asgeir Þorkelsson. Börn Asgeirs og Ólínu Margrétar eru Ólafia Dögg Ásgeirsdóttir, f. 12.10. 1978, stúdent, bú- sett í Reykjavík en mað- ur hennar er Ámi Rafn Rúnarsson, f. 19.7. 1976; Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir, f. 1.4.1984, nemi; Ásgeir Þór Ásgeirsson, f. 11.2. 1991, nemi. Systkini Ásgeirs eru Sveinn Þorkelsson, f. 20.5. 1951, búsettur i Sandgerði; Hervör Þor- kelsdóttir, f. 27.5.1953, búsett í Sand- gerði; Viðar Þorkelsson, f. 28.6. 1954, búsettur í Kópavogi; Gunnar Þor- kelsson, f. 31.12. 1957, búsettur í Keflavík; Lára Þorkelsdóttir, f. 24.8. 1961, búsett í Bíldudal; Þórður Þor- kelsson, f. 18.12. 1965, búsettur í Sandgerði. Hálfbróðir Ásgeirs, samfeðra, er Guðmundur Þorkelsson, f. 14.2. 1946. Foreldrar Ásgeirs: Þorkell Aðal- steinsson, f. 26.7. 1919, d. 30.3. 1980, verkamaður í Sandgerði, og Ólafía Guðmundsdóttir, f. 8.7. 1921, hús- móðir. Hrafnhildur Gísladóttir Hrafnhildur Gísladótt- ir nemi, Garðaflöt 25, Garðabæ, er fertug í dag. Starfsferill Hrafnhildur fæddist í Reykjavik og ólst þar upp og í Garðabænum. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarflrði 1979, tækni- teiknaraprófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík, stund- Hrafnhildur aði nám í sálartræði við HÍ um skeið, stundaði tölvunám við Tölvu- skóla Stjómunarfélags íslands og nám við Myndlistar- og handíða- skóla íslands og stundar nú nám í útstillingahönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði frá 1998. Hrafnhildur stundað skrifstofustörf um skeið og sinnti síðan blaðamennsku á eigin vegum. Fjölskylda Maður Hrafnhildar er Guðbjartur Sigurðs- son, f. 7.12. 1949, prent- ari. Hann er sonur Sig- urðar Ellerts Ólasonar, Gísladóttir. f. 19.1.1907, d. 18.1.1988, hrl. og fúlltrúi í fjármálaráðuneyt- inu í Reykjavík, og s.k.h., Unnur Kolbeinsdóttir, f. 27.7. 1922, kennari og fyrrv. bókavörður í Reykjavik. Bróðir Hrafnhildar er Bjarni Már Gíslason, f. 23.12. 1955, bifreiðar- stjóri hjá NÓA, kvæntur Hrafneyju Ásgeirsdóttur, f. 19.10. 1958, matar- tækni, og eru börn þeirra Jóhanna Bjarnadóttir, f. 15.6. 1979, og Sverrir Már Bjamason, f. 3.2. 1988. Foreldrar Hrafnhildar eru Gísli Sigurðsson, f. 3.12. 1930, blaðamað- ur, og Jóhanna Bjarnadóttir, f. 2.2. 1933, verslunarkona. Ætt Gísli er sonur Sigurðar, b. í Út- hlíð, Jónssonar, b. í Brautarholti á Kjalamesi, Einarssonar. Móðir Sig- urðar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Gísla var Jónína Gísladótt- ir. Jóhanna er dóttir Bjarna, b. í Stóru-Mástungu, Kolbeinssonar, b. i Stóru-Mástungu, Eiríkssonar, b. á Hömrum í Gnúpverjahreppi, bróður Guðrúnar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar hagfræðings. Eiríkur var sonur Kolbeins, b. á Hlemmiskeiði, Eiríks- sonar, ættfoður Reykjaættar, Vig- fússonar. Móðir Eiríks á Hömrum var Solveig Vigfúsdóttir, b. á Fjalli, Ófeigssonar. Móðir Kolbeins í Stóra-Mástungu var Sigríður Jak- obsdóttir, b. í Skálmholtshrauni, Högnasonar, og Gróu Magnúsdótt- ur. Móðir Bjarna í Stóru-Mástungu var Jóhanna Bergsteinsdóttir, b. í Stóru-Mástungu, Guðmundssonar, og Guðfmnu Jónsdóttur. Móðir Jóhönnu var Þórdís Eiríks- dóttir, b. á Votumýri, Magnússonar, og Hallberu Vilhelmsdóttur Bern- höft. Birgitta Hrönn Halldórsdóttir Birgitta Hrönn Halldórsdóttir, rit- höfundur og bóndi að Syðri-Löngu- mýri i Svínavatnshreppi, er fertug í dag. Starfsferill Birgitta Hrönn fæddist að Eld- jámsstöðum í Blöndudal en ólst upp að Syðri-Löngumýri. Trúlofunarhringur tapaðist Trúlofuncuhringur tapaðist íaug- ardaginn 12. júní annað hvort í Vesturbæjarlauginni eða á Kópvogs- vellinum. Inni í hringnum stendur þín Friðrika. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 552-7019. Fundar- laun. Barnabakpoki tapaðist Sunnudagskvöldið 13. júní týndist barnabakpoki með barnafötum og nýrri myndavél af gerðinni Sam- sung 145 SQD með Schneider linsu, ef þú hefur rekist á hana vinsamleg- ast hringdu í Davíð eða Unu í síma: 861-8595 eða 551-8595. Fálag eldri borgara Ásgaröur, Glæsibæ: Félagsvist á morgim sunnudag 13.30. Dansað kl. 20, Kaprí-Tríó leikur. Mánudag, brids kl. 13 og danskennsla Sigvalda kl. 19-20.30 fyrir framh. og kl. 20.30-22 fyrir byrjendur. Bláfjalla- hringsferð með Jóni Jónssyni, jarð- fræðingi 23. júní kl. 13 frá Ásgarði. Sætapantanir og upplýsingar á skrifstofu s: 588-2111. HK-dagurinn 1999 HK-dagurinn 1999, á vegum knatt- spyrnudeildar HK, verður haldinn laugardaginn 19. júní. Dagskráin er tvískipt að þessu sinni. Klukkan 14 leikur HK við Ægi í 2. deild meist- araflokks karla á Kópavogsvelli og Birgitta Hrönn og eiginmaður hennar stunda blandaðan búskap að Syðri-Löngumýri ásamt foöur henn- ar. Eftir Birgittu Hrönn hafa komið út sextán skáldsögur og ein samtals- bók. Þá semur hún smásögur, ljóð Hkynningar klukkan 16 hefst dagskrá á félags- svæði HK, Fagralundi í Fossvogs- dal. Þar fara foreldrar í ýmsa leiki, svo sem reiptog, brennibolta o.fl., meistaraflokksmenn mæta og stjórna knattþrautum fyrir krakk- ana og boðið verður upp á ýmiss konar veitingar. HK-ingar, eldri sem yngri, og aðstandendur þeirra em hvattir til að fjölmenna á Kópa- vogsvöll og í Fagralund og gera HK- daginn sem eftirminnilegastan. Sólstöðuhátíð í Lónkoti í Skagafirði Sólstöðuhátíð að fornum sið verð- ur haldin í Lónkoti í Skagafirði þann 19. júní. Allsherjargoði mun flytja mönnum fróðleik um sólstöðu- hátíð að fornu og nýju. Freysleikar flytja leikþátt sem byggður er á sög- unni um Iðunni og eplin. Seiðskratti verður á svæðinu og spáir í rúnir fyrir gesti og fræðir þá sem vilja um galdrastafi. Grasakona fræðir fólk um jurtir sem tengjast sólstöðum sérstaklega. Einnig verða ýmsir munir til sölu. Kveikt verður í bál- kesti um kvöldið og dansað fram á rauða nótt. Nánari upplýsingar fást hjá Jörmundi í síma: 899-8633 og Lónkoti í síma 453-7432. Barðstrendingafélagið Farið verður í vinnuferð í Heið- merkurreitinn okkar, Barðalund, mánudaginn 21. júní kl. 20. Fjöl- mennum. og greinar. Hún er auk þess reikimeistari og kennir þá tegund heil- unar. Fjölskylda Maður Birgittu Hrannar er Sigurður Ingi Guðmundsson, f. 16.1. 1957, bóndi. Hann er sonur Guðmundar Sigurðssonar, sem er látinn, og Sonju S. Wi- ilum sem búsett er í Reykjavík en maður Birgitta Hrönn Halldórsdóttir. hennar er Hannes Péturs- son. Kjörsonur Birgittu Hrannar og Sigurðar Inga er Halldór Ingi Sigurðs- son, f. 13.10. 1992. Foreldrar Birgittu Hrannar: Halldór Eyþórs- son, f. 12.3. 1924, fyrrv. p bóndi að Syðri-Löngu- mýri, og Guðbjörg Ágústs- dóttir, f. 21.8. 1923, d. 2.2. 1974, húsfreyja. Opnanlegirað neðan Öryggisgler Valin Pine viður Stillanleg öndun Tvöföld vatnsvörn Þakgluggar AsKalind 3 - 200 Kópavogur Sími: 564 5810 - Fax: 564 5811
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.