Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Page 20
20
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 3D''V
ttaljós
Allsherjaratvinnuleysi blasir við Þingeyringum:
Allsnægtir og örbirgð
Þingeyri við Dýrafjörð skartar sínu
fegursta í glampandi sól og sumar-
kyrrð þessa dagana. Það er þó eitt-
hvað einkennilegt við kyrrðina þegar
morgunsólin stígur upp á himininn,
það er eins og eitthvað vanti i þessa
fallegu mynd.
Það er nefnilega ekkert fólk á leið
til vinnu, enginn ys eða þys, ekkert
vélaskrölt sem rýfur morgunkyrrð-
ina eins og gert hefur svo lengi sem
elstu menn muna. 70 pólskir verka-
menn og 30 Þingeyringar ganga um
atvinnulausir. Dýrfirðingar hafa svo
sannarlega mátt muna sinn fifil
fegri. Þingeyri hefur frá örófi notið
virðingar sjófarenda, því þar mátti
alltaf finna öruggt skjól og vissu um
aðstoð í landi ef á bjátaði.
Örlagavaldar í atvinnulífi Þingeyringa
1973: Skuttogarinn Framnes
ÍS smíðaður fyrir Þingeyringa.
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðs-
sonar & Co átti sinn þátt í að efla
hróður Þingeyrar erlendis á sjötta,
sjöunda og fram á áttunda áratuginn.
Þá lögðu gjarnan breskir og þýskir
togarar leið sína til Dýrafjarðar í
brælum og til að njóta aðstoðar
starfsmanna vélsmiðjunnar vegna
margvíslegra bilana. í vélsmiðjunni
var ekki til það hugtak að einhver bil-
un væri svo alvarleg að ekki mætti
bjarga hlutunum. Ef brotinn öxull
eða vélarhluti var ekki til, þá var ein-
faldlega kynt undir málmbræðslunni
í smiðjunni og viðkomandi hlutur
smíðaður á staðnum. Oft stóðu er-
lendu sjómennirnir agndofa yfir hug-
viti heimamanna við þessa iðju og
þar þótti ekki tiltökumál þó jafnvel
þyrfti að smíða heilu skipsskrúf-
umar. í dag er gamla vélsmiðj-
an enn við lýði þó starfsemin sé
þar öll minni í sniðum. Þar
koma engir erlendir togarar
lengur og íslensk fiskiskip eru
sjaldséð. Samt er það svo að gamla
smiðjan er í dag nánast það eina sem
enn lifir af fyrrum rismiklu atvinnu-
lífi Þingeyringa.
Skuttogaravæðing
í kjölfar úfærslu á landhelgi islend-
inga í byrjun áttunda áratugarins,
jókst bjartsýni í útgerðarbæjum
landsins, ekki síst á Vestfjörðum. Tíu
skuttogarar voru pantaðir frá skipa-
smíðastöð í Flekkefjord í Noregi og
meirihluti þeirra varð að stolti vest-
firskra sjávarplássa. Þeir skyldu nú
veiða þann fisk sem útlendingar áður
sóttu á íslandsmið. Einn þessarra tog-
ara var Framnes ÍS sem kom til Þing-
eyrar 1973. Með skuttogaravæðing-
unni hófst mikill uppgangur á Þing-
eyri og víða um Vestfirði. Bjartsýni
óx og atvinnulífið fór á fulla ferð.
Fljótlega var talin
þörf á að stækka og
endurbæta hrað-
frystihús Kaupfélags
Dýrfirðinga sem
einnig átti útgerðar-
félagið Fáfni sem
gerði út togarann.
Gengið var til end-
urbótanna af krafti
og þegar yfir lauk
hafði frystihúsið
burði til að taka við
15 þúsund tonnum á
ári eða sem sam-
svarar í dag meðal-
afla 5 ísfisktogara.
Kaupfélagið var þá
eignalega mjög
sterkt og miðpunkt-
ur atvinnulífsins.
Bjartsýni á enn frekari uppbyggingu
á staðnum fékk menn til að trúa því,
þrátt fyrir lítið handbært eigið fé, að
raunhæft væri að ráðast í smíði á
öðrum og stærri togara.
Togarinn dýr
An efa hefur rík þjóðemisvitund
að hætti Jóns Sigurðssonar svifið yfir
vötnum
þegar
ákveðið
var á
stjórnarfundi að láta
smíða nýjan togara á Akureyri frekar
en í útlöndum, þó
flestum væri þá
ljóst að það yrði
eitthvað dýrara.
Þegar nýja skipið,
Sléttanes ÍS, kom
loks til Þingeyrar
1983 voru tilfinn-
ingar sumra nokk-
uð blendnar þar
sem smiði togar-
ans hafði reynst
helmingi dýrari en
upphaflega var
gert ráð fyrir.
Þetta vilja sumir
fyrrum stjórnar-
menn Fáfnis
meina að sé upp-
hafið að vandanum
á Þingeyri. Heimamenn benda á að á
sama tíma og Sléttanesið var smíðað
fyrir lánsfé
hafi stjóm-
völd staðið
fyrir því að
lögleiða ok-
urvaxta-
stefnu hjá ís-
lenska
bankakerf-
inu, vaxta-
töku sem
fáum árum
1972
1983: Nýtt og afkastamikiö
frystihús byggt.
1984: Kvótakerfið sett á.
1990: Breytt vaxtastefna.
ekki lengi
í paradís.
1996: Kaupfélag Dýrfiröinga
og Fáfnirí miklum erfiöleikum.
1997: Rauðsíöa hf. kaupir frystihús
Fáfnis og hefur vinnslu á Rússafiski.
Maí 1999: Rauðsíöa hættir
starfsemi vegna rekstrarerfiöleika.
Júní 1999: Unnur ehf.
segir upp starfsfólki.
hyggja hafi Þingeyringar of lengi
ströglast við að reyna að halda stolti
1972 og 1975: Utfærsla landhelginnar
í 50 og 200 mílur og brotthvarf
erlendu togaranna.
sínu, hinu dýra Sléttanesi gangandi.
Aðgerðir til úrlausnar komu einfald-
lega of seint. Kaupfélagið og Fáfnir
komust
1983: Skuttogarinn Sléttanes
smíðaöur á Akureyri
áður
hefði
dugað
til að
fá ein-
stak-
ling
dæmd-
an
glæpa-
mann.
Allt í
einu varð glæpurinn löglegur og
bankarnir rökuðu saman vaxtagróða
í bullandi verðbólgu á meðan fyrir-
tækin sliguðust undan kostnaðinum.
Kvótakerfið lögfest
Hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga, þar
sem handbært fé var ekki á lausu, tók
því að syrta í álinn. Ofan á allt annað
settu stjómvöld þá ný lög til að
í þrot
1996
með til-
heyr-
andi 9
mán-
aða
fjölda-
at-
1990: Togarinn Framnes seldur
I aö hálfu til íshúsfélags ísfiröinga
1996: Heimamenn stofna útgeröarfélagiö
Sléttanes hf. um útgerö samnefnds skips.
1996: Togarinn Sléttanes fer
til Básafells viö sameiningu.
segja að menn hafi ekkert reynt hvað
varðar rekstur Kaupfélagsins og
Fáfnis. Farið var í samstarf við íshús-
félag ísfirðinga og stofnað útgerðarfé-
lagið Amamúpur um rekstur á togar-
anum Framnesi ÍS i kringum 1990.
Með þessu fyrirkomulagi höfðu
Þingeyringar enn ítök í útgerð
skipsins, en Framnesið fór samt til
ísafjarðar þar sem það er enn og
varð að nokkrum árum liðnum allt
í eigu íshúsfélagsins. Þegar ljóst
var að þetta dugði ekki til og menn
sáu sæng togaraútgerðar og fisk-
vinnslu á Þingeyri upp reidda, rétt
um það leyti sem frystihúsið varð
fullbúið um 1995, reyndu heimamenn
enn að halda í hálmstráið. Var slegið
í púkk úr vösum almennings á Þing-
eyri til bjargar útgerðar á Sléttanes-
inu.
Togari burt
Við sameiningu Þingeyrar undir
hatt nýs sveitarfélags, ísafjarðarbæj-
ar 1996, skapaðist nýr grundvöllur til
samstarfs við útgerðarfélög á ísafirði.
Sléttanes rann því fljótlega inn í
nýtt félag, Básafell hf. á ísafirði
sem skyldi verða félag allra íbúa
ísafjarðarbæjar. Líkt og með hin
fleygu orð, Guggan verður áfram
gul..., þá var áfram lofað að Slétta-
1997: Kaupfélagiö og Fáfnir gjaldþrota.
«— ®
Þorpsbúar á Þingeyri eru að upplifa erfiða tíma. Æpandi þögn í fallegu þorpi.
stjórna fiskveiðum, aðeins ári eftir
komu Sléttanessins til Þingeyrar.
Forsendur fyrir smíði skipsins
brustu þar sem áætlanir gerðu ráð
fyrir frjálsri sókn. Þorskurinn var nú
settur í kvóta og íljótlega var farið að
skera niður þorskstofninn. Vestfirð-
ingar reyndu því að snúa sókn þess-
ara skipa meira út i grálúðu sem
Vestfirðingar höfðu fram til þessa
staðið nær einir að, en Adam var
Fréttaljós
Hörður Kristjánsson
Grálúðukvótanum var nú skipt upp á
milli útgerða vítt og breitt um landið,
en vestfirsku togararnir fengu þar
ekkert í staðinn. Þar sem þeir máttu
nú ekki veiða grálúðu lengur nema í
takmörkuðum mæli og ekki þorsk á
heimamiðum mátti sjá þá sigla í hala-
rófu norður og austur um land til að
reyna að
skrapa upp
þorsk á Rauða
torginu á milli
íslands og
Færeyja. Á
sama tíma
sigldu Aust-
fiarðatogarar í
annarri skipa-
lest norður og
vestur á grá-
lúðumið út af
Vestfiörðum.
Þetta var hag-
ræðing sem
Vestfirðingum
gekk illa að
skilja og fyllt-
ust því fljótt
andúð og heift
út í kvótakerfið.
Allt þetta jók enn á vanda útgerðar
og vinnslu á Þingeyri. Frystihúsið,
sem hannað hafði verið tU að taka við
15 þúsundum tonna af fiski á ári,
skorti hráefni og sífellt erfiðara
reyndist að standa skU á vöxtum.
nesið yrði skip Þingeyringa og áhöfn
og löndunargengi skipað Þing-
eyringum. Ólíkt Gugguloforðun-
um, þá hefur þetta loforð þó
staðist að nokkru leyti að
minnsta kosti. Hinu er ekki að
leyna að Sléttanesið hvarf frá
Þingeyri og þrátt fyrir að Þing-
eyringar legðust á hnén með
grátbeiðni um að rekstur frysti-
hússins yrði áfram inni í mynd-
inni, þá var ekki hlustað á það.
Þingeyringar voru skUdir eftir á
köldum klaka, en starfsemi byggð upp
á ísafirði, Flateyri og á Suðureyri.
Enn blikur á lofti
í dag eru líka óveðursblikur á lofti
hvað varðar störf Þingeyringa við
Sléttanesið. Mjög sterkar líkur eru nú
á að BásafeU selji Sléttanesið vegna
eigin fiárhagsþrenginga. Það er því
ekki skrýtið að Þingeyringar bíði nú
með öndina í hálsinum hvort af því
verði og hvert skipið verði selt. Verður
Á meðan allt lék í lyndi og frystihúsið var í fullum gangi. Nú er allt hljótt.
Of seint
Einn þeirra manna sem sat í stjórn
á þessum tíma segir að eftir á að
vinnuleysi á Þingeyri. Það skrýtna í
stöðunni er að þeir sem hvað mestra
hagsmuna áttu að gæta í fiárfesting-
um á Þingeyri, Byggðastofnun og
Landsbankinn, voru í fararbroddi um
að knýja fram gjaldþrot. Um leið
gerðu þessar sömu stofnanir hundruð
miUjóna króna veð sín í fasteignum
einstaklinga og fyrirtækja á Þingeyri
einskis virði. Nú virðist veðdeUd
Landsbankans hafa bætt enn um bet-
ur og strikað póstnúmerið 470 hrein-
lega út af landakorti sínu.
Skammgóður vermir
Með stofnun Rauðsíðu um rekstur
frystihússins 1997 lyftist brúnin aftur
á Þingeyringum, en það var skamm-
góður vermir, þau hjól eru nú líka
hætt að snúast. Ekki er þó hægt að
þar um að ræða enn eina hrinuna á
uppsögnum tU handa Þingeyringum
sem telja líklega um 30 manns í kring-
um útgerð Sléttanessins? Kaupfélagið,
Fáfnir, Rauðsíða, Unnur, hvað næst?
Nú er í raun fátt eftir af launuðum
stöðugUdum á Þingeyri nema á pós-
thúsinu, sparisjóðnum, heUsugæslunni
og skólanum. Kannski ríflega 25 störf.
Stoltir Þingeyringar hafa gengið göt-
una úr örbirgð fyrri alda í velsæld og
eru nú aftur komnir á vonarvöl. Nú
sitja þeir beygðir og vita ekkert hvað
næsti dagur ber í skauti sér, óvissan er
nagandi. Hugmyndir eru um að Þing-
eyringar fiölmenni í mótmælaskyni tU
Reykjavíkur. Spurningin er bara sú
hvort þeir fái einhver svör og hvort
umflúið verði að þorpið leggist af.