Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 21
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1999
21
Minnie Driver er hvorki lúser né
lúsablesi og kærir sig ekki um með-
aumkun.
Ekki aumingja ég!
Minnie Driver sem svo eftir-
minnilega var sagt upp af lúsables-
anum Matt Damon í þætti Oprah
Winfrey á dögunum er búin að fá
sig fullsadda af matreiðslu fjölmiðla
af málinu. „Það rétta í málinu er að
ég slysaðist til að vera með leikara
um tíma og það samband gekk ekki
upp. Síðan hafa fjölmiðlar verið að
reyna að klína þvi á mig að ég sé
svo mislukkuð í karlamálum og í
endalausri ástarsorg yfir hinum og
þessum en það er bara alls ekki rétt.
Mér finnst þetta vera frekar þreyt-
andi málflutningur og vona að hon-
um fari að linna. Ég þarf enga með-
aumkun."
Minnie er núna með Josh Brolin,
sem er bara frægur fyrir að vera
sonur mömmu sinnar, hennar Bör-
bru Streisand, og segir Minnie
hverfandi líkur á því að hann muni
segja sér upp í beinni útsendingu
líkt og Matt forðum: „Josh er allt of
heiðarlegur og laus við biturleika til
að gera slíkt - og að auki ekki nógu
frægur til að komast í þátt hjá
Oprah.“
Fer Oliver Stone
í steininn?
Leikstjórinn Oliver Stone var á
dögunum tekinn til yfirheyrslu
vegna gruns um ölvun við akstur en
vera má að hann
sé í enn dýpri
skít þar eð kvis-
ast hefur út að í
fórum hans hafi
einnig fundist
ótiltekið magn af
hassi. Orð verj-
anda hans þykja
renna stoðum
undir orðróminn
en hann sagði
Stone mundu
svara til saka fyr-
ir dómstólum „ef
og þegar“ kærur væru lagðar fram
og bað fólk um að líta á málið „með
opnum huga“.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
orðrómur kemst á kreik um eitur-
lyfjanotkun leikstjórans en í bók-
inni Killer Instinct, sem fjallar um
gerð myndarinnar Natural Born
Killers, er Stone lýst sem eiturlyfja-
sjúkum vinnufikli og er þar m.a.
lýst hvemig Stone gerði tilraun til
að fljúga, undir áhrifum eiturlyfja,
um auðnir Nýju Mexico af eigin
rammleik. Sú tilraun mistókst.
Oliver Stone er í
fremur vondum
málum þessa
dagana.
Toifæran
/ TORFÆRU
Þriðjja umferð Islandsmótsins í Torfæru
verður haldið undir hlíðum Akrafjalls laugardaginn 3. júlí.
. • \ "
Keppnin hefst klukkan 11 og þá verða eknar tvær þrautir.
\\ \ . 1
Síðan verður gert hlé og keppnin hefst afftur klukkan 13,
inaus
Þríðja umferð
\
■ . \ ■ /§ £;;;?
• \
|\ V"
?■-; ; •' Í'; \ ' -
' íf \
/ ■'ll ' ■. \
i! '\\
■
\
v ; '
i :
III
þarf ekki að kosta meira
Bræðurnir Ormsson hafa opnað glæsilegan sýningarsal með HTH innréttingum.
Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni.
Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða
heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða.
Líttu inn í Lágmúla 8, 3 hæð.