Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Page 22
e- Beatrice Stuckman. te Schlater. Svona lyfja- skammtur kostaði jafnvirði 200.000 króna. Meðferð hjá Wolfgang Rose, lækni og prófessor, kostaði mikið fé en á móti kom að hann sagðist geta læknað næstum allt, þar á meðal krabbamein. Því trúðu flestir sjúk- linganna. Þegar þeir sáu að honum hafði brugðist bogalistin höfðu margir þeirra tapað öllu sparifé sínu. Og sumir týnt lífinu. Hinn fimmtugi Wolfgang Rose var hvorki læknir né prófessor. I raun hafði hann aldrei lært læknis- fræði. Hsmn var kaldhæðinn svikari sem hikaði ekki við að senda sjúk- lingana sína í dauðann eftir að hafa látið þá greiða háar fjárupphæðir fyrir gersamlega ónothæfar og gagnslausar efnablöndur. Síðasta vonin Sjúklingar streymdu til Rose, sem hafði áður selt notaða bíla. Til hans leituðu margar konur sem læknar höfðu sagt að væru ólæknandi. Þær höfðu heyrt af „töfralækninum" sem gæti gert kraftaverk. Hann var síðasta von þeirra. Það gerði ekki neitt til þótt þjónustan væri dýr. Hverju væri ekki fórnandi til að halda lífi? Þannig var það til dæmis með Brigitte Schlater, sextiu og tveggja ára kennslukonu sem var með krabbamein í maga og hafði verið sögð ólæknandi. Hún borgaði jafn- virði um þriggja og hálfrar milljón- ar króna í svissneskum frönkum fyrir fimmtíu lítil glös með brúnum vökva, undralyfi prófessorsins. Schlater var sögö hafa fellt gleðitár þegar hún afhenti féð og tók við glösunum, því hún hafði ekki gleymt því er Rose sagði við hana: „Án lyfsins míns áttu í mesta lagi ár ólifað." En lyfið færði Brigitte Schlater ekki þetta ár. Ekki einu sini mánuð. Tuttugu og átta dögum eftir að hún fékk það dó hún af sjúkdóminum. Hálft hundr- að vitna Kennslukonan var ekki eini sjúklingurinn sem þannig fór fyrir. Það kom greinilega fram í réttarhöldunum yfir Rose i Walds- hut í Þýskalandi. Um fimmtíu vitni voru þar leidd fram, en fómar- lömb hans höföu þó verið miklu fleiri þvi þeir fár- sjúku og látnu gátu ekki komið í vitnastúkuna. Eitt. mikilvæg- ;ista vitnjö , var fitari hins ákærða, Beatrice Stúckmann, tuttugu og fjögurra ára, en hún hafði hjálpað lækninum að „framleiða" lyfið heima í eldhúsi hans. Hún gaf sig fram sem vitni, því hún sagðist „vilja gera hreint fyrir sínum dyr- um.“ Beatrice hcifði verið skrifstofu- stúlka en fór að kalla sig læknarit- ara eftir að hún hafði kynnst Rose. Hún hafði enga menntun í læknis- fræði frekar en atvinnuveitandi hennar en hana haföi greinilega skipt miklu að hann var duglegur að afla fjár. „Ég var ekki bara ritarinn hans,“ sagði Batrice, „heldur líka ástkonan hans.“ Saga Beatrice neinar fjárhagsáhyggjur á þessum tíma. „Það stóð vindlakassi á bókahillu heima og í honum var ætíð reiðufé. Jafnvirði þess í krónum var milli tvö hundruð þúsund og milljón krónur. Ég hafði engin laun,“ sagði Beatrice, „en ég gat tekið úr vindla- kassanum það sem mig vantaði. Hann spurði mig aldrei til hvers ég ætlaði að nota peningana. Þar að auki keypti hann ýmsa dýra hluti handa mér, bæði bíla og skartgripi. Föt mátti ég ekki kaupa í búðum, því hann lét sérsauma allt á mig. Þess krafðist hann. Ég var því mjög ánægð.“ Bataloforðin Eins og fyrr segir streymdu sjúk- lingamir til Rose þau ár sem hann starfaði sem töfralæknir. Margir þeirra urðu fyrir miklu áfalli þegar þeim varð Ijóst að allar þær vonir sem hann haföi gefið þeim um bata vom tálvonir, komnar frá manni sem hafði það eitt í huga að efnast sem mest á sjúklingunum. Rose gaf ótrúleg loforð um bata. Hann sagði nær öllum sem til hans komu að þeir ættu sér 96-98% bata- líkur. Teldi hann sjúkling óvenju- ríkan átti hann það til að segja bata- líkurnar 100%. Þannig lét fársjúkt fólk blekkjast hvað eftir annað af fyrirheitum um lækningu og lengri lífdaga. Rose gaf sjúklingunum skýringu á því hvers vegna lyfið væri svona dýrt. Hann sagðist verða að kaupa aðalefnið frá Ameríkuríki, því það hefði ekki enn hlotið náð fyrir augum __________ þýskra og svissneskra heilbrigðisyfirvalda. Og fólk trúði honum þegar hann sagði að lyfið gæti læknað það af öllum tegundum krabbameins og reyndar öðmm lífs- hættulegum sjúkdómum líka. Saga af móður Hvert af öðm komu vitnin í stúk- una meðan réttar- höldin stóðu. Ein sagan tók við af annarri og þótti ýms- um með ólík- indum hvernig allt hafði geng- ið til. Einn þeirra sjúklinga, sem höfðu lagt trúnað á að Rose fram- leiddi töfralyf og væri í raun góðgerðarmað- ur fólks sem gæti ekki beðið eftir því að heilbrigðisyfir- völd leyfðu sölu þessa mikla læknis- lyfs, var Maria Lusau frá Sviss. Móðir hennar var Játaði Er Rose var að því spurðm' hvot hann teldi þær sakir sem á hann væm bornar réttar sagði hann að svo væri. „Ég geri mér nú grein fyr- ir því að þetta var óþokkabragð," sagð hann. „Ég get í raun ekki skil- ið hvað mér gekk til. En það var svo auðvelt. Það var svo auð- velt.“ Þessa yf- irlýsingu gaf sakbom- ingurinn þó fyrst er fyrr- verandi rit- ari hans og sambýlis- kona, Beat- rice, hafði veist að hon- um. „Hann vissi vel hvað hann var að gera,“ sagði hún. „Við ræddum oft um þetta. Hann vissi að hann notfærði sér óhamingju annarra. En hann sagði oft: Það gengur á meðan það geng- ur.“ En nú gengur það ekki lengur. Áheyrendur í réttarsalnum klöpp- uðu þegar dómarinn kvað upp sjö ára fangelsisdóm yfir Wolfgang Rose, manninum sem gaf sig út fyr- ir að vera bæði læknir og prófessor en var hvomgt. Gömul og ný saga Réttarhöldin yfir Rose vöktu mikla athygli í heimalandi hans og reyndar nokkrum nærliggjandi löndum líka og minntu á að sá leik- ur sem hann lék er ekki nýr af nál- inni. Áratugum ef ekki öldum sam- an hafa menn þóst geta læknað ýmsa sjúkdóma með dýrum undra- lyfjum. Það er þó ekki eina tegund- in af skottulækningum eða svika- meðferð sem þekkst hefur. Alllengi hafa þekkst menn, jafnvel háskóla- gegnir og starfandi á hælum, sem hafa sagst getaö yngt fólk upp, og minnast ýmsir í því sambandi ljós- mynda af stórum sprautum sem hafa átt að innihalda leynileg yng- ingarlyf sem þessir læknar einir hafa átt að kunna að setja saman. Fáum sögum fer hins vegar af nýj- um æskublóma þeirra sem greitt hafa fyrir meðferðina. Og sumir þessara yngingarsérfræðinga hafa aldrei verið sóttir til saka. Af kynnum þeirra og samvist- um kom í ljós að þau höfðu verið saman í sjö ár. „Ég var sautján ára þeg- ar ég kynntist hon- um,“ sagði hún. „Ég fór út að dansa með nokkrum vin- um mínum en þá kom hann að borð- inu hjá okkur og bauð mér upp. Mér fannst mikið til þess koma að að virðulegur mið- aldra maður skyldi sýna mér áhuga. Ég var bara sautján ára, ólífsreynd og barnaleg. Hann kom mér fyrir sjón- ir eins og flestum sjúklinganna sem leituðu til hans. Ég hreifst af honum eins og þeir, enda var augnaráð hans þannig að það var eins og hann næði tökum á manni með því. Þeg- ar hann talaði hlustaði maður á hvert einasta orð, rétt eins og mað- ur óttaðist að verða af einhverjum gullkomum. Hann blindaði mig gjörsamlega og þegar ég var með honum var ég nánast í annarlegu ástandi.“ Engar fjárhagsáhyggjur Beatrice vék að mörgu sem gerst hafði á þeim sjö ámm sem hún bjó með Rose og það sem hún hafði að segja um fjárreiður heimilisins vakti ekki síst athygli, enda kom þá í ljós að hún hafði ekki þurft að hafa með ólæknandi krabbamein og Maria hafði heyrt af töfralækninum í Þýskalandi. Hún ákvað því að koma móður sinni til hjálpar og gerði sér ferð til Rose. Maria sagði meðal annars svo frá í réttinum: „Móðir mín fékk hræði- lega verki. Hún bjó hjá mér og ástand hennar var orðið þannig að ég gat ekki haldið út að sjá það. Svo heyrði ég að læknirinn og prófessor- inn Wolfgang Rose væri að lækna krabbameinssjúkt fólk með lyfl sem væri ekki enn komið á markaðinn. Ég fór til hans og sagði hvemig kom- ið var fyrir móður minni. Þegar hann hafði heyrt söguna sagði hann að lækna mætti hana. Það myndi hins vegar kosta allnokkuð." (Jafnvirði hálfrar annarrar milljón- ar króna). Ták lán Maria lýsti því síðan í réttinum að henni hefði brugðið nokkuð er hún heyrði upp- Wolfgang Rose. hæðina nefnda því hún hefði ekki átt svo mikið fé. Hún hefði þó ekki látið á neinu bera og sagst myndu kaupa lyfjaskammtinn. Er hún hefði komið heim hefði hún lagt leið ____ sína í bankann og tekið lán, auk þess sem hún hefði beð- ið mág sinn um lán. Maria hélt með féð til Rose og fékk í staðinn lyfjaskammt sem átti að duga til að lækna krabba- meinið. Móðir Mariu trúði á lyfið og tók það reglulega á hverjum degi í sjö mánuði en það var bæði í formi tafla og dropa. En allt kom fyrir ekki. Móður Mariu hrakaði og hún dó að lokum af krabbameininu. Dóttirin skýrði frá því í réttinum að sakir þess að hún hefði ekki miklar tekjur yrði hún mörg ár að endurgreiða lánið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.