Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Side 25
DV LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999
fréttir
Bogi Pétursson hefur unnið við sumarheimilið að Ástjörn í 53 sumur:
Þakka fyrir hvert ár
Það er oft fjör í matsalnum á Ástjörn þegar krakkarnir koma í mat og kaffi. DV-mynd gk
DV. Akureyri:_________________________
í 53 ár hefur verið rekið sumarheim-
ili fyrir drengi á aldrinum 6-12 ára við
Ástjöm í Kelduhveríi í Öxarflrði. Lengi
vel gengu þessar sumarbúðir undir
nafninu „Drengjaheimihð að Ástjöm“,
en það er ekki réttnefni lengur þar sem
stúlkur hafa einnig verið á staðnum
nokkur undanfarin ár. Bogi Pétursson,
forstöðumaður að Ástjörn, hefur starf-
að þar öll 53 árin sem heimilið hefur
verið starfrækt, og er fyrir löngu orð-
inn hluti af umhverfinu og öllu starf-
inu sem þar fer fram.
„Þetta er auðvitað ekkert arrnað en
bilun, en ég hef notið þess ákaflega að
vera hér allan þennan tima og þakka fyr-
ir hvert ár sem ég hef fengið að vera
hér,“ sagði Bogi þegar DV kom við að
Ástjöm á dögunum. Bogi var innivið
með krökkum sínum, enda rok og rign-
ing utandyra, og kaffltíminn að hefjast.
„Það var ekki haldið nákvæmt bók-
hald fyrstu árin yflr fjölda þeirra stráka
sem dvöldu hér, en eftir að ég tók við
hef ég haldið slíkt bókhald og það hafa
farið hér í gegn á þeim tíma 4-6 þúsund
krakkar. Það segir þó ekki alla söguna,
því margir hafa komið ár eftir ár, og
sumir jafnvel oftar en einu sinni á ári.
Nú skiptum við örar og höfum há-
markstíma fyrir hvem og einn á hveiju
ári, og hingað koma um 300 böm árlega.
Lengi vel var heimilið hér einungis fyr-
ir drengi, en fyrir nokkrum árum fómm
við að taka hingað stúlkur líka og það
hefur gefist mjög vel. Kynin eiga mjög
vel saman og það er best að byrja á því
sem fyrst að hafa þau saman,“ segir
Bogi kíminn á svip.
Forréttindi
„Það em forréttindi og mikið ævin-
týri að fá að taka þátt í því sem hér fer
fram, en þetta er mikið starf. Á veturna
þarf að vinna skipulagsvinnu, skrá
væntanlega Ástiminga, fá starfsfólk og
þess háttar. Ég hef verið einstaklega
heppinn með samstarfsfólk hér, það
hefúr beinlínis sópast að mér gott
hjálparfólk sem hefur fómað bæði tíma
og peningum til að geta verið hér.“
Bogi er 74 ára og hann segist mjög
oft vera spurður að því hvort hann sé
farinn að huga að því að hætta þessu
starfl. „Ég hef verið svo ótrúlega hepp-
inn að heilsan hefur alltaf verið mjög
góð og ég vona að ég fái að vera hérna
áfram. Ég veit að börnin héma biðja
þess að ég fái að vera hér lengur, mér
hefur alltaf þótt afskaplega vænt um
böm og að geta orðið þeim að liði, og ég
flnn vel ylinn sem ég fæ til baka frá
þeim og þakklætið."
Samtökin sem reka heimilið að Ás-
Bogi ásamt nokkrum ungum
„Ástirningum". DV-mynd gk
tjöm eru kristileg samtök og Færeying-
ar hafa komið mjög að því starfi. Börn-
in læra m.a. að fara með bænir, og
mörg þeirra koma sér upp bænarjóðr-
um í skóginum sem umlykur Ástjörn.
„Bömin leita nokkuð á þessa staði, sér-
staklega á kvöldin áður en þau fara að
sofa, en þá vill hugurinn gjaman leita
heim. Þau biðja fyrir foreldrum sínum
og öðrum ástvinum og jafhvel himdun-
um og köttunum, og þau biðja líka fyr-
ir landinu sínu og umhverfinu og em
hugsanlega einu íslendingamir sem
það gera reglulega."
Undrast
náttúmfegurðina
Bogi segir velvilja fólks til heimilis-
ins að Ástjörn mikinn. „Við urðum t.d.
mikið varir við það í vetur, en við urð-
um fyrir því óláni að 11 manna bifreið
í eigu heimilisins eyðilagðist sL sumar.
Margir bmgðust vel við, og nú erum
við komin með 12 manna bíl sem við
eigum skuldlaust, og notum mikið, t.d,
þegar farið er í sund, í Ásbyrgi eða í
Hjóðakletta, svo eitthvað'sé nefnt".
Náttúrufegurð að Ástjöm er mikil,
tjömin umlukin skógi vöxnum ásum á
allar hliðar og þar er mjög kyrrlátt. Og
Bogi kann vel að meta. „Eftir því sem
ég eldist rmdrast ég æ meir þá miklu
náttúrufegurð sem hér , er. Arthur
Gook sem stofnaði heimilið hér á sín-
um tíma ásamt Sæmundi G. Jóhann-
essyni kallaði staðinn „Disneyland ís-
lands“ og það segir ýmislegt.“
Heimilið tók til starfa árið 1946 og
Bogi var strax með í starfinu. En datt
honum einhvem tíma í hug að hann
yrði höfuðpaurinn í starfmu alveg
fram á nýja öld?
„Það eina sem mér datt í hug var að
ég yrði að reyna að losna héðan, því ég
óttaðist að ef það gerðist ekki fljótlega
yrði ég háður staðnum og það gekk eft-
ir. En ég er þakklátur fyrir það að ég
fór ekki. Það eina neikvæða við þetta
er að vera fjarvistum frá fjölskyldu
sinni yfir sumarmánuðina. En það er
ýmislegt sem bætir það upp, hér er yf-
irleitt ríkjandi mikil gleði og ánægja,
en ég hef orðað það svo að sú gleði sé
oft vökvuð með támm. Sumir eiga
stundum í erfiðleikum fjarri foreldrum
sínum, en það er hlutur sem við höndl-
um á nærfærinn hátt og reynum að
gera gott úr öllu sarnan."
-gk
Boccia boltar
600 kr.
Portmarkaður
Kani fatnaður
- ótrúleg verð
3. - 4.
sr anábHlein
uxur
i_andnian gr«»
1.500 kr.
1.900 kr.
, al>ren P
Vinnuhanskar
800 kr.
Á meðan
birgðir endast
Vinnnskvrtur
oa-i Vefdi-
•ttflrá
leiHf 01,9
50 kr.
tego
Frá 500 kr.
Stýrissleðar
sett
2.000 kr.
800 kr.
Hoppukastali
Andlitsmálun
Kuran Swing
Grill, gos, ís.
Dri Wash bílahón
á hálfvirði
I portinu bak við Skeljungsbúðina
Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.
Opið frá kl. 12 -18