Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 JL>V
%/aðan ertu?
Ekki er að sjá á Margréti Blöndal
að hún hafi í æsku hrellt foreldra
sína með frekjuköstum sem end-
uðu með andateppu. Á Akureyri
rasaði Margrét út - og því er senni-
lega að þakka að hún er svo glað-
lynd í útvarpinu.
DV-mynd E.ÓI
ad
Vfir
andlit.
Ebb*<*k.
arsnf3'9^.
~.a9'o ttið
Margrét Blöndal var pjattað bam og óstýrilátt
Ældi ef ég sá ófrítt fólk
„Ég var að ræða við föður minn
um æsku mina og við komumst að
því að ég hefði hreinlega verið eng-
ill, ég gerði aldrei neitt af mér,“
segir Margrét Blöndal dagskrár-
gerðarmaður á Bylgjunni þegar
hún er spurð um æskuárin á Akur-
eyri. Þegar rætt er nánar við hana
kemur samt ýmislegt í ljós sem
ekki getur talist til eftirbreytni.
„Ég viðurkenni að ég var ofboðs-
lega frek sem barn. Ef ég fékk ekki
það sem ég vildi þá hótaði ég for-
eldrum mínum að ég myndi deyja.
Ég man að mér fannst þetta mjög
raunverulegt og fékk anda-
teppuköst sem í fyrstu skelfdu for-
eldra mína þar til þau fengu ráð-
leggingar um að láta köstin af-
skiptalaus. Svo rammt kvað að
frekjunni
að foreldr-
ar mínir
sendu mig
í leikskóla
þegar ég
var fimm
ára, þrátt
fyrir að
mamma
væri ekki
útivinn-
andi. Þar
vildu þau
að ég lærði að ég
væri ekki ein í heimin-
um.“
Og lærðirðu það?
„Ég lærði þaö með tímanum. En
mér er minnisstætt frá þessu ári
að á leikskólanum höfðu klósett-
huröimar verið teknar af og ætlast
var til að við börnin pissuðum fyr-
ir opnum tjöldum. í mótmælaskyni
við þetta fór ég að pissa annars
staðar. Þetta voru yfirveguð mót-
mæli og í útiverunni pissaði ég á
bak við tré en inni pissaði ég í bux-
urnar. Dag eftir dag þurftu foreldr-
ar mínir að sækja mig hland-
blauta. Ég skil ekki alveg staðfestu
mína í mótmælunum þar sem ég
var ótrúlega pjattað barn. Ein
fyrsta bernskuminning mín er þeg-
ar ég gubbaði fyrir utan Nýja bíó
eftir að hafa séð svo ljótan mann
að mér varð illt. Ég var mjög við-
kvæm fyrir fólki sem mér þótti
ófrítt og oft olli þetta vandræðum í
fermingarveislum en þá þurfti að
passa að ég ældi ekki ef ég sá eitt-
hvað sem ekki samrýmdist fegurð-
arskyni mínu.“
Frænka vitni að
kasti
Þú hefur sem sagt verið óþolandi
barn?
„Já,“ segir Margrét eins og hún
hafi fullkomlega gert upp sina mis-
jöfnu fortíð. „En ég hugaði vel að
ímynd minni utan heimilisins og
eiginlega voru það bara foreldrar
mínir sem fengu að kenna á
óþekktinni. Frænkur mínar höfðu
til dæmis mikið dálæti á mér,
„Hún Magga litla er alltaf svo sæt
og prúð,“ sögðu þær og vissu ekki
betur."
Margrét segir að henni hafi
gengið
vel í
bama-
skóla
að
hver
Sauöárkrókur
kvíða-
hnútur hafi verið
í henni alla skóla-
göngima. Liklega
vegna þess að hún
hafi verið hrædd
um að standa sig
ekki nógu vel. En
hættu
frekjuköstin eftir
að leikskólaárun-
um lauk?
„Já, ég gerði
aldrei neitt af mér. Það eina sem ég
man er að dag einn þegar ég kom
heim úr skólanum braut ég rúðuna
í útidyrahurðinni. Rúðan var
prýdd nöfnum fjölskyldumeðlima,
öll hömruð og mjög falleg en móð-
ur minni haföi orðið það á að
skreppa út í búð og ég kom að læst-
um dyrum. Ég lét skólatöskuna
bara vaða.“
Óþekktin lagaðist þegar á leið og
var það einkum vegna þess aö ein
Hér er Magga með mömmu. Fín og prúð.
góðu frænkn-
anna varð
óvart vitni að
slæmu kasti.
Þá fylltist
Magga litla
skömm og fór
að gæta betur
að hegðun
sinni.
Margrét
þvertekur
fyrir að Ak-
ureyringar
séu uppblásn-
ir af monti
eins og
óvandað fólk
hefur stund-
um haldið
fram.
„Alla mína
ævi hef ég
verið að
kynnast fólki
sem hefur
verið afskap-
lega gott við
mig og þegar
ég fer norður á ég það til að fara í
smábíltúr bara til að sjá húsið þar
sem Katrín vinkona mín bjó og
húsið mitt í Lönguhlíðinni og
reyndar gæti ég nefnt fleiri staði
því fyrir mér er bærinn fullur af
góðum minning-
um um gott fólk.
Akureyri er
skemmtilegur
bær vegna þess
að hann nær því
ekki að vera svo
lítill að allir
fylgist með öllum
en er samt ekki
svo stór að fólki
sé sama um ná-
ungann. Ein-
hvers staðar mitt
á milli borgar og
smábæjar. Akur-
eyringar eiga líka svo margt sem
enginn annar á. Allar stúdenta-ser-
emóníumar 17. júní mynda til
dæmis einhverja sérkennilega
stemningu sem hvergi er hægt að
upplifa annars staðar. Ljóslifandi í
endurminningunni eru líka sund-
laugamar og lystigarðurinn. Mér
finnst stundum eins og öll sumur
barnæsku minnar hafi ég veriö að
svamla í sundi og spóka mig í lysti-
garðinum."
Fjölskyldan leið
Margrét hefur verið lengi í
Reykjavík en aldrei slitið tengslin
við æskustöðvarnar.
„Ég fer ailtaf norður nokkrum
sinnum á ári með fjölskylduna og
gisti þá hjá bræðrum mínum. Stelp-
urnar mínar tvær hafa sterk tengsl
við bæinn og hafa alltaf gaman af að
koma norður en ég verð að viður-
kenna að fjölskyldan er orðin ansi
leið á þvi að fara með mér í venju-
bundnar skoðunarferðir um heima-
bæinn. Þau eru til aö mynda orðin
hundleið á að keyra Byggðaveginn
og sjá húsið sem mamma fæddist í.
En ég verð að fara á mína staði;
KEA í Byggðaveginum sem reyndar
missti svolítið sjarmann eftir að
Svana hætti en hún vann þar í
fjöldamörg ár, Amaró, sem reyndar
heitir ekki Amaró lengur en stend-
ur samt fyrir sínu, og svo er það
líka orðin hefð hjá fjölskyldunni að
fara á Bautann og ekki skemmir ef
Stebbi Gull er viö. Ætli ég geri þetta
ekki til að athuga rætumar, hvort
allt sé ekki enn á sínum stað og þó
að eitthvað breytist er það yfirleitt
smávægilegt og maður fyllist örygg-
iskennd yfir að eiga svo traust bak-
land,“ segir Margrét Blöndal.
-þhs
... í prófíl
Spessi
Ijós-
myndari
Fullt nafn:
Sigurþór Hallbjörnsson.
Fæðingardagur og ár: 17.
febr. 1956.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Starf: Ljósmyndari.
Skemmtilegast:
Sjókajakferðir.
Leiðinlegast:
Að fara að sofa. _
Uppáhaldsmatur:
Indónesískur matur.
Uppáhaldsdrykkur:
Cappuccino.
Fallegasta manneskjan:
Amma mín.
Fallegasta röddin;
Allar hásar raddir.
Uppáhaldslíkamshluti:
Hendur.
Hlynntur eða andvígur
ríkisstjóminni: Andvígur.
Með hvaða teiknimynda-
persónu myndir þú vilja
eyða nótt: Skugga.
Uppáhaldsleikari:
A1 Pacino.
Uppáhaldstónlistarmað-
ur: Pat Methany.
Sætasti stjómmálamað-
urinn: Davíð Oddsson.
Uppáhaldssjónvarpsþátt-
ur: Fréttir.
Leiðinlegasta auglýsing-
in: Fresca-auglýsingin.
Leiðinlegasta kvikmynd-
in: Ég er búinn að gleyma
henni.
Sætasti
sjónvarpsmað-
urinn: Bjami
Fel. Er hann ekki enn þá?
Uppáhaldsskemmtistað-
ur: Flæðareyri í
Leirufirði.
Besta „pikköpp“-línan:
Það er best að vera i rauð-
um frakka.
Hvað ætlar þú að verða
þegar þú verður stór:
Ætli ég verði ekki bara
listamaður.
Eitthvað að lokum: Bless.