Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Page 29
LAUGARDAGUR 3. JULI 1999
thélgarviðtalið
37
ii m útrýmt?
sem valda kynsjúkdómum hratt og í miklu magni
virk. Það lá fyrir að fmna það efni
sem er virkast í þeim skilningi að
það drepur veirur mjög hratt, á stutt-
um tíma og í miklu magni. Þær veir-
ur sem koma inn við kynmök eru
mjög fljótar að sýkja og það verður
að drepa þær áður en þær hafa tíma
til þess.
Við fundum að efnið virkaði best í
lyfjahlaupi sem Þórdís hafði hannað.
Siðan víkkuðum við þetta út og próf-
uðum hin ýmsu fituefni gegn bakter-
íum og þá beindist athygli okkar
fyrst og fremst að bakteríum sem
valda kynfærasmiti. Ég var líka svo
heppinn að fá til starfa með mér Guð-
mund Bergsson líffræðing sem hefur
verið mjög duglegur að rannsaka
virkni fituefna gegn margs konar
bakteríum. Án hans hefði ég ekki get-
að gert þessar bakteríurannsóknir.
Þær eru hans sérsvið og við höfum
notið mikillar aðstoðar Ólafs Stein-
sem hann vann hjá rannsóknar-
stofnun á vegum Venesúelaríkis í
fjöllunum fyrir ofan Caracas. Á
þessum tíma var Halldór kominn
með fjölskyldu og dvöldu eiginkon-
an, Lilja, og tvær eldri dæturnar
með honum þetta ár í Venezúela.
Sótti um stöður en var
hafnað
„Eftir að heim kom fór ég aftur í
sérfræðingsstöðuna á Keldum. Þá
var búið að auglýsa stöðu forstöðu-
manns og ég sótti um hana. En ég
fékk hana ekki.“
Hvers vegna?
„Það er góð spurning. Sennilega
vegna þess að ég var ekki læknir, en
læknadeildin ráðstafaði þessari
stöðu.
Ég varð mjög fúll og þetta varð til
þess að ég sótti um stöðu í Banda-
ríkjunum. Það jók heldur á fúllynd-
ið að ég hafði sótt um aðra stöðu í
Háskóla íslands og verið hafnað.
Það var prófessorsstaða í lífeðlis-
fræði sem var ný staða.“
En þótt íslendingar vildu Halldór
ekki vildu Bandaríkjamenn hann.
Hann fékk stöðuna sem hann sótti
um við nýja rannsóknarstöð í New
York. Þetta var Institute of Basic
Research in Mental Retardation og
þar fóru fram allar mögulegar rann-
sóknir á orsökum þroskafrávika.
Halldór var forstöðumaður veiru-
fræðideildar, en veirur geta valdið
heilabólgum á fósturstigi sem leiða
til þess að börn fæðast þroskaheft.
„Við deildina mína var unnið með
ýmsar veirur sem valda slíkri heila-
bólgu," segir Halldór, „en auk þess
fékk ég leyfí til að halda visnuveiru-
rannsóknunum áfram, sem er dálít-
ið merkilegt vegna þess að visna er
í sauðfé og erfitt að finna samhengi
milli kinda og þroskaheftra. Auk
þessa var ég að rannsaka mislinga-
veiru sem veldur mjög hæggengum
heilasjúkdómi i bömum og leiðir
venjulega til dauða.“
Olíukreppa leiddi til vís-
indalegra uppgötvana
Þarna vann Halldór næstu tutt-
ugu árin, eða þar til hann sótti um
prófessorsstöðu í frumulíffræði við
Háskóla íslands og fékk hana árið
1985. „Ég var þó viðloðandi stofnun-
ina í Bandaríkjunum næstu þrjú
árin. Ég byrjaöi á því að fara í leyfi
vegna þess að ég var ekki viss um
að mér myndi líka hér heima eftir
tuttugu ára fiarveru. Ég fór því á
sumrin út til New York þar sem við
vorum einmitt að byrja að rannsaka
þessi fituefni sem drepa veirur, allt
til 1988. Þá var ég orðinn sáttur hér
og sleppti stöðunni í Bandaríkjun-
um.“
Hvemig datt þér í hug að fara að
rannsaka fituefni til að drepa veir-
ur?
„Það var nú dálítið einkennileg
tilviljun.
Ég bjó í New Jersey en keyrði í
vinnuna sem var á Staten Island. Ég
keyrði einn og á mínum eigin bíl.
Árið 1980 kom olíukrísa og allir
héldu að olíuskortur væri yfirvof-
andi - sem var auðvitað tilbúning-
ur. En menn fóru að „car-poola“
sem kallað var, þ.e. það tóku sig
nokkrir saman um að keyra saman
til vinnu.
Þá fór ég að keyra í sama bíl og
annar visindamaður sem vann hjá
fyrir mig persónulega. Ekki voru það
launin, ekki var það rannsóknarað-
staðan eða tækjabúnaðurinn. Allt var
þetta í betra í Bandaríkjunum.
En ég sé ekki eftir því að hafa
komið heim. Ástæðan er nemendur
mínir. Ég er búinn að kenna yfir þús-
und nemendum frá því að ég kom
heim og það eru forréttindi að fá að
kynnast þessu góða unga fólki. ís-
lenskt æskufólk er svo vel gert, dug-
legt og gott og það hefur gefið mér
ótrúlega mikið.
Eiginkona Halldórs er Lilja Þorm-
ar. Hún tók mastersgráðu í hjúkrun-
arfræðum í Bandaríkjunum og fór
síðar í eitt ár til Bolder í Bandaríkj-
unum þar sem hún lærði „massage
therapy," og sérhæfði sig i ákveðnu
heilunarnuddi sem kallað er pólun.
Tvær dætur búa í Bolder, þær Sigríð-
ur, sem er myndprentsmiður, og
Ólína sem er nuddari. Þriðja dóttirin,
Ásdís, býr hér á íslandi, er
gift fiögurra barna móðir og
starfar sem nuddari.
Með Kínverjum
Vísindamaður og kennari, prestssonur frá Laufási.
sömu stofnun og ég og bjó nálægt
mér. Hann var lífefnafræðingur og
var að rannsaka bijóstamjólk, sér-
staklega ensímin í brjóstamjólk. Ég
hafði lengi haft áhuga á náttúruleg-
um efnum sem drepa veirur og
hafði lesið um að slíkt efni væri til
í brjóstamjólk.
Efnið fannst í
brjóstamjólk
Við ákváðum að fara í samstarf
um að rannsaka veirueyðandi efni í
brjóstamjólk frekar. Við komumst
að þvi að ef við tókum ferska
brjóstamjólk - sem við fengum frá
sjálfboðaliðum sem höfðu áhuga á
þessum rannsóknum - þá hafði hún
engin áhrif. En stundum geymdum
við sýnin í ísskáp í nokkra daga. Þá
allt í einu steindrap hún allar veir-
ur. Til að gera langa sögu stutta þá
komumst við að því að það sem
drap veirurnar voru fitusýrur og
svokölluð einglýseríð sem verða til
þegar ensímin í mjólkinni kljúfa
mjólkurfiturnar, bara nákvæmlega
það sem gerist þegar við meltum
mjólkina.
Við héldum þessum rannsóknum
áfram í nokkur ár eftir að ég hætti en
þar kom að samstarfinu lauk. Félagi
minn fór í samstarf við aðra sem
voru í Bandaríkjunum. Ég sá að ef ég
ætlaði að halda þessum rannsóknum
áfram yrði ég að fá samstarfsfólk hér.
Ég sat þá í stjórn Vísindasjóðs og var
þar á löngum fundum við langt borð.
Beint á móti mér sat Þórdís Krist-
mundsdóttir, prófessor í lyfiagerð. Ég
hafði áhuga á því að fá þessi virku
efni sem hluta af lyfiafræðilega við-
urkenndri formúlu og við hófum
samstarf sem hefur staðið í tiu ár.
Þórdís byrjaði strax að búa til
lyfiaformúlur með það fyrir augum
að vernda slímhimnu gegn smiti. Það
eru til 10-20 mismunandi efni sem
eru virk og þau eru mismunandi
grímssonar, yfirlæknis á sýkladeild
Landspítalans, og hans starfsfólks."
Hrapaði í launum við
heimkomuna
En hvernig datt þér í hug að flytj-
ast til íslands eftir tuttugu ár í góðri
stöðu í Bandaríkjunum? Varla voru
það launin?
„Nei, ég hrapaði mikið í launum;
fékk aðeins 30% af þeim launum sem
ég hafði úti. En eins og svo margir fs-
lendingar erlendis hafði ég alltaf
hugsað mér að koma aftur heim. Þeg-
ar möguleikinn opnaðist á prófess-
orsstöðu í frumulíffræði sótti ég um
og lét svo bara Guð og gæfuna ráða.
Mig langaði til að fara í starf þegar
ég flytti heim í stað þess að flytja
beint á elliheimili, eins og svo marg-
ir gera.
Annars hef ég oft velt því fyrir mér
hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun
Þegar Halldór er spurður
um áhugamál, segir hann:
„Vinnan er mitt aðaláhuga-
mál. Síðan reyni ég að lesa
eins mikið og ég kemst yfir
af bókmenntum, fer í leikhús
og á tónleika. Útivist og
íþróttir hafa, hins vegar,
ekki verið mín sterka hlið.
Ég kláraði alla þessa líkam-
legu áreynslu á unglingsár-
unum.
Einnig finnst mér gaman
að ferðast, helst til framandi
landa. Fyrir nokkrum árum
dvöldum við hjónin í Kína í
þrjá mánuði þar sem ég vann
á rannsóknarstofu, Chinese
Academy of Medicine, þar
sem ég rannsakaði áhrif kín-
verskra náttúrulyfia á visnu-
veiruna. Ég tók strætó í
vinnu á hverjum degi og um-
gekkst bara Kínverja. Þetta
var einstaklega skemmtileg
og ævintýraleg dvöl.“
Höfðu þeirra lyf einhver
áhrif á visnuveiruna?
„Já, sum lyfin drápu
visnuveiruna sem er skyld
HlV-veirunni. Náttúrulyfin í
Kína eru stórmerkileg. Kín-
verjar kynntust vestrænni
læknisfræði fyrir hundrað
árum og þá var hún ekki
merkileg. En þótt vissulega
hafi orðið framfarir þar
styðjast þeir enn mest við sín
lyf. Annars er lífsstíll Kín-
verja þannig að þeir hugsa
mikið um forvarnir og að
byggja upp líkamann. Við
ættum að líta meira til
þeirra í okkar heilsuvernd.
Þeir hafa verið með sín lyf í
mörg þúsund ár og því kom-
in mikil reynsla á þau. Enda
ná Kínverjar háum aldri og
eru sérlega heilsugóðir.
Þeir fylgjast líka vel með
vestrænni læknisfræði og
vita allt sem er að gerast í
erfðavísindum. Við eigum að
gera miklu meira af því að
sameina þessar tvær lækn-
ingaaðferðir og alls ekki að
blása á þær austrænu eins og
sumir gera. Kínverjar hafa
greinilega læknisaðferðir
sem virka og bera árangur við að
bæta heilsu fólksins. Þær eiga fullan
rétt á sér þótt ekki sé búið að sanna
þær með vestrænum vísindalegum
rannsóknum."
Að lokum, hvemig finnst þér að-
staða til rannsókna hér á íslandi?
„Það er augljóst að stofnun Vís-
indasjóðs, Tæknisjóðs og Rannsókna-
sjóðs Háskólans hafa skipt sköpum í
því að efla réttu skilyrðin sem hafa
síðan borið ótrúlegan árangur. Það
er mikil gróska í Háskóla íslands
sem eykst stöðugt og við íslendingar
erum á alþjóðlegum mælikvarða í
okkar rannsóknum. Það er hreint
ótrúlegt hvað svona lítil þjóð getur
afkastað miklu ef hún fær bara réttu
skilyrðin. Við eigum ungt, vel mennt-
að fólk sem kemur inn með nýtt hug-
arfar; rannsóknahugarfar. Það er
mikill kostur að mennta fólk erlend-
is því þar myndast tengsl, við lærum
nýjar aðfeður og fáum upplýsingar
sem geta nýst okkur. -sús