Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Page 46
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 DV 54 Mfmæli * * Til hamingju með afmælið 3. iúlí 90 ára Jónas Stefánsson, Stóru-Laugum, Húsavík. 85 ára Ingimundur Einarsson, Skólavöllum 8, Selfossi. Ingólfur Sveinsson, Kópavogsbraut la, Kópavogi. 80 ára Helga Hjálmarsdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Hulda Sigurjónsdóttir, Miðvangi 16, Hafnarfirði. Magnús Árnason, Hringbraut 47, Reykjavík. Ragnhildur Jónsdóttir, Ægisgrund 14, Skagaströnd. 75 ára Atli Halldórsson, Sæviðarsundi 25, Reykjavík. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Veghúsum 31, Reykjavík. 70 ára Dóróthea Daníelsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. Hannes Þór Sigurðsson, Miðleiti 12, Reykjavík. Óttar Björnsson, Garðsá, Akureyri. 60 ára Kristján Ámason, Norðurgötu 39b, Akureyri. 50 ára Eygló Eyjólfsdóttir, Víðigrund 29, Kópavogi. Hrefna Hilmisdóttir, Bröttugötu 39, Vestmannaeyjum. Hörður Hafsteinsson, Hrísrima 4, Reykjavík. Ingvar Ingvarsson, Heiðarholti 34c, Keflavík. Karl Olgeirsson, Hátúni 12, Reykjavík. Magnús H. Jóhannesson, Króki, Selfossi. Ormur Þórir Georgsson, Hringbraut 71, Keflavík. Óskar Björnsson, Sævangi 27, Hafnarfirði. Örn Jóhannesson, Löngumýri 39, Garðabæ. 40 ára Einar Þór Jörgensen, Laugavegi 27a, Reykjavík. Gísli Magnús Sæmundsson, Birkimel 9, Varmahlíð. Guðmundur Dýri Karlsson, Vesturtúni 23, Bessastaðahreppi. Guðrún Hilmarsdóttir, Skálatúni, Lönguhiíð. Helgi Jóhannsson, Sílastöðum, Akureyri. Ingimar Jón Þorvaldsson, Sunnubraut 23, Garði. Magnús E. Arthúrsson, Víkurbraut 50, Grindavík. Svanfríður Sigurðardóttir, Þverholti 2, Akureyri. Sveinbjörn Öm Arnarson, Álfheimum 64, Reykjavík. Sigurður Geirdal Sigurður Asgrímur Geirdal Gísla- son, bæjarstjóri Kópavogs, er sex- tugur á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Grímsey. Hann tók próf frá Samvinnuskólan- um á Bifröst 1959 og stúdentspróf frá Mennstaskólanum við Hamra- hlíð árið 1980 og varð viðskiptafræð- ingur frá Háskóla íslands árið 1985. Árið 1959 fór hann í starfsnám í Hamborg í Þýskalandi og einnig í Kaupmannahöfn, tveimur árum síð- ar. Sigurður varð verslunarstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga 1960 og vann fyrir KRON 1962-68. Hann var sölumaður hjá Vestfirsku harðfisksölunni 1969. Sigurður varð framkvæmdastjóri Ungmennafélags íslands 1970-86 og Framsóknar- flokksins 1986-1990. Hann hefur ver- ið bæjarstjóri Kópavogs frá árinu 1990 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðar- starfa hjá ungmennafélagshreyfing- unni. Hann var formaður UBK og frjálsíþróttadeildar sama félags 1965-72 og starfaði í ýmsum nefnd- um á vegum félagsins á sama tíma. Hann var í stjórn Glimusambands íslands frá stofnun þess, 1965, til 1968 og í stjórn íslenskra getrauna 1971-1987. Hann hefur setið í stjóm Menningarsjóðs félagsheimila og Ungmennasambands Norðurlanda. Hann var í landsmótsnefndum UM- FÍ 1975, 1978, 1981 og 1984. Sigurður hefur starfað mikið á vegum Fram- sóknarflokksins. Hann var varafor- maður Sambands ungra framsókn- armanna 1963-64 og í miðstjórn Framsóknarflokksins. Hann var for- maður félags ungra framsóknar- manna í Kópavogi 1963-66. Þá hefur hann setið í nefndum á vegum Kópavogsbæjar, í íþróttaráði og fé- lagsmálaráði. Hann var varabæjar- fulltrúi 1970-74. Sigurður skrifaði kandídatsrit- gerð árið 1986 sem nefndist Trúnað- armenn verkalýðshreyfinganna og hefur víða birt ljóð og lausavísur. Auk þess hefur hann skrifað blaða- og tímaritsgreinar um þjóðfélagsmál, iþrótta- og æskulýðsmál, hagfræði og fleira. Hann var liðtækur frjálsíþróttamaður og keppnismaður í glímu á sjöunda áratugnum. Sig- urður var keppnismaður f júdó 1975-76 og hlaut verð- laun á landsmótum, ís- landsmeistaramótum, hér- aðsmótum og víðar, eink- um fyrir frjálsar íþróttir en einnig fyrir glímu, júdó og sund. Hann fékk gull- merki ÍSÍ, gullmerki FRÍ og silfur- merki GLf. Þá hefur hann hlotið viðurkenningar fyrir félagsstörf frá UMSK og UBK og ýmsum fleiri ung- mennafélögum. Einnig viðurkenn- ingar frá ungmennafélögum á Norð- urlöndum og samtökum þeirra. Fjölskylda Sigurður kvæntist Ólafíu Ragn- arsdóttur verslunarmanni, f. 10.1. 1946. Hún er dóttir Jó- hönnu Friðriksdóttur, f. 19.5. 1919, húsmóður og Ragnars Pálssonar, f. 10.4. 1920, húsvarð- ar. Börn Sigurðar og Ólafíu eru Ragnheið- ur, f. 30.5. 1968, verslunarmaður, Gísli, f. 13.9. 1970, pípulagningamaður, Ragnar, f. 23.4. 1974, nemi, og Jóhann Örn, f. 10.6. 1975, nemi. Sig- urður á eitt barn með Áslaugu Sverrisdótt- ur, Sigurjón Birgi (Sjón) rithöfund, f. 27.8. 1962. Systkini Sigurðar eru Öm, f. 30.9. 1940, jámsmiður, Eygló Ágústa, f. 18.1. 1944, hjúkrunarfræðingur, Æg- ir, f. 4.5.1946, verkamaður, Steinólf- ur Sævar, f. 6.5. 1948, sjómaður, og Jóhann Gísli, f. 15.11. 1952, kennari. Hálfbróðir Sigurðar, sammæðra, er Svanur Geirdal, f. 16.9. 1935, lög- reglumaður. Sigurður Geirdal. Elís G. Þorsteinsson Elís G. Þorsteinsson, fulltrúi á véladeild í Reykjavík, Vogatungu 24, Kópavogi, verður 70 ára þann fimmta júlí. Starfsferill Elís fæddist í Þrándárkoti, Laxár- dal, Dalasýslu. Hann lauk fullnaðar- prófi frá Klébergsskóla 1943 og hef- ur síðan tekið ýmis námskeið í tengslum við vinnu sína. Hann vann við vegagerð á sumrin á árun- um 1945-47. Hann gerðist síðan bif- reiðarstjóri hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar 1947-53. Þá var hann afgreiðslumaður og verkstjóri árin 1953-59. Hann var veghefils- stjóri hjá Vegagerðinni 1959-72. Hann gerðist síðan rekstrarstjóri í Búðardal 1972-87. Loks var hann fulltrúi á véladeild 1989-99. Elís var um skeið formaður ung- mennafélagsins Ólafs pá og verka- mannafélagsins Vals í Dalasýslu. Hann sat í hreppsnefnd Laxárdals- hrepps og var í stjóm veiðifélaga Laxdæla og Kaupfélags Hvamms- fjarðar. Hann sat á aðal- fundum SÍS og er nú í stjórn S.F.R. og stjórn Breiðfirðingafélagsins. Fjölskylda Elís kvæntist Emilíu Lilju Aðalsteinsdóttur, f. 12.1. 34, húsfreyju í Brautarholti. Foreldrar hennar vora Aðalsteinn Baldvinsson, f. 12.9.1897, að Hamraendum, d. 21.9. 80, kaupmaður og bóndi að Brautarholti í Dalasýslu, og Ingi- leif Sigríður Björnsdóttir, f. 15.6. 1899, að Hömrum í Haukadal, d. 14.6. 1977. Aðalsteinn var sonur Halldóru Guðmundsdóttur, hús- freyju að Hamraendum, en faðir Að- alsteins og maður Halldóra var Baldvin Baldvinsson, bóndi að Hamraendum í Möðdölum. Ingileif var dóttir Guðrúnar Ólafsdóttur, húsfreyju í Borgamesi, og manns hennar, Bjamar Jónssonar, kaup- manns í Borgamesi. Elís G. Þorsteinsson. Börn Elísar og Emilíu era Leifur Steinn, f. 19.6. 51 í Búðardal, aðstoðar- framkvæmdastjóri Visa á íslandi. Maki hans er Sveinbjörg Júlía Svav- arsdóttir og eiga þau fjögur böm, Elfu Dögg, Unni Mjöll, Sindra Snæ og Silju Ýr; Bjamheiður, f. 13.5. 54 í Búðardal, tryggingaráðgjafi. Maki hennar er Kári Stefáns- son og börn þeirra eru Ernir og Elísa; Alvilda Þóra, f. 21.1. 57 í Búðardal, bankaritari. Maki hennar er Svafar Jensson og eiga þau fjögur börn, Fjólu Borg, Elís, Emil og Sif; Gilbert Hrappur, f. 23.9. 58 í Búðardal, vinnuvélastjóri. Maki hans er Valgerður Ásta Emilsdóttir og eiga þau tvö börn saman, Sigurð Bjarna og Þórönnu Hlíf. Gilbert á tvö börn með fv. sambýliskonu sinni, Rakel Hlíf og Emilíu Lilju; Guðrún Vala, f. 28.11. 66 í Reykja- vík, skólastjóri. Maki hennar er Arnþór Gylfi Arnason og eiga þau þrjú böm, Sölva, Nökkva og Sal- vöru Svövu. Elís er hálfbróðir Magnúsar Rögnvaldssonar, d. 1972, sem var verkstjóri Vegagerðarinnar í Búðar- dal. Foreldrar Elísar eru Þorsteinn Gíslason, f. 25.11. 1873 í Stykkis- hólmi, d. 9.12. 40, og Alvilda María Friðrika Bogadóttir, f. 11.3.1887 að Vindhæli, Vindhælishreppi, d. 22.3. 56. Foreldrar Þorsteins vora Gisli Þorsteinsson, daglaunamaður í Stykkishólmi, og Ingveldur Jóns- dóttir, húsfreyja í Stykkishólmi. Foreldrar Alvildu voru Sigríður Guðmundsdóttir, vinnukona á Blönduósi, og Bogi Sigurðsson, kaupmaður í Búðardal. Elís og Emilía hyggjast taka á móti skyldfólki, vinum og kunningj- um á morgun, sunnudag, á milli kl. 16 og 19 að Gjábakka, félagsheimili aldraðra í Kópavogi. Erlendur Björgvinsson Erlendur Björgvinsson, bóndi í Fellsási, Breiðdal í Suður-Múlasýslu er 75 ára í dag. Starfsferill Erlendur fæddist að Hlíðarenda í Breiðdal og ólst þar upp við öll al- menn sveitastörf. Hann gekk í Héraðsskólann í Reykholti, Borgarfirði, í þrjá vetur. Auk bústarfanna hefur Erlendur unnið við smíð- ar og stundað almenna mannavinnu. Hann er nú hættur búskap og smíðar minjagripi í frí- tíma sínum. Þá hefur hann verið mikill áhugamaður um íþrótt- ir og skógrækt. Fjölskylda Erlendur kvæntist 10.11. 1969 Friöbjörgu Midjord, f. 18.6. 1943, Erlendur Björgvinsson. húsmóður. Hún er dótt- ir Níels og Kathinar Midjord frá Hofi á Suð- verka- urey í Færeyjum. Börn Erlends eru: Hafsteinn, íþróttakennari á Akureyri; Sigur- björn, bankamaður á Ólafsfirði; Nína Midjord, húsmóðir á Egilsstöð- um; Sigurbjörg, húsmóðir á Höfn í Hornafirði; Sóley, húsmóðir á Höfn í Homafirði; Rósa, hárgreiðsludama í foreldrahúsum; Björgvin, nemi í foreldrahúsum. Erlendur er yngstur níu systkina. Foreldrar Erlends voru Björgvin Jónasson, bóndi á Hlíðarenda í Breiðdal, og kona hans, Sigurbjörg Erlendsdóttir húsfreyja. Erlendur tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn eftir kl. 15. Jóhannesson Heimir Jóhannesson, Króki, Biskupstungum, er fimmtugur í dag. Af því tilefni tekur hann á móti vinum, kunningjum og skyldfólki á heimili sínu í kvöld frá kl. 21. Þelr flska sem roa Þelr flska sem rna... Þelr flska sem roa... Þ>elr //v //v //v > /v FYRSTUR MEO FRETTIRN AR IJrval - 960 síður á ári - fróðleikur og skenuntim sem lifír mánuðum og árum sampn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.