Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Side 50
58 %fikmyndir LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 JLj’V Trey Parker og Matt Stone: Snillingamir/vitleysingarnir á bak við South Park Teiknimyndaþættirnir um krakkana í South Park hafa slegið verulega í gegn og náð miklum vin- sældum síðan þeir birtust fyrst á skjánum fyrir tveimur árum. Vit- leysingarnir/snillingarnir, sem bera ábyrgð á þessum þáttum, ásamt myndum eins og Cannibal! The Musical og Orgazmo, svo ekki sé talað um væntanlega mynd um krakkagengið í South Park, heita Trey Parker og Matt Stone. Þegar Trey Parker er ekki upp- tekinn við kvikmyndagerð eða tón- list spilar hans eins mikið af tölvuleikj- um og hann get- ur. Tón- listará- huginn vaknaði snemma hjá hon- um í fæð- ingarbæ hans, Conifer í Colorado, þar sem hann lærði á píanó með því að herma eftir Elton John. Hann er núna aðalsöngvarinn í hljómsveit- inni DVDA, þar sem félagi hans, Matt Stone, lemur trommumar. Nafnið á hljómsveitinni er skamm- stöfun fengin úr klámmyndageiran- um og geta áhugasamir skemmt sér við að reyna að finna út fyrir hvað hún stendur. Ef illa gengur getið þið fundið svarið í myndinni Orgazmo. Jesús gegn Snæfinni Matt Stone er meira fyrir að spila körfubolta en tölvuleiki en hann ólst upp í úthverfi 1 Denver í Colorado. Hann hitti Trey Parker í Colorado-háskólanum í Boulder þar sem þeir lærðu kvikmyndafræði. Meðan hinir nem- endurnir voru á kafi í film-noir og „alvar- legum“ kvikmynd- um voru félagarnir Parker og Stone að dunda sér við að gera kengbilaðar teiknimyndir, þ. á m. American Hi- Eftir að skólagöngu þeirra lauk fóm þeir að reyna fyrir sér í kvik- myndaborginni Los Angeles. Þeir gerðu Your Studio and You, stutt- þá hugmynd aftur síðar. story, sem vann stúdentaóskar, og Jesus vs. Frosty, en áttu þeir eftir að nota mynd sem gerði grín að auglýs- inga/fræðslumyndum frá sjötta ára- tugnum, en í henni komu margar stórstjörnur fram, þ.á.m. James Cameron, Michael J. Fox, Jeffrey Katzenberg, Angela Lansbury, Traci Lords, John Singleton, Steven Spiel- berg og Sylvester Stallone. Parke og Stone slá í gegn Árið 1994 gerði Trey Parker mannætusöngleikinn Cannibal! The Musical. Matt Stone var meðfram- leiðandi og lék eitt hlutverkanna, en annars var myndin hugarfóstur Treys Parkers. Hún var byggð á ill- ræmdri mannætu að nafni Alfred Packer og vakti ekki mikla athygli strax í byrjun en hefur verið að komast í hóp cult-mynda. Hún vakti þó athygli Brians Gradens hjá FoxLab, sem langaði til að senda vinum sínum nýstárlegt jólakort og réð Parker og Stone til að gera eitt slíkt í myndbandsformi. Þar sem þeir voru alveg á kúpunni tóku þeir boðinu fegins hendi. Þeir nýttu hug- myndina úr Jesus vs. Frosty og bjuggu til The Spirit of Christmas, fimm mínútna langa teiknimynd þar sem Jesús og jólasveinninn berjast um yfirráð yfir jólun- um meðan nokkrir krakkar fylgjast með. Myndin spurðist fljótt út í Hollywood og allir urðu hrein- lega að sjá hana. Allt í einu voru fé- lagarnir orðnir með þeim heitustu í bransanum og stóru sjónvarpsstöðvarnar fóru að slást um þá. Þeir sögðu nei við risa eins og MTV og HBO, og gengu þess í stað til liðs við Comedy Central, aðallega vegna þess að þar fengu þeir fullt listrænt frelsi og vald yfir afurðum sínum. Meðan þetta gekk á gerði Trey Parker Org- azmo og sem fyrr framleiddi Matt Stone og lék aukahlutverk. Drepinn í hverjum þætti Hinir ofurgeggjuðu teiknimynda- þættir South Park litu dagsins ljós á Comedy Central 13. ágúst 1997 og urðu vinsælustu þættir stöðvarinn- ar frá upphafl. Aðalsöguhetjurnar eru krakkarnir úr The Spirit of Christmas og þessir teiknimynda- þættir eru einhverjir þeir óbarn- vænustu sem um getur þar sem allt flýtur í ljótu orðbragði, nekt, of- beldi, vafasömum boðskap og yfir- leitt öllu sem hugsanlega gæti hneykslað, auk þess sem Kenny er auðvitað drepinn í hverjum þætti. Eftir svona velgengni verður auð- vitað að gera kvikmynd í fullri lengd og er hún væntanleg á næst- unni. Þeir félagarnir sjá auðvitað um flestar raddirnar ásamt Mary Kay Bergman, eins og í þáttunum, og stórsöngvarinn Isaac Hayes verð- ur á sínum stað í hlutverki kokksa, en stjörnurnar George Clooney, Minnie Driver og höfundur Beavis and Butthead, Mike Judge, eiga að krydda kássuna aðeins. Þess má geta að Parker og Stone leika í myndinni BASEketball, sem vænt- anleg er á myndbandamarkaðinn meö haustinu, og þá stendur til að þeir skrifi handritið að framhalds- myndinni Dumb and Dumber II: The Early Years. Pétur Jónasson * Kvikmynda GAGNRÝNI Urban Legend Formúlan ífyrirrúmi Þjóðsögur nútímans, munnmælasögur sem ganga manna á milli í framhaldsskólum Bandaríkjanna, eru drifskaftið í þessum unglinga- hrolli sem ásamt fleiri fylgir i kjölfar vinsælda Scream og er hluti af þeirri endurvakningu slíkra mynda sem hún olli. Þarna eru skólakrakk- ar smám saman brytjaðir niður af dularfullum fjöldamorðingja sem fylg- ir ákveðnum reglum við drápin en þar endar samanburðin-inn við Scr- eam. Meðan sú mynd lék sér með klisjumar, fór i kringum þær og blandaði þeim á sniðugan hátt í söguþráðinn, lætur Urban Legend sér nægja að fylgja klisjunum í blindni á óspennandi og gagnrýnilausan hátt. Eftir stendur ósköp venjulegur skólakrakkahryllingur sem hefur ekkert nýtt fram að færa. Eftir ágæta byrjun verður fljótt ljóst að mynd- in ætlar ekki að gera neitt skemmtilegt með formúluna. Leikararnir eru lélegir og bæði söguþráðurinn í heild og atburðarásin í hverju atriði fyr- ir sig eru mjög fyrirsjáanleg. Það eina sem þá er eftir er að reyna að giska á hver morðinginn er og þar verð ég að viðurkenna að hafa veðj- að á rangan hest. Mér fannst það einum of að ætla þeim að hafa þetta jafnaugljóst og raun bar vitni og ætlaði handritshöfundunum meiri slægð en þeir reyndust búa yfir. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Jamie Blanks. Aöalhlutverk: Alicia Witt, Rebecca Gayheart og Jared Leto. Bandarísk, 1998. Lengd: 100 mín. Bönn- uð innan 16 ára. -PJ Orgazmo Tóm steypa ■...................... ★★★ Joe Young er ósköp indæll mormóni sem er á ferðalagi um Los Angeles að breiða út boðskapinn. Hann bankar upp á hjá klámmyndaframleiðenda sem umsvifalaust ræður hann í hlutverk ofurklámhetjunn- ar Orgazmo. Öllum að óvörum verður myndin feyki- vinsæl og Joe verður klámstjarna undir nafninu Tom Hunk, en hann er auð- vitað í öngum sínum vegna trúarlegra árekstra. Þegar hann lendir síðan upp á kant við hinn illa framleiðenda, sem rænir unnustu hans til að fá hann til að leika í framhaldsmynd, klæðist hann skikkju ofurhetjunnar Orgazmo til að klekkja á vonda kallinum. Orgazmo er grínútgáfa af Batman og sækir meira í gömlu sjónvarpsþætt- ina og camp-húmorinn en nýrri útgáfuna. Þeir bæta síðan kláminu inn í með helsta vopni Orgazmo, fullnægingarbyssunni, og aðstoðarmanni hans, Choda Boy, sem er Robin-eftirherma útbúin alls kyns kynlífstólum. Eins og við er að búast frá rugludöllunum Trey Parker og Matt Stone er myndin tóm steypa frá upphafi til enda, hræódýr bullfantasía með annars flokks leikur- um, mörgum hverjum úr klámmyndaiðnaðinum, en hún er oft mjög fyndin, og þá hefur maður ekki miklar áhyggjur af restinni. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Trey Parker. Aðalhlutverk: Trey Parker, Dian Bachar og Matt Stone. Bandarísk, 1997. Lengd: 98 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Vikan 22. - 28. júní. SÆTI j i FYRRI VIKA j VIKUR ÍÁ LISTAj j j TITILL < ÚTGEF. j j J TEG. j j 1 NÝ ! i ! Enemy Of The State j SamMyndbönd j Spenna j 2 ) j 1 1 9 ! j 2 J j J Saving Private Ryan J j CICMyndbönd J J j Drama J 3 ! 2 j , J j s J Siege Skrfan j Spenna j 4 ! 3 j J : 5 : The Negotiator J j Warner Myndir J j Spenna 5 i 11 ! 2 ! 54 ! SSkffan ! Drama j 6 ! 4 j . j J 4 J j 4 J Lock, Stock & Two Smoking... J j SAM Myndbönd J j Gaman 7 ) 10 J 1 J 2 J Parent Trap 1 SAM Myndbönd J Gaman 8 ! J 8 j j J i J j 3 j j J What Dreams MayCome Háskólabíó l j Drama J 9 ! 7 1 * 1 Rounders j Skífan j Spenna 10 í J 5 1 7 1 J J Ronin J j Wamer Myndir J J j Spenna J 11 ! NÝ J 1 J J 1 J Return To Paradise Háskólabíó j Spenna 12 S 6 J J ! 6 i Holy Man J j SAM Myndbönd J J Gaman ) 13 NÝ ! i ! Suicide Kings ! SAM Myndbönd i Gaman 14 1 13 : 6 : j 6 j Antz J CIC Myndbönd l ! Gaman 15 NÝ J J i i ! Orgazmo J Myndform J ! SAM Mynbönd j J Gaman 16 ! j 14 j j J 9 1 ] 3 J 1 ] lceStorm j Drama j H 1 18 j 2 J i L J Hillary And Jackie j Myndfoim j Drama J 18 ) j 12 j j j 6 < j J Pleasanteville J J Myndfoim J J j Gaman J 10 < 13 H Al ! io ! Austin Powers Háskólabíó j Gaman 20 j 9 j j 1 Z L Primary Colors J 1 Skrfan J 1 Gaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.