Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 Spurningin Ertu trúaður? Valur Johansen öryrki: Já. Sigurlína Gísladóttir, vinnur á dvalarheimilinu Ási: Já, það er ég. Dagbjört Hafsteinsdóttir þjónn: Já, á minn hátt. Gunnar Árnason, vinnur í Hag- kaupi: Nei. Sigurður Víglundsson kennari: Já, já. Hilmar Pálsson nemi: Nei, helvíti hafi það. Lesendur Erum við öðruvísi en erlendir fangar? Fangi á Litla-Hrauni skrifar: Hér á Litla-Hrauni eru allmargir fangar sem hafa þegar afplánaö þónokkuð af sínum dómum og eru þeir meira en tilbúnir til að gangast undir ströng skilyrði sem þeim yrðu sett af hálfu Fangelsismála- stofnunarinnar ef til kæmi að veita þeim reynslulausn. Þetta boð ætti stofnunin og ýmis sveitarfélög að nýta sér og fá þá menn sem verðskulda reynslulausn að stunda ýmiss konar vinnu í þágu samfélagsins. En hefur slíkt verið hugleitt? Nei, aldeilis ekki. Menn þurfa einfaldlega að afplána 2/3 af dómum sínum, sama hvernig hegð- un þeirra er eða hvort menn hafa bætt ráö sitt eða ekki. Ég spyr hins vegar: Erum við sem lendum í fangelsi hér á landi eitt- hvað öðruvísi en fangar í öðrum löndum? Það mætti halda að ís- lenskir fangar væru hættulegri en fangar í öðrum löndum, meira frelsi ríkir í Evrópu og á Vesturlöndum en hér. Tökum sem dæmi þessi svoköll- uðu dagsleyfi hér á landi. Fangi sem afplánar dóm fær ekki að fara í dagsleyfi fyrr en hann hefur afplán- að þriðjung af dómnum. Það þýðir aö fangi sem er að afþlána 16 ára dóm getur ekki farið í dagsleyfl fyrr en hann hefur afplánað 5 ár og fjóra mánuði en í Evrópu og víðar fá Þetta er fangaklefi á Litla-Hrauni. Fangi vill að fangavist verði stytt hér á fangar að fara miklu fyrr í dagsleyfi og einnig í helgarleyfi. Fangar á Litla-Hrauni geta bætt sig og hafa gert það. Það byrjar inn- an frá hjá hverjum einstciklingi, síð- an læra menn að meta sjálfa sig og aðra. Við á Litla-Hrauni erum síður en svo hættulegri en fangar í öðrum löndum. Ég er sannfærður um að ef menn eiga að bæta sig enn meira þá þurfi þjóðfélagið að rétta okkur hjálparhönd. Er ekki tími til kominn að Fang- elsismálastofnun og dómstólar íhugi í alvöru þann möguleika að veita fóngum reynslulausnir, fong- um sem sannað hafa sig að vera treystandi í þessu þjóðfélagi. Eng- inn maður verður betri við innilok- un árum saman. Hættulegir malarflutningar ÞK kom og sagði sínar farir ekki sléttar: Ég er undrandi á bílstjórum í mal- arflutningum við Reykjavík og þeim fyrirtækjum sem að þeim standa. Þeir taka áhættu sem er allt of mik- il fyrir þá. Þeir gætu valdið spjöllum sem þeir eru hreinlega ekki borgun- armenn fyrir. Ég var á dögunum á leiðinni aust- ur þegar ég mætti stórum malar- flutningabíl. Þegar bílarnir mættust var eins og ský drægi fyrir sólu og svartur sandur gusaðist yfír bilinn okkar þannig að buldi í. Malarflutn- ingabilnum var greitt ekið á leið til borgarinnar, líklega frá svæðinu við Sandskeið og Jósefsdal. Hraði bílsins og talsverður vindur af austri hefur án efa hjálpað til að koma efninu á hreyfingu. Ég vil benda á að svona nokkuð er lögreglumál. Það er bannað að flytja farm af sandi á þennan hátt. Ætlast er til að ábreiða sé notuð yfir efnið, þannig að ekki fjúki af bílnum. Enn fremur er skylda að bílarnir séu búnir nógu háum skjólborðum, ger- ist þess þörf, tO að ekki falli af þeim sandur, möl eða grjót. í þessu tilviki var um að ræða stóran tengivagn. Ekki þarf að taka fram að flutn- ingar af þessu tagi eru stórkostlega vítaverðir, enda skapast af þeim hætta fyrir vegfarendur, auk þess sem þeir geta orðið fyrir eignatjóni. Lögreglan virðist ekki taka eftir neinu, annars væri útgerð eins og þessi ekki til. Hættunni boöiö tieim - íbúar viö Réttarholtsveg óttast framtíðina íbúar sem búa í næsta nágrenni við Réttarholtsveg höfðu sam- band: Á næstu vikum verður brúin mikla yfir Miklubraut opnuð. Hún liggur frá sunnanverðum Skeiöar- vogi við Miklubraut, yfir á Sogaveg. Þar opnast stór umferðaræð í íbúða- hverfi, sem ekki var þar áður. Við erum vægast sagt uggandi um fram- tíðina. Með tilkomu brúarinnar þykir okkur nokkuð ljóst að umferð á þessum slóðum muni stórlega aukast frá því sem áður var. Brúin gerir það fýsilegan kost að aka upp Réttarholtsveg, til suðurs, og þar inn á Bústaðaveg, í átt að Breið- holtshverfum. Nóg var umferöin um þessa mjóu umferðargötu þótt ekki væri bætt við. Umferðin hagar sér líkt og vatnið. Hún leitar ævinlega framrásar þar sem hún gefst. Þannig verður þetta hérna í næsta nágrenni við okkur. [LtlðllRO®^ þjónusta allan sólarhringjnn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Réttarholtsvegurinn og aðkeyrsla að brú. Gatan er ekki breið eins og sjá má. Umferðarfljótinu er beint að okkur. Það má benda á að þessi akstursleið er í gegnum fjöl- mennt íbúðahverfi - og þarna eru tveir grunnskólar, annar við Réttar- holtsveg og hinn í næsta nágrenni, auk þess sem börnum fjölgar stöðugt í hverflnu. Borgaryfirvöld höfðu í frammi svokallaða grennd- arkynningu á þessum breyting- um, en ansi fannst okkur hún þó fara lágt, kynningin sú. Við óskum eftir að yfirvöld kanni hvort Réttarholts- vegurinn flytur alla þessa umferð. Við efum það og teljum að hér hafi orðið eitt skipu- lagsslysið í viðbót í höfuðborginni. Enn eitt Miklu- brautar hneykslið í uppsiglingu, gata sem mun gera íbú- um lífið leitt á margan hátt, með- al annars með hljóðmengun. Komu alls 15 sinnum í Húsafell Theodór Þórðarson, varðstjóri Lögreglunnar í Borgarnesi, skrifar: Vegna fréttar í DV á síðu 2 þann 5. júlí síðastliðinn vill Lög- reglan i Borgamesi taka eftirfar- andi fram. Það er alls ekki rétt að lögregl- an hafi ekki sést í Húsafelli þessa helgi þvi þangað fór lögreglan um 15 ferðir þá, þótt viðveran væri mislöng í hvert sinn. Alls voru teknir 5 ökumenn fyrir ölvun við akstur og þeir fjarlægðir af svæðinu. Kannað yar ástand 50 ökumanna að inorgni sunnudagsins og komið í veg fyrir að 20 þeirra settust und- ir stýri fyrr en þeir væru komnir í lag. Þá hafði lögreglan einnig af- skipti af málum er varða líkams- árás, skemmdarverk á bílum, bíl- þjófnað, ákeyrslu á bU og skemmdarverk á flugvél. Hafði lögreglan gott samstarf við gæsluaðila og rekstraraðila Ferðaþjónustunnar á Húsafelli um þessa helgi sem og í annan tíma. Lögreglan hafði hins vegar ekki fasta viðveru á svæðinu enda var hún töluvert í förum á milli Borgarness og Húsafells. Þess má geta að í Borgamesi vom Stuðmenn með 400 manna dansleik aðfaranótt sunnudags- ins og einnig var þá haldinn dansleikur i Hreðavatnsskála. Rándýr skóli en kemur illa út Stefanía á Hólmavík hringdi: Ég er að flytja í bæinn á næst- unni og þarf eins og aðrir að senda bömin min í skóla. TU þess að vera ekki eins og álfur út úr hól þegar á mölina er komið ákvað ég að láta systur mína kanna hvemig væri með inn- göngu i Tjamarskóla. Þá kemur í ljós að þessi virti skóli kemur mjög iUa út í könnunum sem birtar hafa verið í DV og er í raun með lægstu skólum. Hvem- ig stendur á að þessi skóli, sem rándýrt er að senda bömin í og lofar viðveru barnanna tU fjögur og að heimanámi sé fylgt eftir, kemur svona illa út? Þaö er ljóst að ég mun leita eitthvað annað en gaman væri að fá svör við þessu. Við erum gjaldþrota Lesandi hringdi, vildi ekki geta nafns: Ég var að lesa í Degi um nýtt heimsmet í heimUisskuldum. Mér blöskrar að ríkisstjórnin skuli ekki taka myndarlega á þessum málum. Þessar skuldir heimUanna voru 440 milljarðar um siðustu áramót en á sama tima átti fólkið 400 milljónir í líf- eyrissjóðum sem er nærri þriðj- ungur eigna þess. Engar þjóðir sem við þekkjum tU skulda ann- að eins. Við fljótum sofandi að feigðarósi. Menn tala um góðæri. En það byggist á blekkingum, er- lendum lánum sem standa undii' allri dýrðinni. Við erum gjald- þrota, og mörg heimUi geta lent á köldum klaka ef ekki verður gripið tU aðgerða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.