Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Page 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 UV Páll Stefánsson - Jakar eftir hlaup á Skeiðarársandi. Páll og náttúrukraftamir Frá Ófeigi til Ófeigs Skemmtilegt „sýnmgarkonsept" á sér stað í litlu og snotru fe Listhúsi Ófeigs Björnssonar á Skólavörðu- stígnum, þar sem stendur yfir sýning á ijósmyndum Magdalenu M. Hermanns. : Þannig er mál með vexti að Ófeigur er sjálf- g ur starfandi gullsmiður; og hefur Magdalena tek- | ið að sér að skrá með ljósmyndum sínum vinnu- t brögð hans, viðbrögð viðskiptavina og meðhöndl- i un ýmissa eigenda á skarti sem hann hefur gert. I Við þetta verður til sýningin „um Ófeig“ sem nú | hangir uppi „hjá Ófeigi". Magdalena er tiltölu- lega nýtt nafn í íslenskri ljósmyndun; hún stund- aði nám í greininni i Haag i Hollandi frá 1990-95 I og í Haarlem frá 1992 til 1995. Hún hélt sína : 1 fyrstu einkasýningu í Gallerí Hominu árið 1997. Með hverri ljósmyndabók sem Páll Stef- ánsson lætur frá sér fara verður erfiðara fyr- ir bókarýninn að segja eitthvað nýtt og markvert um myndir hans. Ekki svo að þær séu ekki umtalsverðar - þvert á móti - held- ur er Palli Stef orðinn sjálfum sér svo full- komlega samkvæmur - og fagmennska hans orðin svo mikil (yflrþyrmandi mundu sumh- segja) - að rýni verður orða vant. Nema hon- um sé í nöp við landslagsljósmyndir. Og vissulega fyrirfinnast þeir Islendingar, eink- um ljósmyndarar af yngri kynslóð, sem telja landslagsljósmyndina helsta dragbít á þróun „alvöru", það er „mannlægrar" og þjóðfé- lagslega meðvitaörar ljósmyndunar í land- inu. En auðvitað elska útlendingar lands- lagsljósmyndina út af lífinu. Síðan hefur það merkilega gerst að íslensk landslagsljós- myndun hefur öðlast pólitískt vægi. Til dæmis fylgjast Austfirðingar grannt með öll- um ljósmyndum af svæðinu norðan Vatna- jökuls sem birtast í dagblöðum og tímaritum og telja þeim beint gegn hagsmunum sínum. Allt um það dylst fáum sem fylgst hafa náið með ljósmyndun Páls, bæði í Iceland Review og bókum hans, að ákveðin þróun hefur átt sér stað í henni. Sú staðreynd að nýjasta bók hans, Land, er helguð Ijósmynd- um frá sex „uppáhaldsstöðum" - Norður- Þingeyjasýslu, Vatnajökli, Landmannalaug- um, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Langasjó & Lakasvæðinu - er til marks um þá þróun. Eftir hartnær 20 ára ljósmyndun landslags- ins hefúr Páll loksins skilgreint fyrir sjálfum sér hvað það er í því sem kemur við kvikuna í honum, er „essensinn" í því. Þar erum við fyrst og fremst að tala um víðáttumikinn berangur með dramatískum Bókmenntir Aöalsteinn Ingólfsson andstæðum sterkra forma og örfárra lita - blaðgrænu og grátóna, biksvartra tóna og snjóhvítra, heiðblárra og jökulgrænna. Skjól- góðir staðir og gróðursælir hafa lítið aðdrátt- arafl fyrir Pál. Eina myndin af því tagi sem birtist í nýju bókinni, börn að baða sig við Ásbyrgi, er áberandi „venjuleg" í samhengi sínu og þar með úr flútti við það. Mannlægri í tímans rás Og eftir því sem Páll hefur elst og þroskast virðist hann gera sér betur grein fyrir ofur- mætti náttúrukraftanna og smæð mannsins í sköpunarverkinu. ítrekað birtir hann mynd- ir af hrikalegu landslagi og ógnarvíðáttum, þar sem bregður fyrir mannkrílum einhvers staðar út við jaðar. Oftar en ekki er það fjöl- skylda Páls sjálfs, kona og börn, sem mynda hið mannlega mótvægi mynda hans. Því má vissulega segja að landslagsljósmyndir Páls hafi orðið „mannlægri" í tímans rás. Hafandi skilgreint sína lands- lagssýn, er miður að Páil skuli ekki fylgja henni út í æsar. í samanburði við sumar opnurn- ar í bókinni, sem eru svo dramatískar að lesandinn tekur andköf ( ég nefni einungis „Hátt yfir Langasjó"), verða margar minni myndirnar einum of sviplitlar - já, beinlínis „venju- legar", ég nefni aftur myndina frá Ásbyrgi, mynd frá Vigur, mynd af fjöður á Rauðasandi, jafnvel mynd- ina frá Lakagígum (bls. 105), en þeir gígar bregðast yfirleitt ekki ljósmyndurum. Allt annað í bókinni er til fyrirmyndar; Páll er sjálfur magnaður útlitshönnuður hennar, og prentunin er æðisleg, þökk sé fag- mönnum í Singapúr. Land verður örugglega ekki minni „smellur" en fyrri bækur Páls. Páll Stefánsson - LAND, lceland Review, 1999 I Í.Mosfellsbæ & Ný messa sungin í Skálholti Mosfellsk heyrð Er heyrð betri í Mosfellsdalnum en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu? Einhver skýring hlýtur að finnast á þeirri staðreynd að í Mosfells- bæ, 5500 manna bæjarfélagi, skuli þrífast hvorki fleiri né færri en sjö kórar. Þetta eru Bamakór Varmárskóla, Kirkjukór Lágafellssóknar, Ála- fosskórinn, Vorboðar, Mosfellskórinn, Reykja- lundarkórinn o'g Karlakórinn Stefnir. Auk þess eru í byggðarlaginu skólahljóm- sveit, Diddú, Lárus Sveinsson og aðskiljanlegir aðrir músíkalskir kraftar. Sem er önnur saga, Einhver framtakssamur aðili fékk þá hugmynd að hfjóðrita kórana sjö, plús skólahljómsveit- ina og setja afraksturinn á geislaplötu. Þannig varð til geislaplatan 1 Mosfellsbœ, sem Halldór Víkingsson tók upp en Fermata gefúr út. Titillag plöt- unnar er eftir Helga R. Einarsson við ljóð Hösk- uldar Þráinssonar, en báðir eru þeir Mosfelling- ar. Útsaumsmyndir vegna árþús- undamóta Okkar helsti sérfræðingur i öllu sem viðkem- ur textíla- og búninga- fræði, Elsa E. Guðjóns- son, situr ekki auðum höndum þótt hún sé Tryggvi M. Baldvinsson er staðartónskáld Sumartónleika í Skálholtskirkju í ár og af því tilefni samdi hann heila messu sem frumflutt var í Skálholtskirkju síðastliðinn laugardag. Messan ber nafnið Missa comitis generosi og segir í efnisskrá að tónefnið sé „að hluta til sótt í sekvensíu eina er finna má í Gufudals-grallaranum, sem ritaður var um 1460. Gengur hún undir nafninu comitis generosi og er kennd við Magnús Orkneyjar- jarl. Upphöf allra messuþáttanna eru sótt í upphafstóna áðumefndrar sekvensíu. Einnig má heyra fjölmörg önnur brot úr þessari sekvensíu sem og úr tvísöngnum Nobilis humilis.“ Bara það að hver messuþáttur hefjist á stefbroti frá fimmtándu öld gefur henni fomt andrúmsloft. Fyrsti kaflinn, Introitus, er ein- göngu fyrir slagverk og er það góð hugmynd því bjöllur hafa verið notaðar i trúarhátíðum frá örófi alda og er notkun þeirra langt frá því að vera einskorðuð við kristnina. Það má því segja að messa Tryggva hefjist á alheims- legum nótum, þó byrjunin sé gömul laglína úr íslenskum grallara. Nú er slagverk auð- vitað meira en bara bjöllur og þó laglínan sé fyrst leikin á þær er fljótlega barið á aðra fleti og er tónsmíðin því öll hin litríkasta. Það var Pétur Grétarsson sem lék á slagverk- ið og gerði það af svo miklu öryggi og næm- leika að unaður var á að hlýða. Næsti kafli er Kyrie Eleison, Drottinn mis- kunna þú oss, og er þetta snyrtilega samin tónsmíð og tiifmningaþrungin. Tryggvi hef- ur valið þá algengu leið að túlka í tónum hvert orð messunnar og má kannski deila um hversu áhrifaríkt það er. Sumum kann að finnast það tilgerðarlegt á þessum „upp- lýstu“ tímum að kórinn æpi á Drottinn aö vera miskunnsamur en auðvitað er það per- sónubundið hvað vekur upp trúartilfinning- ar hjá fólki. Það er ekki mitt hlutverk að dæma um hvort Tryggva hafi tekist að semja andlega tónsmíð sem er „Guði þóknanleg“ en bæði Kyrie Eleison og Gloria in excelsis Deo sem á eftir kemur og einnig Sanctus, Benedictus og Agnus dei eru vönduð og vel Tryggvi M. Baldvinsson - „eitt af efnilegustu tónskáldum yngri kynslóðar". samin kórverk, sérstaklega er „miserere nobis“-kaflinn úr Gloriunni lýrískur og fag- ur. Tónlist Jónas Sen Dómsdagur á næstunni? Kórinn fær að hvíla sig um miðbik messunnar, því 0//ertónúm-kaflinn, þar sem presturinn lyftir upp kaleik og patínu og offrar til almættisins, er fyrir básúnu. Sumum kann að finnast það sérkennilegt en þá má benda á að lúðrar eru al- gengir í trúarathöfnum víða um heim og svo er básúnan líka skirskotun til englanna. Offertorium Tryggva er svo stórbrotin tónsmíð að það var sem sjálfur Gabríel erkiengill væri kominn niður í kirkjuna að tilkynna dómsdag á næst- unni og í þokkabót söng básúnuleikarinn inn í hljóðfær- ið sem gerði það að verkum að manni fannst maður heyra Qarlægan óm í himneskum herskör- um. Þessi kafli messunnar er magn- aður og erfíður, enda hápunkturinn, og var það Einar Jóns- son básúnuleikari sem flutti hann með svo miklum tiíþrif- um og glæsibrag að eftir verður munað. Lokakafli messunnar, Ite missa est, er stuttur og hnitmiðaður og er fyrir slagverk og básúnu. Hér er tónlistin róleg og upphafin og hjálpar áheyrandanum að íhuga það sem á undan kom. í lok kaflans ómar í tíbetskri skál og er þá sem messan fjari út og sameinist eilífðinni. Það er viðeigandi endir á mögnuöu og stór- brotnu tónverki. Tryggvi M. Baldvinsson er án nokkurs efa eitt efnilegasta tónskáldið sem við eigum af yngri kynslóðinni. Það hefur hann sýnt margoft, t.d. eru einsöngslög hans með því fal- legasta sem heyrist hér á landi. Þar af leiðandi er óhætt að spá því að kaflar messunnar og tónverkið allt í heild sinni eigi eftir að hljóma í kirkjum landsins um ókomna tíð. komin á eftirlaun eftir áratuga starf við Þjóð- minjasafn íslands. Hún hefur gert útsaums- myndir tengdar árþúsundamótum með gamla is- lenska krosssaumnum og íslensku kambgami frá ístex, og aukið við þær með eigin kveðskap. Myndimar em af íslenskum landkönnuðum og merkisberum kristninnai- í árdaga: Leifi heppna (á mynd), Þorgeiri Ljósvetningagoða, Guðríði Þorbjamardóttur og Gissuri ísleifssyni. Kross- saumsmyndir sínar og kveðskap hefur Elsa nú gefið út á tvöfóldum heillaóskakortum sem hún hefur sjálf hannað og unnið. Þessi þjóðlegu og smekklegu kort henta eflaust vel til tækifæris- gjafa. Brátt messufært í Gautaborg Senn brestur á alþjóðlega bókamessan í Gauta- borg (16.-19. september), þar sem norræn bóka- menning rís einna hæst. Messan er feiknarlega vel sótt, 1998 komu yfir 100.000 manns á vettvang. í ár beinist kastljósið að bókmennt- um á þýsku, frá Þýskalandi, Aust- umiki og Sviss, og hefur Martin Walser verið boðið að halda erindi á hátíðinni. Þar að auki verða þar ungir þýskumælandi höfundar á borð viö Alice Schwarzer, Peter Schneider og Raoul Schott. Frá Bandaríkjunum kemui- Melissa Bank, sem vakið hefui' mikla athygli á undanfómum miss- erum, frá Ítalíu kemur Alessandro Barricco, en skáldsaga hans, Silki, var gefm út hér fyrir stuttu. Pat- rick McCabe, ný stjama í írskum bókmenntaheimi, mætir einnig á staðinn. Skipu- leggjendur gera sér einnig vonir um að spennu- sagnahöfúndurinn John le Carré muni loksins mæta til messunnar. Gyrðir Elíasson og Þórarinn Eldjám verða síðan fulltrúar „töfraraunsæisins íslenska" á staðnum að því er segir i kynningarriti messunn- ar. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.