Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
Spurningin
Spilar þú í spila-
kössum?
Eyvindur Eggertsson plötusnúð-
ur: Ég hef gert það en ég geri það
ekki lengur.
Anna Dís Guðbergsdóttir versl-
unarmaður: Nei, aldrei.
Gísli Jóhannesson verkamaður:
Aldrei nokkurn tímann.
Jón Bjarnason gæslumaður: Nei,
en ég gerði það einu sinni.
Elísabet Jóhanna Sigurbjörns-
dóttir heimavinnandi: Nei, ég
kann ekki á þá.
Gunnar Hallgrímsson, vinnur
hjá Náttúrufræðistofnun: Nei, það
hef ég aldrei gert.
Lesendur
Ferðaþjónusta á
Vestfjörðum
- möguleikar fáir, ekki vanmetnir
Mikil náttúrufegurð er á Vestfjörðum, en dugir hún án mikilla vegabóta? Við
Dynjandisfoss á samnefndri heiði. Mynd GVA
Guðmundur Gíslason skrifar:
Mikið er nú ritað og rætt þessa
dagana um vanda vestfirskra
byggða. Það er að vonum. Sjaldan
höfum við verið nær því að leggja af
byggðir í dreifbýli í svo ríkum mæli
sem nú. Það hefur heldur ekki ver-
ið svo langt frá skoðunum margra
landsmanna að brýnt sé að grisja
byggð í dreifbýlinu, að rjúka þurfi
upp á nef sér þótt þetta verði að
veruleika. Byggðir á Vestfjöröum
liggja auðvitað vel við höggi að því
leyti að þar er fátt til bjargar annað
en sjávarútvegurinn, sem líka er að
leggja upp laupana. - Það þýðir lítið
að tala um hina og þessa möguleika
á atvinnu og framkvæmdum þegar
byggðir eru jafneinangraðar og á
Vestfjörðum.
Það stoðar heldur ekki að benda
mönnum á hitt og þetta til bjargar,
svo sem ferðaþjónustu, þegar menn
komast vart til byggðanna vestra
nema sem fuglinn fljúgandi. Ekki
eru lengur samgöngur á sjó sem
dugðu vel fyrir fáeinum áratugum
og þúsundir manna sigldu kringum
landið með innlendum farþegaskip-
um. Það var líf í tuskunum þegar
þessi skip komu fullhlaðin farþegum
og stór hluti þeirra fór í land í hin-
um ýmsu byggðum og dvaldi
daglangt eða hafði þar viðdvöl þar
til skip kom að viku liðinni á leið til
Reykjavíkur. Þetta voru allt aðrir og
betri tímar en nú eru upp runnir.
í annars ágætri kjallaragrein
Kristjáns Pálssonar alþingismanns í
DV mánud. 12. júlí, þar sem hann
sendir Vestfirðingum baráttukveðj-
ur, segist hann undrast hve ferða-
þjónusta á Vestfjörðum sé vanmet-
in. Hann segist trúa því að á Vest-
fjörðum sé mikil framtíð þrátt fyrir
aðsteðjandi erflðleika, og trúa að ís-
lendingar allir vilji taka á þeim erf-
iðleikum. Örugglega er ekki ofmælt,
þetta með að landsmenn vilji taka á
erfiðleikum Vestfirðinga með þeim.
Hitt er sönnu nær að allt til bjargar
byggðum Vestfjarða byggist á betri
samgöngum, og það margfalt betri.
Komist Vestfirðir ekki í mun betra
vegasamband (eða með siglingum
með farþega) er ekkert sem getur
bjargað þessum byggðum frá algjöru
hruni. Hvort verður talið hag-
kvæmara fyrir þjóðfélagið skal ég
ekki fullyrða. Ég fullyrði þó að með
nútímatækni, sem aðrar þjóðir nota
ótæpilega, er auðvelt að yfirstíga
samgönguerfiðleika með jarðgöngum
í gegnum Dynjandisheiði og Hrafns-
eyrarheiði. Það yrði miklu meiri að-
stoð við íbúa á norðurfjörðum Vest-
fjarða, allt frá Bíldudal, en mörg
skyndilán frá Byggðastofnun.
Óþolandi þjófnaðir í verslunum
Þórhildur Sigurðardóttir skrifar:
Það færist í vöxt að fólk sé rænt
inni í verslunum. Nærtækt dæmi er
í versluninni Bónusi í Hafnarfirði.
Ég varð fyrir þvi óhappi þann 18.
maí sl. aö ótrúlega bífræfinn þjófur
rændi mig veskinu í þessari versl-
un, þegar ég beygði mig eftir varn-
ingi i frystikistu! Tvær manneskjur
gætu hafa staðið að verki, kona sem
leiddi athygli mína að tiltekinni
vöru í kistunni, og karlmaður sem
tók veskið mitt á því augnabliki.
Ég hafði strax samband við versl-
unarstjórann og bað hann um að
loka búðinni og kalla í lögregluna.
En því miður sýndi hann því engan
áhuga, þótt ég væri þama að tapa
umtalsverðum fjármunum, eða
rúmlega 50 þúsund krónum og ýms-
um skilríkjum. - Það var því aum
manneskja sem fór gjörsamlega
tómhent úr versluninni Bónusi í
Hafnarfirði þennan eftirminnilega
dag.
Samkvæmt frétt í DV þ. 5. júlí sl.
endurtók þessi saga sig í þessari
sömu verslun, að segja má í smáat-
riðum. Hvort verslunarstjórinn
brást eins við í það skipti er mér
ókunnugt um, en þjófurinn eða
þjófamir virðast vera orðnir hagv-
anir í þessari verslun og vita ná-
kvæmlega hvað þeir geta leyft sér,
án þess að þurfa að óttast starfsfólk-
ið.
Ef rottur finnast í matvöruversl-
unum er rokið upp, allt kapp lagt á
að uppræta ósómann og ekkert til
sparað. Mér finnst að það sama eigi
að gilda um þjófa sem vaða uppi í
verslunum.
Svona
Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifar:
Varðandi nýjustu hækkanir á far-
gjöldum SVR mundi ég skyndilega
eftir grein sem Helgi Hjörvar borg-
arráðsmaður skrifaði í Mbl. í sept-
ember 1995 og bar yfirskriftina
„Svona gerir maður ekki“. Ég fann
þessa grein og er hún í meginatrið-
um svona:
„Fyrir borgarráði í dag liggur til-
laga um verulegar hækkanir á
strætisvagnafargjöldum frá stjórn
SVR. Ekki er það fyrsta skatta-
hækkun okkar í Reykjavíkurlistan-
um á Reykvíkinga. Án efa þó hin
ógeðfelldasta, einkum þeim sem
trúðu á Reykjavíkurlistann sem val-
kost í borgarmálum.
Það er stundum eins og álög á
okkur í félagshyggjunni, að þegar
við náum völdum glatast öll sýn,
þverr okkur þróttur. Eins og við
þjónusta
allan sólarhringinn
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
bírt verða á lesendasíðu
gerir maður ekki
Svo mörg voru þau orð núverandi forseta borgar-
stjórnar sem aö mati bréfaritara lýsti sjálfum sér
fjögur ár fram í tímann. - Helgi Hjörvar, forseti borg-
arstjórnar Reykjavíkur.
verðum samdauna kerfinu og fyrr
en varir hefur bæst við ný sveit
embættismanna, nefnilega við. Við
höldum að við séum að reka af okk-
ur slyðruorð um óráðvendni, verð-
um óskaplega „fagleg" og „ábyrg“
og hikum ekki við að taka „óvinsæl-
ar ákvarðanir". Við erum að taka til
eftir íhaldið, segjum við þá iðulega.
Einmitt í því stað-
festum við ímynd
okkar. Við höfum
engar lausnir, enga
sýn, en sendum
borgumum reikn-
inginn fyrir getu-
leysinu. Þeim sömu
borgurum og við
fullvissuðum um að
við gætum gert hlut-
ina betur...
Það að leggja sér-
stakar álögur á þá
hópa sem minnstar
tekjur hafa og eignir
eiga, það er skatta-
stefna einhvers ann-
ars en félagshyggju.
Það kunna að vera
erfíðir tíma i fjár-
málum borgarinnar.
En að leggja sér-
staka skatta á far-
þega SVR umfram
aðra borgara er að
ráðast á garðinn þar
sem hann er lægstur. Ég skora á
borgarráð að vísa slíkri tillögu frá,
því svona gerir maður ekki.“
Svo mörg voru þau orð núverandi
forseta borgarstjórnar. Ég læt les-
endum eftir að dæma hvort hér sé
um að ræða heimsmet stjómmála-
manns, að lýsa sjálfum sér fjögur ár
fram í tímann.
Ekki fleiri seðla-
bankastjóra
Árni Einarsson hringdi:
Ég er þess fullviss að yrði gerð
skoðanakönnun um hvort ráða ætti
fleiri bankastjóra við Seðlabank-
ann myndi niðurstaðan verða gegn
ráðningu fleiri bankastjóra. Þótt
núverandi lög segi að þama skuli
sitja þrír bankastjórar er einfalt
mál að breyta lögunum í haust og
geyma ráðningu bankastjóra sem
nýlega yfirgaf Landsbanka íslands
og þar áður Útvegsbankann sáluga
eöa annarra verði hann ekki ráð-
inn. Ég held að ráðamenn og ríkis-
stjórnin í heild ættu nú að láta að
vilja almennings og hafa aðeins
einn aðalbankastjóra Seðlabank-
ans. Bara í þetta eina sinn. Nóg er
gengið fram hjá vilja almennings
þrátt fyrir það.
Blekkingar
Þórarins V.
Gunnar Árnason hringdi:
Þórarinn V. Þórarinsson, tals-
maður Landssímans og Vinnuveit-
endasambandsins, hefur ekki spar-
að stóm orðin að undanfórnu.
Hann -kvartaði meðal annars yfir
því að Landssíminn hefði fengið úr-
skurð Samkeppnisstofnunar í
hendur á eftir fiölmiðlum. En síðan
kom í Ijós að Landssíminn hafði
fengið úrskurðinn beint frá sam-
gönguráðuneytinu, löngu á undan
fiölmiðlum og Tali! Þetta voru sem
sé blekkingar hjá Þórami. Rang-
færslur hans uni vinnubrögð Sam-
keppnisstofnunar er niðurlægjandi
fyrir Landssímann, fyrirtæki sem
við eigum öll.
Hvaða „Rauði
her“?
Sólveig Vagnsdóttir á Þingeyri
hringdi þetta inn:
Ekki veit ég hverjir fundu upp
þetta nafn, „Rauði herinn", á fólkið
á Þingeyri. Eitt veit ég þó, að „her“
er ekki notaður nema í stríði, og þá
í sókn og vöm. Yfirleitt verður
mannfall í þannig stríði. Að líkja
saklausu verkafólki við „her“
finnst mér ámælisvert. Þingeyring-
ar eru fólk eins og aðrir. Þegar
fréttamenn koma til Þingeyrar eða
hafa samband við Þingeyri er
ávallt litið á það versta eða léleg-
asta í hverju tilviki. Ketill Helga-
son er þó búinn að halda uppi
vinnu hér á Þingeyri í tvö ár. Og í
aUri þessari umræðu er bara
minnst á Pólverja, en ekki á íslend-
inga. Segja má að nú sé svo komið
að Pólverjar hafi endanlega valtað
yfir Þingeyringa. - En umfram aUt:
Burt með „rauðahers“-nafnið. Nóg
er komið af slíku.
Náttúran og
stóriðja
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Við þjóðernissinnar krefiumst
þess að íslenska þjóðin geri sér
glögga grein fyrir því hvað svoköll-
uð stóriðja þýðir fyrir ísland. Að
taka þátt 1 að eyðileggja náttúru
landsins með því að byggja upp aUs
konar iðnaðarvanda hér á landi að
fmmkvæði erlendra aðUa eru
hrein landráð. Þeir sem fylgja kap-
ítalisma í dag verða kommúnistar
á morgun. Kapítalískt/kommúnískt
fyrirbæri sá til þess að Aralvatnið,
stærsta stöðuvatn jarðarinnar, var
eyðilagt. Áframhald í þá veru er
ógnvænlegt.
Hjúkrunarkonur
og piparsveinar
Regína Thorarensen hringdi frá
Eskifirði:
Þær Birna Ólafsdóttir og Gunn-
hildur Kristinsdóttir eru nýkomnar
hingað í Hulduhlíð tU að leysa yfir-
hjúkrunarkonur af svo að þær geti
farið í frí. Þetta era tvær myndar-
stúlkur, hjúkrunarfræðingar, og
aUir ánægðir með þær. En pipar-
sveinamir á Eskifirði eru ekki eins
ánægðir. Þeir vUja fá þær ógiftar.
En önnur þessara kvenna er gift. -
Heilsufar er annars gott á Eskifirði,
enda læknisþjónusta frábær.