Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 15 Hrun Vestfjarða Einhæft atvinnu- líf í litlum byggðar- lögum gerir það að verkum að íbúar þar mega alltaf bú- ast við kreppum. Byggðastefna sem byggist á þvi að haldið sé uppi óarð- bærum einingum, fyrirtækjum og jafn- vel heilu byggðar- lögunum til lang- frama með pening- um frá Reykjavík stenst ekki. Það hafa dæmin sannað. Það er eins og að pissa í skóinn sinn; fyrst yljar það og síðan kelur fótinn. Kjallarinn Jón Sigurgeirsson héraðsdómslögmaður Horfst í augu við staðreyndir Samfélagið getur hlaupið undir bagga þegar skyndilega og nær óvið- ráðanlega kreppir að. Ekki dettur mér í hug annað en að allir lands- menn taki þátt í að létta þeim byrð- amar sem eftir lifa snjóflóð sem lagt hefur ættingja þeirra og vini að velli og brotið niður hús þeirra og eignir. Mér dettur ekki heldur í hug annað en að landsmenn allir taki þátt í að bjarga fólki tímabundið þegar það verður fyrir skyndi- legum atvinnumissi. Annað mál er með lang- tíma vanda afskekktra byggða. Þar sem styrkir til óhagkvæmra eininga ■ganga ekki til lengdar verða menn að skoða kostina og horfast í augu við staðreyndir. Falinn kostnaður Tekjur Vestfirðinga hafa verið mjög háar. Það er þvi ótrúlegt ann- að en að atvinnurekstur i heild sé arðbær þar. Það er einnig ljóst að það er mjög dýrt að búa á Vest- fjörðum. Kostnaður þessi lendir að hluta til á landsmönnum öllum. Þar sem kostnaðurinn er að hluta greiddur af ríkinu er hann falinn. Unnið hefur verið að því að færa verkefni ríkisins yfir til sveitarfé- laga. Eg er hræddur um að við slík- an flutning gleymist að minnka báknið í Reykjavík. Mér er t.d. ekki kunnugt um mikinn samdrátt hjá menntamálaráðuneytinu við flutn- ing grunnskóla frá ríki til sveitar- „Vandi Vestfirðinga verður best leystur með því að greina á milli neyðarhjálpar sem landsmenn allir taka þátt í og uppbyggingu atvinnulífs sem Vestfírðingar sjá sjálfír um. Til að þeir geti gert það verður kostnaður allur að vera þeim sýnilegur og koma við þeirra eigin buddu.“ félaga. Gjaldstofnar sem eiga að standa undir kostnaði við rekstur þessara nýju verkefna virðast frek- ar skornir við nögl. Úr eigin buddu Vandi Vestfrrðinga verður best leystur með því að greina á milli I afskekktum byggðum þar sem styrkir til óhagkvæmra eininga ganga ekki til lengdar verða menn að skoða kostina og horfast í augu við staðreyndir, segir greinarhöfundur m.a. - Frá Þingeyri. neyðarhjálpar sem landsmenn all- ir taka þátt í og uppbyggingu at- vinnulífs sem Vestfirðingar sjá sjálfir um. Til að þeir geti gert það verður kostnaður allur að vera þeim sýnilegur og koma við þeirra eigin buddu. Allir greiði fyrir þá þjónustu sem þeir njóta og það verð sem hún kostar og stjórn á þjón- ustunni verði færð nær fólkinu. Lokið verði við þá mörkuðu stefnu að flytja verkefhi frá ríki til sveitar- félaga. Um leið verður að draga úr umsvifum rík- isins að sama skapi og auka tekjur sveitarfélaga. Þau verkefni sem einstök sveitar- félög geta ekki ráðið við má vinna í samvinnu fleiri eða á vegum heildarsamtaka þeirra. Ábyrgari fjármálastjórn Hugsanlega má skipta sveitarfé- lögum í samstarfshópa eftir stærð þannig að ekki verði eingöngu hugsað um hags- muni stærri sveitarfélaga. Með því að efla þannig sveitar- stjórnarstigið á kostnað ríkis- ins vinnst margt. Þegar til lengdar lætur verður fjármála- stjómin ábyrgari þótt sveitar- stjómarmenn séu enn að læra á nýja kerfið. Fjölbreytt stjóm- unar- og sérfræðistörf flytjast út á land og gera atvinnulífið fjölbreyttara. Sveitarfélögin hefðu meira bolmagn til að efla atvinnulif í sínu byggðar- lagi með því að skapa atvinnu- fyrirtækjum hagstæð rekstrar- skOyrði. Þá verður öðram ekki kennt um ef illa gengur. Jón Sigurgeirsson Þingeyrarpistill að gefnu tilefni: Að gefast upp hvað er það? Astæða fyrir skrifum mínum er grein Dagfara í blaði sem gefið var út miðvikudaginn 7. júlí síðastlið- inn, og bar hún titilinn: „Skilur þetta fólk ekki neitt?“ Eftir að hafa lesiö þessa grein áttaði ég mig á því að við á landsbyggðinni kunn- um svolítið sem höfuðborgarbúar kunna ekki. Það er að gefast ekki upp. Kaldar kveðjur Flestir höfuðborgarbúar, ef ekki allir, hafa kynnst því að nóg sé til „Það er nú öllum sem fylgst hafa með þessum málum kunngjört að íbúar héðan fá ekki lán. Með þessu áframhaldi verða íbúar héð- an í meiri vanda en fíóttafólk og sé ég ekki betur en allt bendi til að fíóttafólkinu verði frekar veitt- ur stuðningur en okkur hér.u af öllu og ef leirinn brennur í ofn- inum er þeim réttur nýr leir til að móta úr, á meðan við á lands- byggðinni málum bara skemmti- lega mynd á leirinn svo bruninn sjáist ekki. Þetta höfúm við lært á því einu að við höfum hingað til mætt afgangi í flestu. Til að reyna að vinna bug á þessu höfum við öll lagst á eitt og hefur það reynst okkur hér á Þing- eyri ágætlega. Við trúum ekki á uppgjöf og ég held að það hafi ekk- ert gert okkur nema gott því við höfum lært að lifa eftir aðstæðum. Með þessum orðum er ég ekki að segja að það sé hægt að bjóða okk- ur hvað sem er og kasta á okkur kaldri kveðju eins og var gert í áð- umefndri grein sem birt var í DV þar sem meðal annars segir: „Þingeyri er bara krammaskuð sem menn eru hættir að púkka -----------. upp á. Allir sem eiga eitthvað undir sér era farnir. Löngu farnir og búnir að selja kvótana og koma sér fyrir í fasteignum á Laugaveginum eða á Long Beach og stjómvöldum kemur þetta ekki lengur við enda búa bara á Þing- eyri nokkrar fjöl- skyldur sem komast ekki burt vegna verðlausra eigna ...“ Kynnið ykkur aðstæður Við hér á Þingeyri, og eflaust annað fólk á landsbyggðinni, eram orðin hundleið á því að utanað- komandi einstaklingar, oftast borgarbúar, þykjast hafa rétt á því að dæma okkur og byggðarlag okkar eft- ir að hafa fylgst með umfjöllun um okkur í fréttum. Fólk ætti nú bara að kynna sér aðstæður sjálft áður en það fellir dóm. Það er frekar sjaldgæft að heyra eitthvað gott um landsbyggðina í fréttum, og af um- fjöllunum héðan af Þingeyri má draga þá ályktun að hér hangi allir inni hjá sér, einangraðir frá samfélaginu, og bíði frekari ákvarðana æðri valda. Svoleiðis er það sko ekki. Þó að peningaskortur blasi við á mörgum heimilum þýðir það ekki að fólkið geri ekki neitt. Hitt þó heldur. Hér er margt hægt að gera sér til afþreyingar og get ég ekki betur séð en það sé nýtt jafn- vel og áður og ég sem unglingur get ekki fundið neina breytingu á félagslífi minna jafnaldra hér. Hverjir eru það sem skilja ekki? Nú hef ég ekki hugmynd um hver skrifaði áðurnefnda grein. En hver sem þú ert, þá held ég að þú hafir á röngu að standa um það Kjallarinn Daðey Arnborg Sigþórsdóttir nemi við MA hver það er sem skilur og skilur ekki. Það sem ég á við með þessu er það að við hér á Þingeyri skiljum margt og ef til vill skiljum við ástandið hér nú betur en þú kemur nokkurn tíma til með að skilja en þar við situr ekki. Við skiljum, og vitum, hvað mun gerast ef við tækjum öll upp á því að flytja til Reykja- víkur. Höfuðborgin gæti ekki tekið við hátt í 500 manns í einu, hvað þá skaffað þessu fólki vinnu og —— húsnæði. Fyrir utan það að nú, eins og ástandið er í dag, hafa margir ekki efni á því að flytja og á það fólk þá bara að vera hér þar til það einfaldlega sveltur í hel? Það er nú öllum sem fylgst hafa með þessum málum kunngjört að íbúar héðan fá ekki lán. Með þessu áframhaldi verða íbúar héðan í meiri vanda en flóttafólk og sé ég ekki betur en allt bendi til að flóttafólkinu verði frekar veittur stuðningur en okkur hér. Ef þið viljið útrýma landsbyggðinni, get- ið þið þá allavega ekki gert það á mannlegan hátt? Daðey Amborg Sigþórsdóttir Meö og á móti A að leyfa skemmtanahald í Grjótaþorpi? Kært hefur verið undan hávaða frá skemmtanahaldi í Hlaðvarpanum, fé- lagsmiðstöð kvenna, og nektarklúbbn- um Club Clinton, en báðir eru staðirnir í útjaðri Grjótaþorps. Forsætisráðherra hefur fengið kvörtun frá íbúa í hverfinu, einnig aðrir ráðherrar, þingmenn, borg- arfulltrúar og lögreglustjóri. Fram- kvæmdastjóri Hlaðvarpans viidi ekki láta hafa neitt eftir sér um kæruna sem snýst þó aðallega um háværar sam- komur kvennanna en kannski minna um nektarhúsið Clinton. Kristján Jósteins- son, framkvæmda- stjori og eigandi Club Clinton. Enginn hávaði frá Clinton „Auðvitað er engin ástæða til að vera með skemmtanahald inni í miðju Grjótaþorpi. En ég er hér í út- jaðrinum og telst raunar vera við Aðalstræti. Hér í kring eru íjöl- margir skemmti- staðir. Það hefur verið kvartað yfir hávaða hjá mér annað slagið frá því ég opnaði í janúar. En und- antekningarlaust hafa skýrslur lög- reglunnar sýnt að hávaðinn hefur átt rætur að rekja til annarra staða og hávaðinn bókaður á þá staði, jafn- vel KafR Reykjavík sem er nú tölu- verðan spöl frá, líka á Naustið. En mikið hefur verið bókað af þessum hávaðamálum á Hlaövarpann enda er hann miklu nær íbúum Grjóta- þorpsins. Af mínum rekstri skapast nánast enginn hávaði út fyrir húsið. Hér eru fáir viðskiptavinir, vel til haföir og prúðir kúnnar sem ekki ganga um götur Grjótaþorps með háreysti eða óhljóðum. Iæssar kvartanir frá Oddi Bjömssyni eiga því ekki við um Club Clinton. Þetta er nú miðborg Reykjavíkur og trúað gæti ég að fólkið i Grjóta- þorpi sækist eftir búsetu á þessum slóðum vegna þess hversu líflegt svæðið er. Hér er að skapast mið- borgarmenning og borgaryfirvöld leggja sig í líma við að styðja slíka uppbyggingu." Ógnarstjórnir beita svefn- truflunum „Tónleika-, vínveitinga-, nektar- staða- og skemmtanahald á alls ekk- ert erindi inni í miðri bama- og fjöl- skyldubyggð Grjótaþorps. Grimm- ustu ógnarsfjóm- ir ríkja heims hafa og beita enn svefntruflunum við pyntingar fanga sinna. íbúar Grjótaþorps mega búa við það 52 vikur á ári að missa svefn 2-4 nætur í viku með blessun borgaryf- irvalda. Bamshaf- andi eiginkonur okkar hafa flúið heimili sín um helgar síðustu vikur meðgöngu vegna gifurlegs ónæðis af völdum þessara staða. Börnin okkar mega sæta því að standa upp í ökkla af glérbrotum, notuðum verjum og sprautunálum þegar þau ganga út af heimUum sínum við sólarupprás; með kveðju frá borgarjTirvöldum sem þráast við að koma í veg fyrir þennan subburekstur í miðri íbúa- byggð. Það á ekki að leyfa „skemmt- anahald" í Grjótaþorpi!" JBP/HDM Oddur Björnsson, hljómlistarmaöur og íbúi í Grjóta- þorpi. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfúnda er vak- in á því að ekki er tekið við grein- um í blaðið nema þær berist á staf- rænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt tU að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.