Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999
Fréttir
i>v
Akureyrarlögregla segir embættið kæra hátt í 40 í fíkniefnamálum:
Tími kominn til að
spyrja um milljarðinn
- nauðsynlegt að hafa þjálfaðan leitarhund á Norðurlandi
„Ég held að það sé bæði aukin
fíkniefnaneysla og aukið eftirlit,
sérstaklega með hund, sem gerir að
verkum að við erum með svona
mörg mál, 30-40 fíkniefnamál, um
helgina. Okkur hefur hreinlega ekki
gefist tími enn til að taka saman
hversu mikið af efnum var lagt hald
á. Ég held að nú - eftir þessa helgi -
sé kominn tími til að fara að spyrja
um „milljarðinn" sem var lofað fyr-
ir kosningar. Nú er lag að fara að
gera eitthvað raunhæft í málinu,“
sagði Ólafur Ásgeirsson, aöstoðaryf-
irlögregluþjónn á Akureyri, við DV
þegar stóra helgin, Halló Akureyri,
með sennilega 15 þúsund gestum,
var gerð upp.
Ólafur sagðist telja að yfirvöld
gætu nú farið að bregðast við, t.d.
með hliðsjón af reynslunni af Akur-
eyrarhátíðinni og Þjóðhátíð í Eyj-
um. „Mér skilst að það sé líka aukn-
ing þar. Ég held að menn séu að
fara að skoða þetta. Leitarhundur,
sem við fengum hingað norður frá
tollgæslunni fyrir sunnan, hefur
reynst gífurlega vel. Hér á Akureyri
ætti hins vegar að vera þjálfaður
hundur allt árið sem gæti líka verið
á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði,
Húsavík og víðar og fylgdist einnig
með allri fragt. Leitarhundur og
maður með honum myndu vinna
vel fyrir kaupinu sínu. Mennirnir
eiga langt í frá eins gott með að
fylgjast með og hundar. Þeir þefa
hlutina uppi.“
Ólafur sagði að fimmtíu lögreglu-
menn, flestir frá Akureyri en einnig
frá Dalvík, Ólafsfirði og höfuðborg-
arsvæðinu, hefðu unnið að löggæslu
mjög vel og skipulega um helgina
nyrðra.
„Varðandi fikniefnin vorum við
búnir að fá fullt af upplýsingum fyr-
ir helgi. Einnig skilaði sér vel að
lögreglumenn að sunnan þekktu
andlit grunaðs fólks sem kom norð-
ur. Einnig var fylgst vel með fragt
og ákveðnu fólki sem fréttist að
væri að skutlast suður. Við lögðum
hald á e-töflur, amfetamín, kókaín
og hass, þetta var mestöll ílóran,"
sagði Ólafur Ásgeirsson.
-Ótt
Holt í Önundarfirði:
Sjötta sandkastalakeppnin
DV, Önundarfirði:
„Þetta er sjötta árið sem við höld-
um þessa keppni í Holti en áður var
haldin keppni á Flateyri í tengslum
við fjölskyldudaga þar,“ segir Guð-
mundur Ragnar Björgvinsson,
svæðisleiðsögumaður á Flateyri.
Guðmundur hefir staðið fyrir
sandkastalakeppni um verslunar-
mannahelgina í Holti í Önundar-
firði undanfarin ár. Hefur keppnin
náð miklum vinsældum en milli 300
og 400 manns á öllum aldri mæta til
að reyna sig við listsköpunina.
Keppendur voru frá öllum lands-
hlutum. Mátti sjá fólk með skapalón
til að létta sér verkið. Þá voru dæmi
um að keppendur hefðu náð samn-
ingum við fyrirtæki um kostun
verka sinna.
„Sparisjóður Önundarfjarðar
leggur þessu lið með auglýsingum
og gefúr verðlaunin. Siguvegarar fá
bikar til eignar og við veitum þeim
verðlaunapeninga sem næstir
koma. Það er ávallt góð stemning
hérna og gaman að sjá fjölskyldurn-
ar sameinast í því að byggja stór-
kastala í stíl liðinna alda,“ segir
Guðmundur. -GS
Snilldarbragð
vötnun stjórnmálanna setur auknar kröfur á
herðar Dagfara sem getur ekki leyft sér skoðana-
leysi og Dagfari hefur unun af erfiðum verkum.
Á undanfömum árum hafa margir orðið fyrir
skotum Dagfara og þeir önduðu léttar fyrir versl-
unarmannahelgina þegar fréttir bárust um að nú
væri hann allur. Dagfari hitti þessa menn á göt-
um úti og talaði við þá í síma í miðjum undirbún-
ingi fyrir fjölskylduferöina. Allir voru í sínu
besta skapi, fullir ákafa og tilhlökkunar að eyða
helginni í rólegheitum i faðmi fjölskyldunnar.
Dagfari vonar að þeir séu nú úthvíldir og tilbún-
ir til að taka við enn fleiri þungum skeytum. Dag-
fari er að minnsta kosti vel hvíldur eftir ferðalög
helgarinnar - reiðubúinn að fella sína dóma um
þjóðfélagsmál og ráðamenn þjóðarinnar um
ókomna framtíð. Þetta snilldarbragð heppnaðist
svo vel að nú nú hugleiðir Dagfari alvarlega að
leika sama leikinn einu sinni á ári því í gleði
sinni fella menn niður varnir - gefa á sér færi.
Skoðun þykir ekki fin nú undir lok aldarinnar
þegar þess er krafist að allir séu steyptir í sama
mótið. Slíkt er talið hagkvæmt - þjóðfélagslega
hagkvæmt. Dagfari er því ekki í tískunni að
þessu leyti enda með mótaðar skoöanir á öllu og
öllum. Dagfari lætur tískusveiflur, sem einhverj-
ir fræðingar hafa innleitt, ekki hafa áhrif á sig og
mun halda ótrauður áfram að leggja mat á ís-
lenskt þjóðfélag. Skoðanalaust þjóðfélag er leiðin-
legt þjóðfélag - aUt krydd í tilveruna vantar. Þess
vegna mun Dagfari lifa áfram, hvort sem mönn-
um likar betur eða verr. Dagfari
Sú fúrðidega tíska, tísk-
an að hætta við að hætta,
sérstaklega þegar aldrei
hefur staðið til að hætta,
hvorki í gamni né alvöru,
hefur náð að festa rætur
hér á landi. Að vísu eru
það fáir í íslensku þjóðfé-
lagi sem hafa leyfi tU að
breyta um skoðun - enda
fer þeim fækkandi sem
hafa einhverja skoðun nú
á tímum. Það eru helst
stjórnmálamenn sem hafa
fengið eins konar sérleyfi
á „skoðanaskipti“ enda
telja kjósendur það ekki
skipta miklu þótt þeir
breyti um skoðun um leið
og þeir skipta um sokka.
Stjórnmálamenn skipta
um skoðun eftir vindátt-
um og því á Dagfari nær
ekkert, sameiginlegt með
þeim, - fyrir utan að hafa leyfi til að hætta við að
hætta. Dagfari berst gegn straumnum ólíkt þeim
sem á nokkurra ára fresti reyna að sannfæra
kjósendur um að endurráða þá. Þeir eru sann-
færðir um að besta leiðin til þess sé að vera sam-
mála kjósendum. Þess vegna vantar alla sannfær-
ingu - alla hugmyndafræði inn í íslensk stjóm-
mál. í stað þess að beita sannfæringarkrafti í
þágu hugmyndafræðinnar eru auglýsingastofur
ráðnar til að útbúa huggulegar pakkningar líkt
og um páskaegg sé að ræða.
Stjómmálabaráttan er því útvötnuð. Og
einmitt þess vegna eru kjósendur á þvi að litlu
skipti þótt stjórnmálamenn leggi það í vana sinn
að skipta um skoðanir, sem hvort eð er rista ekki
djúpt og skipta að auki litlu eða engu máli. Út-
Sýslumaður í Eyjum:
Neytendur
17-20 ára og
efni harðari
- fagnar „milljarði“
Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður
í Vestmannaeyjum, segist fagna því
ef stjómvöld verji milijarði króna í
fikniefnamál eins og lofað var fyrir
kosningar - það sem talsmaður Ak-
ureyrarlögreglunnar hvetur nú til
að gert verði í ljósi reynslu verslun-
armannahelgarinnar.
„Við emm að leggja meiri
áherslu á fikniefni. Það var
kannski meira af hörðum efnum
nú, eins og amfetamíni og svo LSD
sem reyndar sést sjaldan. Hlutfall
af hassi hefur minnkað," sagði
Karl Gauti.
Hann segir að fikniefnaneytend-
ur hafi flestir verið 17-20 ára. Ak-
ureyrarlögreglan tekur undir þetta
og segir að líklegast séu yngstu
neytendurnir 16 ára.
„Aldurinn er að minnsta kosti
ekki að færast ofar,“ sagði Karl
Gauti. Hann bendir þó á aö á þjóðhá-
tíð um helgina hafi varla sést 14-16
ára krakkar koma einir ofan af
landi. Foreldrar virðast famir að
halda fastar í yngri unglingana. Ótt
sandkorn
Ræður engu
Rokkarinn Mick Jagger stal svo
sannarlega senunni þessa verslun-
armannahelgi með því að heim-
sækja Vestfirði. ísafiörður fór sem
vonlegt var á annan endann en
rokkarinn tók því
öllu með jafnaðar-
geði. Ekki þekkir
Sandkomsritari
hvernig ákvarð-
anatakan gerist I
hljómsveit eins og
Rolling Stones en
forvitnilegt er að
lesa í DV í dag
þar sem Jagger
er furðu lostinn yfir þeim fréttum
að Frónbúar hafi átt von á að
hljómsveitin héldi hér tónleika.
„Er það virkilega? Áttuð þið von á
að við kæmum?“ svaraði Jagger
blaðamanni DV og hló. Þykja þessi
viðbrögð skondin í ljósi hávaðans
sem Ragnheiður Hansen olli með
tilkynningum um hingaðkomu
hljómsveitarinnar. Kannski ræður
Jagger engu lengur...
Eftir fjögur ár?
Rolling Stones aðdáandi númer
eitt á Íslandi, Ólafur Helgi Kjart-
ans'son sýslumaður, var að vonum
ánægður með að Jagger skyldi
heimsækja ísafjörð á ferð sinni
hér. Og þegar Jagger
gaf mönnum undh-
fótinn með að hann
mundi jafnvel
skreppa „í bæinn“
og fá sér kollu
ílykktist mann-
skapurinn eðli-
lega í Vagninn á
Flateyri og beið
komu hans þar.
Jagger lét hins vegar ekki sjá sig.
Segja menn vestra að þar hafi
hann misst af tækifæri til að sjá
Rolling Stones stemningu eins og
hún gerist best og um leið hafi
sýsli orðið af meintum draumi um
að syngja „I Can’t Get no...“ o.fl.
rokkslagara með goðinu ...
Léttir
Spámenn á Veðurstofunni, með
Magnús Jónsson í broddi fylking-
ar, anda sjálfsagt léttar eftir þessa
verslunarmannahelgi enda ríkti
veðurblíða í flestum landshlutum
um helgina. Þeir
fóru afar varlega í
spám sinum framan
af vikunni er leið
og voru breytUegar
vindáttir og óvissa
þar mest áber-
andi. Vita veður-
spámenn sem er
að veðurspár
geta ráðið úrslitum
um hvert fólksstraumurinn liggur
þessa miklu ferðahelgi - og um leið
peningastraumurinn. Mótshaldar-
ar geta því ekki kennt neinum um
hafi aðsókn verið dræm þetta árið,
hvorki veðurspámönnum né ijöl-
miðlum ...
Blautt sumar
Sólarleysið og vætan hefur gert
höfuðborgarbúum lífið leitt i sum-
ar. Af því tUefni rifjast upp sagan
af manninum sem dó og rankaði
við sér fyrir utan gullna hliðið.
Hann sá þar hvar
sumir . fengu inn-
göngu í himnaríki
en öðrum var vísað
frá. Hina síðar-
nefndu tók kölski
sjálfur föstum
tökum og fleygði
ofan í vítislog-
ana. Hins vegar
henti það einstaka vUluráfanúi
að enda hvorki í himnaríki né vít-
islogum heldur henti kölski þeim í
hrúgu. Maðurinn stóðst ekki mátið
og spurði kölska af hverju blessuðu
fólkinu væri hrúgað þarna upp. Jú,
sagði kölski, þetta eru allt Reykvík-
ingar. Þeir eru svo blautir að það
kviknar ekki í þeim ...
Umsjón Haukur L. Hauksson
Nétfang: sandkorn @ff. is