Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999
13
Fréttir
Vallaður Pálsson, sendibílstjóri á áttræðisaldri:
Handtekinn fyrir engar sakir
- bólginn eftir handjárn
Vallaður Pálsson, sendibílstjóri
númer eitt hjá Þresti, er búinn að
keyra sendibíl í 44 ár og hefúr
aldrei lent í neinu sérstöku. Hann
var að keyra Vegmúlann síðasta
fostudag og ætlaði að beygja inn í
Ármúla til austurs þegar hann sá að
lögreglan var búin að loka götunni
á kafla.
„Þeir vísuðu mér frá en ég bað þá
um að hleypa mér fram hjá því
þetta voru bara fjórar bíilengdir
sem ég ætlaði. Þegar þeir leyfðu
mér það ekki fór ég inn á bílastæða-
götu þama og keyrði nokkra metra
áfram. Hringdi ég svo og bað þá sem
ég átti að sækja vörurnar til að
koma með þær til mín. Ég fór út og
ætlaði að kveikja mér í sígarettu
þegar tveir lögregluþjónar komu. Ég
spurði þá hvað stæði til, Áður en ég
vissi af sögðu þeir að ég væri hand-
tekinn, ég var handjámaður og far-
ið með mig niður á stöð,“ segir Vali-
aður.
Hann er með bólginn fmgur eftir
viðskiptin við lögregluna en honum
fannst þeir hafa tekið allhressilega
á sér. Á lögreglustöðinni talaði
varðstjóri við hann.
„Ég var með vörur í bílnum sem
kosta hátt í mUljón og þegar ég
spurði lögregluþjónana sem hand-
tóku mig hvort þeir ætluðu að skiija
lykiana og vörumar eftir í bílnum
söðu þeir að þetta væri ekki þeirra
mál. Þetta var algjör vitleysa, ein-
hverjir strákhvolpar sem má ekki
yrða á. Þeir sögðu að ég hefði ráðist
á þá sem er þvæla. Ég herti á vöðv-
unum þegar þeir reyndu að smella
jámuniun á mig en það vom ósjálf-
ráð viðbrögð. Ég skil ekki vinnu-
brögðin hjá þeim,“ segir Vallaður
sem er að hugsa um að kæra málið.
Ekki náðist í lögreglumenn sem
komu að málinu.
-EIS
Vallaður Pálsson sendibílstjóri við bíl sinn. Hann var handtekinn fyrir litlar sem engar sakir.
1800 cc, H2 hestafla vél • Viðarinnrétting
Álfelgur * Vindkljúfur • ABS * Loftpúðar
Fjarstýrðar samlaesingar • Þjófavörn og margt fleira
PEUCEOT
Ljón 4 vejiwfyl
Gullna
• /
©