Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 26
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 Hringiðan Kassagítarinn er ómissandi á hverja útihátíð. Þótt lítið sé um brekkusönginn á Akureyri létu menn það þó ekki stöðva sig f að koma með gítarinn og syngja og spila svolítið fyrir gesti og gangandi. Drengirnir úr Skítamóral skemmtu sér og öðrum á Akureyri um helgina. Hér er bongótrommandi söngvarinn, Einar Ágúst, í góðum gír. DV-myndir Hari Stuðsveitin Skriðjöklarnir er í sveiflandi „kombakki" um þessar mundir og að sjálfsögðu létu þessir norðandrengir Halló Akureyri ekki fram hjá sér fara. Raggi sót var kominn nánast úr hverri spjör enda Woodstock-stemning á Ráðhús- torginu. Dæguriagapönkhljómsveitin Húfan flutti allsérstæðar út- setningar á þekktum tslensk- um barnagæium. Vísur eins og Fyrr var oft í koti kátt fengu nýjan og skemmtileg- an blæ í f lutningi tvíeykisins í Húfunni. Að kvöldi sunnudagsins streymdu ung- ir sem aldnir í Hagkaupsgönguna svokölluðu. Með henni var settur enda- punktur á glæsilega hátíð sem staðið hafði yffir sfðan á fimmtudaginn. Það er engum manni hollt að standa of lengi. Þvf þótti þeim félögun- um Ninna og Rikka tilvalið að skella sér í göngutúrinn með garðstóla heimilisins undir hend- inni. Hátíðin Halló Akur- eyri var að vanda haldin nú um verslun- armannahelgina. Nonni, Ásgeir, Óskar, Tinna, Sigrún, Gísll, Trausti og Birkir voru f góðum verslunar- mannahelgarfflingi sunnudagskvöldið. Hér á síðunnl gefur að líta sumt af því sem gerðist á stærstu útihá- tfð landsins að þessu sinni, Halló Akureyri, þar sem um 14.000 gestir sóttu Norðlend- inga heim. Hörkufjör var á ölkránni Græna hattinum á Akureyri um helgina enda hljóm- sveitin Skriðjöklar á svíðinu. Honum leidd- ist að minnsta kosti ekki, þessum herra- mannl. \ Hofuðfatatiskan atti ser I engin takmörk um B helgina enda hattar | vel til þess fallnir að | skapa réttu stemning- * una. Til dæmis skemma suðrænir strá- hattar ekkert fyrir hér norður á hjara veraldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.