Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Skjaldborg kamfýlumanna Kamfýlugerlamálið er einfalt dæmi um, að staðbundn- ir og pólitískir hagsmunir eru teknir fram yfir almanna- hagsmuni. Kjúklingabúinu að Ásmundarstöðum hefur ekki verið lokað og sýkingarsvæðið hreinsað, og ekki hefur lögreglan rannsakað vinnuferli Holtakjúklings. Málið er einfalt. Um 40 manns sýktust af kamfýlugerli á ári hverju fram eftir áratugnum. Árin 1996 og 1997 tvö- földuðust tilvikin upp í um 90 á ári. í fyrra tvöfölduðust þau aftur og urðu alls 220. í ár hafa þau enn tvöfaldazt og eru komin í 255 sýkingar á miðju ári. Áður var kamfýlugerill lítt þekktur hér á landi eins og í Noregi og í Svíþjóð. Á fáum árum hefur sprenging orð- ið í skráðum veikindum af völdum hans hér á landi, án þess að heilbrigðisyfirvöld hafi tekið af festu á málinu. Raunar hefur sýkingunum verið haldið leyndum. Könnun í fyrrahaust benti til, að ástandið hjá Holta- kjúklingi væri alvarlegt. Tveir þriðju hlutar mældra kjúklinga höfðu kamfýlugeril, allir frá því fyrirtæki. Samt gerðist ekkert og hefði ekki gerzt, ef Heilbrigðiseft- irlit Suðurlands hefði ekki tekið á sig rögg í sumar. Að mati pólitískt skipaðrar Heilbrigðisnefndar Suður- lands er frumkvæði starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suð- urlands nógu alvarlegt til að krefjast lögreglurannsóknar á frumkvæðinu, þótt ekki sé talin ástæða lögreglurann- sóknar á Holtakjúklingi og Ásmundarstaðabúinu. Einn alþingismaður, Hjálmar Ámason, sem ætlar að bjóða sig fram í kjördæmi Rangárvallasýslu í næstu kosningum, hefur sagt, að starfsmenn eftirlitsins hafi brotið lög um þagnarskyldu. Alþingismaðurinn hefur hins vegar ekki neinar áhyggjur af heilsu neytenda. Umhverfisráðuneytið, hinn nýi landlæknir og Holl- ustuvernd ríkisins segja ekki ástæðu til að verða við kröfu Neytendasamtakanna um að innkalla vörur frá Ás- mundarstaðabúinu. Landlæknir segir þó, að búast megi við fleiri tilvikum kamfýlusýkingar á næstunni. Héraðsdýralæknir, heilsugæzlulæknir og heilbrigðis- nefndarformaður svæðisins, allir í sama flnimanns- klúbbnum, bera blak af Holtakjúklingi. Héraðsdýralækn- irinn hefur miklar tekjur af fyrirtækinu og segir starfs- menn heilbrigðiseftirlitsins hafa farið offari. Forstjóri Holtakjúklings hefur áður lent í svipuðu máli, þegar hann var stjórnarformaður annars fyrirtæk- is, sem olli illræmdri sýkingu af völdum kjúklinga í Búð- ardal. ítrekuð ástæða er því til að spyrja, hvort hann sé fær um að stjórna fyrirtæki í matvælaiðnaði. Holtakjúklingur hefur áður lent í fréttum fyrir sóða- skap, þegar DV upplýsti, að úrgangi kjúklingasláturhúss- ins á Hellu var formálalaust veitt út í Rangá. Þá var blað- ið sakað um að fara offari, en ráðamenn neyddust til að knýja sláturhúsið til úrbóta í frárennslismálum. Við höfum þannig reynslu af röð vandamála, sem tengjast einni persónu og einu fyrirtæki. Við sjáum hvernig ráðamenn í héraði og landsstjórn slá skjaldborg um fyrirtækið og saka fjölmiðla og starfsmenn Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands um ofsóknir gegn því. Skelfilegast við þetta mál er, að það er tilviljun, að við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands starfa tveir menn, sem taka starf sitt alvarlega. Ef þeir hefðu ekki samið skýrslu um ástandið á Ásmundarstöðum án vitundar ráðamanna í héraði, vissu neytendur ekki enn um gerilinn. Mál þetta sýnir, að ráðamönnum í héraði og lands- stjóm er skítsama um heilsu neytenda og vilja ná sér niðri á þeim, sem komu upp um sóðaskapinn. Jónas Kristjánsson 905-2010 Þú ert minn!. Spjallrásin Þessi þjónusta er evintýri. Ókunnugt : nær saman a öllum tímum sólarhringsins og lætur villtustu Jrauma sína rætast! Karlar hringja í • Alltaf fólk á línunni • Erótísk samtöl • Stefnumót • Trúnaðurog nafnleynd Karlar hringja í: 905 2828 Konur hringja ókcypis í: DiSA 905-2111 Ég ligg héma nakin og blö Komdu uppl til min.." AMBER 905-5888 'Éger dökkhærö meö sitt hár og öll út! flltu. SEX DACSIN $ : J 905-226 Draumveitan, 66,50 mfn. BARA 905-2299 " Þúhlustará meöan ég læt þina viltustu drauma.. rætast!" 90551: Stórkostleg spjallrás fyri serri vilja tala við konur Draumsýn. 66,50 mín. „Fyrr má nú vera hungrið, vansælan og veruleikafirringin!' tískar“ auglýsingar. segir Sigurður um umsvif nektardansstaða og „eró- Klámbylgjan nægja til að rækileg rannsókn væri gerð á allri starfsemi viðkom- andi staða og starfsleyfí þeirra tekin til endur- skoðunar. Hafi það ver- ið gert, hefur það farið mjög leynt og ekki leitt til neinna raunhæfra aðgerða. Hláleg skilgreining Það sem er vekur einna stærsta furðu í sambandi við klálm- bylgjuna er, að forráða- mönnum nektardans- staðanna skuli hafa lánast að sannfæra hlutaðeigandi stjórn- völd um, að nektardans Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „ Vísast finnst sumum einföldum sáium að vart verði komist fjær öllu sem lyktar af sveita- mennsku en með því að standa fyrir nektardansklúbbum og símaklámi. Hitt er þó sönnu nær að þá fyrst sé sveitamennskan komin í algleyming þegar farið er að telja klám til listar. “ Mikið hljóta ýmsir íslendingar, bæði karlar og konur, að vera kynferðislega ófullnægðir, ef marka má vaxandi umsvif nektar- dansstaða, að viðbættum „erótísk- um“ auglýsingum í þessu blaði, sem komnar eru á þriðja tuginn og þenja sig yflr tæpa síðu dags- daglega. Fyrr má nú vera hungrið, vansælan og veru- leikaflrringin! Þetta er þeim mun undarlegra sem íslendingar hafa jafnan verið taldir frjálslyndir í kynlífssökum, enda er rifur þriðjungur íslenskra barna fæddur utan hjónabands og öldum saman var álitlegur hluti þjóðarinnar rangfeðraður. Ljósfælin mál Áþekk klámbylgja gekk yfir Norðurlönd fyrir rúmum aldar- fjórðungi, en hefur nú að mestu fjarað út. í sumum efnum eru ís- lendingar einkennilega seinir að taka við sér, en þegar þeir loks gera það er engu líkara en hol- skefla ríði yfir! Við skulum láta símaklámið liggja milii hluta, því það er til- tölulega saklaust, þó það sé til vitnis um sjúkt eða afþrigðilegt hvatalíf. Öðru máli gegnir um nektardansstaðina, sem eru orðnir sjö í Reykjavík og einn á Akur- eyri. Til þessara staða eru árlega ráðnar hátt í 600 erlendar nektar- dansmeyjar, meðþví þær fá flestar ekki nema 28 daga atvinnuleyfi. Þær koma einkum frá Eystrasalts- löndum og Kanada. Nektardansstöðunum hafa tengst ýmis ljósfælin mál, meðal þeirra tvö morö, eiturlyfjasmygl og sögusagnir um vændi. Hvert þessara sakarefna hefði átt að sé einhverskonar listgrein og dansmeyjamar eigi því að flokk- ast með listakonum! Ef málið væri ekki í eðli sínu jafnalvarlegt og raun ber vitni, teldist þessi hlá- lega skilgreining vitaskuld stór- hlægileg. Annað furðuefni er að fiölmiðlar skuli hafa gengið framfyrir skjöldu og kynnt nektar- dansstaðina og for- ráðamenn þeirra sem einhverskonar menningarfyrir- bæri. í einum slík- um þætti fyrir nokkrum misserum gat að líta dæmi um „list“ hinna annál- uðu dansmeyja, og hlýt ég að játa að hvorki vottaði þar fyrir danslist né neinum þeim tilþrif- um öðrum sem venjulega eru orðuð við listræna tján- ingu. Hinsvegar var talsmaður staðarins hinn roggnasti og taldi sig auðheyri- lega vera að sinna brýnu menningar- verkefni! Það hefur löng- um loðað við Is- lendinga að vilja ekki vera eftir- bátar annarra í einu né neinu. Umfram allt vilja þeir forðast að fá á sig sveita- mannsstimpilinn. Vísast finnst sumum einfold- um sálum að vart verði komist fiær öllu sem lyktar af sveita- mennsku en með því að standa fyrir nektardansklúbbum og símaklámi. Hitt er þó sönnu nær að þá fyrst se sveitamennskan komin í algleyming þegar farið er að telja klám til listar. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Vestfirðingar og boðskapur þeirra „ímynd Vestfiarða i huga almennings í landinu verður sú, að þar sé allt á vonarvöl, ef talsmenn landshlutans úr ýmsum áttum gera ekkert annað en draga upp sem svartasta mynd af ástandinu. Það gera þeir sjáifsagt vegna þess, að þeir telja sig þá hafa von um meiri fiármuni úr almannasjóðum. Vestfirðingar verða sjálfir að gera upp við sig, hvers konar boðskap þeir vilja senda frá sér. ... Það er hvorki hægt að kenna kvótakerfinu né fiölmiðlum um vandamál Vestfirðinga. Þeir verða að horfast í augu við sjálfa sig í þeim efnum.... Vilja þeir undir- strika vandamálin eða vilja þeir leggja áherzlu á það jákvæða og uppbyggilega í málflutningi sínum?“ Úr forystugreinum Mbl. 30. júlí. Agaleysið alls staðar „Ég held að íslendingar séu ágætlega tillitssamir en þetta er fyrst og fremst spuming um að aginn i samfélaginu er ekki nógu mikill. Það endurspeglast mjög sterklega í umferðinni hérlendis. Meginvanda- málið er því það að það er erfitt að fá fólk til þess að fylgja lögum og reglum en ef okkur tækist að fá alla til þess að fylgja umferðarlögunum hvað varðar t.d. hraðatakmarkanir og öryggisbeltanotkun þá væri. þetta umhverfi allt öðravísi en það er í dag.“ Siguröur Helgason hjá Umferðarráði í Degi 30. júlí. Á ferð og flugi í Lúðralandi „ítcirlegar og tíðar fréttir af umferð gæfu tilefni til að ætla að tugir milljóna manna bærust um landið á sama tíma. Og veðrið er alltaf gott alls staðar, a.m.k. ekki slæmt enda er hressleikinn þjóðlegur og bein- línis hollt fyrir ungt fólk að kynnast vosbúð og vind- hviðum, sem erlendir aumingjar myndu telja til náttúruhamfara. Á íslandi eru áhugamál manna tal- in fréttaefni og fiölmiðlar þyrpast að þar sem hópur jeppamanna er á leið í mikla ævintýraferð. Þetta eru þeir íslendingar, sem notið hafa góðærisins til fulin- ustu og komið hafa sér upp orkufrekum ökutækjum til að geta misþyrmt náttúrunni allt árið um kring.“ Asgeir Sverrisson í pistli sínum „Ferðahelgi í Lúðra- iandi" í Mbl. 30.7.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.