Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 3Ö’V menning ———————— Mikli vill meira Alain Mikli - „gleraugu eiga að vera persónuleg '. Einhvem tímann heföi þótt saga til næsta bæjar að einn af þekktustu tískuhönnuðum París- arborgar væri hér á landi með reglulegu millibili og svo lítið bæri á. En sú er einmitt raunin. Maðurinn heitir Alain Mikli og er þekktastur fyrir gleraugna- hönnun sína en er einnig farinn að láta að sér kveða í fatatísku. Auk þess hafa „vídeógleraugu“ hans gert stormandi lukku á upptökutækjamarkaði. Mikli- verslanir er að finna í flestum stórborgum í Evrópu, ein slík er á Madison Avenue í New York og við Aðalstræti i Reykjavík er unnið ötullega að því að kynna framleiðslu meistarans. Það starf hefur borið umtalsverðan árangur, því nú orðið á Mikli sér marga aðdáendur meðal gler- augnafólks á íslandi, þar á með- al þann sem þetta skrifar. Mikli- gleraugu má þekkja langt að fyr- ir þokka, óvenjulegar litasam- setningar og framlega hantér- ingu á umgjöröum og álmum. Jafnvel þeir sem búnir era að vera með þessi gleraugu á nefinu um árabil eru enn að uppgötva smáatriði sem bera vott hugkvæmni hönnuðarins og kímnigáfu. Þegar ég dró Mikli af fundi hjá undirsát- um sínum í París um daginn var hann búinn að vera tvisvar á íslandi, í annað skipti í við- skiptaerindum, í hitt skiptið á jöklaferðalagi. Og sagðist þar af leiðandi uppfullur af orku og sköpunargleði. „Ég kann vel við mig á norðurslóðum, einkum á íslandi. Landið er svo ósnortið og fólkið opinskátt og hreint og beint í sam- skiptum. Lifnaðarhættir ykkar hugnast mér. Og fólkið sem rekur Linsuna er orðið eins og önnur fjölskylda mín.“ Armenskur í hjartanu Eins og íslendinga er siður byrjaði ég á því að spyrja hann aó uppruna; Mikli er ekki ýkja algengt nafn í Frakklandi. „Ég er af armenskum upprana en foreldr- ar mínir hjuggu í Frakklandi alla ævi. Á yf- irborðinu er ég Frakki en í hjarta mínu verð ég ævinlega armenskur. Ég lærði aldrei til hönnunar, heldur var ég upprunalega sjón- tækjafræðingur." Hefði ferill hans þróast með öörum hœtti ef hann hefði lagt fyrir sig hönnun frá byrjun? „Mér er til efs að hægt sé að læra góða hönnun. Hæfileikinn til hönnunar er eins og hugmyndaflugið, hvort tveggja er meðfætt. Reynsla mín af sjóntækjafræðinni hefur hins vegar gert mig að betri hönnuði." Hvaö varö til þess aö hann söðlaði um og hóf aó búa sér til gleraugu? „Mér þótti gleraugnaúrvalið í Frakklandi svo ömurlegt, sérstaklega gleraugun sem fólk fékk út á resept, að ég fór sjálfur að búa til gleraugu. Hvað var svona ömurlegt við þau? Þetta voru algjörlega sálarlaus og húmorlaus gleraugu, gerðu ekkert fyrir and- lit og persónuleika þeirra sem báru þau til- neyddir. Enda voru allir með sömu týpuna á nefinu. Líka ég. Frá byrjun var það bjargfóst sannfæring mín að gleraugu ætti helst að laga að andliti hvers og eins.“ Er þessi stefna hrygglengjan í Jramleiðslu- filósófiu" hans í dag? „Sko, gleraugu era eitt af því mikilvæg- asta sem þú hengir utan á þína persónu. Það er í augunum sem persónuleiki einstaklings- ins birtist, þau era „gluggi sálarinnar", ekki satt? Gleraugu eru umgjörð þessa sálar- glugga, þú getur notað þau til að árétta fram- komu þína og hugarástand. Rétt eins og þú íklæðist sérstökum fótum við sérstök tæki- færi. Þú setur á þig dökka umgjörð til að segja að þú sért niðurdreginn eða litríka um- Listhönnun Aðalsteinn Ingólfsson gjörð til að undir- strika gott skap. Eða öfugt, ef þú vilt dylja hvernig þér er innan- brjósts. Mín „fram- ieiðslufilósófía", ef einhver er, gengur út á það að reyna að koma til móts við sérhvert and- lit, sérhvern per- sónuleika, með gleraugum mín- um. Sá er einnig tilgangurinn með „vídeógleraugun- um“, þau era gerð tO að létta fólki líf- ið, gera þvf kleift að taka vídeó- myndir og rabba við fólk án þess að vera sífellt að reka myndavél upp í auglitið á því.“ Köntuð og mjó gleraugu fyrir íslendinga Nú skera gleraugu Miklis sig úr bœói fyrir litróf og mótun. Hvort hefur forgang þegar hann býr til nýja „línu“? „Oftast helst þetta í hendur. Þó hef ég til- hneigingu til að skoða litrófið sérstaklega. Ég geri tilraunir með 6-12 liti til að sjá hvernig þeir gera sig. Síðan hef ég fyrir sið að gera ein rauð gleraugu á ári, jafnvel þótt það sé mjög lítil sala í þeim, ég er einfaldlega hugfanginn af rauðum lit. I framhaldinu móta ég svo umgjarðir og álmur.“ Oft er talað um aó andlitstýpur séu mjög mismunandi eftir löndum. Tekur Mikli tillit til þess við hönnun gleraugna sinna? „Ég er á móti því að setja heilu þjóðimar undir sama hatt en ég verð að viðurkenna að íslensk andlit kalla á aðrar gleraugnatýpur en, segjum, ítölsk andlit. íslendingar era bjartir yfirlitum og bláeygðir, þess vegna fer þeim yfirleitt vel að bera blátóna gleraugu eða grænleit. Sennilega þykir mjög glanna- legt að bera eldrauð gleraugu á Islandi. Ég hef samt gaman af því þegar íslendingar synda móti straumnum, hera gleraugu sem ekki „passa þeim“. Andlitsfall íslendinga er líka þannig að það hentar þeim betur að bera köntuð og mjó gleraugu en kringlótt og spor- öskjulaga. I augnablikinu er ég einmitt að hanna „línu“ fyrir norræn andlit sem mig langar að hleypa af stokkunum á íslandi." Ó, Dollý! Frá Reykholti. Ljósm. Stelnunn Birna Undirritaður komst því miður aðeins á síðustu tónleika á tónlist- arhátíðinni í Reykholti sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma virð- ist hafa tekist mjög vel. Þeir hófust á svonefndri Dolly-svítu eftir Fauré, hljómfógru verki fyrir tvo píanó- leikara og einn flygil/log voru það þær Valgerður Andrésdóttir og Steinunn Bima sem deildu með sér hljóðfærinu. Flygillinn er ekki stór en hljómaði þó ótrúlega vel i kirkj- unni, enda silkikenndur ásláttur hjá báðum píanóleikurunum og túlkunin lífleg. Samspil tveggja pí- anóleikara er alltaf erfitt því það heyrist greinilega ef þeir slá ekki nóturnar á sama tíma en töluverð endurómun kirkjunnar breiddi yfir allar misfellur og var útkoman hin áheyrilegasta. Næst á dagskrá mátti heyra hina þekktu Elegíu Faurés og vora það sænski sellóleikarinn Johanna Sjunnesson og Steinunn Bima sem fluttu hana. Johanna Sjunnesson er sláandi lík hinni ógæfusömu Jacqueline du Pré og ekki skaðaði að hún lék Elegíuna afar fallega, með ágætri tækni og sterkri lýrískri tilfinningu. Sömuleiðis var undirleikur Tónlist Jónas Sen Steinunnar Bimu kliðmjúkur og vantaði eig- inlega bara aö hún væri í kjólfötum og með krullað hár eins og Daníel Barenboim til að fullkomna atriðið. Óheflað samspil Á hinn bóginn skorti nokkuð upp á að meðhöndlun Martynas Svégzda von Bekker fiðluleikara á einleikssónötu nr. 6 eftir Isaye væri viðunandi. Upphafið hljómaði ekki alveg hreint og það var engin stígandi i túlkuninni, líkt og ein- leikarinn vissi ekki hvað hann væri að fara. Auðvitað á sum tón- list að hljóma leitandi og fantasíu- kennd en í einleikssónötu Isayes þarf strúktúrinn að vera áberandi ef tónlistin á að grípa mann. Aftur á móti var Scherzoió úr f-a-e sónötu Brahms áheyrilegra en þar var túlkun þeirra Martynas Svégzda og Steinunnar Birnu hæfilega léttúðug og spilamennskan yfirleitt ná- kvæm. Lokaverkið á tónleikunum var píanótríó nr. 2 í B-dúr D 581 og var það flutt af þeim Valgerði Andrés- dóttur, Martynas Svégzda og Johönnu Sjunnesson. Hér var margt vel gert og var þáttur Val- gerðar ekki sístur enda hefur hún haldgóða, örugga tækni og túlkaði Schubert af einlægni. Hin tvö stóðu sig líka þokkalega en stundum vora tónamir örlítið til hliðar við þá réttu og kom píanóleikarinn betur út. Sjálft samspilið var á tíðum óheflað því bæði fiðluleikari og sellóleikari gátu ekki stillt sig um að spila of hátt þegar píanóleikarinn var í aðalhlutverki og var því heildarútkoman ekki nógu sannfærandi. Er greinilegt að þessi tónlistarhátíð er búin að festa sig í sessi sem árlegur viðburð- ur. Enda liðin tið að menningarlíf hérlendis detti niður á sumrin. Meira um flygla og garma Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi DV ( á mynd), gerir eftirfarandi athugasemd við at- hugasemd Leifs H. Magnússonar um um- mæli hans um flygil í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar: „í gagnrýni minni kallaði ég flygilinn i Listasafni Sigurjóns óttalegan garm en nú hefur Leifur upplýst mig um það að garmurinn, sem er af gerðinni Bösendorfer, sé ekki nema átta ára gamall. Leif- ur er þjónustuaðili hans og segist hafa frá fyrstu tíð hugsað afar vel um hann. Því geti hann ekki verið neinn garmur. Ég verð að viðurkenna að þessar upplýsingar komu mér mjög á óvart því téður flygill hljómar alls ekki vel. Tónninn er grunnur og nótumar renna of mikið saman, og einhvem veginn þannig hljómar garmur að mínu viti. Hvernig getur slíkt hljóðfæri verið aðeins átta ára gamalt? En þá ber að hafa í huga að flyglar eru gjarnan misjafnir þó þeir séu nýir og frá virtum framleiðanda, það vita aÚir píanóleikarar, og Leifur ætti sem pí- anósali að vita. það líka. Það er hálfgert happdrætti að kaupa sér flygil, sérstaklega ef maður þarf að panta hann að utan. Per- sónulega held ég að Bösendorferinn í Lista- safni Sigurjóns sé einfaldlega ekki merki- legt eintak, þrátt fyrir umhirðu Leifs sjálfs. Reyndar er mögulegt að umræddur flygill sé í rauninni ágætur en hljómi eins og garmur vegna þess að hann er ekki á rétt- um stað. Góður flygill getur hljómað illa í einhverjum tilteknum sal, einfaldlega vegna þess að hann á ekki heima þar þótt salurinn sé annars ágætur. Enda er alþekkt stað- reynd að ekki er nóg að kaupa bara dýran flygil frá finum framleiðanda á borð við Bösendorfer heldur verður jafnframt að huga að því hvemig salurinn er þar sem hljóðfærið á að vera. í sumum sölum hent- ar Steinway betur, eða jafnvel Yamaha. Þess vegna eru reyndir píanóleikarar stund- um sendir út til að kaupa flygil; það er ekki nóg að panta hann úr einhverjum katalog. Hver svo sem ástæðan er, er ég enn á þeirri skoðun að flygillinn í Listasafhi Sig- urjóns hljómi eins og óttalegur garmur, jafnvel þótt hann sé enginn garmur. Sem er náttúrlega alls ekki nógu gott.“ Lexicon brota- höfuðsins Það er alltaf dálítið merkilegt þegar sögupersónur úr bókmenntum kvikna til lifsins. Það gerist að sönnu ekki oft en helst þegar að persónurnar eiga sér fyrir- myndir í veruleikanum. Fjölmargir les- endur skáldsögunnar Brotahöfuós eftir Þórarin Eldjárn (á mynd) hafa sjálfsagt vitað að sögu- hetjan, Guðmundur Andrésson, var einu sinni til, var andófsmað- ur og fræðimaður, sat í fangelsi í Kaupmanna- höfn fyrir gagnrýni á stóradóm og andaðist í pest sem geisaði árið 1654. Orðabók eftir Guðmund, Lexicon Islandicum, sem teljast verður ein elsta íslenska orðabókin, kom út nálega þrjátíu árum eftir dauða hans. Að sögn kunnugra var þetta mein- gölluð útgáfa, mislestrar og prentvillur á hverri síðu. Þessi orðabók er nú komin út að nýju, aukin og endurbætt, á vegum Orðabókar Háskólans, og er meðal annars stuðst við handrit sem kann að vera eftirrit af eigin- handarhandriti Guðmundar sjálfs. Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Bene- diktsson sáu um útgáfuna. í bókinni er mikið af forníslensku orðafari en auk þess ýmislegt úr samtíð höfundar, orð, orðatil- tæki og málshættir, svo og kveðskaparbrot sem ekki eru þekkt annars staðar frá. Guð- mundur Andrésson er þá loksins orðin „raunveruleg" persóna í hugum okkar. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.