Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 15 Frjáls samkeppni Flytja ætti inn erlenda kjúklinga og selja þá í frjálsri samkeppni við innlenda fram- leiðslu. Þetta er eina ráðið sem dugar þegar stórir innlendir fram- leiðendur hafa orðið slíka einok- un eða fáokun á kjúklingamarkaði hér á landi að þeir telja sig hafna yflr alla gagnrýni. Það er eitt einkenni frjálsrar sam- keppni að kaup- menn hlusta af kurteisi á gagn- rýni og kvartanir kaupenda, hvort sem þær eru rétt- ar eða rangar. Síðan er öllum rétt- mætum kvörtunum mætt. Annars tapa menn sölu og markaðshlut- deild. Siðblinda tekur við Þegar einokun hefur verið kom- ið á með sameiningu fyrirtækja eða jafnvel baksamningum um skiptingu á markaði, þá hætta menn að hlusta á gagnrýni og telja jafnvel beiðni um úrbætur árás á sig persónulega. Hrein siðblinda í viðskiptiun tekur við. Nauðsynlegar úrbætur kosta peninga og skerða „hámörkun hagnaðar“. Þær eru því látnar bíða og opinberu eftirliti er svarað illu einu. Forstjóri fyrir kjúklingabúi fer í hanaslag í sjónvarpi við talsmann frá hollustuvernd. Svo er eftirlitsmönnum með hreinlæti matvara svarað ýmist út í hött eða þá með hreinum ónotum. Hótað er opinberlega að þeir skuli jafnvel dregnir fyrir rétt og dæmdir. Eina svarið við svona nokkru er frjáls innflutn- ingur á kjúklingakjöti. Þá ræður neytandinn og hef- ur frjálst val, sem hann á allan rétt á. Almenningur á ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera fjárhagsleg mjólkurkýr fyrir fámennan hóp manna sem í skjóli ein- okunar selja dýra eða vafasama vörutegund. •Með einokun koma menn sér hjá að laga og bæta framleiðslu sina, þar sem það kostar út- gjöld í bili og minni hagnað. Það eru t.d. vörusvik að gæta ekki hreinlætis. Hér er ekki átt við einn frekar en annan. Þetta er bara regla sem ber að virða. Dæmiö frá Bret- landi í Bretlandi komust framleiðendur á nauta- kjöti upp með að nota sláturúrgang frá sauðfé, sem annars var hent, í fóður handa nautgripum. Þetta var gert til að spara sér fóðurkaup og til að „hámarka hagnaðinn" Vitað var um smithættuna sem þetta skap- aði. Samt létu stjórnvöld í Bret- landi dragast árum saman að taka á þessu og stöðva ósómann. Fjár- hagslegir hagsmunir framleiðenda nautakjöts réðu, en heilsu neyt- enda var fórnað. Við sjálfa framleiðendurna var ekki hægt að ræða. Þeir tóku eng- um sönsum. Ekkert komst að nema að græða peninga á nauta- kjötinu. Umbætur komu ekki fyrr en neytendur tóku að veikjast af kúariðu og nokkur dauðsfóll voru rakin til smitunar af nautakjöts- neyslu. Þá tóku yfirvöld við sér, en gerðu það þó í rauninni nauð- ug. Ekki mátti móðga framleiðend- ur nautakjöts. í Bretlandi kom berlega í ljós að neytendur þurfa - bæði þar og hér á landi - að hafa fulltrúa í kerfinu til að gæta hagsmuna sinna. Og raunar alls almennings. Slíkur fulltrúi neytenda þarf að fá í hend- ur allar upplýsingar. Ekkert á að fela eða skilja undan. Hann gæti hvenær sem er snúið sér til dóm- stóla með aðgerðir ef þeirra er þörf að hans mati Á engan er hallað þótt hlutlaus dómstóll fjalli um mál þar sem hagsmunir málsaðila rekast á. Þá kemur til hlutlaus dómur eða ákvörðun. Það er ekki hægt að bjóða neytandanum upp á hvað sem er. Hann hefur líka rétt eins og framleiðand- inn. Það er í sam- ræmi við reglur lýðræðis að menn séu jafnir fyrir lögunum. Þetta á t.d. við þegar kjúklinga- bú og umhverfi þess er svo meng- að af bakteríum og sýkingu að eina ráðið er að hætta þar fram- leiðslu og byrja á nýjum og ómenguðum stað. Þá verður dómstóll að stoppa fram- leiðsluna, t.d. að kröfu neytenda eða hollustuverndar, ef eigendur neita öllum staðreyndum. Þetta er tilbúið dæmi. Einokun Fyrir nokkrum árum var talið rétt að auka frjálsa samkeppni hér á landi. Þetta var gert á mörgum sviðum og færði okkur kjarabæt- ur. Ástandið í dag er þannig að allt þetta er farið að snúast upp í andhverfu sína og verða öfugmæli. Stórir og valdamiklir aðil- ar telja „hámörkun hagnað- ar“ koma á undan öllu öðru. Þá er besta ráðið að ýta frjálsri samkeppni örlít- ið til hliðar og taka upp fá- okun, eða jafnvel einokun. Hroki gagnvart öllu opin- beru eftirliti er mikill og vaxandi hér. Ráðist er á op- inbera starfsmenn í fjöl- miðlum ef þeir leyfa sér í fullri kurteisi að biðja menn að virða frjálsa sam- keppni eða selja betri og hollari matvæli. Þetta er slæm og hættuleg þróun. Frjáls samkeppni ásamt hæfilegu opinberu eftirliti verður alltaf besta kjara- bótin. Auka þarf vald dóm- stóla til að hafa þetta í heiðri. - En umfram allt; stöðva verður alla einokun. Lúðvík Gizurarson „Eina svarið við svona nokkru er frjáls innflutningur á kjúklingakjöti. Þá ræður neytand- inn og hefur frjálst val, sem hann á allan rétt á,“ segir Lúðvík m.a. í greininni. Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður „Það er i samræmi við reglur lýð■ ræðis að menn séujafnir fyrir lög- unum. Þetta á t.d. við þegar kjúklingabú og umhverfí þess er svo mengað af bakteríum og sýk- ingu að eina ráðið er að hætta þar framleiðslu og byrja á nýjum og ómenguðum stað.u Þjóðvegamenningin Verslunarmannahelgin er tví- mælalaust mesta ferðahelgi árs- ins. Mörgum þykir hún vera síð- asta helgi sumarsins sem í ár hef- ur verið afspymu vætusamt sunn- anlands og fáir sólardagar. Ofurvald neysluþjóðfélagsins gerir rigningarsumarið næstum óbærilegt. Lítið hefur verið hægt að spóka sig í sumarfötunum sem fjárfest var í í vor og verða komin úr tísku i haust, varla gerlegt að tjalda og alls ekki liggja í sólbaði. Þeir hörðustu sjást þó norpa við útigrillin í lopapeysum með sult- ardropa á nefi og kraka í sumar- kryddað lambakjötið með gaffli sem þeir halda milli loppinna fingra. Rignir bara hér? Dægurmálastöðvar útvarps klifa daginn út og daginn inn á vonlausri veðurspá og má ljóst vera að líf án sólarglætu er ekkert líf. Fréttamenn bregða sér úlpu- klæddir upp í sveit og spyrja bændur hvort ekki sé allt í voða og milljónatjón í hrakinni töðu. Meðan rignir spyrja fréttamenn ekki erlenda ferðamenn hvemig þeim líki land og þjóð. Það er eins og smásál land- ans óttist að svarið sé nei- kvætt. Eins og ísland sé eina landiö sem rign- ir á að sumar- lagi. Ekki furða þótt viðkvæmar sálir bugist af öllum þessum vonbrigð- um dag eftir dag og viku eftir viku. Það styttir aldrei upp. Þung- lyndið leggst að. Það gleymist að það rignir líka í öðrum löndum en við heimsækjum þau samt. Þá för- um við á söfn, sitjuni á kaffihús- um eða röltum miúi verslana. Á þjóðvegum Bandaríkjanna Á ferð minni um þjóðvegi Bandarikjanna í vor varð mér hugsað til umferðarmenningar- innar hér heima á Is- landi. Á ljóslausum gatnamótum vestra gilda þær reglur að sá sem kemur fyrstur að fer fyrstur yfir og svo koll af kolli. Ef gefin eru stefnuljós sem merki um að ökumað- ur óskar eftir að skipta um akrein er honum strax veitt svigrúm. Þm- varðar háum sekt- um að vera valdur að töfum á gatnamótum og má ekki fara yfir gatnamót nema vera viss um að hægt sé að komast alla leið á græna ljósinu. Slíkt hljómar nú eins og brandciri í eyr- um íslendinga sem líta á það sem þjóðaríþrótt að fara yfir á rauðu ljósi, að ég tali nú ekki um umferð- ina á hringveginum. Ég hef verið í bílalest á Hellisheiði þar sem öku- maður bils ók fram úr yfir tvær óbrotnar línur. Þar var ekki ung- lingur á ferð heldur fullorðinn maður með kerru í eftirdragi. íslensk náttúra Bandaríkin eiga sinn Geysi sem gýs á 11 mínútna fresti, ansi hreint snotru gosi. Svæðið er girt háu timbur- þili og til að fá að- gang þarf að greiða gjald. Svo kemur maður aftur heim og sér allt smjaðrið fyr- ir útlendingunum. Þeim er leyfilegt að traðka niður við- kvæma náttúru landsins án þess að borga fyrir það eyri. Hvernig eiga þeir líka að bera virð- ingu fyrir landinu ef við gerum það ekki sjálf? Nú stendur meira að segja til að sökkva einni af náttúruperlunum undir vatn. Að tala um að staður- inn sé í óbyggðum og engum til ánægju lýsir þröngsýni. Við erum ekki eina kynslóðin sem hefur búið í þessu landi og verðum von- andi ekki. Reynum að sýna þann stórhug og víðsýni sem við eigum til þegar jafn mikið er í húfi og landið okkar og skila því sóma- samlegu til afkomenda okkar. Gunnhildur Hrólfsdóttir „Ég hef verið í bílalest á Hellis- heiði þar sem ökumaður bíls ók fram úr yfír tvær óbrotnar línur. Þar var ekki unglingur á ferð held- ur fullorðinn maður með kerru í eftirdragi.u Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur Með og á móti Eru nýgerðir samningar kennara og Reykjavíkur- borgar eðlilegir? Eirikur Brynjólfs- son kennari. Kennarar knúðu nú nýlega fram með uppsögnum launahækkanir upp á rúmar 17 þúsund krónur á mánuði. Önnur stéttarfélög, sem gera samn- inga við Reykjavíkurborg, hafa sitt hvað við samninginn að athuga. Kennarar sýndu ekki óheiðarleika „Um 250 kennarar sögðu upp í vor. Borgarstjóri vildi fá þessa kennara aftur til starfa og gaf út tvær yfirlýsingar um aukið fé til skólastarfs. Málið leystist í góðri sátt en það á eft- ir að koma i ljós hve margir snúa til starfa. Kennarar komu fram af fullum heiðarleika við sjálfa sig og aðra. Búið mál. Halldór Björnsson, for- maður Eflingar, kallaði yfirlýsingu borgarstjóra skrautpappír til að fela kaup- hækkanir og virðist gera ráð fyrir að kennarar hafi samið hana. Hann ætti að kynna sér málin og lesa yfirlýsinguna éður en hann tjáir sig um hana. Mér finnst óheiðarlegt að ráöast meö skltkasti á kennara fyrir að ná árangri og mér finnst enn óheiðarlegra að nota síðan þann árangur sem rök fyrir bættum kjörum annarra. Halldóri væri meiri sómi að því að óska kennur- um til hamingju og reyna að hugsa upp aðferðir til að bæta kjör umbjóðenda sinna í stað þess að skríða upp eftir bakinu á kenn- urum með fúkyrði á vörunum." Ólöglegar aðgerðir kennara „Það er ekki hægt að taka svona stóran hóp út hjá Reykja- víkurborg og telja hann bara ein- stakan og að hann hafi engin áhrif á aðra. Það gengur einfaldlega ekki upp og það veit Ingibjörg Sólrún jafnvel og ég. Sé hægt að hækka laun þessa hóps um 17 þúsund krón- ur á mánuði, sem ég veit að vísu ekki alveg hvort er rétt tala, þá hljótum við að líta svo á að þau 3000 árs- störf sem við semjum um við Reykjavíkurborg hljóti að eiga rétt á svona launauppbót. Þaö er þvi ekki hægt að ein- angra þetta dæmi þannig að það sé veriö að gera þetta bara fyrir kennarana vegna þessa að þeir séu að hagræöa einhverju eða skipuleggja eitthvað betur innan skólanna. Það vita það allir að það er bara verið að vefla þetta inn í silkipappír. Það eru alveg hreinar línur að þetta er klár launauppbót fyrir þetta fólk sem það knýr fram með aðgerðum sem eru í sjálfu sér ólöglegar." -GLM Halldór Björsson, formaöur Eflingar. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efhi á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.