Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Qupperneq 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Sport — *. gírinn þar og vona aö þetta gangi þara upp, að mér takist aö sigra í Þáðum mótunum, íslandsmeistaramótinu og heimsÞikarmótinu," sagði Gísli að lokum en víst er að keppinautar hans munu eiga við ramman reip að drag þar sem Gísli og Arctic Truck jeppinn eru. í götubílaflokkn- um stóð Gunnar Pálmi Pétursson sig best. Hann lýsti keppnini svona: Aðstæður aðrar „Aðstæður voru aðrar á Ak- ureyri nú en þegar keppt var þar síðast, í maí. Þá var allt á floti, nú var þurrt. Svæðið var mikið breytt, meira var af stuttum brautum núna og voru þær mjög krefjandi. Mér gekk hægt og sígandi í þessari keppni. Ég byrja oft illa og vinn mig upp. Það er svona vaninn hjá mér. Þetta er bamingur fram á síð- ustu þraut. Ég lenti í erfiðleikum í næstsíð- ustu brautinni. Vélin fór, hedd- pakning sprakk og það var á mörk- unum að ég gat klárað. Vélin var búin að tæma af sér vatnið og þetta stóð mjög tsépt. Fyrir algjöra heppni var bill á undan mér sem var verið að hreinsa út úr braut. Það tók svo langan tima að mér tókst að komast í síðustu brautina, annars hefði ég bara stoppað, alveg pottþétt. Huti af þessu var heppni eins og er reyndar alltaf," sagði Gunnar Pálmi en hann er nú efstur í báðum keppnunum, DV-sport heims- bikarkeppninni og íslandsmeistara- mótinu í götubílaflokki. -JAK Tilþrif Gísli G. Jónsson sigraði í keppninni og komst svo til áfallalaust í gegn- um hana. Gísli velti þó Arctic Trucks bílnum einu sinni og var það eftir þetta stökk sem við sjáum hér. DV-myndir JAK Gunnar Egilsson, sem prjónar hér að ofan, gerði sér lítið fyrir og krækti í annað sætið í keppninni í annarri keppni sinni i sumar. Texti og myndir Jóhann A. Kristjánsson Gunnar Pálmi Pétursson, sem sést hér fyrir neðan, hefur tekið forystuna í DV-sport heimsbikar- keppninni eftir sigur i götubíla- flokknum. Gunnar Pálmi lenti í ýmsum erfiðleikum en það er loka- stigatalan sem ræður úrslitum. Datt Gísli G. Jónsson sigraði eftir harða keppni í fyrstu umferð DV- sport heimsbikarkeppninnar sem haldin var í malarkrúsunum við Akureyri á laugardaginn. Þegar Gísli var spurður hverju hann þakkaði sigurinn sagði hann: „Allur hópurinn stóð sig mjög vel, bíllinn bilaði ekkert en þó er þetta ekki síst að þakka styrktaraðilun- um, Arctic Trucks, framlag þeirra hefur gert okkur kleift að leggja okkur alla fram í síðustu tveimur keppnunum. Þaö er mjög gott mál, annars hefði maður ekki efni á þessu.“ Slakur efir hádegið Um árangur sinn sagði Gísli: „Mér gekk ágætlega í dag, að vísu var ég aðeins slakur eftir hádegið, ég náði mér bara ekki í gírinn alveg strax en svo kom það, það var mál- ið. Ég var mjög ánægður með ár- angur minn í 1. braut og önnur brautin var í lagi. Þriðja og fjórða brautin voru ekki nógu góðar. Síð- ustu fjórar brautimar voru mjög góðar. Þar náði ég að vinna mig upp en ég var dottinn svolitið nið- ur. Bílinn rúllaði Ég lenti i einni veltu í dag, í braut númer tvö. Bíllinn rétt rúll- aði bara, endaði á hjólunum og ég keyrði bara í burt. Það bilaði ekk- ert. Næsta umferð verður svo í Jós- efsdal. Mér hefur alltaf gengið vel I Helgi Schiöth braut drifskaft í 2. brautinni. Hér hamast aðstoöarmenn hans við að skifta um skaptið undir stjórn Auðar Ingvadóttur, eiginkonu Helga, sem fylgist íhugull með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.