Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 Préttir Eftirmál vegna vélarvana hjólabáts með 40 manns við Reynisdranga: Viðvaningsbragur- inn með ólíkindum - segir feröaskrifstofustjóri sem krafist hefur sjóprófa Þingeyri: Fjölnir verktaki Vísis - kaupir kvóta fyrir Vísi Hörður Erlingsson ferðaskrifstofu- stjóri, sem skipulagði ævintýraferð fyrir danskan rúmlega 40 manna ferðamannahóp á vegum Pharmaco, hefur krafist sjóprófa vegna atvika sem urðu um borð í hjólabátum aust- ur í Vík í Mýrdal sl. fostudag og sagt var frá í frétt DV í gær. Fólkið fór í siglingu með tveimur hjólabátum frá Vík í Mýrdal og varð annar báturinn vélarvana utan við Reynisdranga og munaði minnstu að báða bátana ræki upp í drangana þegar verið var að reyna að koma dráttartaug á milli þeirra. Meðan á þeim tilraunum stóð færðist hvassviðri og brim í aukana. Óttaðist fólk um lif sitt meðan á þessu stóð og á meðan vélarvana bát- urinn var loks dreginn áleiðis til Vík- ur stórhættulega siglingaleið milli Reynisdranga og lands. Hörður segir að tekist hafi að koma taug á milli bátanna rétt áður en sá vélarvana var kominn upp í klettana. Svo glöggt hafi þetta staðið að ekki hafi náðst að snúa síðan út fyrir drangana og þvi hafi stjómandi dráttarbátsins tekið þann kost að sigla hina háskalegu leið milli drang- anna og lands sem í raun er ófær á fjöru, eins og þama var. Algjör viðvaningur Hörður gagnrýnir harðlega hvem- ig að málum var staðið af hálfu út- gerðar bátanna og sérstaklega þó framgöngu stjórnanda hátsins sem varð vélarvana. „Það var greinilega enginn í landi í viðbragðsstöðu kæmi eitthvað upp á, það var ekkert skip í Vík til að fara Ákveðnar reglur hafi verið settar um útgerð hvalaskoðunarbáta og Siglinga- stofnun falið að hafa frekara eftirlit með þessum hátum. Vegna atviksins í Vik á fóstudag kveðst ferðamáiastjóri hafa ritað Siglingastofnun bréf og ósk- að eftir því að stofnunin kanni málið. „Það er enginn þáttur jafnmikilvæg- ur í ferðaþjónustunni og öryggið og nauðsynlegt að þær stofnanir sem fylgjast eiga með þvi geri það af fyllstu einurð. En það er ekki nóg: Mikilvæg- ast er að gæðavitund og innra eftirlit þeirra sem veita þjónustu sé fyrir hendi,“ sagði Magnús Oddsson ferða- málastjóri. Útgerðarfélag hjólabátanna í Vík heitir Mýrdælingur ehf. ævintýraferð- ir. Meðal eigenda em skipstjórinn á bátnum sem bilaði, Gísli Daníel Reyn- isson, og faðir hans, Reynir Ragnars- son, lögreglumaður í Vík, o.fl. -SÁ „Við erum hættir við að fara í fískvinnslu á Þingeyri,“ segir Sig- urður G. Guðjónsson hæstaréttar- lögmaður sem leiddi hóp fjárfesta er buðu í frystihús Rauðsíðu á Þingeyri. Hann segir að ekki hafi verið grundvöllur fyrir vinnslu, ekki eingöngu vegna byggðakvót- ans heldur vegna þess að komið væri sterkt fyrirtæki á staðinn. Það fyrirtæki myndu þeir þurfa að keppa við m.a. um starfsfólk. Útgerðarfyrirtækið Vísir mun veiða byggðakvótann fyrir hina nýstofnuðu fiskvinnslu, Fjölni. Vísir skuldbindur sig til þess að veita Fjölni ráðgjöf um hvernig haga skal uppbyggingu fiskvinnsl- unnar en fyrir það greiðir Fjölnir allt að fimm milljónir á ári hverju. Fjölnir skuldbindur sig einnig til þess að tryggja Vísi lágmark 1000 tonna kvóta sem Vísir veiðir. Fisk- vinnslan Fjölnir er því verktaki fyrir Vísi. Borgar Vísir ákveðna krónutölu fyrir hvert kíló sem þar er unnið. Fyrir fyrstu 740 tonnin af afurðum, sem er afrakstur af 2000 tonnum af slægðum þorski, greiðir Vísir 178,32 krónur en eftir það eingöngu 104 krónur fyrir hvert kíló. -EIS Flóttafólk frá Kosovo, heil stórfjölskylda sem dvalið hefur á Reyðarfirði und- anfarna mánuði, lagði af stað heim á leið í gær til Kosovo á ný. Þar hyggst fólkið reyna að koma undir sig fótum á nýjan leik nú þegar friðvænlegar horfir. Myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli í gær þegar fjölskyldan kom að austan. DV-mynd Teitur Annar hjólabátanna í Vík í Mýrdal. Hjólabátarnir eru landgöngufarartæki fyr- ir innrásarlið af sjó og geta farið um á bæði láði og legi. DV-mynd NH Siglingastofnun kanni málið Magnús Oddsson ferðamálastjóri segist í samtali við DV hafa fyrir tveimur árum ritað samgönguráðu- neytinu bréf og vakið athygli á nauð- út á sjó til að ná í okkur og allur við- búnaður í landi með þvílíkum við- vaningsbrag að það var með ólíkind- um,“ sagði Hörður. Um þátt skipstjórans á bátnum sem varð vélarvana, segir Hörður: „Hann er að mínu mati algjör við- vaningur en alvarlegasti hluturinn er sá hve hann dró að kalla á aðstoð þegar i óefni var komið og afturkall- aði hana síðan þegar við vorum kom- in úr klettunum þótt vélarvana bát- urinn væri enn fullur af fólki í haugásjó," segir Hörður í samtali við DV. syn þess að setja reglur um siglingar á farþegabátum á sjó, vötnum og ám. Heilbrigðisráðherra um fæðubótargjöldin: Engar tölur nefndar enn - frétt DV vakti mikil viðbrögð „Markmiðið með þessari reglu- gerð er fyrst og fremst að einfalda og skýra þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra um drög að reglugerð um ný gjöld, þ.e. umsóknar- og árgjöld af fæðubótarefnum. Eins og DV greindi frá í gær eru drög að slíkri reglugerð nú í vinnslu. Þau eru unnin af Hollustuvernd ríkisins, Manneldisráði og Lyfjaeftirliti ríkis- ins. Frétt DV í gær vakti mikla athygli og hringdu fjölmargir til blaðsins eftir að hafa lesið hana. í drögunum er m.a. gert ráð fyrir að fimm manna nefnd verði starfandi sem fer með úrskurðarvald komi upp vafaatriði. Hún á að heyra undir Lyfjaeft- irlit ríkisins og er skipuð til fjögurra ára í senn. Gjöldin skulu bera hluta Ingibjörg Pálmadóttlr. af launakostnaði nefndar- innar og starfsemi Lyfjaeft- irlitsins í þessum mála- flokki. „Það er ekki kveðið á um neinar upphæðir varð- andi gjaldtöku í þessum drögum," sagði ráðherra. „Mér finnst ekkert óeðli- legt að innflytjendur, sem eru að sækja um leyfi fyrir nýjum náttúrulyfjum og leggja bunka af gögnum fyrir Lyfjaeftirlit ríkisins, greiði eitthvað fyrir þessa þjónustu." Aðspurð hvort rætt hefði verið um ákveðnar upphæðir umsóknar- og árgjalda sagði Ingibjörg engar tölur hafa verið ræddar né liggja fyrir í þeim efnum. í dag væri töluverður kostnaður við þennan málaflokk. „Þessi breyting hefur ekki mikinn kostnað í för með sér, ein og sér,“ sagði heilbrigðisráð- herra. -JSS Stuttar fréttir i>v Okur Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri á Raufarhöfii, segir að á sama tíma og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu greiði 50 þúsund krónur á mánuði fyrir leigulínu til gagnaílutninga þurfi íslensk miðlun á Raufarhöfn að greiða 600 þúsund krónur, eða rúmar 7 milljónir á ári fyrir hið sama. Þetfa steftti fjarvinnsluáfonu- um í voða. Dagur sagði frá. Einn vildi Aðeins VÍS bauð í hlutabréf Akureyr- arbæjar í 20% hlut í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. Krislján Þór Júlíusson bæj- arstjóri sagði við Stöð 2 að þetta ætti að kenna bæjarfuiltrúum að ráðstafa ekki fé sem ekki enn er komið á borð- ið. Vilja hægja á Þingflokkur Vinstrihreyfmgar- innar - græns framboðs hvetur tii þess að sala og einkavæðing banka og annarra stofhana í almannaeign verði stöðvuð þegar í stað. Þetta seg- ir í yfirlýsingu þingflokksins í gær. Valdakaup Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir við Vísi.is að það sé augljóst að Jón Ólafsson sé að kaupa sér völd með aðild sinni að Orca S.A. sem nýverið festi kaup á 28% í FBA. Hann skorar á fjölmiðla að rannsaka feril Jóns. brefin llla fengið fé Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi á Hólahátíð að íslend- ingar, sem nýlega hefðu opnað hag- kerfi sitt, yrðu að gæta þess að verða ekki leiksoppur glæpalýðs og eitur- lyhabaróna eins og þeirra sem virðast ráða efnahagslifmu i Rússlandi. Þing- menn stjómarandstöðunnar telja í Degi að forsætisráðherra verði að út- skýra við hvað hann eigi. Átakaþing 35. þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna verður haldið í Vest- mannaeyjum um næstu helgi. For- mannsslagur verður mUli Jónasar Þórs Guðmundssonar og Sigurðar Kára Kristjánssonar. Harka hefur verið í kosningabaráttunni og er reiknað með mjög tvísýnum kosn- ingum á þinginu. Kveikt í bíl Slökkvilið Kjalamess var kaliað út í gærkvöldi að Kollafirði þar sem bíll brann. Grunur er um íkveikju og er bíllinn mikið brunninn. Vill kvenpresta Biskup íslands hefúr auglýst laust til umsóknar embætti prests í Garðaprestakalli í Kjalamespró- fastsdæmi frá 1. október næstkom- andi. Skipað er í embættið tO fimm ára. í auglýsingunni er vísað í jafn- réttisáætlun kirkjunnar og laga um jafha stöðu og jafhan rétt kvenna og karla og em konur sérstaklega hvattar tO að sækja um embættið. Launin hækka Kjaranefhd hefur úrskurðað um launabreytingar nítján forstöðu- manna stoftiana sem heyra undir fjármála-, umhverfis-, sjávarútvegs- og menntamálaráðuneytið og ákveð- ið að laun þeirra flestra hækki um 10 tO 15%. Þeirra á meðal era for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, rekt- or Háskóla íslands og fiskistofu- stjóri. Morgunblaðið sagði frá. Gefur eftir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og R-listinn ætla ekki að ganga í berhögg við mikla andstöðu gegn áformuðum bygg- ingum í Laugardal. Stálbræðslan rifin Verið er að rifa stálbræðslu Fura ehf. í KapeOuhrauni. Bræðslan starf- aði aðeins í 6 mánuði á sínum tíma og hefur síðan staðið ónotuð í 9 ár. Morgunblaðið greindi frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.