Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Side 4
4
Fréttir
i>v
69 flutningaskip úr stríðinu, 50 herskip og 21 kafbátur í efnahagslögsögu okkar:
Hundruð þúsunda
tonna á hafsbotni
61 flak af á sjötta hundrað í lögsögunni
Uruquay
11 skip úr
breskri sklpalest
Wolfsburg
úM
Hornbjarg
é'
é
; #
Breiöafjörbur
Faxaflói
Mlranda
Goöafoss
Vestmannaeyjar
Kampen
Rskiskip
h Kafbátar
Rutningaskip
Herskip
Raufarhöfn
Samtals 21
þýskur kafbátur
Langanes
El Grillo
. Dalatangi
Hvalbakur
Hornafjöröur
í íslensku efna-
hagslögsögunni
liggja 69 sokkin
flutningaskip banda-
manna úr síöari
heimsstyrjöldinni,
sem Þjóðverjar til-
kynntu að þeir hefðu
sökkt, og 21 þýskur
kafbátur sem and-
stæðingar þeirra
skutu niður. í lög-
sögu okkar og
skammt fyrir sunnan
hana liggja einnig 50
bresk herskip. Þetta
eru skip, farmur og
olía upp á hundruð
þúsunda tonna. Þar
af var farmur
margra flutninga-
skipanna óþekktur
og ljóst talið að þar
um borð var mikið af
vopnum og sprengi-
efnum til hernaðar.
Utanríkisráðuneytið,
Siglingamálastofhun
og dómsmálaráðu-
neytið eru þær stofn-
anir hér á landi sem
hafa haft upplýsing-
ar um þessar afleið-
ingar stríðsins, auk
Hollustuverndar rík-
isins sem heyrir und-
ir umhverfisráðu-
neytið.
Mikael Ólafsson
hjá Landhelgisgæsl-
unni, sem hefur um
árabil safnað heild-
arupplýsingum um
sokkin skip hér við
land frá aldamótum,
segir að mörg þess-
ara flaka séu í fískislóð enda sé ljóst
að fiskur safnist gjaman saman við
skipsflök á hafsbotni. Þetta vita tog-
araskipstjórar og haga seglum eftir
vindi í þeim efnum til að fiska sem
best.
4-5 tundurdufl hafa verið gerð
óvirk á hverju ári eftir að þau komu
í veiðarfæri skipa eða með öðrum
hætti undir manna hendur. Slys
hafa yfirleitt ekki átt sér stað en
Mikael segir hættuna á slíku ávallt
verða fyrir hendi í framtíðinni.
Varðandi olíuflutningaskipið E1
Grfllo og vangaveltur um bætur frá
Bretum vegna mengunar við Seyðis-
fjörð segir Mikael að samkvæmt
þeim gögnum sem utanríkisráðu-
neytið hefur frá eftirstríðsárunum
sé slíkt í raun fyrir löngu útrætt
mál - hér sem annars staðar í Evr-
ópu og í heiminum hafi einfaldlega
geisað stríð um margra ára skeið -
stríð sé stríð og þar hafi punkturinn
verið settur. íslensk stjórnvöld
reyndu sem sagt á sínum tima að fá
bætur en fengu ekki.
Varðandi oliumengun af öllum
framangreindum stríðsflökum sem
öðnim segist Mikael ekki telja stór-
kostlega hættu af sliku. Á stríðsár-
unum hafi mengunin orðið mest og
fugladauði hafi orðið gífurlegur, t.d.
á Suðurnesjum og Vestfjörðum.
Hann bendir hins vegar á að mörg-
um þýskum kafbátum, sem voru
birgðaskip fyrir aðra kafbáta, hafi
verið sökkt í heimsstyrjöldinni. Þar
geti enn leynst mikil olía og vissara
að fara að öllu með gát. -Ótt
Nei, hingað og ekki lengra
Jón Ólafsson, oftast
kenndur við Skífuna, er
langt frá því að vera vin-
sælasti maður landsins
- raunar í hópi þeirra
umdeildustu. Vinsældir
skipta hann kannski
ekki miklu enda hefur
hann úr nægu að moða,
þó skattframtalið sýni
annað.
Enginn sem þekkir
Jón Ólafsson dregur í
efa þann dugnað og hæfi-
leika sem hann býr yfir
þegar kemur að viðskipt-
um. Fáir standast hon-
um snúning enda hefur
hann flesta undir í hörð-
um átökum á taflborði
viðskiptanna. Jón hefur
fengið að reka sínar
plötubúðir óáreittur og
jafnvel komist upp með
að ná undirtökum í einu
stærsta fjölmiðlafyrir-
tæki landsins. Margir
urðu sárir eftir átökin
um Stöð 2 og Bylgjuna,
en Jón svitnaði varla. Götustrákurinn frá
Keflavík hefur innleitt nýja siði inn í fágað og
rólegt líf heldra fólksins í Reykjavík.
Uppgangur Jóns Ólafssonar hefur verið með
ólikindum síðustu ár og það aflar sér enginn
vina með því að ná árangri í heimi viðskipta
án samþykkis fina fólksins. Ættlaus maður
getur aldrei vaðið um viðskiptalífið í trássi
við fjölskyldurnar og Flokkinn. Þess vegna
verður að bregðast hart við þegar ættleysingi
reynir að kaupa banka. Allir hljóta að sjá
hvemig slíkur maður færi með þau völd sem
7% hlutur í banka gefa honum. Allir hljóta að
sjá af hveiju nauðsynlegt er að setja lög á slík-
an mann, sem er þegar allt kemur til alls að-
eins götustrákur sem vantar þá fágun og sið-
semi sem ættstórir íslendingar eru aldir upp
við. Hingað og ekki lengra, Jón Ólafsson.
Ættstórir íslendingar kunna að fara með
völd og beita áhrifum sínum með eðlilegum
hætti, ólikt þeim sem ekki em fæddir með silf-
urskeið í munninum. Á slíka menn þarf ekki
að setja sérstök lög enda er það hluti af upp-
eldinu að læra að umgangast almúgann. Þess
vegna er það ekki áhyggjuefni þó stór hluti
fiskveiðikvótans sé keyptur upp af einhverjum
í fjölskyldunum eða samgöngum til og frá
landinu sé stjómað að fólki af góðum ættum.
Götustrákar sem komast í efhi vilja hins
ekkert frekar en fá viðurkenningu hinna ætt-
stóru íslendinga - vilja fá inngöngu í Rótarý-
klúbb Reykjavíkur eða a.m.k. komast i stjórn
hverfafélags Flokksins. En viðurkenningin
hefur látið standa á sér þó ýmislegt bendi til
að Jón Ólafsson sé þóknanlegur nokkrum
valdhöfum sem komust að kjötkötlimum í and-
stöðu við Rótarýklúbbinn.
Dagfari
1,1 1 ^
ÞRIÐJUDAGUR 17. AGUST 1999
Undir í umhverfisnefnd
Alls er óvíst að kálið sé sopið hjá
ríkisstjóminni með að koma Fljóts-
dalsvirkjun á koppinn og drekkja þar
með Eyjabökkum, nokkmm fossum í
Jökulsá og Hafra-
hvammagljúfrum.
Stjómarandstaðan
boðar frumvarp um
að virkjunin skuli
sæta umhverfismati
og sú sérkennilega
staða er fyrirsjáan-
leg að meirihluti
umhverfisnefndar
þingsins mun styðja
tillöguna og ríkisstjómarflokkarnir
því lenda í minnihluta í nefndinni,
nema þá hæstráðendur ríkisstjómar-
innar taki sig til og skipti svo sem
eins og tveimur þingmönnum út í
nefndinni. Það gæti hins vegar þótt
ansi snautlegt að flæma stjórnarþing-
mennina Ólaf Öm Haraldsson, F,
og Katrúra Fjeldsted, S, burt fyrir
það eitt að standa við skoðun sína og
sannfæringu og setja í þeirra stað
þægara fólk...
Kristján í vafa
Vafi er sagður leika á því hvomm
megin hryggjar atkvæði Kristjáns
Pálssonar muni lenda þegar tillaga
stjórnarandstöðunnar um umhverfis-
mat á Fljótsdalsvirkj-
un kemur til af-
greiðslu nefndarinn-
ar. Atkvæði Krist-
jáns mun hins veg-
ar ekki ráða úrslit-
um um hvort til-
laga um umhverf-
ismat á Fljótsdals-
virkjun stendur
eða fellur í umhverf-
isnefnd. Níu þingmenn eiga sæti í
nefndinni: Þeir sem munu greiða at-
kvæði gegn umhverfismati era Ásta
Möller, S, Drlfa Hjartardóttir, S,
ísólfur Gylfi Pálmason, F, og
kannski Kristján Pálsson, S. Yfir-
lýstir fylgjendur umhverfismats eru
hins vegar, Katrín Fjeldsted, S,
Kolbrún Halldórsdóttir, VG, Ólaf-
ur Öm Haraldsson, F, Þóruira
Sveinbjamardóttir, Sf, og Össur
Skarphéðinsson, Sf.
Keioir vio ingoir
Fylgjendur margra knattspymu-
liða, einkum af landsbyggðinni, era
öskureiðir við Ingólf Hannesson.yf-
irmann iþróttafréttadeildar RÚV, og
finnst hann hafa lít-
inn áhuga á að sýna
leiki þeirra liða í
Sjónvarpinu. Þeim
finnst hann hins
vegar yfirmáta ötull
yið að hossa sínu
eigin liöi, KR, og
draga taum þess
mjög. Upp á
síðkastið hefur rignt
athugasemdum tfl Ríkisútvarpsins
þar sem hinir áköfu fótboltamenn
heimta skýringar á því hvers vegna
Sjónvarpið sýni bara leiki KR í
beinni útsendingu en ekki leiki eins
og mifli ÍA og ÍBV á Akranesi Í0.
ágúst, hvað þá heldur frá leikjum ÍA,
ÍBV og Leifturs í Evrópukeppninni.
Hins vegar hafi ekkert skort á at-
hygli RÚV og Sjónvarpsins þegar KR
lék gegn Kilmamock...
Viðar í Þjóðleikhúsið?
Staða þjóðleikhússtjóra næstu
fimm árin hefur verið auglýst laus til
umsóknar. í leikhúsheiminum er
fastlega reiknað með því að Viðar
Eggertsson, leikari
og um skamman
tíma leikhússtjóri í
Borgarleikhúsinu,
verði meðal um-
sækjenda. Aðrir
sem heyrast nefnd-
ir eru Jón Viðar
Jónsson leikhús-
fræðingur. Þá
hefur Sandkom einnig heyrt
nafn Ágústs Guðmundssonar kvik-
myndaleikstjóra nefnt. Skipað verð-
ur í embættið frá 1. janúar 2000.
Umsjón: Stefán Ásgrímsson
Netfang: sandkom @ff. is