Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999
5
Neytendur
• • Umferðaröryggi:
Oryggi eldri barna
er ábótavant
Eldri börn og smávaxið fólk eiga ekki að sitja í framsæti bifreiða sem útbúnar eru með öryggispúðum.
Bætt umferðarmenning og öryggi
allra í bílnum er málefni sem snert-
ir okkur flest. Flestum foreldrum og
forráðamönnum finnst sjálfsagt að
setja ungbörn í þar til gerða bílstóla
og gæta öryggis þeirra sem best í
bílnum.
Það vill hins vegar brenna við þeg-
ar börnin verða eldri að foreldrar
sofhi á verðinum eða noti ekki rétt-
an öryggisbúnað fyrir bömin í bíln-
um. Að sögn Margrétar Sæmunds-
dóttur, fræðslufulltrúa hjá Umferð-
arráði, er nauðsynlegt að brýna fyrir
fólki að gæta að öryggi allra sem í
bílnum em, þ.m.t. eldri bamanna.
„Mér þykir ekki veita af að benda
fólki á að hafa böm sín í aftursætum
bíla sem em útbúnir með öryggis-
púðum. Ég sá mörg dæmi þess um
nýliðna verslunarmannahelgi að
krakkar á aldrinum 7-10 ára vom í
framsætum bíla sem búnir eru upp-
blásanlegum öryggispúðum. Slíkur
búnaður getur bæði stórskaðað og
valdið dauða bama ef hann springur
á höfuð þeirra við árekstur. Um það
vitna mörg dæmi i umferðarslysum
erlendis, ekki þó hér á landi sem bet-
ur fer en allt getur gerst.“
Hæð og þyngd skiptir máli
Flestir vita að ekki má hafa smá-
böm i bamabílstólum í framsætum
bíla sem hafa uppblásanlega ör-
yggispúða (airbag) framan við sæt-
in. Hins vegar virðast ekki allir
gera sér grein fyrir því að eldri
böm og lágvaxið fólk mega heldur
ekki sitja andspænis öryggispúðum
ef þau em minna en 140 sentímetr-
ar á hæð og/eða hafa ekki náð 40 kg
þyngd. Sumir vilja jafnvel ganga
enn þá lengra og miða við 50 kg og
150 sm á hæð. Reynslan sýnir að
þeir sem ekki hafa náð þessari lág-
markshæð og þyngd þola ekki högg-
ið frá öryggispúðanum. Ástæðan er
m.a. sú að púðinn lendir á höfði
þeirra sem em smávaxnir, en ekki
bringu eins og hann á að gera.
Til þess að öryggispúði þjóni
hlutverki sínu er nauðsynlegt að
nota bílbelti líka. Öryggispúðinn er
beinlínis hannaður með það í huga
að jafnframt sé notað bílbelti. Einn
og sér veitir hann ekki mikla vöm.
Talið er að bílbelti auki öryggi þess
sem það notar um 50% en uppblás-
anlegur öryggispúði í stýri bílsins
er talinn auka öryggi ökumanns
um 20%. Öryggi farþega í framsæti
eykst um 5-10% ef þar er öryggis-
púði.
Öryggispúðar fyrir fullorðna
Eins og áður sagði er höggið af
uppblásnum öryggispúða töluvert
en skaðar þó ekki flest fullorðið
fólk. Dæmi em um að fólk fái lítils
háttar óþægindi, til dæmis fá sumir
köfnunartilfinningu í örskamma
stund þegar gasið tæmist úr púðan-
um. Enn fremur getur fólk fengið
skrámur eða sár í andlit af öryggis-
púðanum. Þetta em þó smámunir
miðað viö þá miklu vöm sem ör-
yggispúði veitir fullorðnum manni í
árekstri ef bílbelti er einnig notað.
Öryggispúði er frábær vöm fyrir
fullorðna og hefur nú þegar bjargað
mörg hundruð ef ekki þúsundum
manna. Einn mjög stór galli á þess-
um öryggisbúnaði er að hann er lífs-
hættulegur bömum.
Til þess að taka enga áhættu ættu
böm undir 12 ára aldri aldrei að
sitja í framsæti bíls andspænis ör-
yggispúða. Yngri böm eru best var-
in í aftursæti með bílbelti í bama-
bílstól eða á bílpúða.
(Heimild: Umferðarráð)
-GLM
Grand Cherokee Limited 5,9 '98,
ek. 21 þús. km. Ásett verð 4.690.000
Tilboðsverð 4.490.000
Grand Cherokee Limited 5,2 '96,
ek. 54 þús. km. Ásett verð 3.590.000
Tilboðsverð 3.390.000
SsangYoung Musso dísil '96 (06-98),
ek. 32 þús. km. Ásett verð 1.990.000
Tilboðsverð 1.850.000
SsangYoung Izusu '95 (11-98),
ek. 1 þús. km. Ásett verð 1.590.000
Tilboðsverð 1.490.000
Toyota Corolla XLi 1,6 '97,
ek. 25 þús. km. Ásett verð 1.100.000
Tilboðsverð 990.000
Opel Astra st. 1,6 '97, ek. 47 þús. km.
Ásett verð 1.100.000
Tilboðsverð 990.000
Suzuki Swift '92, ek. 103 þús. km.
Ásett verð 490.000
Tilboðsverð 370.000
Peugeot 405 ‘92, ek. 216 þús. km.
Ásett verð 590.000
Tilboðsverð 330.000
MMC Lancer 4x4 '91,ek. 151 þús. km.
Ásett verð 550.000
Tilboðsverð 450.000
Renault Clio '92, ek. 88 þús. km.
Ásett verð 490.000
Tilboðsverð 390.000
Ford.Mustang GT '94, ek. 89 þús.
km. Ásett verð 2.100.000
Tilboðsverð 1.890.000
Daihatsu Charade SG '97, ek. 43
þús. km. Ásett verð 890.000
Tilboðsverð 750.000
Peugeot 405 st. dísil '96.
Ásett verð 990.000
Tilboðsverð 850.000
Nissan Sunny '94, ek. 132 þús. km.
Ásett verð 590.000
Tilboðsverð 480.000
Nissan Sunny '94, ek. 132 þús. km.
Ásett verð 590.000
Tilboðsverð 480.000
Opel Vectra dísil '94, ek. 162 þús. km.
Asett verð 890.000
Tilboðsverð 690.000
Toyota Touring 4x4 '91, ek. 132 þús. km.
Ásett verð 790.000
Tilboðsverð 690.000
NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18