Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999
Spurningin
Lesendur
Heldur þú að ofbeldis-
tölvuleikir hafi skaðleg
áhrif á börn?
Inga Dóra Björnsdóttir mann-
fræðingur: Ég get ekki ímyndað
mér annað en að þeir gefi bömum
ranghugmyndir um afleiðingar of-
beldis.
Þorbjörg Ómarsdóttir sálfræði-
nemi: Já, eftirlitslaus notkun, tvi-
mælalaust.
Sveinn Kjartan Einarssson nemi:
Já, ég held það.
Hörður Lýðsson afgreiðslumað-
ur: Nei, það held ég ekki.
Grímur Hjörleifsson nemi: Nei,
ekki nema þau séu mjög brengluð
fyrir.
Anna Margrét Aðalsteinsdóttir
nemi: Já, á of ung böm.
Nektardans
- ný tegund þrælahalds á íslandi
Pistill þessi barst DV frá foreldri:
Hvort það kann að stafa af
húskulda eða þvi að við íslendingar
eram seinþroskaðri á ýmsum menn-
ingar- og athafnasviðum en aðrar
þjóðir hefur sú grein menningar
sem er fólgin í þvl að bera þá lík-
amsparta, sem oftast eru huldir
buxum eða undir sæng, lítt verið
stunduð hér á landi hingað til.
Þama er verðugt verkefni fyrir
þjóðháttafræðinga, jafnvel mann-
fræðinga, og hugsanlega tilefni til
að efna í nýjan þjóðlegan gagna-
grann.
Með nektar-kláminu hafa íslensk-
ir athafnamenn gerst þátttakendur í
atvinnugrein sem er enn þá eldri en
klámiðnaðurinn, nefnilega þræla-
haldi. í skóla var okkur kennt að
þrælahald hafi lagst niður að mestu
á íslandi með kristnitökunni eða
fyrir þúsund árum.
Að leigja erlenda þræla til að
bera þá hluta líkamans sem að öðru
jöfnu eru huldir klæðum og þannig
afklæðast hluta af sjálfsvirðingu
sinni er nýlegur atvinnuvegur hér á
landi sem hefur blómstrað fyrir til-
stilli nokkurra athafnamanna sem
hafa hlotið hið virðulega nafn klám-
kóngar. íslensk tunga á raunar ann-
að verðugra nafn: hórmangarar.
Mangaramir eru dæmigerðir ís-
lenskir athafnamenn, nær miðaldra
fjölskyldufeður, sem eiga myndar-
leg einbýlishús og fjallajeppa.
Skyldu þeir láta eiginkonur sínar
og dætur hlaupa í skörðin ef ein-
hverjir þrælanna forfallast? Sá veik-
leiki íslenskrar menningar að hún
er áhrifagjöm og lítið gagnrýnin
kann að stafa af misþroska hennar.
- „Læpuskaps ódyggðir" virðast
eiga greiðan aðgang að henni.
Ágætt dæmi um þetta era nektar-
þrælabúðimar sem sprottið hafa
upp eins og gorkúlur í miðbæ
Reykjavikur. Annars staðar era
þær staðsettar í öngstrætum borga
því þær teljast yfirleitt ekki víða til
menningar sem ástæða þykir að
flíka. í þessu verður menningar-
borgin Reykjavík öðrum menning-
arborgum fremri árið 2000 þótt þar
vanti tónlistarhús. Fylginautar
þessarar menningarstarfsemi, þ.e.
eiturlyf, vændi, ofbeldi og kynsjúk-
dómar, hafa þegar látið á sér kræla
og munu gera það í vaxandi mæli.
Fróðlegt er að velta því fyrir sér
hvað það er í íslensku þjóðarsálinni
sem veldur svo mikilli eftirspurn eft-
ir þessari tegund afþreyingar. Er
hún mælikvarði á reisn íslenskrar
alþýðumenningar við aldamót? Við
skulum vona ekki, en þá sem lítils-
virða nektarþrælana er ástæða til að
minna á þessar hendingar skáldsins
Stephans G. Stephanssonar: „Að
þrælslegri en þrælamir verður/loks
þræla-húsbóndinn.“
í miðbæ Reykjavíkur hafa „nektarþrælabúðirnar" sprottið upp eins og gorkúlur. Annars staðar eru þær staðsettar í
öngstrætum borga. í þessu verður menningarborgin Reykjavík öðrum menningarborgum fremri árið 2000.
Undirlægjuháttur
miðjukynslóðarinnar
Helga Magnúsdóttir skrifar:
Manni getur nú sárnað eitt og
annað sem upp á kemur í viðskipt-
um þar sem þörf er t.d. á skjótum og
allavega réttum óg áreiðanlegum
svörum. Þetta á nú aðallega við í
samskiptum við hið opinbera eða
stjómsýsluna sem stundum er köll-
uð svo. Og þetta á líka oftar við um
karla en konur. Maður rekur sig æði
oft á að þeir sem ættu að geta gefið
réttar og afdráttarlausar upplýsing-
ar eru hikandi við að láta þær af
hendi, vísa þá á aðra eða segja
manni að hafa samband síðar,
o.s.frv.
Þetta finnst mér líka áberandi hjá
fólki af þeirri kynslóð sem nú er á
miðjum aldri eða þar yfir. Síður hjá
hinum yngri og svo aftur hinum
elstu sem nú eru að falla út af vinnu-
markaði. Hérna er um að ræða ein-
hvers konar undirlægjuhátt eða ótta
við yfirmenn viðkomandi stofnunar.
Þetta er líka mjög áberandi í viðtöl-
um þegar menn eru beðnir að út-
skýra eða gera grein fyrir afstöðu
sinni eða áliti. - Geta íslendingar
ekki lært af öðrum þjóðum í þessu
efni eins og mörgum öðrum?
Vantar fallega matsölustaði
Fátt mun þægilegra og notalegra en að borða á
verulega góðum veitingastað þar sem allt er til
reiðu í senn: fallegur borðsalur, þægileg húsgögn,
síðasta mánuði þar sem
bréfritari rakti ferða-
þjónustu hér og þar og
verðlag og viðmót hér á
landi í þessum geira at-
vinnulífsins. Þar var
því haldið fram að
færni og þjálfun í þeim
störfum sem að veit-
inga- og ferðaþjónustu
snúa væri ekki full-
komnuð nema bros eða
glaðlegt viðmót fylgdi
sérhverju viðviki sem
veitt er. Þetta mun
nærri sanni. En fátt
mun þægilegra og nota-
legra en að fara út að
borða á verulega góðum
S.B.K. skrifar:
Oft rennur manni í skap þegar
komið er á veitingastaði þar sem
maður neyðist til að snæða vegna
þess að ekki er um annað ræða.
Þetta á einkum við um landsbyggð-
ina þar sem allt er njörvað niður
undir merkjum sumarhótela (sem
eru jú lítið annað en uppgert íveru-
pláss í héraðsskólum), „fosshótel-
um“ og/ eða bændagistingum. Allt
eru þetta staðir sem eiga fullkom-
lega rétt á sér en seint verður hægt
að gleðjast yfir góðri máltíð á þess-
um stöðum.
í höfuðborginni eru heldur ekki
neinir verulega fallegir matsölu-
staðir. Sumir þeirra eru líka ein-
staklega ónæðissamir vegna skvald-
urs eða ótímabærrar tónlistar - eða
þá farsíma sem gestir þurfa að
sinna undir borðum. Ég veit aðeins
um einn veitingastað í Reykjavik
þar sem gestir eru beðnir að sinna
ekki farsímum undir borðum. Það
er í Grillinu á Hótel Sögu. Ég vona
að þannig sé það líka á Hótel Holti.
En verulega „flottir" veitingastaðir
eru ekki til hér á landi enn sem
komið er.
Ég minnist lesendabréfs í DV í
veitingastað þar sem allt er til reiðu
í senn: fallegur borðsalur, þægileg
húsgögn, smekklegar skreytingar
og fagleg þjónusta. Þetta skortir enn
tilfmnanlega í höfuðborginni þar
sem sífellt fleiri veitingastaðir fær-
ast I það horf að vera sambland af
eins konar franskri „bistro" og
skyndibitastað þar sem slagorðið
gæti rétt eins verið: „Fljótt, fljótt
sagði fuglinn".
Gæðaprófun
matvæla
Snæbjörn hringdi:
Það ætla að verða eftirmál eit-
urefnamálanna í Belgíu þar sem
upp komst um díoxín-menguð
matvæli í stórum stíl. Nú hefur
Evrópusambandið krafist þess að
öll matvæli frá Belgíu séu gæða-
prófuð sem þýðir í raun mjög
strangt eftirlit með öllum matvæl-
um þaðan. En þar er ekki öll sag-
an sögð því búast má við aö ESB
krefjist sömu gæðaprófana á öll-
um matvælum frá öðrum þjóðum
líka og ekki síst þeim sem eru
utan Evrópusambandsins. Öll
matvæli sem innihalda yfir 2%
fitu verða sérstaklega skoðuð og
þar erum við íslendingar ofarlega
á blaði með tilliti til framleiðslu-
vara úr fiski. - Mér finnst að al-
menningur hér ætti að fá að vita
meira um þetta mál allt.
Enginn peninga-
þvottur hér?
Georg skrifar:
Þegar maður les frétt um stór-
aukin ítök rússnesku mafíunnar í
fjármálaheimi Sviss (af öllum
löndum!) þá spyr maður sjálfan
sig og aðra hvemig ástandið sé í
þessum málum hér á íslandi. í
Sviss varar yfirmaður dómsmála-
ráðuneytisins við því að rúss-
neska mafian kunni að veikja
stoðir svissneska bankakerfisins
og að talið sé að um 300 fyrirtæki
þar í landi tengist skipulagðri
glæpastarfsemi þessarar mafiu.
Nýsett svissnesk lög eiga að draga
úr svokölluðu peningaþvætti og
samt heldur starfsemin þar
áfram. Getur hugsast að hér á
landi sé þessi starfsemi þegar
byrjuð eða eigi hér ítök með
ásókn ýmissa sterkra fjárfesta er-
lendis frá? Hví ætti það ekki að
geta gerst hér, og einmitt hér und-
ir veiku fjármálaeftirliti?
RÚVog
málefni þess
Skattgreiðandi skrifar:
Loks virðist hiha undir að
breið samstaða áskrifenda Ríkis-
útvarpsins sé að myndast um að
neita að greiða afiiotagjöldin leng-
ur. Það hefúr enda dregist óeðli-
lega að um RÚV sé fjallað í þá
veru að leggja eigi núverandi af-
notagjaldakerfi af og ekki síður
að aðskilja rekstur Sjónvarpsins
og hJjóðvarpsins því það er rekst-
ur Sjónvarpsins sem hlýtur að
vera meginorsökinfyrir tap-
rekstri stofnunarinnar og lífeyris-
greiöslum allra þeirra sem viö
þann hluta RÚV starfa. Nú leggur
útvarpsstjóri áherslu á að Alþingi
taki mál Ríkisútvarpsins til
gaumgæfilegrai- athugunar með
það að leiðarljósi að „lagfæra"
rekstur þess með handafli eins og
margir kalla það þegar knýja á
fram eitthvert óþurftarVerk í
nafni almannaheillar. Ríkisút-
varpið á einfaldlega að hverfa úr
umsjá ríkisins, það er einfaldasta
og eölilegasta lausnin.
Söfnunar-
liftryggingar
Sigfús hringdi:
Það er orðiö áberandi hve
margir af yngri kynslóðinni hér á
landi eru farair að halla sér að líf-
eyristryggingum erlendra aðila.
Ég nefiii aðila eins og „Sun Life“
hiö breska og Allianz hið þýska.
Bæði þessi fyrirtæki hagnast vel
á viðskiptum sínum víða um lönd
og því telja margir þessi rótgrónu
fyrirtæki mjög vel til þess fallin
að taka að sér og varðveita
greiðslur þeirra sem vilja byrja
snemma að stofna til þess öryggis
sem svona greiðslur veita. En
hvemig er það, geta íslensk trygg-
ingafyrirtæki ekki boðið sams
konar tryggingar og þessi er-
lendu? Eða hvers vegna treysta Is-
lendingar þessum erlendu betur?
- Góð spurning þessa dagana.