Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og Cltgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fiölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þyrnirósa-þjóð Nokkur hundruð íslendinga létu fyrir tæpu ári ginnast til að kaupa sig inn í gróðavon í sölu á undraúðanum Waves, sem sagður var allra meina bót. Greiddu þeir frá 100.000 krónum upp í rúmlega 200.000 krónur fyrir að komast á rétta hillu í píramída-sölukerfinu. Svo ýkt var dæmið, að ekki var heil brú í neinu. Er- lendir fagurgalar sungu um sérstöðu íslendinga í fremstu víglínu sölumennskunnar, sem fyrirhuguð var um allan heim. „Við ætlum að gera ykkur að súper- stjörnum“. Fyrir þessu féllu menn unnvörpum. Venjulegt fólk á að vita, að óheilindi og oftrú búa yfir- leitt að baki píramída-sölukerfum. Það á að vita, að undralyf utan apóteka koma yfirleitt ekki að neinu gagni. Það á að kunna að gæta sin á sölumönnum, sem reiða í þverpokum hrósið um fórnardýr sín. Ofan á þetta bættist, að DV sagði í fréttum á þessum tíma, að úðinn hefði að geyma efni, sem væru bönnuð hér á landi, og að fréttaritari blaðsins í Kaliforníu hefði aðeins fundið pósthólf í verzlunarmiðstöð, þar sem höf- uðstöðvar framleiðslunnar áttu að vera. Fólk vildi bara ekki hlusta á staðreyndir. Það vildi ekki hlusta á neitt, sem truflaði glansmyndina. Mörg hundruð manna voru sannfærð um, að þau væru dottin í lukkupottinn og mundu græða milljónir króna án mik- illar fyrirhafnar. Því gekk það í gildruna. Skilningarvitin lokuðust fyrir þeirri frétt, að heilbrigð- isráðuneytið hafði látið kanna allar vörurnar og upplýst, að sala þeirra allra yrði bönnuð vegna innihaldsins. Skilningarvitin lokuðust fyrir þeirri frétt, að höfuðstöðv- ar úðans í Kaliforníu voru bara alls ekki til. íslendingar virðast veikari fyrir rugli af þessu tagi en flestar aðrar vestrænar þjóðir. ímyndunarafl okkar er minna heft af raunvísindum. Menn trúa á happdrættis- vinninga. Menn telja, að unnt sé að spá fyrir um óorðna hluti. Menn tala gegnum miðla við látið fólk. Það leiðir af sjálfu sér, að hér á landi trúa menn á allrameinalyf utan lyfsölukerfisins. Einu sinni hét það Áli og nú heitir það Herbalife, sem megrar og fitar eftir þörfum. Waves komst aldrei á flug, ekki vegna skorts á trúgirni, heldur vegna óreiðu hjá aðstandendum. Píramída-sölukerfi njóta vinsælda meðal fáfróðra þjóða. Þannig urðu nýfrjálsir Albanar gjaldþrota tugþús- undum saman fyrir áratug. Hér á landi hafa slík kerfi gosið upp hvað eftir annað. Þetta er sama kerfið og not- að er um allan heim í fikniefnabransanum. Það væri gagnlegt fyrir okkur að kanna, hvað það geti verið í þjóðarsálinni, sem gerir okkur ginnkeypt fyrir draumnum um skjótfengna gróðann, happdrættisvinn- inginn, undralyfið. Er það sama genið og dáleiðir okkur til að kaupa fótanuddtæki þúsundum saman? Hér eru kolbítar í öskustó, sem bíða eftir að verða slegnir töfrasprota, svo að þeir rísi á fætur og sigri heim- inn. Hér eru Þymirósur, sem bíða eftir, að prinsinn komi með gullskóinn. Hér er fullt af annars hversdags- legu fólki, sem er bjartsýnt og trúgjarnt út í eitt. Eins og Halldór Laxness sagði í Innansveitarkróniku, þá eru íslendingar lítt næmir fyrir skynsamlegum rök- um. Þetta vita þeir, sem hafa langa reynslu af að reyna að beita rökum í skrifum um menn og málefni. Leiðin að hjarta íslendinga liggur um aðrar slóðir. Þess vegna er nú enn von á úðanum fræga, sem mun lækna öll mein þjóðarinnar og flytja hana í eitt skipti fyr- ir öll á bleika skýið í dansi Þyrnirósar í höllinni. Jónas Kristjánsson „Hver skyldi rödd Arthúrs Björgvins Bollasonar vera innan um raddir grýluskarans í Vikivaka?" Grýlur sækja aö Gunnari Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur byggilega málæðis að Gunnar hafi tengst nas- ismanum, en að það verði aldrei sannað. En hví fór hann þá ekki í öryggið til vinar síns, Hitlers í Berlín, í stað þess að hverfa til ís- lands, frá allri frægð og frama, skömmu fyrir stríð, og settist að í væntanlegu óvinabæli sem þeir áttu sinn þátt í að gera honum sem höfðu búið óáreittir öli stríðsárin í Danmörku og trúlega ekki leynt þar kommúnisma sín- um og uppreisnar- gjarnri óvild í garð nas- ismans? „Undir það síðasta eiga helst rít- höfundar það til að vilja færa sjálfa sig, hugsjónir og innihald verka sinna andstæðingum á silfurfati vegna flónsku og fá- ránlegrar þarfar fyrir sættir og þarfar fyrir að afsaka það, að í æsku hafi þeir verið ungir og lif- andi.u Gunnar Gunn- arsson er eini ís- lenski rithöfundur- inn sem hefur fylgt á flestum sviðum í lífi sínu vissum göfugum evrópsk- um menningar- hefðum. Eins og þeirri að reisa með gjafmildi sinni í erfðaskrá grunn að stofnun til farsæld- ar félaga sinna í skáldskapnum “ og þjóðar sinnar um leið. í verkum engra annarra hér- lendra höfunda er hægt að greina jaih ríkan anga af flest- um andlegum hræringum sem bærðust á megin- landi Evrópu á þessari öld, frá ómenguðum ex- istensialisma til markvissra um- brota á sviði tung- unnar. Með Jóni úr Vör gerði hann ís- lensku málbylting- una. Hann færði í mál eða bjó raunar til tungu brimsins með því að þeyta upp setningun- um en Jón lét okkur heyra í ljóð- máli sínu tungutak þeirrar algeru kyrrðar sem nálgast þögn. Enginn nákominn Sagt er hér á mörkum hins upp- Venjulega er sá háttur hafður á, þegar stofnun einhvers merkis- manns er sett á fót, að einhver úr fjölskyldu hans sitji í stjórn henn- ar. Þannig er það í Lorcastofnun- inni, svo dæmi sé tekið. Þar situr Manuel Montesinos, systursonur skáldsins, og ræður örlögum þess. Hvað varðar stofnun Gunnars er víst enginn nákominn sem ræður þar einu eða neinu. Víst er það að ættmenn geta ver- ið hindrun í vissum málum, en engu að síður tryggja þeir oft að gjafmildi eða orðstír hins látna verði ekki misvirt og lendi kannski í óvinahöndum. Varnarleysi rithöfunda Það er algengt að listamenn lendi í höndum óvina sinna, stundum meðan þeir eru á lífi, oft- ar eftir dauðann. Undir það síð- asta eiga helst rithöfundar það til að vilja færa sjálfa sig, hugsjónir og innihald verka sinna andstæð- ingum á silfurfati vegna flónsku og fáránlegrar þarfar fyrir sættir og þarfar fyrir að afsaka það, að i æsku hafi þeir verið ungir og lif- andi. En kannski vita þeir um varnarleysi sitt og vilja gera sjálf- ir það sem grafarlífið í þjóðfélag- inu gerir hvort sem er: Að þeim látnum sæta óvinirnir lagi og eigna sér þá, hirða kræsingarnar og setja silfurfatið á höfuðið sem hjálmprýði á sama hátt og Don Kíkóti sápuskálina og tala um flónsku sína með meiri freyðanda en hann. - Þannig hefur þetta ver- ið og núna sækja grýlurnar að Gunnari Gunnarssyni. Oft sjá skáldin fyrir örlög sín í þessu sem öðru. Það gerði Gunnar líka og þess vegna spyr ég eins og fávís kerling: Hver skyldi rödd Arthúrs Björgvins Bollasonar vera innan um raddir grýluskar- ans í Vikivaka? Guðbergur Bergsson Skoðanir annarra Þjónustusamningar sveitarfélaganna „Ég tel einsýnt að í næstu framtíð muni þjónustu- samningar um einstök viðfangsefni verða teknir upp í auknum mæli, svo sem um rekstur íþróttahúsa, sundstaða, leikskóla og skíðasvæða, svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn og rekstraraðilar taka á sig aukna ábyrgð með þvi fyrirkomulagi þótt heildarumsvif málaflokksins séu ákvörðuð í fóstum samningi um fjárframlög. Með slíku fyrirkomulagi er aukin ábyrgð færð yfir á rekstraraðilana sem leiðir til skynsamlegri forgangsröðunar og betri nýtingar f]ármuna.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, i forystugrein 3. tbl. Sveitarstjórnarmála. Skriðuklaustur og Arnarhreiðrið „Húsið að Skriðuklaustri er trúlega þýzkasta bygging á Islandi, og ber öll einkenni höfundar síns, hins fræga Fritz Högers. Hjá þýzkum ferðamönnum, sem á annað borð þekkja eitthvað til sögu sinnar, kallar hún ugglaust fram minningar um aðrar sögu- frægar byggingar þessa tíma í Þýzkalandi, t.d. Arn- arhreiðrið. Stjórn Gunnarsstofnunar hljóta að sviða slík hugrenningatengsl. Ef hún vill vera sjálfri sér samkvæm og reyna að fela tiltekna kafla í sögu Gunnars, hlýtur hún að taka næsta rökrétta skref: Rífa Skriðuklaustur hið snarasta og reisa þar burstabæ í staðinn." Karl Th Birgisson í „Hringborði" Austurlands 12. ágúst. Töpuð afnotagjöld af starfsmönnum RÚV A“Útvarpsstjóra og öðrum starfsmönnum Ríkisút- varpsins þykir mörgum ekkert tiltökumál að fólk greiði afnotagjöldin og í hvert sinn sem laun hækka þá eigi afnotagjöldin einnig að hækka. Vef-Þjóðvilj- inn minnist þess ekki að útvarpsstjóii hafi óskað eft- ir lækkun afnotagjalda þegar launavísitala lækkaði í byrjun áratugarins. Ef til vill hefur það áhrif að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa ekki þurft að greiða afnotagjöldin frá árinu 1979. Fastráðnir staifsmenn RÚV eru 369. Alls eru því afnotagjöld fyr- ir rúmar 9 milljónir króna feUd niður vegna starfs- manna. Þó fer ekki á mUIi mála samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið að þeir eiga að greiða afnotagjöld- in eins og aðrir. Þeir hafa heldur ekki greitt skatt af þessum hlunnindum sínum “ Úr Vef-Þjóðviljanum 13. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.