Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Síða 14
*'\*r CYAN MAGENTA 14 ■** iLPMii ÞRIÐJUDAGUR 17. AGUST 1999 Unglingastarfið Viðmælendur Tilveru í dag vinna allir að tóm- stundastarfi með unglingum. Umfjöllun fjöl- miðla getur stundum gefið til kynna að unglingar séu erfiðir í samskiptum en viðmæl- endur Tilveru eru svo sannarlega á annarri skoðun. Unglingar eru fyrirmyndarfólk. Edda Lúvísa Blöndal er karateþjálfari: Ég læri mest af öllum Edda Lúvlsa Blöndal er karate- þjálfari í karatefélaginu Þórs- hamri. Unglingamir sem hún kennir eru á aldrinum 9-14 ára. Hvem- ig er að vinna með þeim? „Það er mjög skemmtilegt. í yngri flokkunum er starfið fólgið í nokkurs konar uppalendahlutverki og krakkamir fá að kynnast aga, reglum og leika sér en era ekki mjög mikið í karate. En þeg- ar krakkamir fara að ná unglingsaldri er lögð meiri áhersla á tæknina. Þá er mjög gaman að sjá hvemig stelpumar fyllast sjálfstrausti því þær uppgötva hvað þær geta. Strákamir eru kannski vanari að prófa líkamlegan styrk sinn með leikjum eða á annan hátt. Stelpumar átta sig á því að þær standa ekki höllum fæti í samanburði við strákana því kunnátta í karate er ekki fólgin í vöðvaaíli heldur í tækn- inni.“ Hvemig er aðsóknin? „Hún er mjög góð. Það em sífellt fleiri krakkar á hverju hausti sem koma og læra kara- te og þeir staldra lengur við en áður,“ segir Edda. „Þetta er mjög öruggt um- hverfi og krakkamir blómstra. Belta- kerfið veldur því að þeir hafa alltaf eitthvað að stefna að. Þess vegna eflir karate metnað og sjálfstraust hjá þeim.“ Telur þú að karate virki sem forvöm? „Já, tvímælalaust. Krakkam- ir öðlast aukið sjálfstraust og lenda síður í vandræðum. Ég held hins veg- ar að ég læri mest af öllum í salnum. Ég læri inn á mannleg samskipti og um fólk. Allir sem hafa unnið með börnum og unglingum vita hve gefandi það er. Hluti ástæðunnar er sá að mað- ur hefur áhrif á þau og mótar þau. Það er mikið ábyrgðarstarf og maður verð- ur að gæta þess að vera til fyrirmynd- ar.“ -HG ______ Edda á æfingu með nokkrum krökkum úr Þórshamri. Nokkrir nemenda hennar eru komnir i meistaraflokk þrátt fyr- ir ungan aldur. Eva segir að unglingastarfið sé krefjandi en mjög skemmtilegt. Eva Líf Einarsdóttir vinnur í félagsmiðstöðinni Tónabæ: „Fólk veit ekki af hverju það er að missa" Við reynum að gera ýmislegt spennandi með krökkunum. í sumar hafa barnanámskeið verið í gangi en núna er vetrarstarfið að byrja. Markmiðið er að stunda for- vamir með því að láta krakkana hafa eitthvað skemmtilegt að gera. Hingað koma mest 10. bekkingar en yfirleitt em krakkar á gagnfræðaskólaaldri í miðstöðvunum. Það fer svo bara eftir því hvar mann ber niður hvaða aldur er algengastur," segir Eva Líf Einars- dóttir, starfsmaður Tónabæjar. Merkir þú að forvarnimar skili ár- angri? „Já, mér finnst það. í og við miðstöðvamar er stranglega bannað að reykja og drekka, hvað þá að nota fikniefni. Samt sem áður hefur verið vandamál að koma sumrnn í skilning um að bannið gildi. Núna hefur krökkunum sem reyna þetta fækkað mikið og það er mjög jákvætt. Núna er miklu meiri áhersla lögð á íþróttir og heilbrigði og þeir sem reykja era hættir að vera töff í augum hinna. Þegar við föram á eftirlitsrölt um helgar höfum við orðið vör við miklu færri unga krakka á fylliríi niðri í bæ en var áður fyrr.“ Hvemig er samband ykkar starfs- mannanna og krakkanna? „Það er mjög sérstakt. Héma heyrum við margt sem engir aðrir heyra. Krakk- amir segja okkur hluti sem þeir þora ekki að segja foreldrum sinum eða kennurum. Við verðum eins konar trúnaðarvinir þeirra. Þetta er mjög nauðsynlegur hluti starfsins," segir Eva. „Starfið er mjög krefjandi en jafnframt gefandi og skemmtilegt. Fólk veit ekki af hverju það er að missa að vera ekki meira með ung- lingunum. Þetta er svo skemmtilegt fólk. Ég á örugglega eftir að halda áfram hér.“ -HG • • Helgi Grímsson, fræðslustjóri Bandalags íslenskra skáta: Gaman að beisla æskukraftinn Skátastarfið snýst fyrst og fremst um að verða þátttak- andi í virku útilífi," segir Helgi Grímsson, fræðslustjóri Bandalags íslenskra skáta. „Árang- urinn af því er að krakkamir verða hæfari til að taka virkan þátt í líf- inu og tilverunni. Krakkarnir venj- ast samvinnu og það gerir það líka að verkum að þeir eru mjög sjálf- stæðir og geta bjargaö sér í erfiðum kringumstæðum." Helgi segir að að- sóknin sé misjöfn. „Þetta fer mikið eftir metnaðinum á hverjum stað og fjárveitingunum sem fara í skáta- starfið. Þar sem vel er hlúð að starf- inu eru auðvitað fleiri þátttakendur en skátum er að fjölga. Það er mjög gott því nú er orðið mjög fjölbreytt framboð á afþreyingu fyrir börn. Núna vilja fáir gefa af sér í mann- legum samskiptum. Flestir vilja bara taka við. En það skiptir miklu máli að gefa líka af sér því maður græðir svo miklu meira á því til lengri tíma litið.“ En hvernig er að vinna með krökkunum? „Ég er menntaður kennari og þetta á vel við mig. Það er svo skemmtilegt að tengjast lífs- gleði og kraftinum í krökkunum. Þeir búa yfir svo frumlegri hugsun. Það er frábært að beisla þennan æskukraft og beina honum á réttar brautir." Hvert er forvarnargildi skáta- starfsins? „Það er mjög mikið. Við gerðum könnun á reykingum og áfengisdrykkju meðal unglinganna, 11-18 ára, og hún kom okkur rosa- lega á óvart. Þetta eru fimm til sex þúsund krakkar og það voru bara tveir 15 ára strákar sem reyktu og 87% allra krakkanna höfðu aldrei bragðað áfengi. Við trúðum þessu varla en þetta sýnir okkur að tóm- stundastarf með móralska sýn, hvort sem það er skátastarf eða annað, skiptir gríðarlegu máli til að krakkamir feti rétta braut í lífinu.“ -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.