Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 15 Þau hafa aðeins upplifað eina Skilnuðum fer stöðugt fjölgandi og það vekur allt að því undr- un manna þegar sögur eru sagðar afpörum sem hafa verið saman lengur en nokkur ár. Tilveran ræddi við tvö pör sem hafa verið saman frá því á skólaáldri og spurði þau að því hver galdurinn væri. Myndlistarmennirnir Hulda Hákon og Jón Óskar: r Olum hvort annað upp Við kynntumst þegar við vor- um í Menntaskólanum við Tiömina en þá var ég í fyrsta bekk en hann í þriðja. Við byrjuð- um saman á árshátíð og þetta var bara svona standard byijun,“ segir Hulda Hákon um það hvemig hún kynntist manni sínum. Varstu ekkert búin að taka eftir honum fyrr? „Ég var kannski eitt- hvað búin að gefa honum gætur í skólanum en ég þekkti hann ekkert. Ég var í A-bekk og það er svolítið fyndið því við vorum nokkrar i bekknum sem byrjuðum með strák- um sem vora tveimur árum eldri. Ég held að það sé alls ekki vont mál, frekar af hinu góða, að pör kynnist ung. Þegar maður kynnist svona ungur þá elur maður makann sinn upp, við ólumst upp saman. Maður er örugglega miklu sveigjanlegri fyrir vikið. Ég var að æfa dansatriði fyrir árshátíðina og þá tróð hann sér í dansatriðið. Hann bjó þannig um hnútana að hann væri dans- herra minn í atriðinu. Þetta var út- pælt hjá honum en ég vissi alveg hvað békk á spýtunni og þetta var ofsalega gaman.“ Hafði Hulda mikla trú á sambandinu í upphafi? „Þetta er náttúrlega fyrsta sambandið sem ég er í og ég hafði voðalega lítið vit á þessu. Þetta hefur allt lánast mjög vel og ég held að það hafi sitt að segja hvað við erum ólík.“ Hulda og Jón Óskar eignuðust bam þegar hún var í öðrum bekk í MT og hún segist ekki geta sagt til um það hvort það sé betra eða verra að eignast bam svona ungur. „ Við gerðum allt sem við ætluðum okkur að gera, við fórum út til New York og bjuggum þar í fimm ár og strák- urinn var alltaf með okkur. Ef ég ætti lítið bam í dag þá þyrði ég kannski ekki gera það sem ég gerði þá.“ Hulda og Jón Óskar skildu í eitt ár og það segir hún að hafi verið til góðs. „Það leiddi til þess að við skildum betur að þetta var það sem við vildum því maður var náttúrlega ansi ungur þegar sambandið hófst.“ En hvemig fer fólk að því að halda lífi í sam- Eg var kannski eitthvað búin að gefa honum gætur í skólanum en ég þekkti hann ekkert. Eg var í A-bekk og það er svolítið fyndið því við vorum nokkrar í bekknum sem byrjuðum með strákum sem voru tveimur árum eldri. Hulda Hákon og Jón Óskar á Gráa kettinum. DV-mynd Hilmar Þór böndum sínum í svo langan tíma? „ Við tölum mikið saman og við eram mjög samstiga í myndlistinni. Við höfum alltaf viljað fara sömu leið, það hefur Eddrei verið nein spurning um það hvert við ætlum.“ -þor Mistök í samböndum: Yngra fólk þorir frekar að leita hjálpar - segir Þórhildur Egilsdóttir félagsráðgjafi Skyldu sambönd sem hefjast þegar báðir aðilar em mjög ungir vera öðmvísi á ein- hvem hátt en önnur, á einhvem hátt veikari eða sterkari? Tilveran ræddi við Þórhildi Egilsdóttur fé- lagsráðgjafa og fékk álit hennar á þessari spurningu og nokkrum öðr- um tengdum samskiptum kynjanna. „Fólk er náttúrulega ómótaðra og á eftir að taka út heilmikinn þroska sem manneskjur en svo þegar fólk fer í hjónabandið finnur það oft að þar era mörg þroskaverkefni sem liggja fyrir.Hjónabandinu fylgir stundum meira álag fyrir yngra fólkið því það þarf breið bök til þess að takast á við það. Menn verða líka að kunna að aðgreina sig frá sinni eigin upprunafjölskyldu og það er eitthvað sem vefst oft fyrir fólki, sérstaklega ef ekki er búið að klippa naflastrenginn almennilega. Þetta er þó ekkert endilega tengt aldri manna.“ Getur það ekki orðið til þess að styrkja sambönd þegar að fólk kynnist mjög ungt. Þá elst parið upp saman og líf þess rennur í sama farveg? „Jú, það er margt til í því og það þarf alls ekki að vera neitt vema að hefja samband imgur. Það er fullt af menntaskólasamböndum til dæmis þar sem fólk þroskast saman og fer í gegnum þessa hluti og býr fyrir vikið í góðum sterkum samböndum. Þess þekkjast þó einnig dæmi að fólk þroskist hvort í sína áttina. Almennt er þó hægt að segja að það sé heppilegt ef fólk nær að búa sjálfstætt áður en það hefúr sambúð.“ Þórhildur segir aðspurð mn al- gengustu mistök í samböndum að það sé algengt að vond samskipta- mynstur verði til. „í hjónabandinu myndast oft mynstur, samskipta- mynstur, þannig að fólk byijar að taka óheppilega á hlutunum og þróa með sér neikvæð samskipti. Sama umræðan er kannski að koma upp aftur og aftur sem endar á sama hátt þannig að úr verða neikvæð sam- skipti. Fólk hættir að sjá möguleik- ana hvort í öðm eða að vilja sjá þá.“ Hún bendir þó á að fólk sé ófeimnara við að leita sér hjálpar en áður, sér- staklega ungt fólk. „Fólk skilur að þetta er bara eins og með bílinn, ef hann er bilaður fer hann á verk- stæði. Á þessu hefur orðið mikil breyting og mér finnst hafa orðið vakning í þessum málum.“ -þor Ljósmyndararnir Anna Sigga og Tryggvi: Lukkuleg og ánægð saman í ellinni Hjónin Anna Sigga og Tryggvi kynntust á skólaballi í Klúbbnum og hafa verið saman frá því að Anna var sextán en Tryggvi átján. Við kynntumst nú bara á skólabali í gamla góða Klúbbnum. Þetta var mjög dæmigert upphaf og ég tók þessu ekkert alvarlega fyrst“, sagði Anna Sigríður um það hvernig hún kynntist eiginmanni sínum en þau hafa verið saman frá því hún var sextán ára gömul. Hvemig leist þeim hvort á annað í upphafi? „Mér leist ekkert á hann en hann var voðalega ágengur og vildi símanúmerið mitt. Ég vonaði til guðs að hann myndi ekki hringja en hann gerði það og þá var bjöminn eigin- lega bara unninn eftir að ég hitti hann í annað sinn.“ „Ég sá bara þessa fallegu stelpu á dansgólfinu og mér leist strax vel á hana. Hún er alltaf jafhfalleg", sagði Tryggvi. En hver er lykillinn að jaftilöngu og farsælu sambandi? „ Þetta er erf- ið spuming. Ætli virðing, þolin- mæði og það að sjá ánægju úr hversdagslegum hlutum skipti ekki mestu máli. Að hafa ánægju af þvi sem maður þarf að gera eins og því sem mann langar til þess að gera“, sagði Anna en Tryggvi sagði hlæj- andi að galdurinn væri einfaldur, að kunna að þegja og að taka tillit til makans. Hjónin hafa verið gift í 22 ár og þekkja hvort annað því ansi vel. Geta þau séð viðbrögð makans fyr- ir, vitað hvemig þau bregðast við ákveðnum aðstæðum? „Nei, nei hann kemur mér á óvart.“ Viö sömu spumingu svaraði Tryggvi því til að hann sæi viðbrögðin vissulega fyrir. Hverjir eru helstu kostir makans? Anna Sigga nefndi þolin- mæði: „Hann hefur gríðarlega þol- inmæði, ég er ekki eins þolinmóð. Ég er frekar sú sem læt heyra í mér.“ Tryggvi nefhdi aftur á móti traust sem einn helsta kost konu sinnar. Hjónin sögðu sambandið hafa breyst með árunum, þau hefðu þroskast og vitkast og þau væm far- in að geta gert hluti tvö saman nú þegar hinu hefðbundna basli í kringum íbúðarkaup og þess háttar væri lokið. Hvemig sjáið þið fram- tíðina fyrir ykkur? „Ég sé okkur bara eldast saman voða lukkuleg og ánægð“, sagði Anna Sigga að lok- um. -þor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.