Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST Sport Frændurnir í Njarðvík Gunnar Örlygsson hefur gengið til liðs við bikarmeistara Njarðvík- ur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik fyrir næsta vetur en fyrir hjá liðinu er bróðir hans, Teitur Örlygsson. Auk Gunnars mun Örlygur Sturlu- son, sonur þriðja bróðurins, Sturlu Örlygssonar, koma aftur heim ffá Bandaríkjunum og spila með liðinu og verður því hálfgert fjölskylduboð á æfingum hjá Njarðvík næsta vet- ur. Þá hafa orðið frekari breytingar á hóp Njarðvíkur. Guðjón Gylfason er hæthir, Sævar Garðarsson fer til Grindavíkur og Ægir Þór Gunnars- son er farinn yfír til nýliða Hamars. -ÓÓJ Jafnaði á lokasekúndu Trevor Sinclair kom í veg fyrir að Aston Villa tæki forystuna í ensku A-deildinni í knattspymu í gær- kvöld þegar hann jafnaði fyrir West Ham, 2-2, í lokaleik 3. umferðarinn- ar á Villa Park. Dion Dublin kom Villa tvisvar yfir í leiknum en fyrra mark West Ham var sjálfsmark frá Gareth Southgate. Staða efstu liða: Manch. Utd 3 2 1 0 7-1 7 Aston Villa 3 2 1 0 6-2 7 Arsenal 3 2 1 0 4-2 7 Middlesbro 3 2 0 1 6-i 6 Tottenham 3 2 0 1 6-4 6 Southampt. 3 2 0 1 5-5 6 Chelsea 2 1 1 0 6-2 4 Leeds 3 1 1 1 3-2 4 West Ham 2 1 1 0 3-2 4 Bradford 2 1 1 0 2-1 4 Wimbledon 3 1 1 1 6-6 4 Leicester 3 1 1 1 4rA 4 -VS 1. DEILD KV. A-riðill: Grótta - RKV . . 0-3 Fylkir - Haukar . . . 9-0 FH - Selfoss . . .9-0 RKV 13 11 1 1 53-14 34 FH 14 10 1 3 54-17 31 Grótta 12 6 1 5 31-19 19 Fylkir 14 4 2 8 29-34 14 Selfoss 14 4 1 9 13-52 13 Haukar 13 1 2 10 13-57 5 B-riðill: Þór/KA - Leiftur/Dalvík 10-0 Hvöt - Þór/KA 0-7 Þór/KA 10 9 1 0 57-6 28 Tindastóll 9 5 0 4 18-26 15 Hvöt 11 2 2 7 14-29 8 Leift/Dalv. 10 2 1 7 14-42 7 C-riðill: Einherji - Huginn/Höttur .......5-1 Sindri - KVA........frestað, í kvöld Einheiji 11 5 2 4 25-16 17 Hug./Hött. 10 3 4 3 17-14 13 Sindri 9 3 3 3 9-11 12 KVA 10 3 3 4 13-21 12 RKV, FH og Þór/KA eru komin i úrslitin en fjórða liðið getur enn orðið hvaða lið sem er úr C-riðlinum. # V * LANDSSÍMA ^ ^DEIIDIN 'Q9 Urvalsdeild kvenna KR 11 10 1 0 51-4 31 Valur 11 9 1 1 46-7 28 Breiðablik 11 7 2 2 28-13 23 Stjaman 11 6 2 3 32-13 20 ÍBV 11 5 1 5 33-21 16 ÍA 11 2 1 8 8-33 7 Grindavík 11 1 0 10 8-49 3 Fjölnir 11 0 0 11 4-70 0 - Heiðu tryggðu Stjörnunni sigur á ÍBV, 3-1 Glæsimörk Heiða Sigurbergsdóttir skoraði tvö stórglæsileg mörk í 3-1 sigri á ÍBV í úrvalsdeild kvenna í Garða- bænum í gærkvöldi. Stjaman byrjaði leikinn vel og skoraði mark snemma í leiknum en þar var að verki Elfa Björk Erlings- dóttir. Það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks var lítið um marktækifæri og leikurinn einkenndist af miklu miðjuþófí beggja liða. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri endaði. Lítið var um færi þar til ÍBV náði að jafna en þar var að verki Hjördís Halldórsdóttir sém skoraði með glæsilegu skoti eftir Vcunarmistök hjá Stjömunni. Við markið lifnaði yfir leiknum. ÍBV virtist taka öll völd á vellinum án þess þó að ná að skora. Stjaman varðist vel með Auði Skúladóttur örugga í öftustu vamarlínu. Þegar síðari hálfleikur var rúm- lega hálfnaður fékk Heiða boltann um 30 metra frá marki ÍBV og þrumaði honum efst í markhomið, óverjandi fyrir Petru Bragadóttur, markvörð ÍBV. Eftir markið dró nokkuð úr krafti Eyjastúlkna en þær virtust eitthvað smeykar við að sækja og hægðu oft mikið á sóknar- leik sínum í stað þess að bmna á vörn Stjömunnar. Stjaman nýtti sér óöryggi Eyjastúlkna og eftir góða fyrirgjöf skoraði Heiða annað glæsimark sitt með fostum skalla og aftur efst í markhomið. „Það var ekki leiðinlegt að vinna ÍBV. Þetta var auðvitað frábært. Við ætluðum aö spila saman sem eitt lið og hvetja hvor aðra áfram, það var það sem var númer eitt, tvö og þrjú og það tókst. Við duttum aðeins nið- ur á tímabili, við þurfum að venjast því að vera yfir, ætli þetta sé ekki bara einbeitingarleysi. Nú eigum við Blikana næst og auðvitað tökum við þær á útivelli," sagði Auður, spilandi þjálfari liðsins, að lokn- um leik. Dúfa varði vítaspyrnu KR sigraði ÍA á Akranesi, 0-3, og skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik. Dúfa Dröfn Ásbjömsdóttir, hinn 16 ára gamli markvörður ÍA, stcd þó senunni strax á 6. mínútu þegar hún varði vítaspymu frá Ásthildi Helgadóttur. En KR tryggði sér sig- urinn þegar Ásdís Þorgilsdóttir skoraði tvö mörk og Inga Dóra Magnúsdóttir eitt. Barátta í Grindavík Markvörður Grindavíkur, Ólöf Daöey Pétursdóttir, var líka í sviðs- ljósinu í gærkvöld því hún varði mjög vel þegar nýliðamir töpuðu, 0-2, fýrir Breiðabliki. Margrét R. Ólafsdóttir skoraði bæði mörk Kópavogsliðsins. -ÍBE/VS Pate og Leh- man bætt við Ben Crenshaw, fyrirliði bandaríska Ryderbikarliðsins í golfi, valdi í gær þá Tom Leh- man og Steve Pate í lið sitt fyr- ir hinn árlega slag við Evrópu í næsta mánuði. Hinir tíu, sem koma sjálfkrafa sem efstu menn PGA-mótanna, em Tiger Woods, David Duval, Payne Stewart, Davis Love, Mark O’Meara, Hal Sutton, Justin Leonard, Jim Furyk, Phil Mickelson og Jeff Maggert. -VS Tveir nýir útlendingar Sergio Garcia, 19 ára golfari frá Spáni, stal heldur betur sviðsljósinu frá Tiger Woods á PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum um helgina, Þetta gerði Garcia þrátt fyrir að Woods hefði loks unnið sitt annað stórmót eftir rúmlega tveggja ára bið frá því hann vann US Masters 1997. Garcia, sem var kallaður E1 Nino (strákurinn), þótti sýna mikil tilþrif bæði í spilamennsku og hegðun í kringum þá háspennu sem ríkti á Medinah-golfvellinum er Garcia sótti að Woods á lokasprettinum. Á mynd- inni hér til hliðar horfir Garcia á eft- ir einu magnaðasta höggi sem sést hefur lengi er hann setti boltann úr nærri vonlausri stöðu upp við tré inn á flöt og bjargaði því að klúðra skori sínu á 13. holu vallarins. Á endanum munaöi aðeins einu höggi á Tiger og Garcia en menn sjá fyrir sér mikið ein- vígi á golfvöllunum milli þessara tveggja kappa í framtíðinni. -ÓÓJ Keflvíkingar og Njarðvíkingar, sem tefla fram sameiginlegu liði Reykjanesbæjar í Evrópukeppni borgarliða í körfuknatteik i næsta mánuði, hafa báðir fengið nýja erlenda leikmenn fyrir næsta tímabil. íslandsmeistarar Keflvíkinga hafa fengið til sin Chianti Roberts sem er 24 ára framherji, 1,98 sm á hæð. Hann kemur frá Oklahoma State og var þar eini leikmaður félagsins til að ná 1000 stigum, 500 fráköst- um, 300 stoðsendingum, 100 stolnum boltum og 40 vörðum skot- um á háskólaferlinum. Hann var í nýliðavalinu 1997 og þyk- ir mjög fjölhæfur leikmaður og lék á Taívan síðasta vetur. Bikarmeistarar Njarðvíkinga hafa fengið til sín Purn- ell Perry sem er 29 ára og telst kraftframherji og er 1,94 cm á hæð. Perry þessi þykir mjög vöðvastæltur og menn telja það víst á hundruðum sem hann tekur í bekk. Hann kemur frá Voorhees-háskólanum í Bandarikjunum en hefur leikið viða undanfarin ár, meðal annars á Filippseyjum og í Svíþjóð. Báðum liðum líst vel á nýja leikmenn en liðin æfa núna saman til að undirbúa sig fyrir Evrópukeppn- ina, þar sem helstu keppninautar íslenska körfuboltans munu snúa bökum saman. -ÓÓJ Ayr vildi fá Gunnleif Skoska knattspymufélagið Ayr United gerði KR-ingum á dögun- um tilboð í varamarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson. Ayr vUdi fyrst fá Gunnleif tU reynslu en var síðan tilbúið að kaupa hann strax. Félagið reyndi fyrr í sumar að fá hinn markvörð KR-inga, Kristján Finnbogason, sem lék með liðinu hálft tímabil ekki aUs fyrir löngu. KR-ingar vUdu hins vegar ekki selja Gunnleif og höfnuðu tilboðinu. -VS - mættir í Reykjanesbæinn Bland í noka Sean Elliott, framherji í meist- araliði San Ántonio í NBA-körfu- boltanum síðasta vetur, gekkst undir nýrnaskiptauppskurð i nótt. Hann fékk þá grætt i sig nýra úr bróður sínum sem er ári eldri. Elliott vonast til að geta haldið áfram að spila. Sigurd Rushfeldt frá Rosenborg, markahæsti leikmaður norsku A- deildarinnar í knattspymu ásamt Heióari Helgusyni, fer til Racing Santander á Spáni. Sala hans til Benfica var afturkölluð á dögunum þegar Portúgalamir stóöu ekki i skilum með fyrstu greiðslu til Rosenborg. Alþjóóa frjálsíþróttasamband- ió hafnaði í gær áfrýjun Bens Johnsons spretthlaupara sem reyndi að fá lífstíðarbanni sínu vegna lyfjaneyslu aflétt. Áður hafði réttur í Kanada komist að þeirri niðurstöðu að bannúr- skurður sambandsins væri ógild- ur. AGF sigraði FC Köbenhavn, 1-0, i lokaleik 4. umferðar dönsku A- deildarinnar í knattspymu í gærkvöid. -VS Kristín Rós með 4 gull Kristín Rós Hákonardóttir varð fjórfaldur Evrópumeistari fatlaðra í sundi en EM lauk í Braunschweig í Þýskalandi á sunnudag. Kristín Rós sigraði í 200 metra fjórsundi, 100 metra bringusundi, 100 metra bak- sundi og 50 metra skriðsundi og hlaut auk þess silfurverðlaunin í 100 metra skriðsundi. Birkir Rúnar Gunnarsson kom heim með tvenn verðlaun en hann varð annar í 200 metra fjórsundi og þriðji í 100 metra baksundi. Þá hlaut Pálmar Guð- mundsson silfrið í 200 metra skriðsundi. Bjarki með fimm met Bjarki Birgisson setti flmm íslandsmet á mótinu, Eva Þór- dís Ebenezersdóttir þrjú, Gunn- ar Örn Ólafsson tvö og þau Birkir Rúnar og Bára B. Er- lingsdóttir settu eitt met hvort. -VS „El Nino“ sló í gegn ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 25 Sport marka farsi - þegar Víkingar unnu Valsmenn, 5-4, og sinn fyrsta sigur í lljgátjum Víkingar unnu Valsmenn, 5-4, i farsakenndum leik í Laugardal í gær. Loksins þegar mark and- stæðinga Víkinga opn- að- ist kom markaflóð og Víkingar rúlluðu yfir vonlausa og af- spyrnuslaka Valsmenn í fyrri hálfleik, 4-1 forusta botnliðs deildarinnar, sem hafði ekki unnið í 11 leikjum, var síst of stór enda fóru mörg dauðafæri Víkinga forgörðum í fyrri hálf- leiknum. Gylfi Orrason, dómari leiks- ins, var óþekkjanlegur í þess- um leik og það var kannski í anda farsans í leiknum að besti dómari landsins átti langslakasta leik sem undir- ritaður hefur séð til Gylfa. Valsmenn á leið í 1. deildina? Valsmenn, sem skiptu aðeins einu sinni um leikmenn í leiknum, þrátt fyrir að lenda 5-1 undir, hefðu varla átt í meðal neðri deildar- lið miðað við fram- göngu sína í fyrri hálfleik. Þeir end- uðu leikinn reynd- ar ágætlega en leikmenn Hlíðar- endaliðsins þurfa að vakna upp við vonda martröð þvi þetta lið sem lék í gær á Laugardalsvell- inum er á leið niður i deild í fyrsta sinn sögu þessa fomfræga félags. Það voru þrír strákar úr Víkingi sem sáu um að smjatta á Valsvöminni í þessum leik. Þeir nafnar Daníel Hjalta og Hafliðasynir og Jón Grétar Ólafsson, sem allir eru að stíga sín fyrstu spor í efstu deild í sumar, áttu allir stjörnuleik og vom lyk- ilmenn á bak við 5-1 forastu liðsins. Mesta ógnunin fór úr fram- línu Víkinga þegar hinn vinnusami Jón Grétar fór út af og pressa Valsmanna í þurrkaði næstum því forskot það sem félagamir þrír sköp- uðu með dugnaði, kappi og ákveðni fyrstu 56 mínútur leiksins. Ótrúleg innkoma Daníel Hafliðason hóf farsann með einni ótrúlegustu innkomu í manna minnum. Daníel var skipt inn á vegna meiðsla Bjarna Hall á 18. mínútu. Það tók hann aðeins tvær mínútur að skora eitt mark, átta mínútur að skora sitt annað mark og eftir 18 mín- útur var hann búinn að leggja eitt upp að auki. Eftir sex tapleiki í röð sáu allir Víkinga á hraðri leið niður um deild, en þessi sigur gefur liðinu tækifæri á að af- Jón Grétar Ólafsson skor- aði tvívegis fyrir Víking. lokin sanna fallstimpilinn og fram undan eru leikir gegn næstu liðum fyrir ofan og geri Foss- vogsliðið góða hluti þar mega þau lið passa sig á ungum og baráttuglöðum Vík- ingum. Sigurbjörn Hreiðars- son skoraði sína fyrstu þrennu en hún kom undir lítið skemmtiegum kring- umstæðum. „Við spil- uðum afleitlega í fyrri hálfleik, reyndum að koma aftur upp í seinni en það var mjög erfitt. Við reyndum þó og börðumst en þetta var bara of mikið, því miður. Við höfum ekki efni á að vanmeta Vikingana, höfum ekki náð að vinna þá í þremur leikjum í sumar og höfum byggt upp einhvers konar grýlu, sem er alveg óþol- andi sem og að spila að eins 45 mínútur í leik '6ij eins og við höfum gert i síðustu leikjum," sagði Sig- urbjörn. „Við þurfum að skora svo mörg mörk til að fá ' stigin að það dugði ekki: minna en fimm í dag. Það var kom- inn tími til að lukkan félli með Víkingum. Við urð- um að vinna, við eigum leiki við næstu lið fyrir - * ofan sem j|jj verða ekki ■SSk > auðveld- * ir en við W W reynum," sagði Þránd- ur Sigurðson, fyrirliði Víkinga. -ÓÓJ Titilvörnin hefst gegn FH-ingum Aftur- elding í 1. deild kvenna Það verða ellefu lið sem leika í efstu deild kvenna í handbolta næsta vetur eftir að Afturelding tilkynnti þátttöku í fyrsta sinn. Þetta gerir það að verkum að eitt lið situr hjá í hverri umferð en það má nefna til marks um uppganginn í kvennahandboltanum á íslandi að Aft- urelding er þriðja liðið sem bætist við deildina á tveimur árum en ÍR og KA komu inn í fyrra. Stelpurnar byrja aðeins fyrr en strák- amir eða 25. september og þá byrja ís- landsmeistarar Stjörnunnar titilvörn- ina gegn bikarmeisturum Fram. Aðrir leikir era FH-ÍR, Grótta/KR-Víkingur, Haukar-KA og nýliðar Aftureldingar mæta Valskonum að Varmá. ÍBV situr hjá í fyrstu umferð. -ÓÓJ Liðin sem mættust bæði í úrslit- um íslandsmótsins og bikarkeppni handboltans í karlaflokki á síðasta vetri mætast í fyrstu umferð 1. deildarinnar 29. september. Aðrir leikir þann dag era ÍR- Stjarnan, Hapkar-Fram, Valur-HK, ÍBV- Fylkir og Víkingur-KA. í 2. umferðinni, sem leikin er 1. og 3. október, mætast síðan KA-HK, Stjaman-Haukar, Fram-Valur, Fylkir-ÍR, FH- ÍBV og Víkingur-Afturelding. í 3. umferð 6. október mætast ÍR-FH, HK-Fram, Haukar- Fylkir, Valur-Stjarnan, Aftur- elding-KA og ÍBV-Víkingur. -ÓÓJ Víkingur5(4) - Valur4(l) Gunnar Magnússon - Þorri Ólafsson, Sigurður Sighvatsson, Þrándur Sigurðsson - Hólmsteinn Jónasson (Arnar Hrafn Jóhannsson 74.), Lárus Huldarsson @, Daníel Hjaltason @@, Bjami Hall (Daníel Hafliöason 18. @@), Amar Hallsson - Jón Grétar Ólafsson @@ (Sigurður Elí Haraldsson 68.), Sumarliði Ámason. Gul spjöld: Sigurður, Hóimsteinn, Þrándur. Hjörvar Hafliðason - Sigurður Sæberg Þorsteinsson (Matthías Guðmundsson 55.), Helgi Már Jónsson, Izudin Daði Dervic, Hörður Már Magnússon - Sigurbjöm Hreiðarsson @, Ólafur Stígsson, Guðmundur Brynjólfsson, Kristinn Lámsson - Ólafur Ingason @, Adolf Sveinsson @. Gul spjöld: Guðmundur B. Víkingur - Valur Víkingur - Valur Markskot: 22 16 Hom: 5 6 Áhorfendur: 964. Völlur: Mjög góður Dómari: Gylfí Orrason, afar slakur og óþekkjanlegur. Maður leiksins: Daníel Hafliðason, Víkingi Draumainnkoma varamannsins, 2 mörk á fyrstu 8 minútunum. Daníel Hafliðason, hetja Víkinga: „Greip bara tækifærið“ Nítján ára strák- ur, Daníel Haf- liðason, átti ótrúlega innkomu I leik Víkinga og Vals- manna í gær. Daníel átti mjög góðan leik og á fyrstu 18 mínútum sínum inni á Laugardalsvellinum í gær skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt. Á síðustu mínútu hálfleiksins gat draumainnkoman orðið ógleymanleg er Daníel komst einn gegn Hjörvari mark- verði Vals en í stað þess að klára sjálfur af þeim krafti sem hann hafði sýnt í leiknum til þessa ákvað að hann að gefa á félaga sinn, Sumarliða Ámason, en því miður fyrir þennan 19 ára strák, var sending hans of stutt. „Þetta var frábært og vonandi verður þetta svona það sem eftir er sumars. Ég bjóst ekki við að fá að vera með í þessum leik, en síðan fékk ég að fara inn á snemma í leiknum og þá greip ég bara tækifærið. Þetta var einn mikilvægasti sigur félagsins á undanfömum áram og nú erum við komnir aftur á fullt inn í baráttuna í deildinni," sagði Daníel Haf- liðason, sem er bróðir Kristins Hafliða- sonar, miðjumanns og leikmanns ÍBV. -ÓÓJ Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði þrennu en mátti sætta sig við tap. ctVv Daniel Hafliöason (20.) V V íygldi á eftir skalla Jóns Grét- ars Ólafssonar eftir fyrirgjöf Þrándar Sigurðsson frá vinstri: Ö-ííi Daniel Haflióason (26.) fékk v boltann frá nafna sínum Hjaltasyni, einlék í gegnum vömina og skoraði af öryggi þó togað væri í strák. 0.0 Jón Grétar Ólafsson (36.) af- v greiddi meistaralega frábæra vippsendingu Daníels Hafliðasonar í gegnum vömina. 0.0 Sjálfsmark (37.) Sigurðar v v Sæbergs Þorsteinssonar sem skallaði boltann í eigið mark eftir fyrir- gjöf Hólmsteins Jónassonar. O-tffc Sigurbjörn Hreiöarsson " (3ót) úr víti eftir að Hólm- steinn Jónasson átti að hafa ýtt á bak Kristins Lámssonar. 0.0 Jón Grétar Ólafsson (56) ^ v með skutluskalla eftir fyrirgjöf Daníets Hjaltasonar frá vinstri eftir að nafnamir opnuðu Valsvömina. 0-0 Sigurbjörn Hreióarsson (64.) úr víti. Þrándur Sig- urðsson missi boltann til Ólafs Ingasonar og felldi hann síðan. 0.0 Ólafur Ingason (78.) komst v w á hálffurðulegan hátt í gegn- um Víkingsvömina eftir Adolfs Sveinssonar. . gegn- sendingu Sigurbjörn Hreiöarsson (87.) klippti fyriitíöf Harðar Más Magnússonar en sendingin hafði viðkomu á höfði vamarmanns. 0. V Þjálfaraskipti hjá Lokeren: Reynders rekinn - þetta var tímabært, segir Arnar Viðarsson Willy Reynders var í gær rekinn úr starfl sínu sem þjálfari belgíska knatt- spymufélagsins Lokeren, í kjölfar annars ósigurs liðsins I jafnmörgum umferð- um í A-deildinni. Ronny Van Gugen, einn af eldri leikmönnum liðsins, er tek- inn við því til bráðabirgða en leit að eftirmanni Reynders er hafin. Reynders keypti Amar Viðarsson til Lokeren á sínum tíma en Amar sagði við DV í gærkvöld að hann ætti ekki von á að skiptin kæmu sér illa fyrir sig. „Maður leggur alltaf hart að sér, sama hver þjálfarinn er, og það var tímabært að skipta. Óánægjuraddimar innan liðsins vora orðnar of miklar, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og eitthvað varð að gera. Ég er sannfærður um að við komumst á rétta braut á ný og við erum þó ekki nema sex stigum á eftir efsta liði,“ sagði Amar Viðarsson. -KB/VS Svava og Halla ekki með? Útlit er fyrir að tveir af burðar- ásum kvennaliðs Víkings í hand- knattleik taki sér hvíld í vetur og spili ekki með liðinu. Það era þær Halla María Helgadóttir og Svava Sigurðardóttir. Halla María hefur átt við slæm meiðsli að stríða og Svava mun hafa lagt skóna á hill- una, með einhverjum fyrirvara þó. Þetta er áfall fyrir Víkinga sem fyrir höfðu misst marga leikmenn, svo sem Ingu Láru Þórisdóttur, Vibeke Larsen og markverðina Hjördísi Guðmundsdóttur og Krist- ínu Maríu Guðjónsdóttur. -ÓÓJ * LANDSSÍMA DEILDIN 'QQ Úrvalsdeild karla KR 13 9 3 1 28-11 30 ÍBV 12 8 3 1 21-8 27 Leiftur 13 4 6 3 12-16 18 ÍA 12 4 5 3 10-11 17 Fram 13 3 6 4 16-16 15 Keflavík 13 4 3 6 19-23 15 Breiðablik 12 3 5 4 16-14 14 Grindavik 13 3 2 8 14-20 11 Valur 12 2 5 5 18-25 11 Víkingur R. 13 2 4 7 16-26 10 Markahæstir: Bjarki Gunnlaugsson, KR..........8 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV ... 8 Grétar Hjartarson, Grindavík .... 7 Sigurbjörn Hreiðarsson, Val.....7 Alexandre Santos, Leiftri .......6 Kristján Brooks, Keflavik........6 Breiðablik og ÍA mætast á Kópavogs- velli annað kvöld kl. 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.