Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1999, Page 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999
Iðnaðarráðherra:
Álsamningar
fyrir áramót
DV, Eyjabökknm:
M Finnur Ingólfsson iðnðarráðherra
fór í skoðunarferð um Eyjabakkasvæð-
ið í gær. Hann sagði við DV að ef allt
færi eins og ætlað væri yrði búið að
ganga frá álverssamnmgum milli
Norsk Hydro og is-
lenska ríkisins fyr-
ir áramót. Þeir
samningar muni
gera ráð fyrir
120.000 tonna ál-
veri á Reyðarfirði
í fyrsta áfanga. Ef
öll áform verði að
veruleika verði
Finnur hafist handa við
Ingólfsson. virkjunarfram-
kvæmdir í maí
árið 2000. Álverið verði reist i þremur
^áfóngum. Virkjunarframkvæmdir
henni tengdar verði á Fljótsdal.
Finnur sagði þrjú stórfyrirtæki vera
að athuga þann valkost að fara í stóriðju
á Austurlandi, þ.e. Norsk Hydro, Norð-
urál og þýskt fyrirtæki sem iðnaðarráð-
herra vúdi ekki neöia. -GVA/JSS
Laugardalurinn:
Borgarstjóri
. í bakgír
Fullvíst má telja að meirihluti
borgarstjórnar Reykjavíkur falli frá
fyrri ákvörðun um úthlutun lóða
fyrir afþreyingar-
hús og höfuð-
stöðvar Lands-
símans í Laugar-
dal.
„Menn geta
lagt saman það
sem borgarstjóri,
ég, Alfreð Þor-
steinsson og for- ^rni Þór
stjóri Landssím- sigurðsson.
ans hafa sagt og
komist að niðurstöðu. Ákvörðun
verður hins vegar ekki tekin fyrr en
borgarstjóri kemur úr sumarleyfi
'^ínu í Bandaríkjunum eftir helgi,“
sagði Ámi Þór Sigurðsson, aðstoð-
armaður borgarstjóra, í morgun.
__________________________-EIR
Þorlákshöfn:
Kamar sprengdur
Plastkamar á íþróttavellinum í
Þorlákshöfn var sprengdur i tætlur
í gærkvöld. Hafði púður verið sett í
flösku og hún sprengd inni í kamr-
inum. Fjórir menn á aldrinum 18 til
19 ára voru strax grunaðir um
verknaðinn en til þeirra sást
skammt frá eftir sprenginguna. Við-
urkenndu þeir brotið þegar lögregla
hafði af þeim tal. Kamarinn er
1 -»handónýtur. -EIS
Þessi athafnamaður var önnum kafinn við að mála bátinn sinn í gær, enda lítið annað að gera, kvótinn búinn og næsta kvótaár hefst ekki fyrr en í septem-
ber. Myndin var tekin í Reykjavíkurhöfn í gær. DV-mynd S
Kolbeinn Pálsson hættir hjá íþróttabandalagi Reykjavíkur:
Fullsaddur af
íþróttamafíunni
„Ég hef komið víða við í störfum
mínum, bæði hjá íþróttahreyfmg-
unni og í stjómmálum, en sannast
sagna þá em stjómmálin eins og
sunnudagaskóli á við íþróttamafl-
una. Ég er búinn að fá nóg af henni
og orðinn fullsaddur," sagði Kol-
beinn Pálsson sem snögglega lét af
störfum sem framkvæmdastjóri
Iþróttabandalags Reykjavíkur eftir
áratugastarf, síðustu ár sem fram-
kvæmdastjóri bandalagsins. „Mér
Kolbeinn
Pálsson.
bauðst nýtt starf
hjá fyrirtæki sem
heitir Nettengsl
og er í raun at-
vinnumiðlun á
Netinu. Fyrir-
tæki sem eru að
leita að starfs-
krafti setja inn
auglýsingu hjá
okkur og svo geta
þeir sem eru aö
leita að vinnu féngið sent allt til sín
sem snertir áhugasvið þeirra. Þó
við séum nýfamir af stað hafa þeg-
ar 4000 aðilar leitað til okkar,“ sagði
Kolbeinn Pálsson og neitaði að-
spurður að tjá sig frekar um mafíu-
starfshætti í íþróttahreyfmgunni.
Kolbeinn sat í stjóm Ólympíunefnd-
ar íslands, var formaður
Körfuknattleikssambandsins og Blá-
fjallanefndar, svo eitthvað sé nefnt.
-EIR
Sæðingastöðina vantar meiri tískuhesta
„Aðsóknin hefúr ekki verið nógu góð.
Okkur vantar meiri tískuhesta," sagði
Kristinn Guðnason formaður Hrossa-
ræktarsambands Suðurlands um að-
sókn að Sæðingastöðinni sem samband-
ið rekur í Gunnarsholti.
Komið var með 80-90 hryssur til sæð-
inga á þessu ári. í fyrra voru sæddar
helmingi fleiri hryssur, að sögn Krist-
ins. Kristinn sagði að menn hefðu sótt
eftir fyli undan Ófeigi frá Flugumýri í
fýrra. Hefði verið komið með tugi
hryssa í þeim tilgangi á stöðina. Hryss-
umar í ár hefðu helst þurft að vera
a.m.k. 200 taisins. Menn hefðu haldið að
þetta væri dýrt. Það væri ekki rétt, því
sama verð væri fyrir hryssumar sem
kæmu á stöðina og hinar sem fæm til
stóðhesta í girðingar.
Kristinn sagði að árangurinn hefði
verið mjög góður. í vor hefði náðst 80-90
prósent fyljun í fersksæðingunum. Að
sögn Páls Stefánssonar -varðandi frysta
sæðið. -JSS
Veðrið á morgun:
Hlýjast inn
til landsins
Á morgun er gert ráð fyrir
hægri breytilegri átt. Skýjað verð-
ur með köflum allra vestast en
annars léttskýjað og hiti á bilinu 8
til 14 stig, hlýjast inn til landsins.
Veðriö í dag er á bls. 37.
FBA:
Hluthafa-
fundurá
næstunni
„Fundurinn var gagnlegur og
við fórum yfir fjárfestingar
Orcamanna í FBA. Þetta var
óformlegur spjallfundur. Ég á von
á því að við munum hittast aftur.
Við munum kynna þeim betur
stefnu og stöðu bankans eins og
eðlilegt er þegar svona stór hlut-
hafi kemur að félaginu," segir
Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins.
Þeir sem standa að Orca S.A.
hittu í gær forystumenn FBA og
ræddu við þá um stöðuna í bank-
anum.
„Fundurinn var gagnlegur og
ánægjulegur. Við erum hingað
komnir til að vinna með
starfsmönnum, stjóm og öðrum
hluthöfum að framgangi fyrirtæk-
isins,“ segir Eyjólfur Sveinsson,
stjórnarformaður Orca S.A. Fram
hefur komið að Orca hefur óskað
eftir hluthafafundi en aðspurður
sagði Eyjólfur að það kæmi í ljós á
fundinum hverjir tæku sæti í
stjóm FBA fyrir hönd Orca S.A.
-EIS
m <€ írboltar Múrfestingar
HJJli R==t-i-l
==~i 1% z¥k% =
Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Síml: 535 1200