Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Fréttir Prestur telur sprengingar I Hvalfjaröargöngunum hafa valdiö miklu tjóni: Sprengdu kirkjuna í Saurbæ líka - segir kirkjuhaldari - aldrei heyrt þetta, segir framkvæmdastjóri Spalar „Kirkjan stendur nánast við ganga- munann og hún er öll sprungin. Þetta hefur ekki verið rannsakað verk- fræðilega en öll spjót beinast að fram- kvæmdunum í Hvalfjarðargöngun- um. Um það blandast engum hugur,“ sagði séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós, um Saurbæjar- kirkju á Kjalar- nesi, sem er stór- skemmd eftir að sprengingar hófust við gerð Hvalfjarðargang- anna. „Saurbæj- arkirkja er næstelsta stein- steypukirkja á landinu, byggð 1904, aðeins kirkjan á Ingj- aldshóli á Snæ- fellsnesi er eldri,“ sagði séra Gunnar. Anna Sigurð- ardóttir, kirkju- haldari og hús- freyja á Saurbæ, segist ekki hafa átt sjö dagana sæla eftir að framkvæmdir í Hvalöarðargöng- unum hófust: „Það er ekki nóg með að kirkjan sé öll sprungin, íbúðarhúsið mitt er það líka. Enda ekki skrýtið mið- Saurbær á Kjalarnesi: - Göngin stingast ofan í túnið mitt. að við það sem á gekk þegar sprengj umennirnir voru komnir langt niður fyrir það sem kalla mætti al- mennt umferðar- svæði. Þá var mað- Anna Sigurðar- dóttir kirkjuhald- ari við eina af sprungunum í Saurbæjarkirkju. ur að hrökkva upp um miðjar nætur við sprengingar, drunur og hvelli og i leiðinni sprengdu þeir kirkjuna lika. Reyndar svaf ég ekki svo vikum skipti," sagði Anna kirkjuhaldari sem fékk 1.200 þúsund krónur í bæt- ur þegar hluti jarðar hennar var tek- inn eignarnámi vegna framkvæmd- anna. „Þeir skáru túnin mín í tvennt með hraðbraut og grófu göngin ofan í mitt túnið. Svo bjuggu þeir til malar- fjall í hestagirðingunni sem á víst að standa þar um aldur og ævi. Ég hef reynt að setja jörðina á sölu en það DV-myndir ÞÖK. lítur enginn við jörð á þessum stað. Ég hef orðið fyrir stórkostlegum skakkaföllum vegna gangagerðarinn- ar og bæturnar rétt dugðu fyrir göml- um jeppa,“ sagði Anna Sigurðardóttir sem óttast jafnvel að kirkjan í Saur- bæ geti hrunið vegna skemmda. í höfuðstöðvum Spalar hf., sem rek- ur Hvalfjarðargöngin, koma menn af fjöllum þegar spurt er um sprungnu kirkjuna í Saurbæ: „Við höfum aldrei heyrt um þetta,“ sagði Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spal- ar. -EIR Byggöakvótinn á Fáskrúðsfirði: Vorum sett til hliðar - segir Jónas Benediktsson „Það er skemmst frá að segja, við vorum algjörlega sett til hlið- ar,“ segir Jónas Benediktsson, talsmaður fyrirtækis Þóru Krist- jánsdóttur á Fáskrúðsfirði. Jónas sagði að þar sem afgreiðsla hreppsnefndar Búðahrepps á til- boði fyrirtækisins í byggðakvót- ann væri enn aðeins tillögur sem Byggðastofnun ætti enn eftir að af- greiða, þá vonaðist hann til að hin endanlega afgreiðsla málsins yrði önnur. Jónas sagði að þau hefðu verið mjög ósátt við þá afgreiðslu hreppsnefndar að taka tilboð gilt sem barst eftir að raunverulegur tilboðsfrestur var útrunninn, sem og þá ætlan meirihluta nefndar- innar að setja fyrirtækið algjör- lega til hliðar. Hefði hreppsnefnd- inni verið ritað kvörtunarbréf vegna þessa. DV ræddi i gær við Jónínu Guð- rúnu Óskarsdóttur, eina af meiri- hlutanum í hreppsnefnd Búða- hrepps og flutningsmann tillögu um úthlutun byggðakvótans. Hún sagði að vænst væri stjórnsýslu- kæru vegna þessa máls og óskaði ekki eftir að tjá sig fyrr en hún væri komin fram. -SÁ Nýtt útlit sjónvarpshandbókar DV „Búið er að breyta blaðinu mikið og nýtt útlit mun líta dagsins ljós á morgun," segir David Jónsson, sem sér um útgáfuna, en sjónvarpshand- bók DV mun koma út í breyttri mynd á morgun. „Uppsetning verður öðru- vísi og aðgengUegri heldur en verið hefur. Hún verður læsUegri því við notum sama letur og er í síma- skránni. Blaðinu er dreift með dag- blaðinu á landsbyggðinni og í lausa- sölu en fer á hvert heimili á höfuð- borgarsvæðinu, það fæst einnig í Skeljungstöðum frítt. Aukin umfjöll- un verður um ýmsa dagskrárliði, t.d. verður fjallað sérstaklega um bió- myndir. Það eru fleiri breytingar í vændum enda er blaðið í sUeUdri end- urskoðun með það að markmiði að gera það betra fyrir lesendur," segir David. Blaðið er gefið út í 78.000 ein- tökum og er eitt mest lesna blað landsins samkvæmt könnunum GaUups. -EIS Mikill vandi steðjar að Dagvist barna vegna skorts á leikskólakennurum. Hér má sjá leikskólabörn en ekki ér vitað hvort þau verði send heim vegna vandans. Um 150 leikskólakennara vantar enn: Viðvörun til foreldra - og inntöku barna seinkað Nú vantar um 150 leik- skólakennara til starfa á leikskóla í Reykjavík. Að sögn Bergs Felixsonar hjá Dagvist barna vinna um 1700 á leikskólum borgar- innar, sem eru 71 talsins. “Meirihluti leikskólanna er, sem betur fer, í góðum málum og þetta mun ekki hafa áhrif á starfsemi þeirra," sagði Bergur. „Svo eru ein- ir 15 leikskólar sem geta ekki farið af stað með kröftugt starf vegna skorts á starfsfólki." Bergur sagði að enn hefði ekki orðið að loka leikskólum vegna þessa vanda. í einum þeirra hefði foreldrum sem eiga börn i skólanum verið gefm við- vörun um að ef til viU þyrfti að skipta börnunum niður á tíma sem hægt væri að starf- rækja hann. Ef til kæmi þá yrðu þeir, sem tök hefðu á að hafa bömin heima að sleppa því að fara með þau í leikskólann. Hinir yrðu að skipta tímanum á milli sín. „Á einhverjum stöðum seinkar þetta einnig inntöku bama, sem búið var að gefa vilyrði um að kæmust inn i haust,“ sagði Bergur, sem kvaðst ekki hafa tölu yfir þann fjölda barna sem kæmust ekki í leikskóla á tilsettum tíma. -JSS Bergur Felixson. Stuttar fréttir i>v Engin trygging Dreifð eignar- aðild að íjár- málastofnunum tryggir ekki dreifð völd né sjálfstæði banka og ódýra þjón- ustu við neyt- endur, að mati Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, í RÚV. Hug- myndur um lagasetningu til að tryggja dreifða eignaraðild telur hann ekki raunhæfar. Dópá Skaganum Akraneslögreglan fann talsvert amfetamín og eitthvert hass í íbúð á Akranesi í gærkvöldi. Nokkrir voru handteknir og em sumir enn í haldi. RÚV greindi frá. Hagnaður Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar hagnaðist um 177 milljónir króna á fyrri helmingi ársins miðað við 219 miiljónir á sama tima í fyrra. Minni hagnaður er skýrður með fleiri tjónum. Ekkert veiðileyfagjald Nýafstaðið þing Sambands ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj- um hafnar veiðileyfagjaldi. Það dragi úr hagkvæmni i sjávarútvegi og réttlætisrök fyrir því séu ekki nógu sterk. Hissa á látunum Finnur Ingólfs- son viðskiptaráð- herra segist í Viðskiptablaðinu undrandi á hamaganginum í kringum eigenda- skipti á hluta- bréfum í FBA á frjálsum markaði. Biskupar fyrir dómi í dag verður tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur mál séra Harðar Þ. Ásbjörnssonar sem hann höfðaði í vor gegn dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu og öllum núlifandi biskupum landsins, þeim Sigurbimi Einarssyni, Pétri Sigurgeirssyni, Ólafi Skúlasyni og Karli Sigurbjömssyni. Hörður krefur þá um bætur fyrir að hafa it- rekað verið hafnað sem umsækjanda um prestsembætti. Dagur sagði frá. Hóta að kæra til EFTA Umhverfissinnar innan Fram- sóknarflokksins hafa krafist lög- formlegs umhverflsmats vegna Fljótsdalsvirkjunar og ætla að kæra málið til eftirlitsstofnunar EFTA, verði ekkert gert í því, strax í næstu viku. Stöð 2 greindi frá. Varalögreglustjóri Ingimundur Einarsson hæstarétt- arlögmaður hefur verið skipaður varalögreglustjóri í Reykjavík frá og með 1. október næstkomandi. Um- sækjendur um starfið vora sjö. Deilt um flugvöll Borgarfúlltrúar Sjálfstæðisflokks sögðu á borgarstjómarfundi í gær að meðferð R-hstans á málefnum Reykjavíkurflugvallar hefði ein- kennst af tvískinnungi og vand- ræðagangi. Borgarstjóri lét bóka á fundinum að samgönguráðherra væri meira í mun að blanda sér í pólitisk deilumál i Reykjavík en að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Einar heiðraður Á þingi Skák- sambands Norð- urlanda, sem haldið var nýlega í Kaupmanna- höfn í tengslum við 100 ára af- mæli þess, var Einari S. Einars- syni, forstjóra Visa-ísland, veittur heiðurspeningur fyrir mikil og heilladrjúg störf i þágu norrænnar skáksamvinnu um tæplega aldar- fjórðungsskeið. Við sama tækifæri var Einar sæmdur gullmerki norska skáksambandsins. Borað í Öxarfirði íslensk orka hf. hefúr byrjað að bora í Öxarfirði. Afla á jarðgufu til að framleiða raforku. Morgunblaðið greinir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.