Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 ELFA R LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir verslanir - iönað - iagera Fyrir heitt vatn. Útlönd Engin von um að fleiri finnist lifandi í húsarústunum: Glímt við vanda þeirra sem lifðu Tyrknesk stjórnvöld hafa nú gefið upp alla von um að fleiri finnist á lífi í húsarústunum eftir jarðskjálft- ann mikla í fyrri viku. Nærri átján þúsund lík hafa þegar fundist. Nú á að leggja allt kapp á að reyna að koma þaki yfir höfuðið á þeim rúm- lega tvö hundruð þúsund manns sem misstu heimili sín í hamförun- um. Þúsundir Tyrkja hafast við í for- ugum tjaldbúðum þar sem óánægja með aðgerðaleysi stjómvalda kraumar. „Ríkið hefur slegið upp tjöldum. Það er allt og sumt. Sjálfboðaliðar sjá um að gera allt annað,“ sagði hinn 25 ára gamli Haci Cakir. Þrjá- tíu manna fjölskylda hans býr í sjö tjöldum í bænum Gozlementepe. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði að eyðilegging á fjarskiptabúnaði, vegum og brúm Tyrknesk börn sem lifðu af skjálft- ann leita sér að skóm við hæfi. hefði tafið fyrir björgunarstarfinu fyrstu tvo dagana eftir jarðskjálft- ann. Úrhellisrigning á mánudag gerði björgunarmönnum síðan einnig erfitt fyrir. „Þetta væri erfitt verkefni fyrir hvaða land í heiminum sem er þeg- ar fjarskipti truflast og samgöngur raskast," sagði forsætisráðherrann í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN. Ecevit sakaði fjölmiðla um að hafa afbakað fréttir af jarðskjálftan- um og björgunaraðgerðunum. Stjómvöld létu loka einni sjón- varpsstöð í gær vegna fréttaflutn- ings hennar af skjálftanum. Stöðin, sem var oft óvægin í garð stjóm- valda, verður lokuð í eina viku. Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig á Richter fannst í tyrknesku höfuð- borginni Ankara í gærkvöld. Engar skemmdir urðu en fjöldi fólks þusti út á götur borgarinnar. Afköst 10 -150 kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð MmM Farestveit & Co.hf. Borgaitúni 28 g S62 2901 Qj; 562 2900 Engir Rússar enn í Orahovac Alþjóðlegir friðargæsluliðar ætla að reyna enn á ný í dag að koma rússneskum gæslusveitum inn til bæjarins Orahovac í Kosovo. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst stuðningi við Rússana en íbúar Orahovac vilja ekki sjá þá og hafa sett upp vegatálma. $ SUZUKS TILBOÐ Chevrolet S-10, skr. 7/'91, ek. 75 þús. km, ssk., 2 dyra. Verð var 590 þús. Nú aðeins 450 þús. TILBOÐ Ford Mondeo Ghia, skr. 1/'98, ek. 18 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð var 1750 þús. Nú aðeins 1590 þús. Suzuki Baleno GLX, skr. 6/'96, ek. 56 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 990 þús. Suzuki BalenoWG, skr. 1/'98, ek. 35 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1320 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 12/'98, ek. 38 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 810 þús. Suzuki Swift GLX, skr. 6/'98, ek. 22 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 870 þús. Suzuki Vitara SE, skr. 8/'98, ek. 17 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1750 þús. BMW 318IA, skr. 7/'96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1990 þús. Daihatsu Ferosa EL, skr. 7/'94, ek. 70 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 820 þús. Ford Escort CLX, skr. 11/'95, ek. 43 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 5/'96, ek. 43 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 890 þús. Hyundai Accent GSI, skr. 7/'97, ek. 24 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 790 þús. Hyundai Elantra, skr. 11/‘93, ek. 99 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 690 þús. MMC Colt GLXI, skr. 3/'93, ek. 95 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 730 þús. MMC Lancer GLX, skr. 10/'96, ek. 66 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1150 þús. MMC Lancer GLX, skr. '91, ek. 110 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 490 þús. Nissan Sunny WG, skr. 8/'91, ek. 103 þús. km, bsk. Verð 690 þús. Opel Corsa, skr. 10/'97, ek. 36 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 880 þús. Subaru Legacy WG, skr. 8/'92, ek. 124 þús. km, bsk. Verð 940 þús. Toyota Corolla XL, skr. 6/'95, ek. 85 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 850 þús. Einnig nokkrir bílar á gjafverði. Kynntu þér málið!_____________ SUZUKIBILAR HK Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibiiar.is Bórís Jeltsín Rússlandsforseti faðmaði Jiang Zemin Kínaforseta að sér þeg- ar þeir hittust á vinnufundi í Bisjket, höfuðborg Kýrgýstan, í morgun. Þar eru einnig leiðtogar þriggja fyrrum Sovétlýðvelda í Asíu. Skólp í dýrafóðri Nýtt hneyksli vegna mengaðs dýrafóðurs er í uppsiglingu i Frakk- landi. Þar hefur fóðurframleiðandi blandað úrgangi úr hreinsibúnaði fyrirtækis síns saman við fóður handa kjúklingum og svínum. Sam- kvæmt þýskum sjónvarpsþætti er talið að fóðurframleiðandinn hafi einnig blandað venjulegi skólpi við fóðrið. Grunur leikur á að margir aðrir fóöurframleiðendur í Frakk- landi og Bretlandi hafi notað sömu aðferð. Ekki er ljóst hversu lengi sóða- skapurinn hefur átt sér stað. Franska iðnaðarráðuneytið hefur staðfest að skolpi hafi verið blandað saman við fóður í mörg ár. Yfirvöld hafa nú lokað fyrrgreindu fyrirtæki. Enn er ekki vitað hvort skólpið hefur valdið skaða á fólki. Hætta er þó talin á þvi þar sem hættulegar bakteríur og eiturefni geta verið I skólpinu. Samkvæmt frétt blaðsins Intemational Herald Tribune stöðv- aði stór þýsk matvælaverslunar- keðja sölu á frönsku svínakjöti síð- astliðinn föstudag. Evrópusamband- ið hefur einnig brugðist harkalega við nýja fóðurhneykslinu. Hefur sambandið ritað frönskum yfirvöld- um áríðandi bréf og krafist skýr- inga. „Séu upplýsingarnar sem við höfum fengið sannar þýðir það mikla hættu fyrir heilsu manna," sagði Thierry Daman, talsmaður landbúnaðardeildar sambandsins. Stuttar fréttir i>v Ríkjasambandi ógnað Edmund Joensen, fyrrum lög- maður Færeyja, segir það skyldu Færeyinga að standa vörð um ríkjasambandið við Dani. Hann segir að aldrei áður hafl því verið jafnmikið ógnað og nú. Færeyska landstjómin undirbýr nú aukið sjálfstæði eyjanna. Grænir elta Clinton Umhverfisverndarsinnar í Bandaríkjunum þrýsta nú mjög á Bill Clinton for- seta að banna fyrir fullt og allt alla vega- lagningu í skóg- lendi í ríkis- eign. Græningj- arnir láta flytja áskoranir sínar í auglýsingatíma útvarpsstöðva vestra. Efnavopn gegn Albönum Eiturefnasérfræðingur Samein- uðu þjóðanna segir rannsóknir hafa leitt í Ijós að Serbar hafi beitt efnavopnum gegn frelsisher Kosvovo. Um 4 þúsund Albanar eru taldar hafa skaðast af efna- vopnunum. Ræningi skotinn til bana Sænska lögreglan skaut í gær til bana ræningja og handtók ann- an við pósthús í Jarna í Sviþjóð. Robertson aölaður George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands og verðanda framkvæmda- stjóri NATO, hlaut titil lá- varðar 1 gær. Það þýðir að Robertson fær sæti í efri deild þingsins og þar með getur Verkamanna- flokkurinn flýtt aukakosningum til neðri deildarinnar. Þær verða nú haldnar í september í stað október. Kosningamar verða haldnar sama dag og Skoski þjóð- emissinnaflokkurinn heldur árs- fund sinn. Eldflaugaárás Fjöldi lést í eldflaugaárás í gær í aðalstöðvum talebana í Afganist- an. Æðsti leiðtogi talebana, Mo- hammed Omar, slapp ómeiddur. Ný tungumáladeila Ný deila um hvaða tungumál eigi að tala á fundum Evrópusam- bandsins virtist í uppsiglingu í gær þegar Spánverjar sögðust mótfallnir þýsku. Skotárás á N-írlandi íri særðist á fæti í skotárás vopnaðra sveita á N-írlandi síð- astliðna nótt. Verkfall í S-Afríku Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna í S-Afríku efndu í gær til verkfalls. Kröföus’t þeir samningaviðræðna um launamál. Gates gefur milljarða Tölvukóngurinn Bill Gates ætl- ar að lofa öðrum að njóta góðs af auðæfum sín- um. Hann hefur gefið um 40 milljarða ís- lenskra króna í sjóð sem verja á fé úr til heil- brigðis- og menntamála. í sjóðnum eru nú yfir 1 þúsund milljarðar íslenskra króna. Njósnahneyksli Umfang njósnahneykslisins i Sviss jókst í gær er tveim háttsett- um mönnum leyniþjónustunnar var vikið úr starfi. Njósnaforing- inn Regli er sakaður um að hafa reynt að stofna leyniher. Samþykkja friö Skæruliðaleiðtogar í Kongó segjast reiðubúnir að undirrita friðarsamkomulag sem binda á enda á 1 árs borgarastríð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.