Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 12
12 enning MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 DV / íma og Otíma Alveg óvart fórum við strax að tala um tím- ann, Jaroslaw Kozlowski myndlistarmaður og undirritaður þegar við hittumst yfir kaffibolla á Sóloni íslandus um daginn. Þangað vorum við komnir til að spjalla um þátttöku hans i FIRMA ‘99, sýningarverkefhi Myndhöggvarafélagsins. Kozlowski hafði nefnilega litinn tíma til ráðstöf- unar og undirritaður var seinn fyrir. Og ástæð- an fyrir því að Kozlowski var tímabundinn var að hann var að biða eftir sendingu frá Svíþjóð af klukkum sem ganga afturábak. Merkilegt nokk fyrirfinnast engar slikar klukkur hér á landi... Og tíminn var að hlaupa frá listamanninum þar sem sýningin átti að hefjast eftir þrjá daga. Allur þessi vandræðagangur út af tímanum var þó einhvem veginn við hæfi, eins og ýmsum afbrigðum konsept- og Flúxuslistar. Hann sýndi meira að segja verk eftir aðstand- endur Suðurgötu 7 og kann Friðrik Þór Frið- riksson, einn Suðurgötumanna, að segja skemmtilegar sögur af dvöl sinni í Poznan í þann mund sem herlög voru að bresta á í Pól- landi. Kozlowski er sjáifum skemmt yfir þvi að gamla Suöurgötuhúsið skuli nú vera orðið hluti af umhverfisverki hans í Árbæ. Meðan Kozlowski rak þetta gallerí háði hann marga hOdi við þursana i alræðiskerfmu, varð stundum að smygla verkum inn og út úr land- inu, auk þess sem bókverk eftir hann voru gerð upptæk af ritskoðurum. í Póllandi hefur ofsókn- arkenndin sannarlega verið háþróuð þvi bók- verk Kozlowskis innihalda mestmegnis heim- stæður eru eiginlega mitt sérstaka áhugamál. Sérstaklega sú þverstæða að við erum alltaf að reyna að finna einhverja lógíska umgjörð utan um allt sem er þegar mikfivægi þess liggur kannski í þvi að það bara er og verður ekki fært í annan .búning.“ Kozlowski hefur einnig látið sig varða þver- stæðumar sem innbyggðar eru í myndlistina, t,d, í hugmyndina um óskorað frelsi listamanns- ins, um gildi listarinnar og frumleikann í henni. „Ég er orðinn óskaplega þreyttur á því hvem- ig orð eins og „listamaður" og „listsköpun" era notuð hversdagslega, þegar ljóst er að næstum hver maður leggur sinn eigin skilning í þau. Við Jeff Koons tölum báðir um „listsköpun" en hvað framkvæmdina snertir gætum við verið frá sitt DV-mynd Teitur Jaroslav Kozlowski. „Þverstæður eru mitt áhugamál. Kozlowski viðurkenndi fúslega og brosmildur því um langt skeið hefur tíminn verið eitt helsta viðfangsefni hans, persónulegur tími, sögulegur tími, afstæður og „absólútt" timi og tengsl tíma og rýmis. Árið 1993 lét Kozlowski senda sér hundruð klukkna alls staðar að úr heiminum og gekk sér- hver þeirra á „staðartima". Þessum klukkum kom hann fyrir í afmörkuðu umhverfi þar sem þær tifuðu hver með sínum hljóm; útkoman varð ástand sem líkja má við tímalausa tónlist- aruppákomu. Þarf því engan að undra að tíminn skuli einnig vera til umfjöllunar í verki hans í Árbæj- arsafni sem er framlag hans til FIRMA ‘99. Þar setur hann upp 24 veggklukkur á 12 bæjum í safninu og sýnir hver klukka sinn tíma. Tólf þeirra ganga áfram en hinar tólf aftur á bak. Og afturábakklukkumar vantar, eins og áður er getið. „Við þetta skapast tímabelti milli líðandi og liðinnar stundar," segir Kozlowski. „Safngestur- inn verður að gera upp hug sinn til þess sem „er“ og þess sem „var“. Og vonandi gerir hann sér einnig grein fyrir í hve marga ólíka farvegi sagan hefði getað þróast fyrir einskæra tilviljun, lítið atvik, fýrir það sem nefna mætti „íhlutun einstaklingsins". Hér á við það sem Wittgen- stein sagði, nefnilega að „hvað eina sem við get- um lýst gæti verið annað en það er“. Þjóðsagnapersóna Kozlowski er einn af frumkvöðlum konsept- listar í Póllandi og raunar nokkurs konar þjóð- sagnapersóna í listaheiminum þar. í áraraðir rak hann eitt helsta framúrstefhugallerí í land- inu, Akumulatory 2, i Poznan meira og minna upp á sitt einsdæmi og efndi þar til sýninga á spekilegar pælingar í formi bókstafa og persónu- legra rúmfræðiútreikninga. „Þeir héldu kannski að ég væri með duldar vísanir til viðkvæmra pólitískra ágreinings- mála,“ segir Kozlowski og hlær að öllu saman. Viðurkennir þó að róðurinn hafi stundum verið erfiður. Er hann þá ekki auðveldari í dag? „Kannski ekki auðveldari, en alltént öðravísi. Nú er pólitíkin ekki lengur grýlan, heldur mark- aðshyggjan. Ég get nefht þér eitt dæmi. í nítján ár tókst mér að skrimta undir harðstjóm og setja upp u.þ.b. 250 listsýningar. Um leið og far- ið var að markaðsvæða, stórhækkaöi allur kostnaður, pappir, símagjöld, allur fiárinn, þannig að ég hafði ekki lengur efni á að reka galleríið. Síðan hef ég mestmegnis unnið fyrir mér með kennslu hér og þar.“ Þörf íyrir ný hugtök Kozlowski er hugsi um stund. Bendir síðan út á Bankastræti. „Það er svo mikO sjónmengun að markaðs- hyggjunni. Hér era auðvitað auglýsingar og veggspjöld á strjáli, en í flestum borgum Pól- lands er búið að útbia nánast hveija götu með auglýsingaskiltum, þar era allir að reyna að selja og græða.“ Undirritaður spyr um viðgang konseptlistar- innar; er hún enn marktækt afl á alþjóðlegum sjónlistavettvangi? „Konseptið - hugmyndalistin - er enn mikil- vægt fyrirbæri. En það er kannski víðtækara, umfangsmeira en fyrrum. Nú tekur það ekki einasta til tungumálsins heldur einnig tO hluta. Hlutimir verða eins konar staðgenglar hug- myndarinnar. Konseptið nýtist sjálfum mér a.m.k. ennþá tO könnunar á aOs kyns þverstæð- um í hugsunum okkar og breytni. Þessar þver- hvorri plánetunni. Kannski við þurfum að finna upp ný hugtök." Á móti opinberum listaverkum Hann nefnir eitt lítið dæmi um þverstæðu í myndlistarlegum þankagangi sem hann segir vera á mörkum hins fáránlega. „í Holiandi fer myndlistarkennsla m.a. fram í fangelsum. Hugsaðu þér, það er verið að kenna innOokuðu fólki að tjá sig sem væri það frjálst! Kannski er það ámóta fáránlegt að það skuli aOtaf verið að troða myndlist upp á fijálst fólk í formi svokaOaðra „opinberra listaverka“.“ Kozlowski er sem sagt á móti því að hafa myndlist annars staðar en i umhverfi sem er sérstaklega ætlað henni. „Ég vO að fólk hafi sjáOsvald um það hvort það viO skoða myndlist eða ekkj, að það geri sér sérstaka ferð í gaderí, söfn eða skúlptúrgarða td þess ama. Það á ekki að þurfa að umgangast listaverk sem það hefur ekki beðið um. TO dæm- is var ég hjartanlega sammála fólkinu í New York sem vOdi ekki hafa risastóra jámplötuna hans Richards Serra á torginu hjá sér. Enginn spurði það álits.“ Kozlowski er því afar feginn að hafa fengið Árbæjarsafn sem starfsvettvang, segir að senni- lega hefði hann hætt við að koma hefði hann verið beðinn að sefia upp verk á almannafæri. Og boðskapur hans til kodeganna? Listamaður- inn brosir út undir eyra. „Stattu utan við hreyfingar og hugmynda- fræði og gerðu út á prívatheim þinn og meinlok- ur - þitt eigið tímaskyn. Þannig áttu meiri möguleika en eda tO að öðlast listrænt frelsi sem stendur undir nafni“ -AI JÓN LEIí'S „Alvöru tónlist" eftir Jón Leifs Sænska BlS-útgáfufyrirtækið stendur að út- gáfu tónverka Jóns Leifs með miklum sóma. Fyr- ir skömmu sendi fyrirtækið frá sér geislaplötu með blönduðum tónverkum eftir Jón, þar sem era meðal annars Hekla, Minni íslands, Hinsta kveöja, Galdra-Lofts- svítan og fleiri verk. EjaOað var um plötuna hér á menningarsíð- unni á mánudaginn. BIS kynnir plötuna í sérstöku dreifiriti sínu, en ef tO vid ekki á al- veg réttum forsendum. í dreOiritinu segir: ,Hekla er sennOega há- værasta hljómsveitarverk sem hljóðritað hefur verið en þar kemur við sögu fúdskipuð hljóm- sveit með 19 ásláttarhljóðfæraleOíurum sem leika á steina, steöja, akkeriskeðjur, byssur og ýmislegt fleira. En í verkinu er líka aó finna al- vöru tónlist,“ (leturbreyting menn.síöu). fvíft ÍCEXAM> SYSlI'HOírk’ ORCHESTRA KN SHAÖ IFrændur syngja saman Það er sennOega ekki algengt, hvorki í ís- lenskri né erlendri tónlist, að náfrændur séu syngjandi óperatónlist á sama tima, hvað þá í sama óperuhúsi. Þetta gerðist einmitt í því nafn- togaða óperu- húsi, Theater an der Wien, i Vín- arborg fyrir skömmu, þegár bræðrasynirnir Guntiar Guð- bjömsson og Kol- beinn Jón Ketils- son ( á góðri stund hér á mynd) sungu þar hlutverk í sitt gj hvorri uppfærslunni um sama leyti, Kolbeinn í : Faust eftir Luis Spohr og Gunnar í Vínarblóói : eftir Jóhann Strauss. Og það sem meira er, báð- 1 ir sungu þeir og léku greifa, Kolbeinn Graf Hugo : og Gunnar Graf Zedlau. Fyrir tOvOjun deOdu þeir frændur einnig búningsherbergi meðan á ■ þessu stóð. Hitlerslist og austur-þýsk list í Weimar í Þýskalandi stendur nú yfir sýning sem vakið hefur feOmarlega athygli. Á henni eru 100 málverk úr einkasafni Hitlers (á mynd), sem gefa tO kynna hvaða augum hann leit mj'ndlist- ina og hlutverk hennar í þúsundáraríki sínu. Þama er mestmegnis um að ræða lofgjörðir tO stæltra stríðsmanna og auðmjúkra draumadísa. Expressjónismi og önnur tilraunastarfsemi er víðs fiarri, enda var það úrkynjuð myndlist og j óæskOeg að mati Hitlers. „Þetta er ömurlegasta samsafn listaverka sem ég hef nokkum timann þmft að hengja upp,“ segir sýningarstjórinn, Achim Preiss. „En mestur hluti þeirra hefur ekki verið sýndur í Þýskalandi frá 1945 og þau veita okkur ómetanlega innsýn í þankagang nasista.“ Em og sér hefur þessi síming á safni Hitlers ekki komið Þjóðveijum úr jafnvægi, sem bendir tO þess að þeir séu loksins reiðubúnir að horfast í augu við fortíð sína. Hins vegar era margir afar ósáttir við að Preiss skuli tefla . saman verkum Hitlers og listaverkum sem gerð vora í Austur-Þýskalandi á tímum kommúnistastjóm- arinnar. Listamenn sem störfuðu í Austur-Þýska- landi segja ótrúlega bíræfni af Preiss, sem er Vestur-Þjóðveiji, að sefia samasemmerki milli nasistalistar og austur-þýskrar listar - og þar með einnig milli þessara tveggja þjóðfélaga. Að vísu er margt líkt með verkamönnunum sem hyOtir era í málverkum HitlertímabOsins og al- þýðuhefiunum sem koma fyrir í áróðursmálverk- um austur-þýskra. En ekki virðist gerður grem- armunur á skiþulegri kúguninni í menningar- málum sem viðgekkst í Þýskalandi á tímum nas- ista og fremur tOvOjunarkenndum tOraunum austur-þýskra mennhigaryfirvalda tO að leggja listamönnum linuna. Enda er austur-þýska myndlistin langtum fiöl- breyttari en myndlist Hitlers, auk þess sem aust- ur-þýskir listamenn virðast iðulega hafa komist upp með þjóðfélagslega gagnrýni sem þeir hefðu þurft að gjalda fyrir með Ofi sínu á Hitlerstíman- um. Umsjón Aðalsteinn Ingólfssnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.