Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Fréttir Þór Magnússon, Tyrklandsfari, um það sem var erfiðast á jarðskjálftasvæðunum: Brostin augu og nálykt mikil reynsla fékkst en alveg ljóst að hópinn hefði átt að senda fyrr Tyrklandsförunum var fagnað við heimkomuna í gær. Hér tekur Sólveig Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Almannavarna við veglegum blómvendi. DV-mynd Hilmar Þór „Þaö er alveg klárt. Við komum of seint. Samt segir maöur: aldrei aö segja aldrei. En mestu líkumar á að finna fólk á lífí er á fyrstu tveimur sólarhringunum. Við erum búin að læra mikið í þessari ferð og höfum nú tækifæri til aö gera mjög margt - fyrst og fremst höfum við nú skiln- ing á því hvað þarf að gera á vett- vangi. En erfiðast var að horfa í brostin augu fólksins," sagði Þór Magnússon frá Slysavamafélagi ís- lands - Landsbjörgu, við DV þegar hann kom til landsins af jarð- skjálftasvæðunum í Tyrklandi í gær, ásamt félögum sínum frá Slökkviliðinu í Reykjavík og lækni af Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Utanrik- isráðuneytið sá um ferðina af ís- lands hálfu. Eymd, tár og sorg „Þetta var eymd og sárt,“ sagði Þór. „Fólkiö kom hlaupandi á móti okkur, ættingjarnir sem áttu hálfa fjölskylduna innilokaða í rústum i kringum okkur. Þeir vissu kannski innst inni að fólkið þeirra var látið. Þeir komu og tóku í höndina á okkur og báðu okkur um að fara og leita. Við vorum yfirleitt fljótir að fmna út úr þessum hlutum." - Hvemig var að starfa í þessari lykt í hita þar sem lík vom víðast hvar? „Það er nú eins og við þekktum þetta flest. Ég náði að brynja mig fyr- ir þessu. Kannski var þetta ekki eins vont og ég hélt. Hins vegar var ég bú- inn að undirbúa mig. Við smurðum okkur undir nefið, vorum með maska og reyndum að fara alveg ofan í þar sem þetta er verst. En erfiðast var að horfa í þessi brostnu augu fólksins sem mætti okk- ur. Við vissum alveg hvað var þama inni. Maður sér það best í augum á ættingjunum. En við emm í þessu og verðum að takast á við þessa hluti.“ Einhver heyrir eitthvað! „Síðustu dagana var mikið verið að hringja í okkur,“ segir Þór: „Við vilj- um fá ykkur núna. Það er einhver sem heyrir eitthvað inni í rústun- um.“ 1 Við vorum sendir með tækin okkar af stað og látnir prófa. Við reyndum að hlusta, bönkuðum í rústimar, köll- uðum, fórum með myndavélina og reyndum að finna glufur og að kom- ast hjá því að setja sjálfa okkur í hættu. Þór Magnússon. Við ókum um þorpin og leituðum hreinlega að stöðum þar sem við gát- um komið að gagni. Það sem við horfðum á var fólkið sjálft að krafsa í rústunum. Við spurðum: „Ertu að leita að sjónvarpinu þínu eða fólkinu þínu? Heyrðir þú eitthvað? Auðvitað var fólk stöðugt að heyra eitthvað innan um rústirnar. Við vissum ekki hvort það var þessa heims hljóð eða annars." Heyrðum krafs - Heyrðuð þið sjálfir hljóð í rústun- um sem þið tölduð vera í lifandi fólki? „í gær (á mánudag) vorum við í verkefni sem við urðum svo reyndar að skilja við um kvöldið. Þar voru nokkrir aðilar búnir að fullyrða að þeir heyrðu kallað út úr rústunum: „hjálp“ og „mamrna" og eitthvað slíkt. Við vorum sendir i verkefnið til að reyna að hlusta þetta. Við gerðum það og heyrðum krafs. Hins vegar sáum við kött og fleira koma út úr rústunum. Hvort þaö var það sem við heyröum vitum við ekki. En við heyrðum greinilega eitthvert skrjáf sem ekki átti að vera. í kjölfar þessa var ákveðið að leita alveg í þessar rústir og grafa þær upp. Við vissum svo ekki um afdrif þessa en komum til með að frétta hvað geröist." Ekki hræddur um íslenskar bygging- ar eftir þetta Þór segir að upp úr standi hversu ótrúlega lélegar margar tyrk- neskar byggingar séu. „Þótt þær virðist margar tiltölulega nú- tímalegar eru þær ótrú- lega lélegar. Eftir að hafa séð þessi hús og sumt af því sem enn þá stendur er ég ekki mjög smeykur um íslenskar byggingar. Sagt er þarna í Tyrk- landi að sumir verktak- arnir steli helmingnum af steypustyrktarjárn- inu og öðru byggingar- efni til að ná niður kostnaði. Það er gífurleg verðbólga þarna og allir eru að reyna að koma sér upp húsnæði. Við þekkjum þetta héðan að heiman að setja alla peninga í steypu og fá eitthvað út úr þvt. Þá hafa komið aðila sem hagnast svona á þessu. Húsin líta vel út en svo eru bara svik á bak við. Maður sá fólk grátandi með steypu- brot í höndunum." Þór sagði að Bandaríkjamenn hefðu verið með fjölmennar hjálpar- sveitir. Vissulega væri gott að hafa margar hjálparhendur á slysstað, en fjöhnenni út af fyrir sig væri ekki heppilegast við leit í rústum. „Það sem við teljum að þurfi að gera við svona aðstæður er að hafa létt og sjálfstætt lið sem hefur góð samskipti, bíl og túlk. Svo fer það hratt um svæðið með besta búnaðinn - vel þjálfað fólk, eins og ég held að við séum. Við lærðum mikið. Þetta hefði ver- ið enn þá lærdómsríkara hefðum við verið þarna á fyrsta og öðrum sólar- hringnum. Engu að síður var það mjög gott skref sem við tókum með því að fara til Tyrklands. Það á eftir að skila okkur heilmiklu á íslandi, ekki bara gagnvart jarðskjálftum. Við sjáum nú líka hvar við stöndum gagn- vart öðrum þjóðum,“ sagði Þór Magn- ússon. -Ótt Afreksmenn úr leik íslendingarnir sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum iþróttum í Sevilla á Spáni eru allir úr leik. Þetta er ekki nógu gott, sagði lands- liösþjálfarinn í blaöaviðtali, heldur daufur í bragði. Hann var ekki kátur með frammi- stöðuna. Það er Dagfari ekki heldur. En Dagfari sér hlutina í samhengi, tapar ekki áttum í þessum hríðarbyl vonbrigð- anna. Fyrir rúmu ári fóru menn að taka upp á þeim ósköpum að brjóta blað í sögu íþrótt- anna, hurfu frá áralangri og árangursríkri sveltistefnu og skiptu yfir í peningaaustur. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra eins og reyndar hefur komið á daginn. í fyrra ákvað ríkið að greiöa 10 milljónir króna í afreksmannasjóð næstu fimm árin eða samtals 50 milljónir. Að auki lofaði ÍSÍ að leggja árlega fram 12 lottómilljónir í sjóðinn. 22 milljónir voru því til skiptanna á hverju ári. Og fjármálaráðherra, sem jós fénu ásamt mennta- málaráöherra og forseta ÍSÍ, sagði hróöugur að nú biði fiöldi fólks eftir að sjá þessa peninga að störfum. Eftir HM í Sevilla bíður Dagfari. Og mun bíða eins og ráðherrarnir og forseti ÍSÍ. Dagfara var löngu ljóst að íslendingar þurfa ekki peninga til að standa sig i íþróttum. Verð- launapeningaregnið var aldrei meira en þegar af- rekssjóðimir voru tómir og menn hlupu, stukku og köstuðu eftir vinnu. í norðangarra og sand- roki á Melavellinum. Alvöm af- reksmenn án alvömsjóðs. Svelti óg möl var það sem dugði. Afreksíþróttir eru ekki fyrir afreksmenn heldur tann- lækna, lögfræðinga, skrifstofu- stjóra, skurðgröfukarla og strætóbílstjóra sem spýta í lóf- ana eftir vinnu. Þetta áttu ráð- herramir og forseti ÍSÍ að vita. Þegar blaðið var brotið í fyrra kveinaði Eggert, forseti KSÍ, þar sem karlalandsliðið fékk ekki krónu úr hinum digra afreksmannasjóði. Af- reksmennimir hirtu allt og kvennalandsliðið eina milljón. Eggert sagði afreksmenn fiár- austurs kexruglaða að láta svona, raða þyrfti hlutunum í aðra forgangsröð. En Eggert átti að vita betur. Kvennalands- liðiö hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum. En afrekin létu ekki á sér standa hjá fótboltalandsliði karla. Það hefur unnið hvem stórsigurinn á fæt- ur öðmm og hefur ekki í annan tíma verið jafn- hátt skrifaö meðal landsliða heims. Og það án þess að fá krónu úr afreksmannasjóði. Afreks- menn eru hins vegar úr leik. Dagfari sandkorn Orðinn gleyminn Vef-Þjóðviljinn, samviska frjáls- hyggjumanna, skefur ekki utan af því nýlega í grein um hinn fjálglega Hann- es Hólmstein Gissurarson. Þar segir: „Ekki er annað að sjá en að Hannes Hómsteinn Gissurar- son hafi gleymt nokkrum helstu kost- um hins fijálsa mark- aðar. Að minnsta kosti ef marka má umrnæli hans um kaup nokk- urra kaupsýslu- manna á hlut í PBA. Eitt af því sem Hannes virðist hafa gleymt er að bæöi hluthafar og við- skiptavinir einkafyrirtækja geta leitað annað ef þeim sýnist svo. Þeir sem vilja síður eiga viðskipti við ákveðna aöila færa viðskipti sín annað. Hluthafar sem kæra sig ekki um að vera í kompaníi með vissum mönnum geta selt hlutinn sinn og sett féð á beit annars staðar." Stefán að falla? Þegar Stefán Gunnlaugsson, veit- ingamaöur á Akureyri, tók við for- mennskunni í knattspyrnudeild KA sl. haust áttu menn von á byltingu varð- andi árangur meistaraflokks félagsins, enda hefur Stefán oftar en ekki leitt lið félags- ins til góðra sigra. Að hætti Stefáns var ráð- ist í leikmannakaup og ekkert sparað til þess að KA kæmist að nýju í hóp bestu liða landsins, í meistara- deildina. Staöan nú er hins vegar sú að liðið hangir á barmi hengiflugs og fall í C-deild blasir við. Fari svo bendir ýmis- legt til þess að KA-menn hitti þar fyrir fiandvini sina í Þór og eru knattspyrnu- áhugamenn á Akureyri alveg að fara á límingunum vegna slaks árangurs liða sinna í sumar og undanfarin ár. Hver er iðjuleysinginn? Eitthvert „apparat" sem kallar sig Akureyrarakademíuna hyggst halda menningarnótt um næstu helgi og út- nefna þar menn aldarinnar á ýmsum sviðum. Þar á meðal má nefna góðborg- ara aldarinnar, íþrótta- mann aldarinnar, iðnað- armann aldarinnar og kaupfélagsstjóra aldar- innar. Færi nú svo að Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, yrði útnefndur kaup- félagsstjóri aldarinn- ar yrði hann í „þokkalegum“ félagsskap eða hitt þó heldur því einnig á m.a. að útnefna iðjuleysingja aldarinnar og drykkjumann aldarinnar. Kunngera á hverjir verða tilnefndir í Ketilshúsinu í Listagilinu sem listamenn á Akureyri hafa fengið á silfurfati eins og ýmis önnur mannvirki í Gilinu og verður að telja líklegt að listamönnunum þyki þetta tiltæki fyndið... Akureyringar í vanda Ásgeir Magnússon, formaður bæj- arráðs Akureyrar, var greinilega í nokkrum vanda þegar hann'var beðinn að svara þvi opinberlega hver væri af- staða hans til virkjunarinnar umdeildu á Austurlandi og áforma um álsversbygg- ingu í Reyðarfirði. Að hætti stjórnmála- mannsins sneri þessi fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað sig fim- lega út úr málinu án þess raunar að segja nokkuð annað en það að hann hlynntur atvinnuuppbyggingu á Aust- urlandi. Skiljanlegt, því fyrir dyrum stendur sameining kjördæmanna á Norðurlandi eystra og Austurlandi og mjög aukin samvinna sveitarfélaganna í þessum landshlutum á ýmsum svið: um, og því hyggilegast að styggja ekki neinn. Það er því varla við því aö búast að bæjarfulltrúar á Akureyri, hveiju nafni sem þeir nefnast, vilji tjá sig mik- ið um Eyjabakka, álver á Reyðarfirði og fleira í þeim dúrnum, a.m.k. þeir sem innst inni eru ekki hlynntir stóðiðjunni svokölluðu... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn <®£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.