Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 28
60 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 I>'V nn Ummæli Ekkimeð bundnar hendur „Það er ekki hægt að tala um að tekið sé , fram fyrir hend- urnar á mönnum i fyrr en hlutirnir , er gerðir." Finnur Ingólfs- son, um ummæli Daviðs Oddsson- ar á SUS-þingi, í Degi. Lögmál markaðarins „Lögmál markaðarins eru ekki þau að eignaraðild sé dreifð - hvorki á fiskimiðum, fjölmiðlum né bönkum. Lög- málin eru þau að allt safnast jafnt og þétt á æ færri hend- ur.“ Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. Tómahljóð í málatilbúnaði „Tómahljóðið í málatilbún- aði hans er hið sama og ein- kenndi stefnu- leysi fylkingar1 vinstrisinna í utanríkismál- um fyrir þing- kosningar." Björn Bjarnason menntamálaráðherra, um ummæli Guðmundar Árna Stefánssonar, í Morgunblað- Svínari „Ákvörðun meirihluta hreppsnefndar er skólabókar- dæmi um pólitík, vinskap og klikuskap." Eiríkur Stefánsson, verka- lýðsforingi á Fáskrúðsfirði, um úthlutun hreppsnefndar á byggðakvóta, í DV. Norðmenn samir við sig „Norðmenn vilja hafa norska leikmenn í liðum sinum, ekki ís- : lendinga né aðra | , útlendinga. Þess vegna er erfitt, fyrir norska fjöl- miðla að fjalla trm okkur ís- lendingana, sem flestir hafa verið að gera mjög góða hluti. Það fer i taugarnar á þeim að við séum að stela senunni." Helgi Sigurðsson knatt- spyrnukappi, í Morgunblað- inu. Erum vanir sigrum „Áður missti maður stjórn á sér þegar liðið vann en þannig er það ekki lengur. Við erum orðnir svo vanir sigrunum." Guðbjörn Ævarsson, formað- ur Manchester United- klúbbsins, í DV. Sæmundur Unnar Sæmundsson, íslandsmeistari í Hálandaleikum: Sterkastur í lóðakastinu „Þetta hefur verið stórkostiegt sumar fyrir mig, ég vann átta mót af níu og kórónaði sumarið með þvi að sigra Bandaríkjamanninn Ryan Vierra, heimsmeistarann í Hálanda- leikum, á síðasta mótinu í Hafnar- firði um síðustu helgi,“ segir krafta- jötuninn Sæmundur Unnar Sæ- mundsson, sem hefur haft yfirburði yflr keppendur sína á flestum Há- landaleikamótum sumarsins og dugði ekki til þótt inn _________ væru fluttir þrír út- lendingar til að stöðva sigurgöngu hans, Sæ- mundur fór létt með að sigra þá alla. Sæmundur hefrn- verið að bæta sig í allt sumar en hann segist þó fá mikla keppni frá félögum sínum: „Kappar eins og Auðunn Jónsson og Andrés Guðmundsson eru mjög sterkir og veita manni aðhald. Nú, þá má geta þess að til okkar kom Hol- lendingurinn Vout Zijlstra á mótið í Hafnarfirði, en hann varð þriðji á stórmótinu Sterkasti maður heims í fyrra. Hann kom gagngert til að ná aftur heimsmetinu í lóðakasti en ég tók það af honum á ísafirði fyrir hálf- um mánuði. Honum tókst það ekki, ég sigraði hann og sigraði í lóðakast- inu þar sem ég er sterkastur, hef aldrei tapað í þeirri grein.“ Sæmundur segir nóg fram undan i kraftkeppnum: „Það eru Hálandaleik- arnir í Skotlandi sem ég geri mér vonir um að komast á, ég varð í sjötta sæti í fyrra og vil standa mig betur, þá hef ég mikla löngun til að taka þátt i Sterkasta manni heims en það verður þó ekki fyrr en á næsta ári því Torfi Ólafsson fer í ár. Þetta er mótið sem allir vilja sigra í, enda stærsta kraftamótið. Það verður svo nóg af kraftakeppnum og sýningum úti í löndum í vetur. Ég hef verið duglegur að taka þátt í kraftakeppn- um erlendis, að vísu hef ég ekki mátt vera að því að fara til útlanda í sum- ar þar sem svo mikið hefur ver- ið að gera hér heima." Tíu ár eru síðan Sæ- Maður dagsins mundur hóf að lyfta: „Ég byrjaði að æfa lyftingar fyrir tiu árum, hef æft í Gym 80 frá því Jón PáÚ t Sigmarsson opnaði það árið 1991. Fyrstu tvö árin tók ég ein- göngu þátt í | lyftinga- '{ keppnum en fór síð- an að ein- beita mér að kraftakeppn- um, sem er aðal- grein mín í dag þótt skemmtilegast finnist mér að taka þátt í aílraunum." Á Hálandaleikunum klæðast Sæmundur og félag- ar hans Skotapilsum: „Þetta var svo- litið skrýtið fyrst en það vandist fljótt og svo skapar það vissa stemningu meðal áhorfenda sem alltaf skemmta sér vel yflr aflraunum okkar, að hafa okkur í pilsunum." Sæmundur er atvinnumaður í kraftakeppnum: „Ég hef ekki unnið við annað í nokkurn tíma, hef ekkert mikið upp úr þessu, en nóg til að skrimta. Það er varla hægt í dag að vinna með þessu ef á að halda sér í toppformi, ég æfi þetta þrjá klukkutíma á dag. Áður keyrði ég vörubíl hjá fóður mínum sem á verktakafyrir- tæki.“ Sæmund- sem er í sambúð með Sólveigu Guðmundsdótt- ur iðnhönnuði, segir lítinn tíma fyrir önnur áhuga- mál. Kraftakeppnirnar, æfingar og allt það stúss sem þessu fylgir tekur allan hans tíma. -HK Gunnar Gunnarsson ásamt skúlptúrnum Slúðurfræðingi. Málverk og ^ skúlptúr í Listahorninu, Kirkju- braut 3 á Akranesi heldur Gunnar Gunnars- son sýningu. Á sýningunni eru olíu- og vatnslita- myndir, myndir unnar í krít og kol ásamt blandaðri tækni og svo sýnir hann einnig skúlp- túrinn Slúður- fræðing. Gunn- ar útskrifaðist úr kennara- deild MHÍ 1986 og hefur hann kennt og unnið samhliða að myndlist í Stykkishólmi. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og verið með í samsýning- um á Vesturlandi og í Reykjavík. Síðast var Gunn- ar myndlistarmaður júní- mánaðar í listglugga Bún- aðarbanka íslands í Austurstræti. Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og stendur til 6. sept- ember. Sýningar Myndgátan Lausn á gátu nr. 2484: Umskiptingur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Ragnheiður Skúladóttir fer með eina hlutverkið. Tvö stutt leikverk Tvö stutt leikverk verða flutt í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 20.30. Verkin nefnast Þar sem hún beið og Kallið og fer Ragnheiður Skúla- dóttir leikkona með eina hlutverk- ið í leikritunum, er um seinni sýningu af tveimur að ræða. Þar sem hún beið er einleikur eftir bandarískan höfund, Paul D. Young, í þýðingu Ólafs G. Har- aldssonar en verkið er samið sér- staklega fyrir Ragnheiði og er um frumflutning á því hér á landi að ræða. Einhleyp athafnakona læt- ur hugann reika yflr líf sitt þar sem hún situr " , og bíður einu LeiKnllS sinni sem oft-______________ ar á einhverjum flugvellinum. Uppsetning verksins er unnin í samstarfi við Kristínu Hauksdótt- ur myndlistarmann og Pétur Grét- arssonar tónlistarmann. Kallið er spunaverk eftir Ragn- heiði og hefur hún sett það upp víða frá frumuppfærslunni i Iowa fyrir tíu árum. Þai- er sjónum beint að samskiptum leikarans við áhorfendur. Verkið tekur jafn- an nokkrum breytingum við hverja uppfærslu. Ragnheiður Skúladóttir lauk mastersnámi í Bandaríkjunum 1996 og hefur síðustu ár verið bú- sett í New York þar sem hún starfar sem leikkona og leiklistar- kennari. Bridge Þrátt fyrir að ítalir hafl unnið nokkuð sannfærandi sigur á Banda- ríkjunum í úrslitaleik sveitakeppn- innar á HM yngri spilara (261-166) þá náðu Bandaríkjamenn stundum að sýna klærnar í leiknum. í þessu spili græddu Bandaríkjamenn 12 impa á grimmari sögnum. Sagnir gengu þannig í opnum sal, norður gjafári og NS á hættu: * 1074 * Á1098542 * 7 * 74 * G532 * G3 * ÁG8 * ÁDG6 * KD6 * 7 * KD1062 * K532 Norður Austur Suður Vestur DíAvos. Willenk. Mallardi Greco 2 * pass pass dobl pass 3 ♦ dobl pass pass 3 grönd dobl p/h Bandaríkjamenn hefðu ekki orðið feitir af því að spila þrjá tígla og því var það góð ákvörðun fyrir Willen- ken að taka út í þrjú grönd. Útspil Mallardis var hjartasjöa og austur fékk fyrsta slag- inn á kónginn. Lauftíunni var strax svínað og síðan kom lauf á gosann. Þá var hjartagosa spilað, DíAvossa drap á ásinn og spilaði spaðaflarka. Mallardi átti slaginn á drottningu og lagði niður tígulkónginn. Hann fékk að eiga þann slag en siðan kom tígulsexa. Sagnhafi fékk á gosann og var þsu með búinn að tryggja sér 9 slagi. I lokuðum sal gengu sagnir fyrir sig á svipaðan hátt. Þegar ítal- inn Intonti var doblaður i þremur tíglum ákvað hann að segja 3 spaða. Suður doblaði einnig þann samning og vörninni tókst að skrapa saman 5 slögum í þeim samningi, enda mun auðveldara að verjast þar en í 3 gröndum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.