Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 9 DV Útlönd Ágætu kennarar! Vollebæk segir Barak munu standa við sitt Knut Vollebæk, utanríkisráö- herra Noregs, sagöi í gær að ný ríkisstjórn ísraels myndi standa viö loforð sem Sýrlendingum heföu verið gefin ef stjórnvöld í Damaskus tækju upp friöarvið- ræður á ný. Vollebæk sagöi við komuna til sýrlensku höfuðborgarinnar í gær að Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, hefði beðið sig að segja Hafez al-Assad Sýrlandsfor- seta að ísraelum væri alvara í að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir þremur árum. Norski utanríkisráðherrann sagði fréttamönnum að hann von- aðist til að geta farið aftur til ísra- els í dag, miðvikudag, til að flytja þarlendum góð tíðindi frá Assad. „í samtölum mínum við ísra- elska forsætisráðherrann og utan- ríkisráðherrann fékk ég það á til- finninguna aö ísraelar vildu standa við heit sín bæði gagnvart Palestínumönnum og þeim við- ræðum sem vonandi fara í hönd við Sýrlendinga,“ sagði hann. Mikill hugur er í sjálfstæðissinnum á Austur-Tímor. Þeir efndu til fjöldafundar í höfuðborginni Dili í morgun til að leggja áherslu á kröfur sínar um sjálfstæði. Greidd verða atkvæði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu á mánudag. Mikill hugur í íbúum Austur-Tímor: Nú styttist í að kennsla hefjist og enn eru eftirfarandi stöður lausar í grunnskólum Akureyrar á komandi skólaári. Allir grunnskólar Akureyrar eru einsetnir: Brekkuskóli: Fjöldi nemenda er um 560 í 1,—10. bekk. Kennara vantar í: Almenna bekkjakennslu í 1. bekk, 1 stöðu. íþróttakennslu stúllaia, 1 stöðu. Upplýsingar veita skólstjórnendur í síma 462-2525 eða vasasíma 899-3599 (Björn) og 897-3233 (Sigmar). Stepasjín til liðs við flokk Javlínskís Sergei Stepasjín gekk öllum að óvörum til liðs við Jablokoflokkinn, flokk frjálslynda hagfræðingsins Grigorís Javlínskís, í gær. Sagði Stepasjín þá Javlínskí ætla að vinna saman fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Tilkynningin um sam- vinnu Stepasjíns og Javlínskís kom eftir að tilkynnt var um bandalags- myndun annarra hægri sinnaðra stjórnmálamanna sem kallaðir hafa verið ungir umbótasinnar. Javlínskí sagði í síðustu viku að hann styddi í raun Stepasjín en ómögulegt væri að taka hann í flokkinn þar sem hann hefði sjálfur viðurkennt að hann gæti ekki stað- ist þrýsting frá Kreml og Borís Jeltsín forseta. Jeltsín rak Stepasjín fyrir rúmum tveimur vikum úr embætti forsætisráðherra. Á meðan Stepasjin gegndi embættinu jukust vinsældir hans stöðugt og litið var á brottrekstur hans sem óréttmætan. Stepasjín sagði á sameiginlegum fréttamánnafundi með Javlínskí að samvinna þeirra breytti því ekki að hann hygðist ætla að bjóða sig fram í borgarhluta verkamanna í St. Pét- ursborg í þingkosningunum í des- ember. Valdhafamir í Kreml vildu að Stepasjín færi fyrir nýrri hægri blokk, hlynntri stjórnvöldum í þing- kosningunum. En eftir miklar samningaviðræður við alla hugsan- lega flokka, þar á meðal Jabloko, gafst Stepasjín upp um síðastliðna helgi. Enginn var reiðubúinn til málamiðlana. Sergei Stepasjín. Símamynd Reuter Litið er á nýja bandalagið sem áfall fyrir Jeltsín og nánustu sam- starfsmenn hans sem kynnt höfðu Vladímír Pútín sem mögulegan frambjóðanda sinn í forsetakosning- unum i júlí á næsta ári. Samvinna Stepasjíns og Javlín- skís er einnig talin munu ögra Kommúnistaflokknum. Talsmaður hans á þingi, Gennadí Seleznjov, býður sig fram I sama kjördæmi og Stepasjín. Fyrrverandi fulltrúi þess var Galína Starovojtova sem var myrt í fyrrahaust. Fyrirrennari Stepasjíns, Sergei Kíríjenko, tilkynnti í gær að nýr flokkur hans, Nýja aflið, hefði gengið í kosningabandalag með flokki Borís Nemtsovs, Unga Rússlandi, og flokki Tsjakamadas. Grilluðu þrjár kis- ur sér til matar Hópur tuttugu og fimm atvinnu- lausra hafnarverkamanna í Argentínu grillaði og borðaði þrjá ketti. Með því vildu þeir leggja áherslu á kröfur sínar um að fá gömlu störfm sín aftur. Hafnarverkamennimir, sem segjast vera aðframkomnir, höfðu í hótunum um að borða heilt hross næst en blaðafulltrúi verkalýðsfé- lags þeirra sagði fréttamanni Reuters að ekkert yrði af frekari óvenjulegum grillveislum. Þúsundir í sjálfstæðisgöngu Lundarskóli: Fjöldi nemenda er um 430 í 1. -9. bekk. Kennara vantar í: Heimilisfræðikennslu, hálfa stöðu. Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462-4888. Þúsundir íbúa austur-Tímor tóku þátt í fjöldafundi til stuðnings við sjálfstæði landsins í höfuðborginni Dili í dag. Aldrei hefur meiri mann-. fjöldi lýst vilja sínum jafnafdráttar- laust á þeim 23 árum sem Indónesar hafa ráðið ríkjum á Austur-Tímor. Svo mikill var mannfjöldinn í morgun að umferð um götur höfuð- borgarinnar stöðvaðist um tíma. Austur-Tímorar ganga að kjörborð- inu á mánudag þegar þeir greiða at- kvæði um hvort land þeirra eigi að lúta indónesískri stjórn áfram eða hvort reyna eigi sjálfstæðisleiðina. Sameinuðu þjóðirnar hafa haft veg og vanda af skipulagningu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. Sjónarvottar sögðu hundruð flutninga- og langferðabíla hafa ekið um götur Dili og hátíðarstemning hefði ríkt niðri við strönd þegar tíu þúsund manns flykktust þangað. Margir eftirlitsmenn telja að sjálf- stæðissinnar muni sigra örugglega og að þar með verði bundinn endi á þriggja alda nýlendustjórn, fyrst Portúgala en síðan Indónesa. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sagðist í viðtali við ástr- alska útvarpið í morgun vona að at- kvæðagreiðslan á mánudag færi friðsamlega fram. Oddeyrarskóii: Fjöldi nemendaerum 180 í 1.-9. bekk. Kennara vantar í:Almenna bekkjarkennslu í 4. bekk, vegna forfalla til áramóta, 80% stöðu. Upplýsingar veita skólastjórendur í símum 462-4999 eða 462-5243 (Úlfar) og 461-3386 (Helga) Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst. 1999. Tilboðsverð kr. star. áður 59.900 Lavamat W 80 | Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 800/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirkt- magnskynjunarkerfi „ÖK0“ kerfi (sparar sápu) Öll þvottakerfi • Ullarvagga ________ vn°tk«^ cLirizrrÁ_____8. * Geislagötu 14 • Sími 462 1300 star. áður 76.900 Lavamat 62310 | Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1200,800 eða400 sn/mín með hægum byrjunarhraða UKS kerfi: Jafna tau í tromlu fyrir vindingu • Ryðfrír belgur og tromla Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirk vatnsskömmtun eftir taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á. Aukaskolun: Sér hnappur fyrir kælingu og aukaskolun „ÖK0“ kerfi (sparar sápu) Öll þvottakerfi • Ullarvagga Tilboðsverð Lavamat 868201 kr. star. áður 119.900 Tölvustýrð Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1600,1200,1000,800,600 eða 400 sn/mín með hægum byrjunarhraða Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað. Ryðfrír belgur og tromla UKS kerfi: Jafna tau (tromlu fyrir vindingu Aqua-alarm: Fjórfalt öryggiskerfi gegn leka. „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirk vatnsskömmtun eftir taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á. Aukaskolun: Sér stilling fyrir kælingu og aukaskolun • „ÖK0“ kerfi (sparar sápu) Öll þvottakerfi • Ullarvagga r.ii.l.hni-t.-t.',id.,i.m Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kr. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúð, Búðardal. Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvik. Straumur, fsafirði. Pokahornið, Tálknafirði. Norðurland: Radíonaust, Akureyri. Kf. Steingrimsfjarðat Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavik. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.