Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 18
50
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999
Sport
DV
Púttin voru oft og tíðum erfið á landsmótinu í golfi þar sem rok og rigning
truflaði golfarana. Þeir létu það þó ekkert á sig fá og einbeittu sér þeim mun
meira. DV-myndir ÓG
Verðlaunahafar i flokki 16-18 ára drengja. Frá vinstri: Tómas Salmon, GSS,
varð annar, Guðmundur Ingvi Einarsson, GSS, sigurvegari og Ingvar Karl
Hermannsson, GA, varð þriðji.
Leiðrétting
Þessi mynd birtist í DV á
mánudag. Rangt var farið með
nafn piltsins til vinstri á
myndinni en hann heitir Pétur
Mar Pétursson en ekki Helgi
Mar Pétursson, eins og sagt var.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Ein-
beiting-
in skein
úr andlitum
keppend-
anna á
Landsmóti
unglinga í
golfi í Vest-
mannaeyjum um
síðustu helgi.
Hér siær Helga
Rut Svanbergs-
dóttir eitt af upp-
hafshöggum sín-
um en hún sigr-
aði í flokki
16-18 ára
stúlkna.
Landsmótið í golfi fór fram í Vestmannaeyjum um síðustu helgi:
Vöxtur í golfi
- aldrei fleiri unglingar tekið þátt í landsmóti
Landsmót unglinga í
golfl, sem haldið var í
Vestmannaeyjum um
síðustu helgi, var hið
fjölmennasta til
þessa. Alls voru 168
keppendur skráð-
ir til leiks en í
fyrra voru þeir
| um 140 og þróun-
in er sú að sí-
fellt fjölgar
keppendum.
Gunnar
K. Gunn-
arsson, for-
maður
Golfklúbbs
Vest-
mannaeyja
og formað-
I; ur móts-
stjórnar,
sagði að
þessa fjölg-
un mætti
fyrst og
fremst
þakka öfl-
ugu ung-
lingastarfi
innan golf-
klúbbanna.
Þá hafi al-
mennt við-
horf til golf-
íþróttarinn-
ar breyst á
síðustu árum. Fólk er að uppgötva
að golf er almenningsíþrótt en ekki
eitthvert heldri manna sport.
Náðist fyrir myrkur
Landsmótið er þriggja daga mót
sem hófst á föstudegi og lauk á
sunnudegi. Gunnar sagði að
mótshald hefði fullkomlega staðist
og engin seinkun orðið, enda væru
Vestmannaeyingar orðnir vel sjóað-
ir í mótshaldi sem þessu. Raunar
hefði þetta orðið að ganga upp
vegna birtunnar, fyrstu ráshópar
fóru út kl. hálfsjö á morgnana og
síðustu ráshópar voru að koma inn
á níunda tímanum á kvöldin og
seinna mátti það ekki vera.
GSS sigraði í flokki
16-18 ára á landsmóit-
inu. Hann er 18 ára var aö vinna
sinn stærsta titil á mótinu í
Vestmannaeyjum en hann byrj-
aði að æfa golf 10 ára gamall.
„Mótiö var mjög skemmtilegt en
betra veður hefði ekki skemmt
fyrir. Ég byrjaði illa á fyrstu hol-
unum en á 11. holu var ég búinn
að ná forystu sem ég hélt allan
tímann. Um framtíðina er það að
segja að ég ætla að æfa vel í vet-
ur og einbeita mér að karla-
flokki næsta ár,“ sagði Guð-
mundur. -ÓG
Spilaði vel í
vonda veðrinu
Helga Rut Svanbergsdóttir, GKJ, sigraði í
stúlknaflokki, 16-18 ára. Hún byrjaði að spila
golf fyrir sex árum en þetta er fyrsti stóri titill-
inn hennar.
„Mótið var mjög gott en veðrið hefði mátt
vera betra. Reyndar var ég að spila minn besta
hring í versta veðrinu. Ég ætla að halda áfram
að spila golf, svo verður bara að koma í ljós
hvernig mér gengur." -ÓG
Urslit
á landsmóti unglinga í golfi
Drengir, 12-13 ára: Nöfn/klúbbur/högg
1. Sigurbergur Sveinss., GK, 246
2. Amar Vilberg Ingólfsson, GH, 251
3. Elfar Halldórsson, GA, 264
Drengir 14-15 ára:
1. Karl Haraldsson, GV, 236
2. Ingvaldur Ben Erlendsson, GK, 238
3. Magnús Lárusson, GKJ, 241
Drengir, 16-18 ára:
1. Guðmundur I.,Einarsson, GSS, 228
2. Tómas Salmon, GR, 230
3. Ingvar Karl Hermannsson, GA, 230
Stúlkur 12-13 ára: Nöfn/klúbbur/högg
Tinna Jóhannesd., GK, 195
María Ósk Jónsdóttir, GA, 230
Eva Björk Halldórsdóttir, GSS, 246
Stúlkur, 14-15 ára:
Harpa Ægisdóttir, GR, 274
Kristin R. Kristjánsd., GR, 274
Ingibjörg Rúnarsdóttir, GR, 284
Stúlkur, 16-18 ára:
Helga Rut Svanbergsd., GKJ, 239
Nína Björk Geirsdóttir, GKJ, 249
Katrín D. Hilmarsd. GKJ, 251
Tveir piltar fóru holu í höggi á annarri braut. Það voru þeir Gunnar Þór
Gunnarsson, GKG, og Björgvin Guðmundsson, GK.
Veðrið var ágætt alla mótsdagana
ef undan er skilinn síðari hluti
laugardags en þá varð að fella niður
seinni níu holurnar hjá yngstu
stúlkunum vegna roks og rigningar.
Góð framkvæmd
Allt annað stóðst áætlun þó svo
að veðrið hafi eitthvað skemmt fyr-
ir spilamennskunni á laugardag í
sumum flokkum. „Auðvitað var
spilamennskan misjöfn en þarna
var fólk að gera frábæra hluti og
ekki vafamál að þarna eru einstak-
lingar sem eiga eftir að ná mjög
langt í íþróttinni," sagði Gunnar.
Um tuttugu manns úr GV sáu um
megnið af framkvæmd mótsins. auk
Verðlaunahafar í stúlkna-
flokki 16-18 ára á landsmót-
inu. Frá vinstri: I öðru sæti
hafnaði Nína Björk Geirs-
dóttir, GKJ, sigurvegari var
Helga Rut Svanbergsdóttir,
GKJ, oa þriðja varð Katrín
Dögg Hllmarsdóttir, GKJ.
vallarstarfsmanna sem sáu um að
allt væri í lagi á vellinum. Gunnar
sagði að ekkert óvænt hefði komið
upp og engin vandamál, örfá álita-
mál verið útkljáð í sátt og samlyndi.
„Það var ekkert sem kom okkur á
óvart, nema hvað helst hvað öll
framkoma þessa unga fólks var til
mikillar fyrirmyndar. í golfmu eru
fólki settar mjög ákveðnar reglur
um framkomu, háttvísi og klæða-
burð og þetta fólk hefur greinilega
tileinkað sér þær reglur. Þessir
keppendur voru sínum klúbbum til
mikils sóma,“ sagði Gunnar.
Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum
hefur í sumar verið talinn einn
besti völlur landsins og Gunnar
sagði að þátttakendur og fararstjór-
ar hefðu mjög lofað hann, sem og
alla framkvæmd mótsins. „Það get-
ur verið að einhverjar neikvæðar
raddir hafi heyrst á mótinu en ég
heyrði þær ekki,“ sagði Gunnar.
Foreldrar bannaðir sem
kylfuberar
í unglingamótum mega keppend-
ur ekki hafa kylfubera. Ástæða
þess er sú að reyna að stemma stigu
við of mikilli afskiptasemi fullorð-
inna af spilamennsku unglinganna.
Gunnar sagði að þetta kæmi þó ekki
í veg fyrir að foreldrar gætu fylgst
með sínu fólki og hvatt það til dáða
enda hefði mikill fjöldi foreldra ver-
ið á staðnum og stutt við bakið á
unglingunum í mótinu. „Það er
mjög jákvætt, ekki bara i golfinu
heldur einnig í öðrum íþróttum
þegar foreldrar sýna því áhuga sem
verið er að gera og ýtir undir áhuga
og betri árangur hjá krökkunum.
Það mættu fleiri taka sér til fyrir-
myndar," sagði Gunnar að lokum.
-Sigþór