Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 51 Fréttir Danska konungsfjölskyldan býr síg undir fjölgun: Margrét drottning orðin viðþolslaus Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar ekki að prjóna á fyrsta barna- barnið sitt sem væntanlegt er í heiminn eftir fáeinar vikur. Ástæð- an er einfóld: „Ég kann sem betur fer ekki að prjóna,“ segir drottning í danska vikublaðinu Billed Bladet. Ekki þar með sagt að henni standi á sama um bamið sem Alex- andra prinsessa, eiginkona Jóakims prins, ber undir belti. Þvert á móti. Drottning segist hlakka alveg óskaplega til en hún sé bara hrein- lega ekki búin að átta sig á þessu öllu saman. „Við verðum áreiðanlega ferlega kjánaleg afi og amma, eins og allir afar og ömmur eru,“ segir drottning um þau Henrik prins. Starfsfólk dönsku hirðarinnar og aðrir Danir geta ekki átt von á að sjá afa gamla ýta barnavagni á und- an sér og ekki er þess heldur að vænta að hann skipti á blessuðu Alexandra og Jóakim gera Margréti Þórhildi Danadrottningu að ömmu innan fárra vikna. barninu. „Af hverju ætti ég að gera það? Ég er bara afinn þegar á allt er lit- ið,“ segir hann. En sannleikurinn er ekki langt undan. „En ég verð að viðurkenna að ég kann það ekki,“ segir Henrik. Af foreldrunum tilvonandi, þeim Alexöndru og Jóakim, er annars það að frétta að þau fluttu nýlega til Kaupmannahafnar frá kastala sín- um á Jótlandi. Nánar tiltekið komu þau sér fyrir í Amalienborgarhöll til að vera nær Lansanum þeirra Dana. Þótt ekki sé gert ráð fyrir að bamið komi í heiminn fyrr en í septemberbyrjun vilja hjónakomin vera við öllu búin, sem vonlegt er. Það er jú aldrei að vita hvað barn- inu liggur mikið á. Að sögn hirðmeistara drottningar hafa ekki verið gerðar neinar sér- stakar ráðstafanir í Amalienborg fyrir komu barnsins. Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Brúnaveg Selvogsgrunn Máshóla Dalbraut Sporðagrunn Orrahola Ugluhola Valshóla Auðbrekku Löngubrekku Bankastræti Laufbrekku Laugaveg Upplýsingar veitir afgreiðsla W | DV í síma 550 5000 Hasarkroppurinn Joaquin Cortes, sem er fyrrverandi elskhugi ofurfyrirsætunnar Naomi Campbell, heillaði alla viðstadda og milljónir sjónvarpsáhorfenda þegar hann dansaði af ástríðu á setningarhátíð heimsmeistaramótsins í frjálsum fþróttum í Sevilla á Spáni um helgina. Símamynd Reuter Tveir lífverðir gæta Brooklyns Það er ekki bara dans á rósum að vera frægur. Kryddpían Victoria Adams, sem eignaðist soninn Brooklyn siðastliðinn vetur, er svo hrædd um að þeim stutta verði rænt að hún hefur ráðið tvo lífverði til að gæta hans. Verða lífverðirnir í fullu starfi við gæsluna á Brooklyn litla sem er orðinn fimm mánaða og fá þeir góða þóknun fyrir, að því er bresk slúðurblöð greina frá. David Beckham, eiginmaður Victoriu, er ekki síður hræddur um að óprúttn- ir náungar ræni drengnum. Victoria Adams. Símamynd Reuter BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016 og deiliskipulag fyrir Laugarnes, Klettasvæði og breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands í samræmi við 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýst til kynningar deiliskipulagstillögur fyrir greind svæði og tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1996- 2016 í tengslum við þær. Aðalskipulagstillagan lýtur að því að tengibrautin Hólavegur er falli burt, tengibrautin Klettagarðar milli Sæbrautar og Sundagarða bætist við. Borgarvernd á Laugarnesi falli niður en í stað þess verði svæðið hverfisverndað. Hluti Kirkjusands (Laugarnesvegur 89) verði að íbúðarsvæði í stað athafnasvæöis. Laugarnes Svæðið afmarkast af Sæbraut í suður og nýrri tengibraut, Klettagörðum, í austur. Skipulagstillagan tekur mið af því að á Laugarnesi er heilsteypt menningar- og náttúrulandslag og að svæðið fái notið sín sem "ósnortið útivistarsvæði". Klettasvæði Svæðið afmarkast af Sæbraut í suður, nýrri tengibraut, Klettagörðum, í vestur, höfninni í norður, Sundagörðum og Korngörðum í austur. Tillagan felur í sér nýtt skipulag af svæðinu í heild. Kirkjusandur Svæðið afmarkast af Sæbraut í norður, Laugalæk í suður og Laugarnesvegi í austur. Tillagan lýtur að því að gera þessar breytingar helstar á staðfestu deiliskipulagi svæðisins frá 30.11 .'90, sbr. og breytingu á því frá 17.10/96: landnotkun á lóðinni Laugarnesvegi 89 breytist úr athafnasvæði í íbúðasvæði, sú lóð stækkar úr 7.534 m2 í u.þ.b. 8.160 m2, legu Laugarnesvegar og gatnamótum hans við Sæbraut er breytt, gatnamótum Sæbrautar og Kirkjusands er breytt og lóðin nr. 91 við Laugarnesveg stæk.kar úr 22.467 m2 í u.þ.b. 24.175 m2. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 25. ágúst til 22. september 1999. Ábendíngum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 6. október 1999. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. 17. ágúst 1999 Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.