Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 11 Fréttir Náttúruverndaráætlun fyrir norðurheimskautssvæðin: Áhersla lögð á varðveislu minja DV, Akureyri: Aukin fræðsla í skólum um menningu og umhverfismál á norðurheimskautssvæðum, áhersla á varðveislu nátttúru- og menningarminja, græn ferðaþjón- usta, samstarf um forvarnir gegn umhverfisglæpum og aðferðir til að meta áhrif veiðarfæra og veiði- aðferða á lífríki sjávar eru meðal áhersluatriða í náttúruvemdar- áætlun fyrir norðurheimskauts- svæðin sem norrænu umhverfis- ráðherrarnir samþykktu á fundi sínum i Mývatnssveit nú í vik- unni. Með áætluninni, sem tekur gildi á næsta ári, vilja ráðherrarnir beina sjónum sinum í vaxandi mæli að sjálfbærri þróun og vernd menningarlandslagsins á norður- heimskautssvæðunum en í þessu samhengi er átt við ísland, Græn- land og Svalbarða, auk þess sem aðrar Norðurlandaþjóðir, s.s. Fær- eyingar, geta tekið þátt í ýmsum verkefnum áætlunarinnar. Norrænu umhverflsráðherrarn- ir telja að það sem ógni nátttúru norðurheimskautsins einna mest sé vaxandi umferð, mengun, ósjálf- bær auðlindanýting og loftlags- breyting af manna völdum. Nátt- úra norðurheimskautssvæðisins sé sérlega viðkvæm því lífverur og lífkerfi hafi í tímans rás þróast á ákveðinn hátt til þess að geta að- lagast hinum sérstöku loftlagsskil- yrðum sem þar ríkja. Norræna áætlunin hefur að geyma tillögur um 14 verkefni og 5 svið þar sem gert er ráð fyrir sér- stökum aðgerðum. Þar er m.a. um að ræða framkvæmd Staðardag- skrár 21 á norðurslóðum, samþætt- ingu umhverfissjónarmiða í ferða- þjónustu, í vísindarannsóknum og í skólakerfinu. Huga skal sérstak- lega að verndun gæsa, sjófugla og selategunda. Tryggja skal varð- veislu menningarminja og þá er lagt til að unnið verði að áætlun um hvernig koma megi í veg fyrir umhverfisglæpi á norðurheim- skautssvæðunum. Ráðherrarnir ræddu einnig um mengun sjávar og ákváðu að grípa til aðgerða í því skyni að stuðla enn frekar að verndun hafsins á norðurheimskautssvæðunum. -gk Unnið að dýptarmæl- ingum við Snæfellsnes DV, Vesturlandi: Um þessar mundir er unnið að dýptarmælingum við Snæfellsnesið. Ms. Baldúr hefur í sumar farið með Snæfellsnesinu sunnanverðu, fyrir Öndverðarnes og er nú við Ólafsvík. Að sögn Hilmars Helgasonar, for- stöðumanns Sjómælinga íslands, eru dýptarmælingar þessa svæðis, sem fram koma á sjókortum í dag, að stærstum hluta frá því um sið- ustu aldamót. En þær mælingar voru gerðar af Dönum með tækni þess tíma, handlóðum og sextant. í dag eru fullkomnir bergmálsdýptar- mælar og GPS-staðsetningartækni notuð til að tölvuskrá dýptina en ætlunin er að gefa síðan út ný kort í mælikvarðanum 1:100.000. Baldur mun fljótlega koma inn á Grundar- Qörð og síðan er áformað að halda mælingunum áfram til Stykkis- hólms í haust eða næsta vor. -DVÓ/GK Fjöldi manna var viðstaddur vígsluna. | iC « | -f* tiW* -fi ■ w | - ■ 'W C n Ú _A /f ,r sm; áU- k i Nýja sundlaugin vígð DV, Stykkishólini: Nýja sundlaugin í Stykkishólmi var formlega tekin í notkun þann 13. ágúst síðastliðinn. Fjöldi manns var viðstaddur hátíðlega athöfn á sundlaugarbakkanum, meðal ann- arra Sturla Böðvarsson, Ingibjörg Pálmadóttir og aðrir þingmenn Vesturlands. Ólafur Hilmar Sverris- son bæjarstjóri bauð gesti velkomna og síðan tók Ellert Kristinsson, for- maður byggingamefndar sundlaug- arinnar, til máls. Hann rakti bygg- ingarsöguna og fram kom í máli hans að kostnaður við framkvæmd- ina nam 175 milljónum króna. Hann gat þess einnig að næstum 10.000 manns hefðu komið i laugina síðast- liðinn mánuð og jafngilti það því að hver Hólmari hefði farið í sund tvisvar sinnum í viku. Að loknum ræðuhöldum blessaði sóknarprest- urinn í Stykkishólmi, séra Gunnar Eiríkur Hauksson, mannvirkið. Það þótti vel við hæfi að ljúka at- höfninni með því að þau Hrefna Gunnarsdóttir og Rúnar Gunnars- son styngju sér til sunds þvi þau voru bæði fengin til þess að taka fyrstu skóflustunguna að lauginni fyrir rúmu ári. -BB Gerth A. Pivat vill eyða ævidögum sínum í Kuumiit. Hér er hann ásamt Bent, 6 ára barnabarni sínu, en börnin hans þrjú eru flutt í burtu. DV-mynd Róbert R Grænlenskur veiöimaður í Kuumiit: Ætla að deyja hérna - og veit lítiö um ísland DV, Kuumiit: „Ég veit lítið um ísland. Árið 1964 millilenti ég í Keflavík en það var aðeins stutt stopp,“ segir Gerth A. Pivat, 48 ára grænlensk- ur veiðimaður og sjoppueigandi, sem býr í þorpinu Kuumiit á Aust- ur-Grænlandi. Alls búa í þorpinu um 400 manns sem lifa á veiði- mennsku og styrkjum, auk þess sem nokkrir vinna í frystihúsi Nuka A/S. Rennandi vatn er að- eins í nokkrum húsum og vatns- salerni eru óþekkt ef undan er skilið frystihúsið. Fólk ber vatn og olíu í fotum heim en þrír bæjar- starfsmenn hafa atvinnu af því að tæma kamra þorpsbúa.. Pivat hefur alið allan sinn aldur í Kuumiit ef undan er skilið eitt ár sem hann bjó í Danmörku. Hann veiðir á jullu sinni en selur snakk, sælgæti og gos úr skúr á kvöldin. Þá daga sem styrkur íbúanna er greiddur út bíður hann á tröppum kaupfélagsins til að innheimta það sem han hefur skrifað hjá sveit- imgum sínum. Hann segir gott að búa í þorpinu og önnur lönd eða svæði heilli sig ekki. Áhyggjuefnið sé helst að unga fólkið setjist ekki að á heima- slóðum og vilji búa á þéttbýlli svæðum. Hann á þrjú böm sem öll eru flutt í burtu. Eitt er í Dan- mörku en tvö í Ammassalik sem er 2000 manna bær skammt frá Kuumiit. Unga fólkið vill ekki lifa af veið- um og það flytur því í burtu," seg- ir Pivat. Hann ljómar þegar DV spyr hann hvort hann hafi einhvern tímann veitt ísbjörn. „Ég hef veitt alls átta ísbirni," segir hann. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.