Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 49 Sport Bland í poka 48.000 áhorfendur mættu á alþjóðlegan leikvang Japana á mánudagskvöld til að kveðja einn fremsta knattspymu- mann sinn. hinn 42 ára gamla miðherja Ruy Ramos. Ramos lék þar kveðjuleik en hann er sannkölluð þjóðhetja í Japan. Hann fæddist í Brasilíu en flutti til Japan árið 1977 og gerðist japanskur ríkis- borgari 1989 og hefur síðan spilað 32 landsleiki fyrir þjóð sina. ■ Leeds reynir nú af fremsta megni að kaupa framheija sem hæfa myndi liðinu. Leeds fékk 12 milljónir punda fyrir Jimmy Floyd Hassel- baink, til vinstri, þegar hann var seldur til Atlet- ico Madrid fyrr á tímabil- inu og á því nóg af peningum til að kaupa staðgengil fyrir hann. Leeds gerði meðal annars tilboö i Robbie Fowler á dögunum en Liver- pool-menn sögðu hann ekki vera til sölu. Dwight Yorke hjá Manchester United, til hægri, og Emile Heskey eru markahæstir i ensku úrvalsdeildinni með fjög- ur mörk nú er flest lið hafa lokið 4 leikjum. Næstir á eftir þeim koma Michael Bridges (Leeds), Hamilton Ricard (Middlesbrough), Carl Court (Wimbledon), Dion Dublin (Aston Villa) og Kevin Phillips (Sunderland), allir með þrjú mörk. KR leikur gegn Kilmarnock í síðari viðureign liðanna í Skotlandi á morgun í Evrópukeppninni. Enn er óvíst hvort Sigursteinn Gíslason og Bjarni Þor- steinsson geta leikið með en þeir meiddust í leik gegn Breiðabliki um síðustu helgi. Einn besti vamarmaður Kilmamock, Kevin McGowne, er meiddur á kálfa og óvist hvort hann getur leikið með gegn KR. Að auki hefur framherjinn Paul Wright átt við meiðsli að stríða en ljóst er að hann leikur gegn KR. veröur með beina útsend- ingu frá leiknum og hefst hún með upphitun kl. 17.00. Kristinn Kjœrne- sted og Andri Sigþórs- son, til vinstri, munu lýsa leiknum en honum verður einnig útvarpað á KR-vefnum. Golfklúbbur Sandgeróis hélt opna Sandgerðismótið sunnudaginn 22. ágúst og urðu úrslit þessi: Án forgjafar: 1. Helgi B. Þórisson, GK.............70 2. Davíð Jónsson, GS ................74 3. Þröstur Ástþórsson, GS............75 Með forgjöf: 1. Óskar Þórhallsson, GSG ...........63 2. Auðunn Gestsson, GSG..............67 3. Gústaf Alfreðsson, GR.............68 Christian Ziege, hinn nýi liðsmaður Middlesbrough, hefur verið valinn í landsliðshóp Þjóðveija að nýju fyrir leikina gegn Finnum og N-írum í und- ankeppni Evrópumóts landsliða. Ziege, sem gekk í raðir Middlesbrough frá AC Milan í sumar, hefur byijað leiktíðfna vel. Hann hefur skorað tvö mörk í leikj- um Boro í A-deildinni og lagt upp eitt. Einn nýliði er í þýska landsliðinu, hinn 19 ára gamli Sebastian Deisler sem leikur með Herthu Berlin. Thomas Hássler fann ekki náð fyrir augum Er- ichs Ribbecks landsliðsþjálfara en mik- il umræða hefur verið hjá þýskum sparkspekingum um að velja þennan knáa leikmann í landsliðið að nýju. Ronny Johnsen, til hægri, vamarmaðurinn sterki hjá Manchester United, vonast til að geta verið oröinn leikfær um áramótin en hann hefur á skömmum tima gengist undir aðgerð á báðum hnjám. Hollenska knattspyrnuliðið Ajax hef- ur keypt rúmenska vamarmanninn Chrn Chivu frá rúmenska félaginu Universitatea Craiova. Chivu er 18 ára gamall og hefur leikið einn landsleik fyrir Rúmeníu. Enn eitt heimsmetið féll í sundi á kyrrahafsleikunum sem nú standa yfir í Sydney. ígær sló Bandarikjamaður- inn Lenny Krayzelburg heimsmetið í 100 metra baksundi þegar hann kom í mark á 53,60 sekúndum. Gamla metið átti Jeff Rouse, 53,86, sem hann setti á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. -ÍBE/GH Útvarp KR DV DV Sport Sleggjukast kvenna: 1. Mihaela Melinte, Rúmeníu . . 75,20 2. Olga Kuzenkova, Rússlandi . 72,56 3. Lisa Misipeka, Amerisku Samóa 66,06 4. Katalin Divos, Ungveijalandi 65,86 5. Debbie Sosimenko, Ástraliu . 65,52 Þrístökk kvenna: 1. Paraskevi Tsimita, Grikkl. . . 14,88 2. Yamile Aldama, Kúbu........14,61 3. Olga-Anastasia Vasdeki, GrikkL 14,61 4. Tatyana Lebedeva, Rússlandi 14,55 5. Iva Prandzheva, Búlgaría ... 14,54 1500 metra hlaup karla: 1. Hicham E1 Guerrouj, Marakkó 3,26:65 2. Noah Ngeny, Kenía........3,28:73 3. Reyes Estevez, Spáni.....3,30;57 4. Fermin Cacho, Spáni......3,31;34 5. Andres Diaz, Spáni.......3,31:83 800 metra hlaup kvenna 1. Ludmila Formanova, Tékkl. 1,56:68 2. Maria Mutola, Mósambik . 1,56:72 3. Svetlana Masterkova, Rússl. 1,56:93 4. Jearl Miles-Clark, Bandar. . 1,57:40 5. Natalya Gorelova, Rússlandi 1,57:81 Hicham El Guerrouj vann 1500 metra hiaup karla. Golfævintýri - hjá Golfklúbbnum Setbergi sem komst upp í 1. deild á 5 árum Golfklúbburinn Setberg er aðeins fimm ára gamall en þrátt fyrir það færðist hann úr 2. deild og upp í 1. deild í sveitakeppninni sem haldin var nýverið. Frá þvi að klúbburinn var stofnaður árið 1994 hefur hann færst upp á milli deilda á hverju ári. Aðeins einn golíklúbbur, Golfklúbb- ur Garðabæjar og Kópavogs, hefur unnið sig jafnhratt upp í 1. deild. Golfklúbburinn Setberg hefur þó nokkra sérstöðu þar sem hann er fremur lítill, í honum eru aðeins um 280 félagar og auk þess er hann einkarekinn. „Við erum náttúrlega bara búnir að vera heppnir með góða kylfmga og svo getum við ekki tapað í þess- um leikjum. Við vorum undir í tveimur leikjum í ár og Nesið þurfti að auki að vinna til aö við ynnum deildina þannig að þetta er búið að vera alveg ótrúlegt,“ sagði Högni Friðþjófsson, formaður klúbbsins. Fremstu kylflngar Setbergs koma úr öðrum klúbbum enda ógerlegt að ala upp svo góða kylfinga á fimm árum. Tryggvi Traustason, Gunn- steinn Jónsson, Ólafur Jóhannes- son, Guðbjöm Ólafsson og Kristján Kristjánsson skipa A-sveitina. Tryggvi hefur þó mikla keppnisreynslu og spilaði til nokkurra ára fyrir Golfklúbbinn Keili. Mikill stuðningur Klúbburinn er með öflugt unglingastarf og upp em að koma mjög góðir spilarar „Elstu spilaramir sem eru uppaldir hjá okkur eru bara 15 og 16 ára gamlir og þeir eru mjög efnilegir margir," sagði Högni. Leikgleði og stuðningur hefur einkennt þennan litla klúbb úr Hafnarfirðinum og í sveitakeppn- inni fylgdi þeim fjöldi áhorfenda. „Það er alveg æðislega góður mórall í sveitinni og búið að vera rosalega gaman að þessu. Ég held að það sé líka mikið atriði að það hef- ur alltaf fullt af fólki stutt við bakið á þeim. Það er alltaf einhver að ganga með okkar sveit og ég held að það hafi mikið að segja og spilararn- ir flnni það,“ sagði Högni Golfklúbburinn Setberg er per- sónulegur klúbbur og alltaf er tekið vel á móti kylfingum á Setberginu í Hafnarfiröinum. „Við höfum verið alveg rosalega heppin með fólk i klúbbnum okkar. Þetta er bara mjög gott fólk sem hef- ur komið og hefur náð alveg ein- staklega vel sarnan," sagði Högni að lokum. -ÍBE A-sveit Golfklúbbsins Setbergs sem vann sig upp í 1. deild í síðustu sveitakeppni. Frá vinstri: Högni Friðþjófsson liðsstjóri, Tryggvi Traustason, Guðbjörn Ólafsson, Kristján Kristjánsson, Ólafur Jóhanneson og Gunnsteinn Jónsson. 1. deild kvenna í körfubolta: Gréta í KR - Qórar ÍR-stúlkur hafa yfirgefiö liðiö Gréta María Grétarsdóttir hefur ákveðið að leika með tslands- og bikarmeisturum KR-inga í 1. deild kvenna í körfu næsta vetur. Gréta, sem er í íslenska landsliðinu, hefur verið burðarás ÍR-liðsins en hún verður fjórði leikmaðurinn sem yfirgefur ÍR frá síðasta tímabili. Hinar fjórar eru systumar Hildur og Guðrún Arna Sigurðardætur, sem fylgja Grétu í KR, og Þórunn Bjarnadóttir sem fer yfir í lið ÍS. Framtíð ÍR-liðsins hefur verið nokkuð á reiki vegna þessa mikla missis en fyrir eru þó enn margir frambærilegir leikmenn og þar að auki efnilegar stúlkur sem ættu að geta staðið fyrir sínu í vetur. Það væri sárt að sjá á eftir ÍR-liðinu sem hefur vaxið og dafnað ár frá ári og átt meðal annars fjóra bestu nýliða deildarinnar á síðustu 6 árum. -ÓÓJ 465 . : Fjóröi dagur HM í frjálsumí Sevilla: yrs|jf £ j gevilia Gullum hlaðin Egypska sundkonan Rania Alwan sýndi og sannaði að hún er besta sundkona arabaheimsins þegar hún vann tíu gullverðlaun í sundkeppni arabaleikanna sem fara fram jyessa dagana í Amman. Alwan vann 50 m og 100 m flug, 100 m skrið, 50 m bak, 200 m fjórsund, 100 m bak, 50 m bríngu auk þríggja sigra í boðsundum. Tveir Skagamenn til Englands? Skagamennimir Unnar Valgeirsson og Ragnar Hauksson fara til reynslu hjá enska D-deildar liðinu Peterbrough eftir leik ÍA gegn Grindavík þann 1. september. Þeir verða til skoðunar hjá enska liðinu í vikutíma og standi þeir sig vel er hugsanlegt að Skagamenn leigi þá til Peterbrough i vetur. Akurnesingar eiga ekki að spila á meðan þeir Ragnar tvímenningar verða erlendis enda er Unnar Hauksson. frí vegna landsleikja íslendinga gegn Valgeirsson. Andorra og Úkraínu sem háðir verða 4. og 8. september. Einn íslendingur er hjá Peterbrough en það er hinn 19 ára gamli Helgi Daníelsson sem gerði þriggja ára samning við liðið á síðasta ári eins og DV greindi frá á sínum tíma. -GH Hinn 16 ára lan Thorpe frá Ástralíu setti þriðja heimsmetið á þremur dögum í gær á Kyrrahafsmeistara- mótinu þegar hann synti 200 metra skriðsund á 1 mínútu og 46 sekúnd- um sléttum. Enski boltinn í gær: Sannfærandi sigur Aston Villa stöðvaði sigurgöngu nýliða Watford meö 0-1 sigri í ensku A-deildinni i gær og það var vamar- maðurinn Mark Delaney sem tryggði Villa sigurinn og þar með annað sæt- ið í deildinni. Jóhann B. Guðmunds- son kom inn á sem varamaður á 77. minútu hjá Watford. Leicester vann sannfærandi, 0-3, útisigm- á Middlesbrough í leiknum í gær en heimamenn gátu komist á toppinn með sigri. Emile Heskey skoraði tvö mörk fyrir Leicester og Tony Cottee en Amar Gunnlaugsson kom ekkert við sögu hjá Leicester sem fyrr í vetur. -ÓÓJ Siggi og Eiður skoruðu báðir Sigurður Ragnar Eyjólfsson skoraði í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Walsall þegar liðið vann Plymouth, 4-1,1 enska deildabikamum í gær. Walsall vann þvi sam- tals 8-2 en Siguröur skoraði tvisvar í fyrri leiknum eftir að hafa komið inn á sem vara- maður. Bjarnólfur Lárusson lék ekki með, Eiðuri Smári Guðjohnsen j skoraði ’ fyrsta mark Bolton strax á 5. mínútu i 5-3 sigri á Darlington en Bolton komst áfram, 6-4 samanlagt. -ÓÓJ Li sigurður 9agnar Eyjólfssori. - hefur 36 stiga forustu á Bretann Macey Heimsmethafinn i tugþraut, Tékkinn Tomas Dvorák, hefur for- ustu eftir fyrri dag keppninnar. Dvorák, sem náði sínum besta ár- angri í fyrstu þremur greinum dags- ins, hefur 36 stiga forustu á Bretann Dean Macey sem hefur komið mjög á óvart. Margir biða spenntir eftir því hvort Dvorák nái að bæta við 8994 stiga heimsmet sitt sem hann setti i sumar og verða jafnvel sá fyrsti í 9000 stigin enda er hann í feiknaformi. Haile Gebreselassie sýndi enn og sannaði að hann er besti langhlaup- ari sögunnar er hann - >> Haile Gebreselassie vann 10.000 metra hlaup á fjórða HM í röð Bandaríkjamanna á mótinu. Ludmila Formanova kom sér og öðrum á óvart er hún vann 800 metra hlaup kvenna. Hún stakk sér fram úr Mariu Mutola í blálokin og vann bæði heimsmeistara- titilinn inni og úti í ár. Marokkómaðurinn Hicham E1 Guerrouj vann 1500 metra hlaupið með glæsi- brag, sinn annan HM-titil í þessari grein 1 röð. Rúmenski sleggjukastar- inn Mihaela Melinte vann fyrsta heimsmeistaratitil kvenna í greininni, bætti sig þrisvar i keppninni og endaði á öðru lengsta kasti sögunnar, 75,20 m. Hún á nú 8 af tíu lengstu köstum sögunnar og heimsmetið vann 10 þúsund metra hlaupið en hann er ósigraðm á hringjunum 25 síðustu sex árin og ennfremur á síð- ustu 4 HM. Bandaríkjamaðurinn Anthony Washington kom í veg fyrir enn einn sigur Þjóðverja í kastgreinum og ennfremur að Lars Riedel næði að vinna á 5. HM í röð. Washington tryggði sér sigur með glæsilegu lokakasti en þetta var fimmta gull sem hún setti í maí er 75,97 metrar. Michael Johnson gaf góð fyrirheit fyrir úrslitahlaupið í 400 metrum á fimmtudag er hann hljóp á 43,95 sek- úndum. Hann gaf sér tíma til að skoða andstæðinga sína og slaka á í lokin þrátt fyrir að næstu sex menn hefðu allir sett hin ýmsu met. John- son segist vera i heimsmetsformi og það verður gaman að sjá hvað hann gerir á fimmtudaginn. -ÓÓJ Stóra myndin er af Tomasi Dvorák en á þeir#r\v litlu er gríska stúlkan Paraskevi Tsimita semr varð heimsmeistari kvenna í þrístökki. Úrvalsdeildin í knattspyrnu: McMillan farinn heim Alister McMillan, einn þriggja Skota sem úrvalsdeildarliði Grindvíkinga í sumar, er farinn heim til Skotlands. „Þjálfarinn sagði yfir hópinn að ég gæti æft með liðinu en ég léki ekki meira fyrir Grindavík, sem mér þótti afar leitt því hér er gott að vera. Síðan dró hann í land og sagði að ég fengi mín tækifæri. Ég hef ekki hugmynd um hvað þjálfarinn hafði á móti mér én við þessar aðstæður ákvað ég að fara heim og leika knattspymu þar eða í Englandi,“ sagði McMillan við DV skömmu áður en hann hélt af landi brott. -bb leikið hafa með Alister McMillan. Jon Arnar Magnusson i tugþrautinni: - mikil vonbrigði er Jón Arnar hætti keppni í gær, síðastur íslendinganna Jón Arnar Magnússon hætti í gær keppni í tugþraut á Heimsmeistara- mðtinu í Sevilla á Spáni. Jón Amar vaknaði lasinn í morgun og var þvi hálfslappur er keppni hófst. Hann byrjaði vel i 100 metra hlaupinu, sem var fyrsta grein tugþrautarinnar, og var fyrstur um sinn. Hann dróst síðan aftur úr um mitt hlaupið þar sem hann tognaði á vöðva í nára. Jón Arnar kom síðastur í mark í sínum riðli á tímanum 10,94 sekúndur sem er lakasti tími hans í fimm ár. Þriðja HM í röð Þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röö sem Jón Amar neyðist til að hætta keppni en hann tilkynnti að hann væri hættur áður en önnur grein tugþrautar hófst sem var lang- stökk og keppti því aðeins i einni grein tugþrautar á þessu heimsmeistaramóti. Þar með lauk keppni íslensku keppend- anna á þessu móti. Vaknaði slappur „Hann vaknaði bara slappur í morg- un en fékk nú lækn- ingu við því og þeg- ar á leið þá komust við við illan leik á völlinn með sjúkra- bil því það var fljót- legasta leiðin og við heimtuðum það. Síð- an bara tognaði Jón Arnar Magnússon, keppti síðastur íslendinga í gær. hann á læri í 100 metra hlaupinu eða fékk sting í nárann þannig að hann gat ekki hlaupiö á fullum hraða. Hann byrj- aði mjög vel fyrstu 30-40 metrana og það leit allt mjög vel út en svo bara fékk hann tak í fót- inn. Hann fór strax í meðferð en treysti sér ekki til að hlaupa lang- stökksatrennuna og hætti við að reyna það meira að segja,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars. Verið getur að lasleiki Jóns Arnars hafi haft áhrif á líkamsstarfsemina og hann tognað vegna þess. „Auðvitað vill maður skella skuldinni á eitthvað svoleiðis. Það var ekkert við því gert,“ sagði Gísli. Eltingarleikur við vandræði „Þetta er bara eitthvað sem maður verður að taka á þegar maður stendur frammi fyrir svona hlutum. Þetta hef- ur verið eltingarleikur við vandræði og meiðsli eftir heimsmeistaramótið innanhúss og þetta er bara svona áframhald á því sem við erum búin að berjast við í sumar. Það er svo sem ekkert hægt að lýsa líðan minni öðru- vísi en það að ég náttúrulega stend við bakið á mínum íþróttamanni og geri það sem ég get til þess að ná ár- angri og passa upp á meiðsli og ég hélt að þetta væri komið fyrir þetta mót,“ sagði Gísli ennfremur. -ÍBE 10 þúsimd metra hlaup karla: 1. Haile Gebrselassie, Eþíópu 27,57:27 2. Paul TRergat, Kenía..... 27,58:56 3. Assefa Mezgebu, Eþíópu . . 27,59:15 4. Girma Tolla Eþíópu...... 28,02:08 5. Antonio Pinto, Portúgal . . 28,03:42 Kringlukast karla: 1. Anthony Wshington, Bandar. 69,08 2. Jergen Schult, Þýskalandi .. 68,18 3. Lars Riedel, Þýskalandi .... 68,09 4. Virgilijus Alekna, Litháen .. 67,53 5. Vaclavas Kidykas, Litháen .. 65,05 Efstu menn eftir fyrri dag í tugþraut: 1. Tomas Dvorák, Tékklandi ... 4582 2. Dean Macey, Bretlandi....... 4546 3. Chris Huffins, Bandaríkin . . 4462 4. Erki Nool, Eistlandi .......4416 5. Lev Lobodin, Rússlandi .... 4356 6. Chiel Wamers, Hollandi .... 4345 m 3. DEILD KARLA 8-liða úrslit, síðari leiklr: (Samtals úrslit eru innan sviga og liöið sem fór áfram er undirstrikað) KÍB-Hvðt................1-1 (3-3) Pétur G. Svavarsson - Hörður Guðbjörnsson. Maeni-Aftureldlng.......1-2 (2-3) Haraldur Logi Hringsson - Halldór Halldórsson 2. Reynir, S-Huginn/Hðttur 1-0 (1-4) Daði Berþórsson. Hallur K. Ásgeirsson gerði öll fjögur mörk Hugins/Hattar í fyrri leiknum. Þróttur, N-Niarðvík .... 1-2 (2-6) Dragan Stojanovic - Sævar Eyjólfsson, Þórarinn Ólafsson. Afturelding og Huginn/Höttur mætast f öðrum undanúrslitunum en Njaróvik og KÍB í hinum. Danski landsliðsmaðurinn Thomas Helveg gæti verið á leið til meistara Manchester United frá ítalska liðinu AC Milan. Sir Alex Ferguson, stjóri United, er reiöubúinn að greiða 750 milljónir fyrir Helveg sem er 28 ára gamall varnar- og miöjumaður. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá United. Varnarmennirnir Wes Brown, Gary Neville og Ronny Johnsen eru á sjúkralistanum og það hefur komið Ferguson til að líta í kringum sig. Svíinn Benny Lennartsson verður að öllum líkindum næsti þjálfari norska A-deildar liðsins Viking en það er liðið sem þeir Rikharður Daðason og Auð- un Helgason leika með. Lenn- artsson hefur ver- ið efstur á blaði forráöamanna Viking um aö taka við þjálfun liðsins og þar á eftir Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari. Lennartsson kemur til samningavið- ræðna við Viking um næstu helgi. Man. United-klúbburinn á íslandi og Úrval-Útsýn standa fyrir ferð á leik Man. Utd og Aston Villa 29.-31. október. Flogið veröur beint til Manchester og gist i miðborginni. Verðið er frá 32.400 krónum fyrir klúbbmeðlimi og frá 37.900 kr. fyrir aðra. Nánari upplýsingar veitir íþróttadeild ÚÚ í síma 585-4000. West Ham komst í gær inn i Evrópu- keppni félagsliða með því að vinna franska liðið Metz i einum af þremur úrslitaleikjum Inter-totkeppninnar. West Ham, sem tapaði fyrri leiknum, 0-1, vann 3-1 á útivelli og skoruðu þeir Trevor Sinclair, Frank Lampard og Paulo Wanchope mörkin fyrir Lundúnaliðið. Juventus og Montpellier komust einnig inn í UEFA-keppnina i gær, franska liöið eftir vítakeppni gegn Hamburger og Juventus eftir 2-2 jafntefli viö franska liðið Rennes. GH/ÓÓJ jÆgb Firma-og hópakeppni Vplf Hauka í knattspynnu fer fram á Ásvöllum 28.-29. ágúst nk. Upplýsingar og skráning í síma 897 0143. K * T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.