Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1999, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Spurningin Áttu þér átrúnaðargoð? Fróði Jóhannesson hjólabretta- töffari: „Já, líklega. Þaö er Keith Flint úr Prodigy ... nei, annars: Pet- er Smolek." Daniel Páll Kjartansson hjóla- brettagæi: „Ég virði Chad Muska mikils. Hann er skeitari." Guðjón Smári Guðmundsson: „Átrúnaðargoðið mitt er Róbert Tómasson. Af því að hann er ofboðs- lega fmn náungi.“ Iben Höger, Dani: „Ég býst við að ég ætti að nefna kærastann minn en ég er ekki viss um að ég vilji það!“ Jóhann Gylfason: „Já, það er Timothy Leary." Bjarney Jóhannesdóttir: „Já. Clint Eastwood. Hann er flottastur." Lesendur Níðingsverk gegn kristnitökunni - lítilsviröing við allt sem heilagt er Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: Nú hefur eitt mesta níðingsverk gegn kristnitökunni á íslandi verið unnið. Og það á þúsund ára afmæl- inu, með því að koma fyrir merki heiðinna við dyr Dómkirkju lands- manna. Hvílík skömm og lítilsvirð- ing við kristna trú! Virðist nú sem ganga verði yfir merki heiðinna svo að flytja megi heiðnina inn í kirkju Krists. Maður hefði ekki trúað því að svona nokkuð gæti gerst. Þetta veldur því að ekki er hægt að viðurkenna kirkjuna sem sitt trú- félag. En boðskapur Jesú Krists er og verður hinn sami þótt maður flýi kirkjuna sína. Hann breytist ekki þótt flóttamannahópur kljúfi sig frá kristnum söfnuði, vegna níðings- verka heiðingja sem ætla sér leyfist með brögðum og slóttugheitum að sundra kristnum söfnuðum. Maður verður víst að taka undir það að Satan er í þjónustu heiðingja, og virkjar af fullum krafti þjóðfélag eins og okkar. Þess sér glöggt merki í ýmsum þjóðlífsþáttum, svo sem hjá samkynhneigðum sem gera sér far um að sundra boði guðs. Prestar vor- ir ásamt kvikmyndaiðnaðinum gera sér far um að brjóta þessi boð og kepp- ast við að sýna sem mest af ómenn- ingu og lítilsvirðingu við boðskap kristninnar trúar og heilbrigt líferni. Þessa skömm veröur að afmá. - Mála verður með svörtu yfir heiðni- markið við Dómkirkjuna til viðvör- unar glötunar sálna sem nú mun kunnugt að guðs þrenning er vegur- inn til lífsins og uppskrift að lífi eft- ir dauðann í þúsund ár. Máski væri svarti bletturinn við kirkjudyr við- vörun gegn Satan. En hvað vill ís- lensk þjóð? Mitt mat er að hún sé ekki fær um að halda hátíð í kristn- um sið, með lítilsvirðingu við allt sem heilagt er. Þetta er orðið mat margra annarra íslendinga. Ásatrú og heiðni ásamt tilheyr- andi manndrápum, mannfyrirlitn- ingu og stöðu manneskjunnar á Sturlungaöld er liðin tíð, þótt svo sem ekki skorti sumt af þessu í þjóð- félaginu enn í dag. Ásatrúin uppvakin, og nú við dyr Dómkirkjunnar. - Verða kristnir neyddir til að bera með sér heiðnina inn í kristin- dóminn? Helgi Hjörvar segir satt Halldór Gunnarsson skrifar: Ofboðslega getur trú manna á sumum stjórnmálamönnum verið mikil. Ég las t.d. lesendabréf Einars Halldórssonar í DV sl. miðvikudag, en þar segir hann: „Ég las nýlega í DV stutt viðtal við núverandi forseta borgarstjórnar, þar sem hann neit- aði staðfastlega að athafnamaðurinn Jón Ólafsson hefði nokkru sinni styrkt R-listann fjárhagslega með svo mikið sem einni krónu. Þetta verður maður nú að telja sannleik- anum samkvæmt. Það ætti því að fara að linna þeim áburði sem marg- nefndum Jóni hefur verið núið um nasir, að hann hafi lagt fram svo og svo mikið fé i kosningasjóði núver- andi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur." - Þá vitum við það. Ef Helgi Hjörvar segir að hlutirn- ir séu svona, þá eru þeir svona og ekkert öðruvísi. Ég vil minna menn á að hafi verið gert grín að einhverj- um stjórnmálamanni fyrir að þurfa að éta yfirlýsingar ofan i sig, þá er það Helgi Hjörvar. - Hver man ekki eftir sjónvarpsfréttum þar sem spil- að var viðtal við hann aftur og aftur lofandi Reykvíkingum að lækka gjöld á þá. Og búi ofannefndur Einar í Reykjavík, þá hefur Helgi Hjörvar hækkað öll gjöld sem hægt er að hækka á Einar. En segi Helgi Einari að sólin komi upp í vestri og setjist í austri og gjöld hafi lækkað á Reyk- víkinga, þá verður hann bara að trúa því. Mig minnir að á sínum tíma hafi fjármálastjóri Stöðvar 2 og Jón Ölafsson staðfest að auglýsinga- skuldir R-listans hafi verið strikað- ar út. Ég fullyrði ekki að svo hafi verið, en enginn hefur neitað því, mér vitanlega, nema Helgi Hjörvar. - En hvað er svona óskaplegt við það að þiggja fé frá nefndum Jóni? Ég bara spyr. Jarðskjálftar um víðan heim - hvað myndum við gera? Eyþór skrifar: Nú er íslenskur björgunarhópur enn staddur í Tyrklandi þegar þetta er skrifað. Ég er sannarlega ekki á móti því að við íslendingar sendum liðstyrk til slikra hörmungarsvæða sem nú eru orðin í Tyrklandi. Ég verð þó að segja að mér finnst um- mæli sem höfð hafa verið eftir ein- hverjum talsmanni okkar hóps í Tyrklandi, um að hópurinn vildi helst halda áfram að leita að slösuö- um undir rústunum, ekki við hæfi. Það er vitað að ekki munu miklu fleiri finnast lifandi undir rústum þar í landi, og ráðamenn í Tyrk- landi hafa aflýst frekari aðgerðum í þessa átt. Erlendir björgunarmenn taka það enda til greina og bjuggust strax til brottfarar. Ég er ekki viss um að við íslend- ingar vitum svo gjörla hvað hér myndi verða viö svipaöar voðaað- Ég er ekki viss um að við íslendingar vitum svo gjörla hvað hér myndi verða við svipaðar voðaaðstæður og nú sköpuðust í Tyrklandi, segir m.a. í bréfinu. stæður og nú sköpuðust í Tyrk- landi. Þar og víðast annars staðar er þó herlið til reiðu og sem ávallt er kallað til aðstoðar í þessum tilvik- um. Við höfum ekkert álíka batterí, ekki einu sinni heimavarnarlið. Ég tel það skyldu yfirmanna Almanna- varna að vera ávallt viðbúnir hvers kyns áfollum, ekki síst stórum jarð- skjálftum, sem eru ógnvænlegastir, og að ekki sé sendur brott héðan í einum hópi kjarninn í björgunar- sveitum þeim sem við þó eigum, ásamt æðsta yfirmanni Almanna- varna á íslandi. Jarðskjálftar eru víða um heim, og við vitum aldrei hvenær svona ríður yfir hér. Og hvað myndum við gera þá? [Ug@lllftníP)Æt þjónusta allan sólarhringinn HHr\ H rU) H V-JÍ) -JUÖ-J Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu I>V Er hægt að „vísitera lavabreiður"? Stefanía hringdi: Mér er óskiljanlegt að íslenskt menntafólk, og þ. á m. fólk sem ábyrgt verður að teljast fyrir því að íslenskan sé í fyrirrúmi í rituðu og töluðu máli, skuli ekki herja á gamlar dönskuklisjur sem óþarfi ætti að vera að nota í dag. Ég tek dæmi af heimsóknum biskups ís- lands um landið þar sem hver íjöl- miðillinn étur enn upp orðskrípið „vísitasía" biskups. Hann er nú að „vísistera" hin og þessi prestaköll. Hvílíkur héra- og undirlægjuhátt- ur! Og í útvarpsþætti nýlega kom kona ein úr listageiranum með enn eina upptugguna eftir öðrum menntasnobbum og talaði um „lavabreiðurnar" á íslandi. En i al- vöru talað: Er hægt að „vísitera lavabreiðumar" á hálendinu? Tilvistarkreppa Ríkisútvarpsins S.P.Ó. skrifar: Ég tek undir með menntamála- ráðherra sem fullyrðir að Ríkisút- varpið sé í tilvistarkreppu sem eykst og eykst. Að sjálfsögðu er þarna fyrst og fremst um að ræða hina geysilegu óvinsælu nauðung- aráskrift sem gildir bæði fyrir hljóðvarp og sjónvarp á vegum rík- isins. Ef nú aðeins annað þessara fyrirbæra væri háð skylduáskrift, og þá á ég að sjálfsögðu við hljóð- varpið (ekki þó Rás 2), þá væri andúðin mun minni, að mínu mati. En að ríkisvaldið skuli enn á fjár- lögum veita fjármuni til að halda úti afþreyingu í formi sjónvarps, sem er svo engin afþreying, það er allsendis óverjandi. Ég segi þvi: burt með Sjónvarpið úr nauðungar- áskrift til að byrja með og sjáum svo hvað setur, sjáum hvort tilvist- arkreppa hins opinbera fyrir hönd RÚV minnkar ekki. Ótrúlegt klúður hjá SVR Eiríkur skrifar: Enn einu sinni hefur það sýnt sig að SVR er illa rekið og nánast stjómlaust fyrirtæki. Nýlega var frétt í DV um það þegar tveim manneskjum var meinað um far með strætisvagni vegna þess að önnur þeirra var fötluð. Fram kom að vagnstjórum væri óheimilt að flytja fatlaö fólk. Þegar blaðið hringdi í staðgengO forstjóra SVR fengust þau svör að þarna hefðu orðið mistök og flytja hefði átt við- komandi einstakling. Ég hringdi lika eftir lestur fréttarinnar og fékk þau svör að skýr fyrirmæli væru frá yfirstjóm SVR um að fatlaðir einstaklingar í hjólastólum væru ekki fluttir með vögnunum. En þrátt fyrir eftirgrennslan DV virð- ist enn ekki fást úr því skorið'hvort fötluðum sé heimilt að ferðast með SVR. Greinilegt er að hjá yfirstjórn SVR veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri gerir, og öfugt. Þakkir til Ragnars Fjalars Reykvíkingur hringdi: Mig langar til að þakka Ragnari Fjalari Lámssyni presti fyrir ein- staklega röggsamleg skrif í Mbl. þann 20. ágúst sl. Greinin hét „Ósóminn innsiglaður" og var ádrepa á þá opinberu aðila sem eru í þann veginn að festa Reykjavíkur- flugvöll til framtíðar í Vatnsmýr- inni. Það er með ólíkindum að ekki skuli vera tekið af hörku á þessu máli, eins og það er ógeðfellt að ætla að endurbyggja Reykjavíkur- flugvöll frá grunni við þær aðstæð- ur sem höfuðborgin býr við í land- leysi og knýjandi þörf fyrir að rétta af miðöorgarkjarnann með bygging- um, bæði fyrir íbúabyggð og fyrir- tæki í Vatnsmýrinni. Undirskrifta- söfnun gegn ósómanum er brýn áður en hann verður innsiglaður sem áframhaldandi dauðagildra og lýti á þessum bletti í borginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.