Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Qupperneq 12
enski nn víkuna 2.8-9.9. 1999 NR. 339 Skítamórall - eða Shitty Moral eins og þeir kalla sig erlendis - nálgast nú toppinn á ógnarhraða með lagið Hey þú, af nýju plötunni. Strákarnir sýna margar hliöar á þeirri plötu, en vinsæla lagið með þeim nú er gott rokklag sem næstum því er hægt að heddbanga við. Áfram Skítamórall! LAST KISS Vikur á lista .PEARL JAM .SKUNK ANANSIE LATELY .............. MAMBO NO. 5.......... WHEN YOU SAY NOTHING.....RONAN KEATING I .LOU BEGA COFFEE& TV . .BLUR HANGIN AROUND...... .......THE CARDIGANS f KING OF MY CASTLE .WAMDUE PROJECT i W 2 TIMES .ANN LEE EVERYTHING IS EVERYTHING .LAURYN HILL I IF YOU HAD MY LOVE .JENNIFER LOPEZ I V 11 HEYÞU .SKlTAMÓRALL 12 BAILAMOS .ENRIQUE IGLESIAS 13 BILLS, BILLS, BILLS .DESTINY'S CHILD t 14 JIVIN' ABOUT .QUARASHI te 15 ÞAR SEM ALLT GRÆR .UR LITLU HRYLLINGSB. t 16 MY LOVE IS YOUR LOVE . . . .WHITNEY HOUSTON 17 SUMMER SON........................TEXAS 18 UNPRETTY .TLC 19 GEIMSKIPIÐ SÓL .S.S.SÓL 4- 20 FÆ ALDREI FRIÐ .SÓLDÖGG (|| TELL ME IT’S REAL .K-CI & JOJO t ^ BLUE (DA BA DEE) .EIFFEL 65 RENDEZ-VU SO PURE . . .BASEMENT JAXX .ALANIS MORISSETTE (|^ SOMEDAY WE’LL KNOW 1 QfBETTER OF ALONE . .. DJ JURGEN & ALICE DEEJAY 4 ii ^SCARTISSUE .RED HOT CHILLI PEPPERS 4 mmim ^ SING IT BACK frn ^0 IF YA GETTIN’ DOWN . . 4,1111 ^ Ml CHICO LATINO frn 1 FEEL LONELY 4ii (jfep HEY LEONARDO .BLASSED UNION OF SOULS i Qjf ALEINN .BUTTERCUP Qj MAMBO ITALIANO .FLABBY t SÆT •Á MÓTI SÓL 4 IF I LET YOU GO .WESTLIFE mI | STRONGER .GARY BARLOW DO SOMETHING .MACY GRAY $0 STEAL MY SUNSHINE .LEN I (fa SMOOTH .SANATA & ROB THOMAS | íslenski listinn er samvinnuverkefni Mónó og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síma 550 0044 og tekið þátt í vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á Mono á fímmtudags- kvöldum kl. 20.00 og birtur á hverjum íostudegi í Fókus. Listinn er jafnframt endurfíuttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandaríska tónlistarblaöinu Billboard. m \ Nýtt á Hækkar sig frá Lækkar sig frá listanum síöustu viku síðustu viku Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 If ókus Yfirumsjón meö skoðanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón með framleiöslu: Ivar Guömundsson - Tæknistjóm og framleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn • Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir í útvarpi: Ivar Guömundsson plötudómur The International -Rock n'roll Summer of Egill Snæbjörnsson ★ ★ Kropið og grínast Ameríski draum urinn/ Sean „Puffy" Combs hefur tekist að rækta nafn sitt upp í eitt það stærsta í ameríska tónlistarbrans- anum. Áður en hann hóf feril sinn sem „söngvari" kom hann víða við í bransanum. Þegar hann var í Howard University vann hann hjá Uptown Records sem alt- muligmand. Nafn hans varð lítil- lega þekkt þegar hann byrjaði stuttu seinna að dansa í hinum og þessum tónlistarmyndböndum, sjá um hip hop tónleika og hljóðvinna fyrir Uptown Records. Hann varð fljótt hæfileikasnuðrari Uptown en hélt áfram að hljóðvinna með Mary J. Blige, Heavy D, Jodeci og fleir- um. Bragð í eyra Eitthvað voru Uptown Records samt óánægðir með drenginn því stuttu seinna ráku þeir hann. Þar hafa þeir eflaust séð Svarthöfða í litla Anakin. Hann fór með föggur sínar yfir til Arista Records, sem eru með mjög öflugt dreifingar- kerfi, og eiga þeir að hafa borgað litla fimm milljarða króna til að koma plötufyrirtæki Combs, Bad Boy Entertainment, á laggirnar. Bad Boy byrjaði á að gefa út hina frábæru smáskífu Craig Mack, Fiava In Ya Ear, og hófst þá vel- gengnin. Næst fylgdi sjálfur Notor- ious B.I.G., Biggie Smalls, með Juicy. Þessi tvö lög ásamt Warn- ing, One More Chance og Big Poppa frá Biggie settu sinn svip á sumarið 1994 og gerðu það að verk- um að Bad Boy var kominn til að vera. Eftir að báðar plötumar seld- ust í platínum varð Combs eftir- sóttur í bransanum. Hann vann með fullt af liði og kynnti okkur fyrir Faith Evans, Junior Mafla, Lil¥ Kim og væluranum Mase og The Lox. Ósvífni samplarinn Combs hefur alltaf verið um- deildur þegar hann tekur að hljóð- vinna. Hann notar fræg, einföld sömpl á glæfralegan hátt. Það sem fer í taugamar á flestum er einfald- lega að hann er að græða-á-tónlist annarra. Það varð samt aldrei verra en daginn sem hann ákvað að stíga út úr hljóðvinnslunni inn í hljóðverið fyrir aftan hljóðnemann, þá fylgdu óhljóð. í desember 1996 gaf hann út sína fyrstu smáskífu, Can¥t Nobody Hold Me Down, þar sem Mase vældi með honum. Þetta mart Puff Daddy gaf nýlega út plötuna | ^ ^ Forever. Þetta er önnur plata kauöa, þar sem hanTi sankar að sér hinum og þessum listamönnum. Flann hefur löngum verið kallaður krabbamein rappsins enda stendur hann efst á þeirri glysbylgju sem vestanhafsmenn sörfa blint á. seldist auðvitað í miklu magni og var í 12 vikur númer 1 í BNA, best selda smáskifa ársins, enda notaði Puíf hið klassíska stef Grandmast- er Flash, The Message. Biggie R.I.P. f mars 1997 gerist það síöan að Notorious B.I.G. er myrtur á fólskulegan hátt. Þetta kom sér auðvitað illa fyrir Combs en þeir vora félagar til margra ára. Samt sem áður var þetta ekki óþægilegt fjárhagslega þar sem plata Biggies, Life after Death, seldist eins og heitar lummur í margfalt platín- um. Þá vippaði Combs saman minningarlagi ásamt konu Biggies, Faith Evans, I¥ll Be Missing You. Þar notaði hann gamalt Police lag, Every Breath I Take, sem svínvirk- aði auðvitað. Sá sem ekki kannast við það er heppinn þar sem það hljóðaði stanslaust á öldum ljós- vakans í allt of langan tíma. Síðan gaf hann út plötuna No Way Out nokkrum mánuðum seinna og vel- gengnin náði hámarki. Ameríski draumurinn Ætli það hafi ekki verið dauði Biggies sem gerði það að verkum að Sean „Puffy“ Combs er það ofurstirni sem hann er í dag. Stutt- ur ferill hans var ótrúlega áhrifa- ríkur og við dauða hans skapaðist gjá sem Combs reyndi að fylla upp í. Þetta hefur honum tekist að vissu marki. Það eina sem hann vantar er framleiki, karakter og sál. Hann heldur aðdáendunum ánægðum, dælir út efni og er ótrú- lega sniðugur í markaðssetningu. Hann heldur uppi munaðarleys- ingjaskóla í gettóinu og styður mörg góð málefni. Hann á vinsæl- an veitingastað í N.Y., Justin¥s (sonur hans heitir Justin), ætlar í fatabransann, kvikmyndabrans- ann, og þar fram eftir götunum. Sean „Puffy“ Combs hefur ekki enn sungið sitt; síðasta. Hann er einn af þeim sem lifir ameríska drauminn en er í leiðinni martröð margra. Hann á eftir að stækka og stækka þar til hann loks springur. altari rokksins Þegar Egill Sæbjömsson var ný- útskrifaður úr fjöltæknideild MHÍ kom hann sér í sögubækurnar með handaflinu á Kjarvalsstöðum. Óþarfi er að fara mörgum orðum um snilli stráksins - hann er einn af þeim ferskustu og býður þar að auki af sér góðan þokka. Þegar Egill var um fermingu var hann í bílskúrshljómsveitinni Síld, ást og ávextir sem hitaði einu sinni upp fyrir Dýrið gengur laust í Duus-húsi. Þótt hljómsveitin hafi aldrei tekið þátt í Músíktilraunum situr rokkið eftir í Agli og þegar hann fær leiða á öllu öðra tekur hann upp gítarinn og rokk’ar inn á tölvuna. Þessi plata er afrakstur- inn: fimm lög sem bæði krjúpa við altari rokksins og gera grín að því á þann lausgyrta flipphátt sem kenndur er í fjöltækninni. Egill syngur og leikur á ýmis hljóðfæri. Hann er slarkfær á flest nema trommur, sem hann ætti að fá einhvem annan til að spila á næst. Þá yrði allt þéttara. Fyrst kemur „Dýrarokk", sem er spretthart og sperrt þramurokk og langmest grípandi. Það kæmist hátt á X-listann ef það væri tekið upp prófessjónal. Þetta er nefnilega allt í föndurstíl hjá Agli, eða „ló- fæ“ og allt í lagi með það. Egill nær sér ekki á strik í þramurokkinu fyrr en í aukalaginu „Metal Dri- ver“, sem er hreinasti viðbjóður. í millitíðinni era ballöður og hvítt sorpufönk. Egill ruslast í Beck-legu kassagítarstemmunni „Oh I Need Your Love“, sem er tjásulegt og einum of teygt til að teljast til stór- virka rokksins þó til að byrja með sé það ágætt. „Krass N’Kil N’Crád Egill nær sér ekki á strik í þrumurokkinu fyrr en í auka- laginu „Metal Driversem er hreinasti viðbjóður. N’Keil“ er skemmt skemmtara- búggí í þrem hlutum og skemmti- legt; þó ekki jafn skemmtilegt og „No Sincerity Around" sem er fönk eins og maður gæti ímyndað sér að gæti verið búið til í geð- veikrahæli í Úkraínu. Þessi plata Egils er frekar skemmtileg og svo er hún gefin út í örfáum eintökum. Ef Egill ákveður að gerast poppari fremur en listari gæti hann náð langt og þá verður þessi plata safnaraein- tak sem barist verður um. Ef ekki er þetta samt athyglisverður af- leggjari af hringvegi íslenska poppsins. Gunnar Hjálmarsson 12 f Ókus 3. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.