Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Page 4
'« 5 *** * »1
TÍT
Stórpopparinn Robbie Willi-
ams leikur fyrir dansi í Hamborg
í kvöld. Svo fer Bretinn og spilar í
Tilburg, París og Berlín og mætir
loks galvaskur í tollinn á Keflavík-
urvelli nk. fimmtudag. Tónleik-
arnir í Höllinni á föstudaginn eru
síðustu tónleikar Robbies í mikl-
um Evróputúr sem hann hefur
staðið í og því hlakka hann og aðr-
ir í fylgdarliðinu mikið til að
koma til íslands. Hér ætlar gengið
að dvelja þar til á sunnudaginn.
Eðlilega er hart barist um athygli
stórpopparans. Á eftir stórtónleik-
um er alltaf haldið eftirpartí þar
sem poppararnir slappa af. Almúg-
inn reynir eftir fremsta megni að
komast í slík partí til að fá smjörþef
af stjörnu-
ljómanum.
£ „1 JtL Nú þegar
- hafa fjórir
. - - skemmtistað-
A samband viö
A í s 1 e n s ka
Robbie-geng-
ið og boðist til að hýsa eftirpartíið.
Ekki er þó enn komið á hreint hvert
farið verður með Robbie og hjörð
hans eftir tónleikana.
Búist er við að ýmsir burgeisar
og Robbie-vinir kíki til landsins til
að gleðjast með söngvaranum.
Nöfn litlu bræðranna, Noels og
Liams úr Oasis, hafa heyrst í
þessu sambandi en ekki er vitað
hvort einhver fæst til að setja
fram tryggingu fyrir hótelher-
bergjunum sem þeir myndu gista
á. Þá er ekki talið útilokað að
dvergvaxna söngkonan Kylie
Minogue mæti.
Ýmsir hafa stungið upp á tóm-
stundverkefnum fyrir Robbie og
kó á laugardaginn. KR-menn vilja
t.d. ólmir fá hann til að lýsa leik í
KR-útvarpinu en liklegast er þó að
Robbie kjósi útivist og fari með
fylgdarliði upp á Langjökul á
Hummer-jeppum.
Ekki er enn vitað hverjir hita
upp á tónleikum Robbies nk.
föstudag. Framkvæmdastjóri
söngvarans er einna hrifnastur af
Bellatrix en þær Kolrössur eru
bókaðar annars staðar sama
kvöld. Miðasala stendur nú sem
hæst á tónleikana og er góð stemn-
ing fyrir þéim.
Eg myndi kjósa þig, Baldur" segir Þorsteinn.
fer fram á X-inu. Til að gera kvöld-
ið enn fýsilegra verða þrjár gesta-
hljómsveitir með: GusGus, Hljóm-
sveitin Thievery Corportation frá
Washington, og ein í viðbót, sem
EMI er að velja. EMI er stærsta
rétthafafyrirtæki í heiminum og
sér fram á aö finna hér hljómsveit-
ir sem fallið geta í „Alternative
commercial“-dálkinn - „Öðruvísi
en aðgengilegt".
Það er auðvitað mikill spenning-
ur í skúrunum fyrir því að komast
í flugskýlið. Baldur: „Bönd hafa
engu að tapa við að ná sambandi
við traustan dreifíngar- og söluað-
ila erlendis. Það versta sem gerist
er að mönnum lítist ekki á þau til-
boð og þær umræður sem fara af
stað og segja þá bara nei. En ég veit
af fenginni reynslu að þetta er
mjög vænlegur upphafspunktur."
Súpa og samningur
Erlendu bransakarlarnir mæta á
klakann fimmtudaginn 14. október
og verða snuðrandi utan í rokkinu
fram á sunnudag. Tónleikarnir á
laugardag eru bara hluti af pakk-
anum og Baldur hvetur flestar ís-
lenskar hljómsveitir til að reyna
að nálgast gestina. Skífan ætlar að
setja upp tónleika fyrir sin bönd og
það má búast við að borgin verði
iðandi af vongóðum poppurum.
„Við setjum upp lítinn fund þar
sem böndin geta mætt með prufu-
upptökur og eitthvað um sig á
blaði. Svo er bara stefnan að vera
með fólkið úti á lífinu svo hver og
einn geti notað tækifærið og boðið
þeim í glas og náð kontakt. Það er
ekkert sem segir að böndin sem
spila í Flugskýlinu nái endilega
samningi. Hljómsveit sem heldur
hádegiskonsert á Kakóbarnum í
Hinu húsinu gæti alveg eins náð
samningi ef einn af þessum er-
lendu gestum rambaði þangað inn
í súpu. Það er ekkert gefið í
þessu.“
Skipulagt kaos
árið 2000?
Baldur segir að það komi í ljós
sirka viku fyrir konsertinn í flug-
skýlinu hvaða hljómsveitir berjist
þar um athygli bransafólksins.
Hann vonast svo til að svipað
dæmi verði árviss viðburður.
Hvernig kemst ég á samning í út-
löndum? er spurning sem oft heyr-
ist í bílskúmum þegar hljómsveit
hefur spilað tvisvar á Gauknum og
komið lagi á safnplötuna „Sveittir
sprettir". Fítonsboltinn Baldur
Stefánsson, kenndur við GusGus,
og Þorsteinn Stephensen hafa
svör við þessari spumingu. Um
miðjan október ætla þeir að halda
risatónleika.
„Þetta snýst um það að EMI
Publishing í Bandaríkjunum vildi
standa fyrir stórri ferð fólks úr
músíkbransanum til íslands. Þeir
höfðu samband við Flugleiðir sem
höfðu samband við okkur og báðu
okkur að hjálpa sér að setja upp
þetta „show-case“.“
Sjó-keisið sem Baldur er að tala
um er eins konar sjávarútvegssýn-
ing rokksins, en hún verður ekki
haldin í Smáranum heldur í Flug-
skýli 4 þar sem GusGus-tónleikarn-
ir voru í vetur.
„Fyrir tónlistariðnaðinn á ís-
landi væri það frábært að geta
skapað stemningu fyrir árvissri
tónlistarhátíð. Vonandi getum við
stækkað þetta þannig að á næsta
ári verði þetta skipulagt kaos út
um allan bæ í viku.“
Hvaö er annars aö gerast hjá
GusGus?
„Við erum að fara til Mexíkó í
lok mánaðarins og spilum á
þrennum tónleikum þar. Okkur
tókst að fá tónleikahaldarana til
að bjóða öllum spúsunum með og
ætlum að að slaka aðeins á í sól-
inni. Beint eftir það förum við og
spilum á Coachella-hátíðinni í
Kaliforníu. Vikuna fyrir tónleik-
ana hér förum við í vikuferð upp á
hálendið með fólki sem vann þá
ferð í leik á Netinu. í lok október
fórum við til Frakklands og í nóv-
ember byrjum við að pæla í nýrri
plötu.“
„Djöfull talarðu, maður,“ segir
Þorsteinn sem ekkert
hefur komist að. „Þú
ættir að fara í
stjórnmál. Ég / / \
myndi kjósa þig.“
Vænlegur upphafs-
punktur
íslensku hljómsveitirnar þrjár
verða valdar í flóknu ferli sem m.a.
<5*3A, ÞÁ £R BÚIÐ A0 LEYSA ÞtTTA M£0
EYJABARKAMA„,
OG HVAP *TLAR HANN At» 6ERA VI© ÞÁ?
HANN &R 0ÚINN AO 036©A ÖUUM
RÁBHERRUNUM SUMARBÚSTA0A UANO
Er ísland heitasta
pleis jarðar? Koma
' cá' t
bestu böndin í dag úr
Bolungarvík? Baldur og
Steini eru ofurumbar og
ætla að taka vel á móti
eriendum
poppsnuðrurum
sem eru á leið-
inni til landsins
f Ó k U S 10. september 1999