Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Síða 7
3
haf
Tóbakslausa
skáldið tryllt
Vá! Það fór illa fyrir hinni
reyklausu Sóleyju sem var á
síðustu forsíðu Fókuss. Það
vildi svo til að ljósmyndarinn
og hún ákváðu að nota leik-
mynd fyrir myndatökuna; eitt
stykki vindil. Flottar myndir og
allt það, en nú er stúlkan ofsótt
af skáldinu í Tóbaksvarnar-
nefnd því nefndin og Eskimo
Models eru með samning og
Sóley er á samningi hjá
Eskimo. Skáldið notar hvert
tækifæri til að koma reyklaus-
um skoðunum sínum á fram-
færi og fannst ekkert sniðugt að
Sóley héldi á vindli. Jafnvel þó
hún sé sæt og góð og hafi aldrei
reykt. Enda er ljótt að reykja,
það vita allir.
Popp tíví í loftið
Ný sjónvarpsstöð, Popp tíví,
á að fara í loftið 18. september.
Sent verður út á örbylgju allan
sólarhringinn á sama stað og
Áttan er núna og aðgangur að
stöðinni verður gjaldfrjáls. Eins
og nafnið bendir til verður tón-
list cillsráðandi í anda MTV og
íslenskri tónlist verður gert
hátt undir höfði. Sjónvarps-
stjóri er Jón Jarl Þorgríms-
son.
Robbie fær hardkor-
samkeppni
Sama kvöld og Robbie tryllir
gelgjuna í Höllinni verður hard-
kor-kvöld í bUageymslu RÚV.
Hingað kemur bandaríska
bandið Sick of It AIl, sem lengi
hefur verið eitt aðalbandið í
hardkorinu. íslenskir fulltrúar
verða Mínus og Bisund. Tónlist
SOIA og Robbie er þó svo ólík
að ekki er talið líklegt að fólk
þurfi að pæla mikið í því hvora
tónleikana það á að mæta á.
Jónsi geimblöku-
engilsareki
Ágætisbyrjun með Sigur Rós
sem hefur verið i efsta sæti ís-
lenska sölulistans mestan hluta
sumarsins og því ljóst að landinn
er í stuði fyrir værukært rokk
þeirra. Nú er hróður bandsins far-
inn að berast út fyrir landstein-
anna og vikublaðið NME mætti á
tónleika Sigur Rósar í Höllinni
um daginn. Þar urðu menn frekar
kátir með Jónsa og félaga og
blöðruðu m.a. þetta af sinni al-
kunnu snilld: „Jónsi er þessi
sjaldgæfa tegund af geimblöku-
engilsdreka sem er með tilfinn-
ingalegan hitamæli í raddböndun-
um.“ Ekki er þetta síðra: „Jónsi
er svo mjór að þegar hann snýr
sér á sviðinu þá er eins og hann
hverfi.“
11
o
#
I nýjasta hluta af spumingaleikn-
um sívinsæla, Gettu enn betur,
sem fór í loftið á Fókus-vefnum inni
á visir.is í morgun, verða popp- og
rokkspurningar allsráðandi. Þeir
sem eru fljótir og vel að sér eiga von
á glæsilegum verðlaunum, öllum
plötum Sigur Rósar, hljómsveitar-
innar sem hefur hangið sem fastast
í efsta sæti íslenska plötusölulistans
í sumar.
gur Bé;
rðlaun
meira a
visir.is
Fyrsta plata Sigur Rósar var Von,
sem kom út 1997. í fyrra kom Von-
brigði, þar sem ýmsir töffarar
krukkuðu í Von, og þriðja platan,
Ágætis byrjun, hefur svo verið að
gera það gott i sumar. Næsta skref
era alheimsyfirráð Sigur Rósar og
verður fyrsta skrefið í þá átt stigið
síðar í mánuðinum þegar út kemur
lítil plata á vegum Fat Cat-platna í
London. Platan heitir „Svefn-G-
Hljómsveitin
Sigur Rós.
Englar" og mun innihalda nokkur
lög af Ágætis byrjun auk tónleika-
upptakna. Talið er að fimm lög séu
á diskinum. Þessi nýja plata er að
sjálfsögðu með í verðlaununum sem
Fókus veitir þeim þrem sem vita
mest og eru snöggastir.
Það er ekki eftir neinu að bíða -
skelltu þér nú beint inn á Fókus á
Vísi og taktu þátt í Gettu enn betur.
10. september 1999 f Ó k U S
7