Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Qupperneq 8
Það er risin upp ný kynslóð sem svífst einskis og ætlar sér að taka við völdunum af '68-kynslóðinni,
nauðugri. Hún er að gera allt sem millikynslóðin (fædd um og yfir '60) talaði um að gera. Sú kynslóð
var kaldhæðin, gagnrýnin og of óuppbyggileg til að gera eitthvað af viti. Var líka alin upp í þeim
skelfilega misskilningi að peningar væru frá djöflinum. Gott dæmi um það er að hér fyrir nokkrum árum
máttu engir nema vitleysingar leika í auglýsingum. Nú græðir Tvíhöfði miklu meira en bara peninga á
því að selja sig sem andlit Tals. Þeir þykja bara jafn flottir og Björk - en síðustu Bjarkartónleikar voru
eiginlega bara Talstónleikar. Það eina sem þykir soldið ógnandi við hina nýju framtakssömu kynslóð,
sem er að koma sér upp sinni eigin sjónvarpsstöð og stjórnar heilum banka, er að hún velkist ekki í
vafa um að kerfið sé eins og það eigi að vera. Hún þarf ekki að burðast með efasemdir eða nagandi
samvisku og gerir því bara allt sem henni dettur í hug. Þetta er svo sem í lagi á meðan allir eru ungir
og sætir en verður án efa subbulegt þegar kynslóðin eldist og reynir að halda í alla sigrana sína.
Guðjón í Oz
Oz er fyrirtæki sem hvert
mannsbarn veit allt um. Þeir eru
útibú frá Ericsson og hafa eigin-
lega horfið frá heimsyfirráðum í
dag og miða frekar á næstu tíu,
fimmtán, tuttugu ár. Ætla að
koma með heildarlausn á þeirri
framtíðarsýn að sjónvarp, sími og
Netið renni saman í eitt. Og það
má auðvitað segja að þeir tengist
Íslandssíma, eiga hlut í honum og
svo er Eyþór fyrrum Oz-maður og
sagan segir einmitt að þegar Ey-
þór og Guðjón voru í framtíðar-
nefnd símamála íslands - skipaðir
£if samgönguráðherra - hafi þeir
(eða allavega Eyþór) fengið hug-
myndina að Íslandssíma. Þeim
leist sem sagt svo vel á framtíð
Landssímans að þeir stofnuðu sér-
stakt fyrirtæki utan um hana.
Guttinn Guðjón er maður sem
gripur tækifærin þegar þau gefast
og er til alls vís í náinni framtíð.
Jón Ásgeir Jóhannesson
Pabbastrákur með vit á bisness.
Það er nýtt fyrirbæri á íslandi en
ástæðan fyrir því er auðvitað að
Jóhannes í Bónusi er sonarstrák-
ur. Jón Ásgeir hefur rifið Bónus
upp úr útsölunum og yfir í að eign-
ast hlut í mjög valdamiklum stór-
fyrirtækjum. Auk þess er Baugs-
drengurinn það framkvæmdaglað-
ur að hann er ekki bara að vasast í
grænmeti og seðlum heldur eru
Hard Rock, Rex og Astró undir
hans væng. Næsta skref hjá strákn-
um er Top Shop fataverslun í Lækj-
argötu. Jón Ásgeir rekur harðan
bisness og er miklu klárari en Jón
Ólafsson.
s
Bjarni Ármannsson
Fóstur í jakkafötum. Bóndasonur ofan af
Skaga og tengdasonur Guðrúnar Helgadóttur rit-
höfundar. Minnir líka soldið á krakkana í bók-
unum hennar. Fátækur drengstauli sem bróder-
ar og er svo yfirmáta góður drengur að það er
nánast óviökunanlegt. Ferill hans upp á við er á
þá leið að kauði byrjaði sem verðbréfagutti hjá
Kaupþingi og var fljótur að vinna sig upp, fór út
í framhaldsnám og er svo sannarlega undrabarn
þegar það kemur að seðlum og bréfum. Enda er
maðurinn bankastjóri dýrasta banka á íslandi,
samkvæmt verðmati fjármálasnillinga.
Verðbréfaguttarnir
Gullæði góðærisins er hér. Allt í einu sprottin upp
ný leið til að græða bílhlöss af peningum. Þeir sem
byrja hér eru líka bankastjórar morgundagsins. Millj-
ón á mánuði og gomma af fríðindum. Þeir guttar sem
hafa náð einna mestum árangri sem verðbréfaguttar
eru þeir Árni Oddur Þórðarson, deildarstjóri hjá
Búnaðarbankanum, Heimir Már Guðjónsson hjá Is-
landsbanka, Stefán Sigurðsson hjá íslandsbanka,
Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaup-
þings, og svo er hann Steini úr Vinum vors og blóma
að gera það helvíti gott hjá Landsbréfum. Þetta eru
óskabörn þjóðarinnar þrátt fyrir aö grey þjóðin viti
ekki alveg hvemig þeir fara að því að græða svona
mikið af peningum með því að fjárfesta í fyrirtækjun-
um sem þjóðin vinnur hjá.
Einar Bárðarson
Það er nokkuð ljóst að
grúppurnar Skítamórall
Land og synir og
em ekki að taka við
Greifunum og
kompaníinu.
hljómsveitir eru að taka
við af miðaldra hljóm-
sveitum, böndum á borð
við Sálina, Sólina og Stuð
menn. Þetta eru bönd sem eru
sponseruð til fjandans og sköpun-
a r v e r k
manna á
borð við
Einar Bárð-
arson. En
hann er enn
eitt undrið
frá þessari
kynslóð. Bjó til hljómsveitina
Skítamóral og sá um staði eins og
Astró, Rex og nú síðast Hard Rock
— alt staðir í eigu Baugs, en það
fyndna við Einar Bárðarson er að
Skítamórall hefur varla beðið þess
bætur að hafa misst hann yfir til
Baugs. Það skiptir sem sagt meiru
í dag að hafa almennilegan umba
en gera góða tónlist.
Magnús Geir Þórðarson
Leikstýrir nánast öllum verkum
Iðnó. Á bak við hann em fram-
kvæmdamennirnir Karl Pétur
Jónsson og Breki Karlsson. Breki
er að vísu kominn yflr til Oz og
hefur því lítið um starfsemina að
segja annað en að skapa óbein
tengsl á milli fyrirtækjanna. Iðnó
er samt lítill fiskur i þessum sjó
en er lýsandi dæmi fyrir hroka
þessarar ungu kynslóðar sem nú
rís. Þeir
renna beint
inn í farið
sem Ingvar .
og Balti
mddu frá sér,
eru aðeins
harðari af sér
og tróðu sér
fram fyrir
Loftkastala-
mennina þeg- ^
ar Iðnó var
laust til leigu. Þeir kunna líka að
búa til sjóbisness-sýningar sem
skila arði. Markaðsvænir drengir
hér á ferð og nokkuð ljóst að þeir
líta svo á að þeirra tími sé kom-
inn. Hingað til hafa þeir allavega
rifið í það sem þeir vilja og eru
ekki á því að sleppa.
Árni Þór Vigfússon
Verslógutti og prestssonur sem varð fjáð-
ur á því að framreiða Hellisbúann. Tapaði
að vísu einhverjum peningum á tímaritinu
Húsbændur og hjú en var fljótur að gleyma
því og kaupa sjónvarpsstöðina Skjá 1. Það er
nýjasta stökk þessarar ungu kynslóðar. Nú
er hún að koma sér upp sjónvarpsstöð og
það veltur margt á hvemig hún spjarar sig.
Það var '68-kynslóðin sem tók yfir RÚV og á
báknið enn þá, '68-kynslóðin stofnaði auk
þess Stöð 2 og síðan hefur ekkert gerst nema
að Stöð 3 fór á hausinn og tvisturinn gleypti
Sýn. Það er annars lítil trú á Skjá 1 í sjón-
varpsbransanum. Þeir skelfa engan eins og
er og þá sérstaklega í ljósi þess að Stöð 3 fór
á hausinn með stöndug stórfyrirtæki á bak
við sig. En sjónvarp getur ekki fjallað um
peninga og stórfyrirtæki. Það verður að vera
rekið af sveimhugum og snillingum eins og
Jóni Óttari. Nú á bara eftir að koma í ljós
hvort Árni Þór Vigfússon er nógu mikill
snillingur til að skapa almennilegt sjónvarp.
f Ókus 10. september 1999
8