Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Page 10
i|Pff®S
Hljóðverin eru þessa dagana pökkuð af sveittum popp- og rokkurum
sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Mánuðirnir fyrir jólin eru nefnilega
uppskerutími íslenska poppbransans og eins og vanalega ætla margir
að taka þátt í flóðinu. Fókus tékkaði á stöðunni.
Hvaða plötur
fara
jólapakkana?
Ekki færibandamúsík
Hvað? Önnur plata Lands og sona.
Heltlr? „Það er ekki komið nafn á kvikindið," segir Njáll
hljómborðsleikari.
Stendur hvar? Upptökur á hljóðfærum eru að klárast og
byrjað verður að syngja um helgina. Platan verður svo mix-
uð I Puk-stúdíóinu á Jótlandi og áætlað er að hún komi út
I lok október.
Hvernlg plata? „Ég myndi segja að þetta sé ólíkt því sem
við höfum gert áður," segir Njáll, „en segja þaö ekki allir?
Eigum viö ekki þara að segja aö þetta sé plata sem viö
stöndum og föllum meö? Ef þetta virkar ekki þá lifum viö
með þvi. Þetta er bara spurning um aö gera þá plötu sem
við viljum gera, ekki þara einhveija færibandamúsík."
Besti Bubbinn
Hvað? Best of Bubbi.
Heitlr? Ekki komið á hreint en „Stál og hnífur" gæti orðið ofan á.
Stendur hvar? Nú er veriö að hanna umslagið. Platan kemur út 15. október.
Hvernlg plata? Þetta er tvöföld plata með bestu og vinsælustu Bubba-lögun-
um frá síðasta áratug. Einnig eru áður óútgefin lög í pakkanum, upptökur frá
tónleikum og úr útvarpinu. Þar að auki fylgir þriðji diskurinn, fimm laga plata
með þrem lögum sem Bubbi tók upp með Botnleðju og tvö lög sem hann tók
upp með Ensími. Þessar upptökur voru geröar á þessu ári.
Dauðar vogguvisur
Hvað? Önnur plata 200.000 naglbíta.
Heltlr? Ekki ákveðiö en vinnsluheitið er „Vögguvísur fyrir
skuggaprinsa". Villi segír það nafn þó ítekað hafa verið
baulað niður af öðrum hljómsveitarmeðlimum.
Stendur hvar? Uþþtökur eru aö klárast, platan fer í hljóð-
blöndun í byrjun október. Á að koma út í byrjun nóvember.
Hvernlg plata? Textarnir eru lítil ævintýri um prinsa,
prinsessur, dreka og fugla þar sem allir deyja í lokin. Tón-
listin er ekki ósvipuð og á fyrri plötunni, nema harðari og
árásargjarnari. Þá er meira notast við tölvur en síðast og
ýmis skrýtin hljóö skjóta upp kollinum.
Rafmagnslaus Sál
Hvað? Sálin rafmagnslaus á tónleikum.
Heltlr? „Ég veit það svei mér þá ekki,"
segir Stefán. „Við erum ! vandræðum."
Stendur hvar? Verið er að mixa tón-
leikaupptökurnar og gera umslagið.
Platan á að koma Crt um miðjan októ-
ber.
Hvernlg plata? Eftir að Sálin spilaöi
fjögur lög órafmagnað á styrktartónleik-
j um fyrir síðustu jól vatt hugmyndin upp
; á sig og endaði sem heilir tónleikar 12.
j ágúst sl. Platan er afraksturinn: 11 lög,
þ.á m. tvö ný: „Kominn" eftir Jens og
Friðrik, sem fer I spilun í þessum mán-
i uði, og „Þetta er okkar nótt" eftir Guð-
í mund og Stefán.
Herra Diskó
Hvað? Fjórða sólóskífa Páls Ósk-
ars.
Heltlr? Deep Inside Paul Oscar.
Stendur hvar? Páll er ásamt hjálp-
arkokkum sínum úti í Englandi þar
sem verið er að setja punktinn yfir i-
ið. Ef allt gengur vel kemur platan út
15. október.
Hvernlg plata? „Páll Óskar er Hr.
Diskó," segir Palli, „og þessi plata
er sjálfstætt framhald af Seif-plöt-
unni, bara plús 40%. Það er mikil
klúbbastemning í gangi og ég vinn
plötuna með rjómanum af helstu
snillingum landsins í tölvutækri tón-
list."
Hér á Palli við Jóhann úr Lhooq,
Barða úr Bang Gang, Herb Legowitz,
Bjarka Jónsson og Viðar Hákon úr
Traktor. „Þetta er fyrsta platan sem
ég syng á ensku og það réttlætir
nafnið. Nú geturfólk farið aö hlakka
til að sjá umslagið," segir Palli og
hlær striðnislega.
Léttblúsaðir gamlir menn
Hvað? Önnur samstarfsplata KK og Magga Eiriks.
Heltlr? Það er ekki komið á hreint. Vinnsluheitið er KK og
Maggi Eiriks 2. „Rnnst þér það ekki frumlegt?" spyr Maggi.
Stendur hvar? „Viö erum byrjaðir að garfa í henni."
Hvernlg plata? „Þegar við gerðum síöustu plötu vorum við
ekki búnir að spila jafnmikið saman og núna," segir Maggi.
„Þetta verður léttblúsað í anda þess sem við gerum þegar
við komum fram saman. Við reynum að gera skemmtilega
plötu. Það er eini tilgangurinn og eina ástæðan þegar
gamlir menn eins og viö gerum plötu."
Stórtækari en fyrr
Hvað? Fjóröa breiðskífa Maus.
Heltlr? „Viö erum í vandræöum með nafn," játar Birgir Örn. „Kannski ætt-
um við að auglýsa eftir nafni í Fókusi?"
Stendur hvar? „Platan verður kláruð í næstu viku. Þá á eftir að gera um-
slag en platan ætti auöveldlega að nást út í lok október."
Hvernlg plata? „Það er ein ballaða og níu rokkarar," segir Birgir. „Ég hélt
að það yrðu engin popplög en nú sýnist mér að það séu a.m.k. tvö. Þetta
er náttúrlega sama bandið og því sama ruglið. Nei, nei."
Birgir segir að hann hafi reynt að syngja sómasamlega í þetta skiptið, án j
þess þó að tónlistin missti karakterinn. Hann segir bandið hafa verið stór- j
tækara en fýrr og það hafl verið í tvo mánuði samtals að taka plötuna upp. j
„Það er helmingi meiri tími en síöast," segir hann.
Með erlenda markaði í huga
Hvað? Fyrsta sólóskífa Selmu.
Heltlr? Ekki ákveðið, kannski bara „Selma".
Stendur hvar? Upptökum er lokið. Hljóðblöndun hefst í
j London og Stokkhólmi! næstu viku. Platan kemur út á ís-
; landi síðari hluta október en í Evrópu skömmu síðar !
‘ annarri mynd. E.t.v. veröur nýjum upptökum af Todmobile-
lögum bætt við I alþjóðlegu útgáfunni.
Hvernlg plata? All out of Luck gefur vissulega forsmekkinn
en er jafnframt léttasta lagið. Þorvaldur Bjarni semur öll
lögin en hann, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Selma textana.
Þeir eru allir á ensku þv! platan er fyrst og fremst gerö með
erlenda markaði! huga.
Kafarinn sem drukknaði
Hvað? Önnur plata Ensími.
Heltir? „Þaö er óákveðið en gælt er við hugmyndir eins og
„Á slóð tortímingar", „Kafarinn sem drukknaði" og „BMX“,
sem er líklegasta nafnið."
Stendur hvar? „Upptökur hófust í vikunni. Stórbokkinn
Steve Albini kemur inn í verkefniö í enda mánaðarins.
Stefnt er aö því að platan komi út 5. nóvember."
Hvernlg plata? „Eins og siðast verður þetta rokkplata meö
elektró-fíling," segir Frans gítarleikari. „En það verður farið
í aðrar áttir. Svo veit maður aldrei hvaö Albini nær að draga
fram. Kannski lætur hann okkur spila nakta í stúdíóinu."
f Ó k U S 10. september 1999